Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 28.09.1964, Qupperneq 5
Mánudagur 28. nóvember 1964 Mánudagsblaðið 5 „Flestir þeirra“, svaraði Bill. „En Jake hefur verið sú und- antekning sem staðfestir regl- una. Enginn hefur nokkurn tíma séð Jake Waring dansa. Hér við borðið hefur orðið sögu legur atburður, þó að ykkur sé það ekki ljóst“. Það lá við að hárin risu á höfði hans af eintómri geðs- hræringu. „Hið stóra spursmál er nú: Hver er sú lukkulega, sem hann ætlar að bjóða með sér?“ „Ef til vill deildarsystirin okkar“, skaut Josephine inn. Hann lyfti brúnum. ,Jlafið þér veðjað á Jenny Bennings ?“ Hann leit á mig. „En hvað um yður, systir Standing? Fenguð þér nokkra vitneskju um þetta, meðan þér voruð inni hjá yfirlækninum ?“ „Allt og sumt, sem ég fékk þar, var bragðvont meðal og viðvörun, að ef ég ekki væri varkárari, mundi ég einhvem daginn lenda í vandræðum“. Hann hugsaði sig þegjandi um í nokkrar sekúndur. „Vitið þér, að þar hefur hann kannski haft rétt fyrir sér“, sagði hann vingjamlega. Einhver vinur hans kallaði á hann annars staðar frá í xnatsalnum. Hann stóð á fætur. „Það var gaman að kynnast ykkur, stúlkur mínar. Við hitt- umst áreiðanlega aftur.“ Josephine horfði á eftir hon- um. „Ég vildi óska að við vær- um efcki fyrsta árs nemendur', sagði hún og stundi. „Ég vildi óska, að við gætum farið á ballið“. „Getum við það ekki ? Er það vegna þess, að við erum á fyrsta ári? Það vissi ég ekki.“ Hún sagði að það kæmi ekki einu sinni til mála. „Það eru ó- tal óskrifuð lög gegn þvi, Erith sagði mér það“. Ég brosti. „Jæja, ég get ekki sagt ég syrgi það neitt. Við þekkjum hvort sem er engan sem vildi dansa við okkur". „En Rosalie, við þekkjum nú orðið þennan Bill Martin'*. „Já, og það er ég viss um, að hver einasta hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu gerir. Hann er kammótypan. En ég fyrir mitt leyti get ekki til þess hugsað að standa frammi fyrir Benn- ings, eftir að ég hef verið á balli. Ég þarf þess með að fara snemma í háttinn og hafa tvo góða fætur til að standa á ef ég á að geta fylgzt með hraðanum á deildinni, og fætur mínir eru ekki lengur það, sem þeir áður voru. Samt sem áður viður- kenni ég, að mér þætti gaman að fá að sitja þar á stól, þótt enginn byði mér upp, ef ég fengi að sjá yfirlækninn dansa við Bennings". Josephine datt nokkuð í hug. „Kannske er það þess vegna, að Bennings hefur ekki gert neitt veður út af því, að það leið yfir þig, eins og hún gerði við mig. Kannske hefur hann sagt henni frá því og boðið henni um leið á ballið og þar með gert hana blíðari í skapi gagnvart heiminum og þá um leið okkur líka“. „Þetta virðist nú nokkuð langt sótt, en ef til vill hefur þú rétt fyrir þér. Það er vissu- lega athyglisvert, að hún hefur ekki nefnt þetta við mig, en þar sem þau eru vinir, hlýtur hún að vita það“. „Já, og hann getur ekki boð- ið öðrum en yfirsystrum og deildarsystrum, og hún er vafa- laust sú yngsta og snotrasta af þeim.“ „Af hverju verður hann að takmarka val sitt á þennan hátt? Gæti hann þá ekki boð- ið neinni af nemendunum ?“ „Almáttugur! Nei! Það er al- gerlega óhugsandi!" Hún var svo forviða, að ég gat ekki að mér gert að hlæja. „Þetta er alveg satt, Rosalie. Ég hef alveg rétt fyrir mér. Erith sagði mér þetta. Nemend ur og yfirlæknar eru af tveim ólíkum heimum. Þetta er nokk- uð, sem allir vita. Hefð eða sið- ur eða hvað, sem þú vilt kalla það — en svona er nú þetta.