Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 12

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 12
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson Á sömu stundu og Ása Sóley lýkur ferð sinni gegnum móðurskautið oglítur dagsins ljós í fyrsta sinn brýst sólin fram úr skýjunum. „Halló,“ segir móðir hennar, Sonja Richter, aftur og aftur frá sér numin af gleði. „Ertu komin?“ Hún hefur ekki augun af barninu og næsta setning kemur eins og af sjálfu sér: „Váá, er mig að dreyma?“ En hana er ekki að dreyma. Sjálf hefur hún nært þetta líf innra með sér undanfarna mánuði, sjálf kom hún því í heiminn og með eigin höndum færði hún það upp úr vatninu sem það fæddist í. Það er 2. júní 2005 og við erum stödd á heimili Sonju, mannsins hennar Clint Anderson og dóttur þeirra Kamillu, sem þrátt fyrir að vera ekki há í loftinu enda bara tæplega tveggja ára, getur nú titlað sig stóru systur. Foreldrunum til halds og trausts við fæð- inguna er yfirsetukonan Áslaug Hauksdóttir, önnur tveggja ljósmæðra á höf- uðborgarsvæðinu sem aðstoðar konur sem vilja eiga börn sín heima. Þetta hefur gengið fljótt fyrir sig og aðeins tveir tímar liðnir frá því að Áslaug kom. Þá leiðir skoðun í ljós að fæðingin er langt komin, miklu lengra en Sonju sjálfri datt í hug enda lítil sem engin átök við fæðingarhríðir að baki. Skömmu síðar kemur Rósa, mamma Sonju, sem án þess að spyrja gengur í ýmis heim- ilisverk sem betra er að ljúka áður en nýja manneskjan er boðin velkomin í veröldina. „Um leið og ég heyrði af því að hægt væri að fæða börn heima hjá sér vissi ég að það væri eitthvað fyrir mig,“ segir Sonja þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi valið að eiga báðar dætur sínar heima við. „Allt frá því ég var lítil skildi ég ekki af hverju konur væru sagðar ófrískar þegar þær voru með barni, rétt eins og þær væru veikar eða haldnar sjúkdómi. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Ég neitaði líka að trúa því að þróunin hefði gert konur ófær- ar um að ala börn af eigin rammleik – það gat ekki verið.“ Það kom þó hinum verðandi föður í opna skjöldu þegar Sonja nefndi við hann að hún vildi eiga fyrra barnið heima. „Ég hafði aldrei heyrt um neitt slíkt og brá því talsvert,“ segir Clint. „„Hvað meinarðu með heimafæðingu?“ sagði ég við Sonju, „ætlarðu að eiga barnið hér á gólfinu?“ En svo kynnti ég mér þetta betur og varð mun sáttari.“ Og sáttur er hann í dag, tveimur dætrum ríkari. Framundan er lífshlaup Ásu Sóleyjar sem í takt við nafn sitt valdi sólríka stund til að horfast í augu við heiminn. | ben@mbl.is KRAFTAVERK LÍFSINS 25. maí: Sonja er í mæðraskoðun hjá Áslaugu Hauksdóttur ljósmóður sem einnig mun taka á móti barninu. „Mér finnst mikilvægt að þekkja og treysta ljósmóðurinni sem er með mér í fæðingunni. Mér finnst mjög óþægileg tilhugsun að fara á spítala og fá ljósmóður sem ég þekki ekki og jafnvel að þurfa að skipta um ljósmóður út af vaktaskiptum. Það var m.a. ástæðan fyrir því að ég valdi heimafæðingu,“ segir Sonja. 2. júní 2005. Fæð- ingin er langt kom- in þegar ljósmóð- irin er kölluð til. „Þegar Áslaug kom og skoðaði mig og sagði að ég væri komin með átta í útvíkkun þá sátum við bara og hlóg- um,“ segir Sonja. „Hvað ertu að meina, sagði ég, ég hélt að ég væri bara rétt byrjuð!“ Klukkutíma áður en barnið kemur í heiminn situr Sonja inni í hjónarúmi og gantast við Clint en þegar hríðarnar ganga yfir er eins og hún fari inn í eigin heim. Stund- um er engu líkara en að hún dormi milli hríða. „Þetta var rosaleg vellíð- unartilfinning og ég vildi eiginlega ekki að þetta endaði,“ segir Sonja síðar. Eftir nokkrar rembingshríðar óskar Sonja eftir því að fara í pottinn sem bíð- ur hennar í stofunni. „Ég náði ekki að slaka á í rembingnum þótt ég reyndi og var farin að kvíða hríðunum. Þegar ég kom ofan í vatnið fór þessi vanlíð- unartilfinning og ég komst aftur í gírinn. Þá var þetta bara mjög þægilegt.“ Það er stutt í að barnið komi svo Áslaug gerir sig klára fyrir móttöku þess. Klukkan 17:55 lítur lítil stúlka dagsins upp úr vatninu og gleði hennar er algjö eftir þann innhverfa tíma sem á undan staddir samgleðjast og það er ekki laus degi sem þeir upplifa kraftaverk lífsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.