Morgunblaðið - 26.06.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 26.06.2005, Síða 22
SMÁMUNIR… Hver er ekki orðinn þreyttur á að halda á þungri, spenn- andi bók með báðum höndum? Hneigjast ekki kiljurnar til að lokast á nefið á manni? Og hversu fljótt þreytast þeir í handleggjunum sem eru örlítið fjarsýnir? Fyrir alla þessa bókaorma og fleiri hefur verið fundinn upp lesþumallinn – lítið plaststatíf sem brugðið er um þum- alfingur annarrar handar og heldur þannig uppáhalds- kiljunni opinni meðan lesið er. Áhald þetta er til í ýms- um litum, enda nauðsynlegt að vera í stíl við sundfatnaðinn þegar legið er með góða bók á sólbekk við erlenda strönd. Sá sem er á myndinni fékkst einmitt á Ítalíu, en fæst eflaust víðar. Uppfinning fyrir bókaorma Þótt gasgrill njóti óumdeildra vinsælda hjá okkar tæknihneigðu þjóð, eru enn margir sem grilla á kolum, hvort sem er á svölunum heima eða í úti- legum. Fyrir hina óþolinmóðu í þeim hópi eru nú til svokölluð skyndikol, en þau eru aðeins eina mínútu að hitna þannig að eldamennskan geti hafist. Það er ótvíræður kostur. Kolin á myndinni fást í Byggt og búið og kosta 250 krónur tvö sam- an í pakka. Þetta eru hringlaga plattar, unnir úr kókoshnetuskurn, og þeim fylgja þessar einföldu leiðbeiningar: 1. opnið pokann, takið kolamolann úr 2. kveikið í kolamolanum í miðjunni 3. bíðið 2-4 sekúndur 4. leggið kolamolann í grillið 5. bíðið 1 mínútu 6. nú getið þið grillað í yfir 40 mínútur! Kol fyrir óþolinmóða Viðvaranir eru daglegt brauð. Bíllinn varar mannvið því að lítið sé eftir af bensíni og þegar maðurer ekki inni í bílnum er þjófavarnarvæl tilbúið ef einhver skyldi ætla að brjótast inn í hann. Þó vælir hann við það eitt að einhver reki sig utan í hann. Óteljandi umferðarmerki vara mann við einhverju sem er á næsta leiti, t.d. börnum, hreindýrum og kröppum beygjum, strætisvagnar væla áður en dyr opnast, vélraddir neð- anjarðarlesta vara við bilinu milli lestar og brautarpalls, hraðbankar vara við þjófum, matarumbúðir vara við hnetum. Maður er varaður við því að gólf séu blaut, málning óþornuð, að kvikmynd geti verið óheppileg fyrir börn og viðkvæma. Miðað við allar þær við- og aðvaranir sem maður fær á hverjum degi ætti maður eiginlega að geta flotið í gegn- um daglegt amstur hálfsofandi án þess að slasa sig eða aðra. En allar þessar viðvaranir geta valdið því að maður slökkvi á eigin viðvörunarkerfi og fari að taka þeim sem gefnum. Ég get ekki staðhæft að þetta eigi við um alla en ég held að ég sé a.m.k. að verða ónæmur fyrir viðvörunum. Ég er kominn með viðvaranaónæmi. Í hverfinu mínu heyrist sírenuvæl og bílaþjófavarnargaul nánast dag- lega. Þó þjófavörn fari í gang um miðja nótt dettur mér ekki í hug að fara fram úr hlýju rúmi til þess að athuga hvort einhver sé að brjótast inn í bíl eða hús nágranna. Mér finnst að þeir sem eiga bíla með þjófavörnum eigi að leggja það nálægt heimilum sínum að þeir heyri í þeim þegar verið er að brjótast inn í þá. Þjófavarnir eiga það til að fara í gang við það eitt að einhver halli sér upp að bílnum eða setji bjórdós ofan á þakið og því eru það þögul mótmæli mín til framleiðanda bílsins að aðhafast ekkert. Eins er ég orðinn ónæmur fyrir brunavörnum því ég hef svo oft ver- ið staddur inni í byggingu þegar brunavarnarkerfi ræsist og gaular heillengi án þess að nokkur maður hreyfi legg eða lið. Viðbrögð fólks eru jafnan þau að aðhafast ekkert, hver lítur á annan og ákveður að hreyfa sig ekki úr stað vegna þess að enginn annar gerir það. Í flestum tilfella er annaðhvort um bilun eða æfingu að ræða eða einhvern að reykja í laumi inni á klósetti. Þetta viðvaranaónæmi er áunnið, jafnvel smitandi eins og kvef. Það minnir á söguna af smalanum sem hrópaði: „Úlfur, úlfur!“. Honum leiddist svo að gæta fjárins að hann laug því að úlfur væri nærri svo þorpsbúarnir kæmu þjótandi til hjálpar. Á endanum áttaði fólk sig á því að um gabb væri að ræða og hætti að taka mark á viðvörunarkallinu. Þegar úlfurinn loksins kom sinnti eng- inn neyðarópum smalans sem þar með missti lömb sín öll í úlfskjaft. Ég var staddur í ferjubiðsal í Dover um daginn þar sem tveir girnilegir leðurhægindastólar stóðu í horni. Hægt var að stinga í þá peningi og láta þá nudda á sér bakið. Ég átti engan pening til þess að stinga í raufina en settist samt og hafði það huggulegt. Eftir um mínútu setu byrjaði sírena að væla í salnum. „Óþolandi þessi bruna- varnarkerfi,“ hugsaði ég og sat sem fastast eins og aðrir viðstaddir. Vælið hélt áfram og enginn hreyfði sig. Kem- ur þá maður gangandi í átt að mér, í gulu vesti með ein- hvers konar embættishöfuðfat. „Þú mátt ekki sitja þarna án þess að borga fyrir nudd,“ sagði embættismaðurinn þreytulegur. „Þess vegna vælir svona í stólnum,“ bætti hann við. Ég er sem sagt orðinn það ónæmur fyrir við- vörunarhljóðum að ég tek ekki einu sinni eftir þeim und- ir eigin rassi. | helgisnaer@mbl.is Viðvaranaónæmi Pistill Helgi Snær Ég átti engan pening til þess að stinga í raufina en settist samt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.