“ „Hentar mér prýðilega," sagði ég glaðlega. Og það merkilega var, að á þeirri stundu meinti ég fullkomlega það sem ég sagði. 4. KAPlTIJLI En i vikulok var Josephine komin á allt aðra skoðun. „Hún gæti ekki verið alveg svona voðaleg, ef ástalíf hennar væri í góðu lagi- Greinilega hefur mér skjátlazt, Rosalie. Hver svo sem það er, sem yfirlæknir inn hefur boðið á dansleikinn, þá er það ekki Bennings. Hún versnar með hverjum degi.“ „Þú átt við að hún versni með hverjum tímanum, sem líð ur“ Eg hengdi upp kápuna mína í fatageymsluna fyrir utan deild ina. — 0, hamingjan góða, þar hrópar hún á mig. Hvað var það, sem ég gleymdi að gera, áður en ég fór á fyrirlestur- inn? Það fékk ég fljótt að vita. Bennings beið mín í dyrunum. „Systir Standing, þvottahús- ið var deildinni til skammar, þegar ég leit þar inn. Þurrkuð- uð þér ekki af efstu hyllunum? Gerðuð þér það? Já, þá hefur það ekki verið almennilega gert. Þurrkið þér betur af þeim strax.“ Nokkrum mínútum síðar kom hún inn í þvottahúsið. „Systir Standing, það er ryk ofan á lokinu á sýruskápnum. Þér verð ið að fægja það, áður en þér byrjið á rútinuvinnunni." „Já, systir, afsakið systir,“ sagði ég. Hálfri stundu síðar kom hún fram i eldhúsið. „Systir Standing, hafið þér hugsað yður að brúka allan morguninn til að gefa sjúkling unum að drekka? Hvenær ætlið þér að læra að vera liprari í vinnubrögðum“. Þá um kvöldið viðurkenndi jafnvel Erith, að Bennings hefði yfirstigið sjálfa sig. „Eg veit, að hún hefur aldrei haft ást á fyrsta árs nemend- um, Standing, en ég hef aldrei séð hana jafn skapstygga og nú. Það lítur út fyrir, að þú espir hana upp .Reyndu því að víkja úr vegi fyrir henni. Þú verður að hugga þig með því, að það fe^r vel á með þér og yfirsystur, og þrátt fyrir allt er það hún, sem gefur skýrslu um þig — ekki deildarsystirin“. „Guði sé lof og þökk fyrir það! En segðu mér eitt, hvern ig fer ég að því að víkja úr vegi fyrir henni? Hún er eins og skugginn minn, fylgir mér um allt eins og tvíbura bróðir!“ Erith þrosti af samúð. „Já, ég hef tekið eftir því. En ef til vill geturðu þegjandi og hljóðalaust horfið í baksýn hennar, látið minna bera á þér, það er að minnsta kosti reyn- andi. Og svo verður þetta ekki til eilífðar. Fyrr eða síðar verð urðu flutt á aðra deild.“ Eg féllst á, að það væri nokk ur huggun — fræðilega séð. „Það er bara það, að ég elska þessa deild. Eg kann vel við yfirsysturina, og sjúkling- arnir eru hreinustu englar.“ Og sannarlega voru þeir það. Það var engu líkara en þeir yrðu elskulegri með degi hverj- um, og þeir voru mér hjálplegir á allan mögulegan hátt. „Systir Standing, vona þér takið mér ekki illa upp, að ég nefni það, en klukkuna vantar tíu minútur í átta, og þér hafið ekki sótt blöðin inn ennþá.“ Systir Standing — afsakið að ég nefni það, ungfrú — en þér gleymduð afþunkunarklútnum i sjúkrastólnum hjá nr. 18. Væri ekki betra, að þér sæktuð hann, áður en hún tekur eftir því.“ „Viljið þér, að ég hreinsi úr öskubökkunum, systir Stand- ing? Eg skal gljáfægja þá fyr ir yður. Eg held, að smáaðstoð ætti ekki að koma sér illa fyrir yður, eins og ástandið er hér." Roberts, sjúklingurinn, sem hafði verið sá fyrsti, sem ég fylgdi á skurðsofuna, var nú minn bezti vinur og stoð og stytta. Hið stutta ferðalag til ekurðstofunnar og frá hafði gert okkur að lífstíðarvinum. Ef ég gleymdi nokkru, var Ro- berts sá sem fyrstur tók eftir því og benti mér nærgætnislega á það. Eg var farin að reiða mig svo á hann, að ég fór aldrei út af