Morgunblaðið - 13.07.2005, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 C MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
WILLUM Þór Þórsson, þjálfari Vals-
manna var sáttur með sína menn í
leikslok og hrósaði baráttu þeirra í
hástert. Hann gat ekki tekið undir
að um heppni hefði verið að ræða en
sagði leikinn hafa verið mjög erf-
iðan.
„Við vorum að spila á móti mjög
góðu Grindavíkurliði, þeir eru með
fína knattspyrnumenn og spila bolt-
anum mjög vel á mili sín. Þeir náðu
líklega sinni bestu blöndu í sumar og
þeirra lið er að smella saman, það er
alveg klárt. Ég horfði á þá spila fyrir
viku gegn Fylki og það mátti ekki á
milli sjá þar, þannig að við vissum að
þetta yrði mjög erfiður leikur,“
sagði Willum og samsinnti því að lið-
ið hefði kannski ekki verið að skapa
sér mörg færi. „En okkar
leikskipulag býður upp á
það að sækja hratt og
nýta hraðann vel og þá
fáum við markvissari
sóknir í staðinn. Trúlega
er ástæða sigursins sú að
sjálfstraustið er fyrir
hendi hjá okkur.“
Ein mistök sem
kostuðu okkur stig
„Þetta var erfiður leikur en að
mínu mati vorum við sterkari aðilinn
allar níutíu mínúturnar. En eins og
svo oft hefur gerst þá skora þeir
vegna mistaka okkar og við náum
ekki að komast inn í leikinn aftur,“
sagði Sinisa Kekic, fyrirliði Grind-
víkinga, sem var ósáttur
við að hafa ekki fengið
stig úr viðureigninni.
„Þetta gengur ekki
svona og við verðum að
bæta okkur núna í síðari
hluta tímabilsins. Við
verðum að reyna að
koma í veg fyrir þessi
mistök sem við höfum
verið að gera í und-
anförnum leikjum. Þetta
var góður leikur hjá okkur og við
börðumst frá fyrstu mínútu. Feng-
um nokkur fín færi og allir leik-
mennirnir lögðu sig fram. Það voru
bara þessi einu mistök sem kostuðu
okkur stig,“ sagði Sinisa Kekic að
lokum.
Willum Þór: „Sjálfstraustið
er fyrir hendi hjá okkur“
Willum Þór
Grindavík 0:1 Valur
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla,
10. umferð
Grindavíkurvöllur
Þriðjudaginn 12. júlí 2005
Aðstæður:
Strekkingur en þurrt og völl-
urinn þungur
Áhorfendur: 1020
Dómari:
Magnús Þórisson,
FH, 5
Aðstoðardómarar:
Sigurður Óli Þórleifsson,
Svanlaugur Þorsteinsson
Skot á mark: 17(6) - 16(5)
Hornspyrnur: 6 - 3
Rangstöður: 2 - 2
Leikskipulag: 4-4-2
Boban Savic
Paul McShane M
Mathias Jack M
Óli Stefán Flóventsson
(Óðinn Árnason 86.)
Eyþór Atli Einarsson
Michael Zeyer
(Eysteinn Húni Hauksson 46.)
Sinisa Valdimar Kekic M
Robert Niestroj M
Óskar Örn Hauksson M
(Guðmundur A. Bjarnason 89.)
Mounir Ahandour
Magnús S. Þorsteinsson
Kjartan Sturluson M
Steinþór Gíslason
Grétar Sigfinnur Sigurðarson M
Atli Sveinn Þórarinsson M
Bjarni Ólafur Eiríksson
Baldur Ingimar Aðalsteinsson M
Sigurbjörn Hreiðarsson M
Stefán Helgi Jónsson
Matthías Guðmundsson M
(Hálfdán Gíslason 90.)
Garðar B. Gunnlaugsson
(Kristinn Ingi Lárusson 72.)
Guðmundur Benediktsson
(Sigurður S. Þorsteinsson 86.)
0:1 (75.) Kristinn Lárusson skallaði inn í vítateig heimamanna, Óli Stefán Fló-
ventsson, varnarmaður Grindavíkur, náði ekki til boltans en Matthías
Guðmundsson stakk sér fram fyrir hann, náði knettinum og lagði hann
auðveldlega í netið.
Gul spjöld: Mathias Jack, Grindavík (26.) Fyrir leikbrot. Baldur Ingimar Aðalsteinsson,
Valur (26.) Fyrir leikbrot. Steinþór Gíslason, Valur (44.) Fyrir leikbrot.
Guðmundur Benediktsson, Valur (65.) Fyrir leikbrot. Robert Niestroj,
Grindavík (68.) Fyrir leikbrot. Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur (83.) Fyrir leik-
brot.
Rauð spjöld: Engin
FÓLK
KNATTSPYRNA
3. deild karla A
KR-völlur: KV - GG....................................20
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
Grindavík - Valur .....................................0:1
- Matthías Guðmundsson 75.
