Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 18
18 | 26.6.2005 G unnar Thorarensen, 24 ára, hefur nýlokið þriðja ári í læknisfræði við Háskóla Ís- lands. Í mars síðastliðnum fékk hann ein- stakt tækifæri til að vinna í þrjá mánuði við Johns Hopkins-spítalann og -rannsóknarstofnunina í Baltimore. „Ég vann við erfðafræðirannsóknir á genum sem taka þátt í stjórnun á fæðingarþyngd nýbura,“ segir Gunnar, en við rannsóknirnar voru einungis notuð sýni úr fylgjum og úr þeim unnin erfðaefni sem síðan voru rannsökuð. Í sumar bauð stofnunin Gunnari áframhaldandi starfssamning við sömu rannsóknina. Leiðbeinandi Gunnars í lokaverkefni tengdu starfsnáminu er Hans Tómas Björnsson, læknir og doktorsnemi í erfðafræði. Verkefnið hlaut fádæma góðar viðtökur og á nýlegri ráðstefnu læknanema hérlendis krækti Gunnar sér í peningastyrk út á vinnu sína, en hann fékk einnig styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna fyrir sama verkefni. Gunnar er þakklátur fyrir stuðninginn en segir að tíminn muni leiða í ljós hvort hann sérhæfi sig í erfðafræði- rannsóknum. „Læknisfræðin er ótrúlega fjölbreytt, mér þykir vænst um mannlega þáttinn en auðvitað líka um rannsóknarþáttinn og þann klíníska.“ Hugurinn stóð snemma til læknisfræði og for- vitnin var slík að Gunnar gat aldrei stillt sig um að þrífa í hlustunarpípur og önnur tól í heimsóknum til heimilislæknisins: „Ég var þessi óþolandi fiktari. Kannski hefur mamma líka smitað mig en hún er skurðhjúkrunarfræðingur.“ Þegar læknisfræðinni sleppir og skruddurnar skella aftur, á tónlistin hug og hjarta Gunnars. Hann hefur lokið 6. stigi í píanóleik og stundar einnig söngnám undir leiðsögn Alina Dubik í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Þá syngur Gunnar í kammerkórnum Hljómeyki, einum elsta kammerkór landsins og í kvin- tettinum Vox Fox. „Ég yrði mjög glaður ef ég gæti í framtíðinni fundið tónlistinni og læknis- fræðinni sameiginlegan far- veg. Tónlistin er stór hluti af mér þótt hún verði því miður út undan þegar leikar æsast í læknisfræð- inni,“ segir hann glaðlega. LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on G U N N A R T H O R A R E N S E N … mér þykir vænst um mannlega þáttinn … SAGA HLUTANNA | STRAUJÁRN … ráð að íhuga vængjuð straujárn L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on S trauboltinn er aldeilis ómissandi á hverju heimili, í félagi við strauborðið. Hinn snjalli NewYork-búi Henry W. Seely sótti árið 1882 um einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni, rafknúna flat-járninu svonefnda, sem var fyrirrennari þeirra straujárna sem við þekkjum. Járn hans vó 15 pund og tók talsverðan tíma að hitna. Kol höfðu áður verið notuð til þess að hita straujárn, allt frá því viðarkolafylltar málmpönnur nýttust til þess að slétta efni í Kína á 1. öld f. Kr. og þar til þríhyrnd steypujárn hituð í eldi komust í notkun þeirra sem hirtu um flíkur sínar í Evrópu á 17. öld. Kolin þóttu hins vegar aldrei öruggur kostur til hitunar. Eftir að rafmagnið tók við urðu járnin minni og handhæg- ari til einkanota og fóru fyrirtækin Crompton & Co. og General Electric Company fyrir þeirri þróun. Í dag eru straujárn ekki lengur smíðuð úr járni, en járn kemur eftir sem áður fyrir í heiti þeirra á mörgum tungumálum. Raunviðnámshiti er notaður til þess að rafhita hina straujandi hlið tækisins, sem oftast er úr áli, en gufustraujárn komu til sögunnar á 6. áratug síðustu aldar. Þróunin heldur eflaust áfram, og samstundis koma í hugann ljóðlínur Óskars Árna Óskarssonar: Stundum berst bréf frá skattayfirvöldum / þá er ráð að íhuga vængjuð straujárn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.