deildinni, án þess að spyrja hann: „Roberts, er nú nokkuð, sem ég hef gleymt?" Hann hafði verið hinn bratt- asti eftir uppskurðinn. Hann var Lundúnabúi í húð og hár, lítill vexti og horaður, hárið snemma gránað, því hann var ekki fertugur ennþá. Hann hafði kýmnigáfu Lundúnabú- ans, rósemi hans og ókúgandi kjark. Hann kvartaði aldrei,. var síkátur og þagði aldrei nema, þegar hann svaf. Þegar ég þvi eitt kvöldið var að þurrka af skápnum hans og hann sat uppi og horfði á mig þögull, varð mér um og ó. Eg leit forvitin á hann og sá, að hann eins og kveinkaði sér und an einhverju. Eg lagði frá mér afþurrkun- arklútinn. „Verkjar yður í sárið, Ro- berts. Eða er yður illt í höfð- inu?“ Hann smábrosti. „Nei, það er allt i lagi með mig, systir. Skapið er bara ekki sem bezt í kvöld.“ Eg trúði honum ekki og sagðoi svo: „Eruð þér viss um, að yður kenni hvergi til? Saumurinn var tekinn i dag, er það ekki?“ Hann kinkaði kolli „Jú, það er rétt. Það gekk ágætlega." „Hvað er það þá, sem að er Roberts?" sagði ég hægt. Það kom hik á hann. „Tja, ef ég á að vera hrein- skilinn, systir . . . þá er ekki svo gott að koma orðum að þvi. Mér líður ekki beinlínis illa, en ....“ „Systir Standing!" Bennings stóð við fótagaflinn. „Þér ættuð að þurrka ryk af náttborðum, ekki standa og blaðra við sjúkl- lingana! Viljið þér reyna að muna það! Yfirsystirin kemur að biðja kvöldbæn eftir fimm mínútur, og þér eruð ekki búin að hreinsa öskubakkana." Eg sneri mér að henni. „Afsakið þér, systir. Eg spurði bara, Roberts, hvernig hann hefði það.“ Hún leit kuldalega á mig: „Systir Standing, yfirsystirin og ég erum hér til að annast sjúklingana. Þér, sem eruð ó- reynd, eigið ekki að nauða á sjúklingum með bjánalegum sjúklingum. Viljið þér framveg- is alda yður að þvi sem yður ber að gera, þá gæti svo fárið einhvern daginn að þér væruð búin í tæka tíð.“ Með guldalegu augnatilliti sendi hún mig á brott. Svo gekk hún að höfða- gaflinum á rúminu. Þegar í stað var viðmótið allt annað. „Jæja, hvernig líður, Ro- berts?“ spurði hún með þeirri vingjamlegri röddu, sem var geymd handa sjúklingum af karlkyninu. „Líður yður betur, nú þegar saumurinn er farinn? Eða er nokkuð, sem amar að?“ Roberts horfði sviplaust á hana. „Mér líður prýðilega, systir, þakka yður fyrir“. Hún tók púlsinn hans, horfði rannsakandi á hann, svo kink- aði hún kolli og fór leiðar sinn- ar. Eg fékk ekki annað tilefni til að tala við Roberts. Eg lauk við mín rútínuverk, en mér leið mjög illa. Mér var ljóst, að ég var óreynd, en ég hafði þá ó- þægilegu tilfinningu, að eitt- hvað hefði amað að Roberts. En samtímis vissi ég vel, að Bennings var dugandi hjúkrun- arkona, hún hafði tekið púls hans, og ég tók eftir, að hún leit aftur rannsakandi til þans, þegar hún var komin fram á mitt gólf. Áreiðanlega mundi hún uppgötva, hvort nokkuð væri að, og hún hafði séð, að Roberts var kominn á fremsta hlunn með að segja mér, að það var eitthvað meira en skap ið, sem var í ólagi. Þetta var ég að hugsa um, meðan ég beið þess að yfirsyst- irin kæmi og bæði morgunbæn. Átti ég að nefna þetta við hana? Mundi hún ekki taka því sem framhlevpni og bjána- skap Með tilliti til þess, sem Bennipgs hafði sagt í áheyrn allrar deildarinnar, mundi ,hún sennilega bregðast þannig við — en átti ég að láta slíkt á mig fá? Nei, ég gat það ekki. Yfirsystirin mátti segja hvað, sem hún vildi, ég var búin að taka ákvörðun. En ég fékk ekkert tækifæri til að tala við yfireysturina. Hún var