Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 14
Níundi áratugur síðustu aldar þykir yfirleitt ekki vera með þeim flottustu ítískunni. Frekar er litið á þessa tísku sem fyndna, svo hlægilega og ýkta aðframhaldsskólar hafa stundað það síðustu ár að halda böll undir nafn- inu 1985 eða ámóta. Þar er hver öðrum skrautlegri svo minnir á grímuball. Við hæfi er að rifja upp nokkur helstu einkenni tískunnar á þessum áratug upp- gangs og glæsileika nú þegar tónleikar Duran Duran nálgast óðfluga en þessir gulldrengir nostalgíupoppsins spila í Egilshöll fimmtudaginn 30. júní. Útlitsdýrkun | Á níunda áratugnum varð óljósara hvað væri kvenlegt og hvað karlmannlegt eins og útlit Nick Rhodes og félaga var vitni um. Hetjur á borð við Boy George og Prince skreyttu sig og máluðu. Karlmenn fóru að hugsa meira um útlitið og má segja að sú þróun sé ennþá í gangi. Mikil áhersla var lögð á línurnar, leikfimiæði gerði vart við sig og lycra-byltingin fylgdi í kjölfarið. Konungur teygjuefnanna, Azzedine Alaïa, naut vinsælda enda var hönnun hans vel formuð og ætluð á enn formaðari líkama. Tískan er oft andsvar við því sem á undan kemur. Skreytihyggjan nú er ákveðið svar við naumhyggju tíunda áratugarins sem aftur á móti er lausn frá öfgum þess níunda. Á níunda áratugnum var fólk orðið leitt á villtum lífsstíl áratugarins á undan. Nú var komið að því að mót- mæla hippunum og öðruvísi lífsmáta þeirra. Íhaldið náði aftur völd- um í Bretlandi (Margaret Thatcher) og Bandaríkjunum (Ronald Reagan) og það komst í tísku að þéna peninga, klæða sig upp og hafa engan áhuga á pólitík. Uppar af báðum kynjum voru í tví- hnepptum jakkafötum frá Armani, Hugo Boss, Ralph Lauren og Donnu Karan. Töffararnir í sjónvarpsþáttunum Miami Vice voru lýsandi tákn fyrir tískuna, pálmatrén og popptónlistin góður bak- grunnur. Nýbarrokk-kjólar eftir Christian Lacroix voru eftirsótt- ur kvöldklæðnaður. Því-meira-því-betra-viðhorfið komst líka vel til skila í sápuóperum áratugarins, Dallas og Dynasty. Konur hvarvetna vildu vera Pamela í Dallas. Madonna söng um efn- ishyggju og verslunarleiðangur varð viðurkennd leið til að slappa af. Endurvinnsla | Tískan er einu sinni þannig gerð að hún gengur í hringi og sífellt er verið að vísa hingað og þangað. Það sem einu sinni var forljótt verður flott og fólk sem gat ekki hugsað sér að ganga í támjóum krumpustígvélum nokkru sinni aftur er nú búið að slíta skónum út. Neonlitirnir og netsokkabuxurnar hafa komið og farið og púffpilsin eru að komast í tísku. Það er aldrei hægt að segja aldrei aftur í tískuheiminum. Eða hvað? Eitt einkenni tísku ní- unda áratugarins er afskaplega stórir herðapúðar sem ýkja mjög lögun líkamans, helst svo hún minni á X, herðarnar eru breiðar og mittið mjótt. Herða- breidd verður að stöðutákni eins og hálshringir hjá afrískum ættbálki en mestu gellurnar settu auka herðapúða í skyrturnar og brettu víðar ermarnar langt upp. Ég vona innilega að herðapúðarnir komist aldrei inn fyrir jakka eða tískuheiminn aftur enda hef ég klippt alla herðapúða úr þeim flíkum sem ég hef nokkurn tímann eignast, hversu litlir sem þeir eru. Ein ástæða þess að tíska níunda áratugarins á enn og aftur eftir að stinga upp kollinum er að hún er sem stendur hvað mest áberandi þegar flóamarkaðir eru heimsóttir. Hönnuðir leita oft eftir innblæstri á mörk- uðum, sem á endanum skilar sér í sköpunarverki þeirra. Fátækir námsmenn og aðrir hagsýnir versla líka í svona mörkuðum og búðum með notuð föt og ef mikið er til af fötum frá níunda áratugnum kemst það líka með einhverju móti í götutískuna og jafnvel þaðan til hönnuða. Hvað skyldi komast næst í tísku? Herðapúðarnir eða vængjahárgreiðslan? Dáleið- ingarmáttur tískunnar er mik- ill. | ingarun@mbl.is ALDREI SEGJA ALDREI AFTUR Níundi áratugur síðustu aldar gat af sér skrautlega tísku TÍSKA | INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR Tónlistarmaðurinn Boy George var ófeiminn við að skreyta sig og hefur tekið á sig mörg gervi. Konur klæddust dragt- arjökkum sem minntu á jakkafatajakka eins og þessi frá Giorgio Armani. Valdabárátta, kynlíf og pen- ingar réðu ríkjum í sápunni Dynasty. Þó Krystle Carr- ington og Alexis hafi verið andstæður er glitrandi klæðnaður þeirra svipaður. Christian Lacroix náði að fanga stemningu níunda ára- tugarins í hönnun sinni. Hér má sjá púffpils frá 1987. Gömlu goðin í Duran Duran. Mikið um skarpar línur í fötum, líkama og hári. Söngkonan og fyrirsætan Grace Jones var áberandi á níunda áratugnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.