Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 10
Sóley Tómasdóttir stundar framhaldsnám í kynjafræði. Hún ræddi staðalmyndir, kynjahlutverk, jafnréttismál og annað við nemendur í Háskóla unga fólksins. „Við tókum klassískt dæmi af bæklingum sem Leikbær dreifir í hús. Þar eru bleikar síður fyrir stelpur og bláar fyrir stráka. Fyrir öskudag var fyrirsögnin á bleiku síðunni Fallegar prinsessur en á bláu síðunni Ofurhetjur. Fólk bendir gjarn- an á að kynin hafi ólík áhugamál, sem er laukrétt. En af hverju hafa þau þessi ólíku áhugamál? Af hverju staðhæfa 3 ára stúlkur að bleikur sé uppáhaldsliturinn þeirra? Kynbundin áhugamál eru afleiðing af kynjakerfinu sem við búum við. Strákar eiga að vera á einhvern ákveðinn hátt og stelpur á annan. Við gerum mis- munandi væntingar til þeirra og það byrjar strax á fæðingardeildinni með bleika og bláa litnum. Kynjahlutverkin birtast síðan í stóru og smáu allt lífið, til dæmis með mismunandi fyrirmyndum – Britney Spears fyrir stelpur og 50 Cent fyrir stráka. Í tónlistarmyndböndum og tölvuleikjum er gríðarleg kynmótun og í blöð- um birtast afar ólíkar myndir af kynjunum,“ segir Sóley. Kynjagleraugu | „Við gerum okkur ekki grein fyrir því hvernig við kynmótum börn og höldum þess vegna að stelpur séu á einhvern ákveðinn hátt og strákar á annan. Stundum er ég spurð að því hvort stelpur og strákar megi ekki hreinlega vera ólík og svarið er já. Hópar sem slíkir geta hins vegar ekki verið líkir innbyrðis. Við erum einstaklingar og það er alltof mikil einföldun að flokka fólk í tvennt og eigna því ákveðin áhugamál eftir því í hvaða hópi það lendir,“ segir hún. Sóley vill að jafnréttisfræðsla verði tekin upp strax á grunnskólastigi. „Annars búum við bara til samfélag sem er eins og það sem við lifum við í dag. Við verðum að ala börnin okkar betur upp en við sjálf vorum alin upp. Að öðrum kosti breytist ekki neitt. Það er ótrúlegt hversu lítið getur þurft til að kveikja áhuga hjá krökkum og hreyfa við þeim. Hvar byrjarðu ef ekki á þeim? Þú breytir illa hugsunarhætti fullorðinna en þú getur mótað ungu kynslóðina, kennt henni að setja upp kynjagleraugun og skoða samfélagið gagnrýnið. Það er merkilegt hvað hægt er að gera á þremur klukkustundum með 12-16 ára krakka. Hugsaðu þér ef þetta væri hluti af námsefni skólanna,“ segir Sóley og brosir. Sóley Tómasdóttir. „Af hverju staðhæfa 3 ára stúlkur að bleikur sé uppá- haldsliturinn þeirra?“ 10 | 26.6.2005 OFURHETJUR OG KAFFIHÚS 12–16 ára nemendur í Háskóla unga fólksins, sem lauk í gær, lærðu m.a. kynjafræði og heimspeki – greinar sem engin samræmd próf eru tekin í en eiga þó fullt erindi til okkar allra. Róbert Jack útskrifaðist í gær með masterspróf í heimspeki. Hann kenndi börnum og unglingum heimspeki í Háskóla unga fólksins. „Heimspeki gagnast á marga vegu í lífinu. Hún kennir okkur að spyrja spurn- inga, hugsa skipulega, íhuga hlutina, vega þá og meta. Það er ekki bara gott fyrir börn og unglinga heldur okkur öll. Heimspeki hugsar útmörkin á hlutunum og spyr til dæmis hvað það versta sé sem geti gerst og hversu miklar líkur séu á því, hvað sé það besta sem komið geti fyrir og svo framvegis. Þannig getur hún hjálpað okkur að fást við hversdagsleg viðfangsefni,“ segir Róbert. Mastersritgerð hans fjallaði einmitt um svokallaða hversdagsheimspeki, það hvernig nota megi heim- speki í daglega lífinu. „Heimspekileg viðfangsefni eins og vangaveltur um dauðann geta til dæmis verið gagnlegar. Sá sem er meðvitaður um dauðann veit að lífið tek- ur enda og að hann þarf að nýta tímann vel,“ segir hann. Hver er vinur? | Róbert stóð í vetur fyrir heimspekikaffihúsi í Café Cultura í Al- þjóðahúsinu og gerði það sama í Háskóla unga fólksins. „Þetta eru í raun almennar samræður um fyrirfram ákveðna spurningu, í þessu tilfelli „Hver er vinur?“ Viðmiðunarreglurnar eru fjórar, að fólk tjái sig með rökum og dæmum, hlusti vel, spyrji út í óljósa hluti og gagnrýni kurteislega. Þetta er frjáls samræða – það er ekkert sem ekki má segja en fólk gæti verið gagnrýnt fyrir hug- myndir sínar. Niðurstaðan á ekki að vera einhver ákveðin og fólk þarf ekki að vera sammála. Á heimspekikaffihúsinu æfir fólk sig í að tjá sig og hlusta. Oft hlustum við illa hvert á annað og teljum okkur ræða um sama hlut, þegar við gerum það í raun ekki. Það var gaman að gera þetta í Háskóla unga fólksins og ég álít mikilvægt að krakkarnir kynnist því að mál séu rökrædd. Aðeins með því að ræða saman fáum við fram sjónarmið sem einhverjir gætu talið óæskileg. Ef ákveðnar skoðanir eru ekki leyfðar því þær eru hættulegar eða vitlausar, gefst aldrei færi á að rökræða þær eða benda á mótrök gegn þeim.“ Róbert álítur heimspeki ekki einungis eiga erindi til nemenda í Háskóla unga fólksins, heldur íslenskra barna og unglinga almennt. „Ég vil færa hana inn í skóla landsins. Í heimspekinni hef ég fundið nokkuð sem ég hef áhuga á, finnst mikils virði og getur gagnast fólki,“ segir hann. | sigridurv@mbl.is L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on Róbert Jack. „Heimspeki gagnast á marga vegu í lífinu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.