horfin strax að morg- unbæn lokinni. Eg gat ekki um annað hugsað yfir borðum um kvöldið. Strax að loknum kvöld verði flýtti ég mér aftur til deildarinnar án þess að gefa mér tíma til að hugsa, hvað ég ætti að segja eða gera, þegar þangað kæmi. Það var þögn og rökkvað. Yf irsystirin sat við púltið sitt og var að gefa vaktsysturinni skýrslu. Eg nam staðar í dyra- gættinni til að sjá, hvar Benn- ings væri. Hún var einmitt þá í hinum enda salsins. Eg fór úr kápunni og gekk inn. Yfirsystirin leit upp frá skýrslugerðinni. „Hver er það?“ heyrði ég hana spyrja vaktsysturina. „Ein af fyrsta árs nemunum. Systir Standing“. Eg gekk að púltinu. Yfirsyst- irin horfði á mig óþolinmóð. „Hvers vegna eruð þér hér nú, systir Standing? Ég hélt þér væruð laus í dag“. „Já, systir. En . . .“ Ég vissi ekki hvernig ég átti að halda áfram. „Er það eitthvað, sem þér gleymduð að nefna í skýrslu yðar til systur Bennings ?“ spurði hún. „Já, systir . . . þ.e.a.s. nei, systir. Það er viðvíkjandi Ro- bert“, bætti ég við í örvænt- ingu. „Hvað um Roberts, systir?“ Raddblær yfirsysturinnar var ekki uppörfandi. Það kom aftur hik á mig. „Ja, þegar ég var að þurrka af náttborðinu hans í kvöld, systir . . þá . . sýndist mér eins og eitthvað gengi að hon- um“. Orðin hljómuðu svo bjána- lega, að ég bjóst við, að yfir- systirin mundi veita mér á- minningu. En þess í stað spurði hún: „Af hverju sýndist yður það, systir?" „Af því að hann var svo und arlega hljóður, systir, ag það var eins og honum liði ekki vil“. „Kvartaði hann um sársauka nokkurs staðar?" Til að gera mér enn erfiðara fyrir kom nú Bennings í ljós fram úr hálfrökkrinu, stað- næmdist og horfði á mig. Yfir- systirin leit til Bennings og svo aftur á mig. „Kvartaði hann, systir Stand- ing ?“ „Nei, systir, sagði“ ég. Hún leit fast á mig. Svo snéri hún sér að Bennings. „Þér voruð hjá Roberts rétt núna. Hvernig leið honum?“ „Ágætlega, systir“, svaraði Bennings rólega. „Hitinn, púls og blóðþrýstingur alveg eðli- legt. Sárið er gróið. Hann seg- ir að hann finni hvergi til. Ég var einmitt nú aS spyrja hann þess að nýju“. „Takk.“ Yfirsystirin vék sér að mér aftur. Hún var hugsi á svipinn. „Ég er viss um að yður er rórra nú, systir Standing. Ég met það við yður, að áhyggjur út af sjúkling urðu til þess, að þér komuóð aftur á deildina, systir Standing. Ég vona að þér látið mig alltaf vita, ef þér hafið áhyggjur út af einhverj- um sjúklingnum. Ég er fegin- að við gátum róað yður í þetta sinn. Góða nótt, systir Stand- ing“. Ég forðaðist að líta á Benn- ings og læddist út um dyrnar. „Hún horfði á mig eins og ég væri alls ekki til“, sagði ég Josephine litlu seinna“. „En ég þori að veðja, að hún þekkir mig aftur í fyrramálið". Josephine sagði, að það ætti að senda mig á Klepp. „Þú veizt, að Bennings er dugandi hjúkrunarkona og mundi aldrei yfirsjást neitt al- varlegt hjá sjúklingi. Þú ert sannarlega kolbrjáluð, Joseph- ine?” Ég maldaði í móinn. 1 „Hún gat ekki vitað, hvort það var nokkuð alvarlegt. Ro- berts er svo þolinmóður, og hann kvartar aldrei. Ef hann segir, að sér líði ekki sem bezt, þá hlýtur að vera eitt- hvað að“. Með áherzlu í röddihni, sem Bennings hefði verið vel sæmd af, bað Josephine mig að rnuna, að ég væri bara vesæll fyrsta árs nemandi, og að fyrsta árs nemendur hefðu ekki hundsvit á sjúkdómum. „Hvernig getu- rðu þá sagt um, hvort *v>kkuð Rósalie Framhaldssaga Eftir L. ANDREWS 7 # %

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.