Morgunblaðið - 26.06.2005, Side 8

Morgunblaðið - 26.06.2005, Side 8
8 | 26.6.2005 Þ au eru gul, græn, bleik, rauð, svört, blá og í öllum regnbogans litum. Ídag er enginn maður með mönnum nema hann sé með a.m.k. eitttryggðarband um úlnliðinn en vissulega er algengast að það glitti íslíkt undan ermum unga fólksins. Það er þó engin regla og frést hefur af virðulegum ritstjórnarfulltrúum, kvikmyndastjörnum og jafnvel forsetafrúm sem skarta armböndunum. Með það í huga hefði mátt ætla að uppistaðan í þeim væri eð- almálmar og gimsteinar en því fer fjarri. Efnið í böndunum er sílíkon og fyrir utan að vera í mismunandi litum standa þau fyrir mismunandi skoðun eða stuðning við ákveðið málefni í samræmi við inngreypta áletrun sem finna má á böndunum. Það var hjólreiðakappinn Lance Armstrong sem hratt æðinu af stað fyrir rúmu ári þegar hann hóf sölu á gulum sílíkonarmböndum með áletruninni LiveStrong. Allur ágóði sölunnar rann til styrktar krabbameinssjúklingum. Sjálfur hafði Armstrong unnið bug á krabbameini í eistum og átt stormandi feril sem íþróttamaður eftir það sem meðal annars fól í sér sex sigra í Tour de France-keppninni. Í dag hefur styrkt- arsjóður Armstrongs selt yfir 47 milljónir armbanda um allan heim. Fljótlega sáu önnur styrktarsamtök sér leik á borði og fyrr en varði voru marglit armbönd fáanleg til styrktar málefnum og samtökum af öllum toga. Erlendis er t.a.m. að finna blá armbönd gegn einelti, bleik gegn brjóstakrabbameini, fjólublá gegn heimilisofbeldi, hvít með áletruninni Jesús elskar mig, appelsínugul til styrktar fólki með Asperger-heilkenni, svört og hvít tengd saman gegn kynþáttafordómum og græn til að hvetja til líffæragjafa. Þetta er örlítið brot af fjölmörgum útgáfum band- anna og í dag eru ekki einungis styrktarfélög sem standa fyrir sölu þeirra heldur fjöld- inn allur af gróðafyrirtækjum, sem vilja fljóta með á þessari vinsældabylgju. Einföld skilaboð eins og „hugrekki“, „von“, „ást“ og „stolt“ eru algeng, sumir tjá stjórnmála- skoðanir sínar með armböndum og íþróttaáletranir ýmiskonar eru einnig vinsælar. Þekktir einstaklingar valda því einnig að gúmmíbandaæðið nær stöðugt nýjum hæðum. Í Bretlandi rauk sala á þeim upp í kjölfar þess að þekktir leikmenn enska boltans, eins og David Beckham, Rio Ferdinand og Thierry Henry sáust skarta marg- litum armböndum og varla hefur það virkað letjandi á sölu tryggðarbandanna að ýmsar kvikmyndastjörnur hafa verið ófeimnar við að bera þau. Allir aldurshópar | Hérlendis selja a.m.k. þrír aðilar tryggðarbönd til stuðnings ákveðnum málefnum. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans reið á vaðið með sölu grænna armbanda með áletruninni GEÐVEIKT! í samstarfi við Samfés og á Essó-stöðvunum og vefsíðunni femin.is er nú hægt að fá tryggðarbönd í sex mismun- andi litum sem á stendur krabbameinsfelagid.is. Nýlega hóf svo MS-félagið á Íslandi sölu á bláum armböndum með áletruðu heiti sjúkdómsins á ólíkum tungumálum. Það eru þó ekki bara íslensk armbönd sem eru í umferð hér á landi. Á úlnliðum Björns Sigurbjörnssonar, 24 ára fótboltaþjálfara hjá Fram, leynast tvö armbönd: hið gula LiveStrong armband Armstrongs og svo hvítt armband með áletruninni ONE. „Ég held að það sé breskt fyrirbæri og stendur fyrir baráttu gegn fátækt og eyðni,“ segir hann. „Maður sá þessi bönd fyrst í enska fótboltanum þar sem leikmenn eru mikið með þau og þetta eru góð málefni sem maður er alltaf tilbúinn að styrkja.“ Hann segir tryggðarböndin sérstaklega vinsæl meðal íþróttamanna. „Margir kaupa böndin þegar þeir eru í útlöndum eða þá á Netinu. Yfirleitt þarf að kaupa a.m.k. tíu bönd í einu en það má þá dreifa þeim á félagana.“ Björn staðfestir að þessi tíska spyrji ekki að aldri. „Ég sé krakka í fótboltaskólanum alveg niður í sjö, átta ára aldur með svona bönd og svo aftur íþróttafólk langt yfir þrí- tugt. Þeir sem eru eldri eru aðallega með eitt eða kannski tvö bönd en yngri krakk- arnir eru oft með fleiri og sumir hafa heila hrúgu af þeim á handleggjunum.“ Líkt og Björn vilja líklega flestir, sem bera armböndin, sýna með því stuðning sinn við ákveðið málefni eða einfaldlega fylgja duttlungum tískunnar. Þó geta böndin sagt meira en flestir gera sér grein fyrir. Breska dagblaðið Evening Standard hefur greint frá því að tveir þriðju unglinga telja lit armbandanna gefa kynhneigð og sam- bandsstöðu til kynna. Þannig ganga gagnkynhneigðar konur með bleikt armband, karlar með blátt, rautt þýðir að viðkomandi sé á lausu, hvítt að hann sé á föstu og svart nýafstaðin sambandsslit. Sá sem gengur með gult band hefur misst mey- eða sveindóminn og fjólublátt eða túrkíslitað band gefur samkynhneigð til kynna. Þessi duldu skilaboð gefa aftur möguleika á fjölda samsetninga bandanna. Sá sem gengur bæði með bleikt og blátt armband gefur tvíkynhneigð sína í skyn á meðan bleikt og rautt band saman segja að viðkomandi sé gagnkynhneigð kona á lausu. Sé hún aft- urámóti samkynhneigð og á föstu er hún með fjólublátt og hvítt armband. Hvað sem því líður er hér á ferðinni alþjóðleg tískudilla sem hefur það að meg- inmarkmiði að láta gott af sér leiða. Eða eins og Björn orðar það: „Þetta gengur út á að vera flottur og góður í senn.“ | ben@mbl.is AÐ VERA FLOTTUR OG GÓÐUR Í SENN Marglit tryggðarbönd tröllríða heimsbyggðinni L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Framarinn Björn Sigurbjörnsson með gula LiveStrong- armbandið og hvítt band gegn eyðni og fátækt. R eu te rs David Beckham er jafnan með nokkur tryggðarbönd á úlnliðnum. Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er líkt og margir kollegar hans í enska boltanum með tryggðarband. R eu te rs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.