Þróttur R.- ÍA............................................0:0
Staðan:
FH 10 10 0 0 28:5 30
Valur 10 8 0 2 21:5 24
Fylkir 10 5 2 3 20:15 17
Keflavík 10 4 3 3 16:21 15
ÍA 10 4 2 4 9:11 14
KR 10 3 1 6 9:16 10
Grindavík 10 2 3 5 10:17 9
ÍBV 10 3 0 7 8:21 9
Fram 10 2 2 6 10:14 8
Þróttur R. 10 1 3 6 11:17 6
Markahæstir:
Tryggvi Guðmundsson, FH ....................... 9
Allan Borgvardt, FH................................... 8
Matthías Guðmundsson, Val .......................7
Björgólfur Takefusa, Fylki ........................ 5
Guðmundur Steinarsson, Keflavík .............5
Hrafnkell Helgason, Fylki ......................... 4
Hörður Sveinsson, Keflavík ........................4
Sinisa Valdimar Kekic, Grindavík ............. 4
Bikarkeppni KSÍ,
VISA-bikar kvenna
8 liða úrslit:
Stjarnan - KR ............................................1:3
Sjálfsmark - Hrefna Jóhannesdóttir 2, Júl-
íana Einarsdóttir.
Fjölnir - ÍA.................................................4:1
Helga Franklínsdóttir 2, Edda Birgisdótt-
ir, Anne Borton - Helga Jóhannesdóttir.
Breiðablik - Keflavík................................3:1
Greta Mjöll Samúelsdóttir 5., 64., 74. - Ólöf
Helga Pálsdóttir 9.
Meistaradeild Evrópu,
Forkeppni, 1. umferð, fyrri leikir:
FK Neftchi - FH ........................................2:0
Mammadov 20., Misura 90.
Kairat Almaty - Petrzalka........................2:0
Levadia Tallinn - Dinamo Tbilisi .............1:0
Din. Minsk - Anorthosis............................1:1
Rabotnicki - Skonto Riga .........................6:0
Sliema W. - FC Sheriff .............................1:4
ÚRSLIT
Heimamenn í Grindavík hófu leik-inn af miklum krafti og spila-
mennska þeirra var örugg framan af.
Boltinn rúllaði vel á miðjunni og
fyrsta færið kom í kjölfarið, á fjórðu
mínútu átti Magnús Þorsteinsson
bylmingsskot að marki rétt fyrir ut-
an vítateig en Kjartan Sturluson
varði vel í horn. Valsmenn áttu í
nokkru basli framan af leiknum og
gekk illa að finna taktinn á blautum
Grindavíkurvellinum. Á sjöttu mín-
útu missti Stefán Helgi Jónsson,
miðjumaður Vals, boltann á slæmum
stað og gaf Óskari Erni Haukssyni
ágætis færi en það rann út í sandinn.
Óskar Örn var mjög ógnandi á vinstri
kantinum og fór illa með Steinþór
Gíslason hvað eftir annað og skapaði
flest færi heimamanna.
Valsmenn komust betur inn í leik-
inn eftir því sem leið á og þó svo að
þeir hafi ekki skapað sér mikið af
góðum færum gáfu þeir ekki mörg
færi á sér og vörnin var sterk sem
endranær. Sókn Valsmanna leið fyrir
það að Guðmundur Benediktsson
fékk lítinn tíma til að athafna sig sem
og hjálp frá Garðari Gunnlaugssyni
sem var með honum í framlínunni.
En vængmennirnir tveir, Matthías
Guðmundsson og Baldur Aðalsteins-
son, voru hins vegar sprækir og ógn-
uðu sífellt með hraða sínum. Matt-
hías fékk tvö bestu færi Valsmanna í
fyrri hálfleik, annars vegar prjónaði
hann sig í gegnum vörn heimamanna
en átti slakt skot sem Boban Savic
átti ekki í erfiðleikum með að verja.
Um miðjan hálfleikinn var Savic
kominn langt út úr marki sínu og
Matthías í upplögðu færi en var seinn
að átta sig og skot hans fór himinhátt
yfir.
Talsvert jafnræði var með liðunum
og ekki að merkja hvort þeirra var á
hvorum enda deildarinnar. Bæði lið
gerðu sitt til að leika góða knatt-
spyrnu og tókst það á köflum með
ágætum. Baráttan var alls ráðandi
en hafði ekki áhrif á gæði leiksins.
Grindvíkingar fengu upplagt tæki-
færi snemma í síðari hálfleik þegar
Eysteinn Húni Hauksson átti fast
skot rétt yfir markið úr vítateignum
en hann kom inn á sem varamaður í
hálfleik. Eins hélt Óskar Örn áfram
að ógna á vinstri kantinum en hann
og Magnús Þorsteinsson náðu vel
saman í sókninni. Óskar komst í upp-
lagt færi á 52. mínútu eftir samleik
þeirra en skot hans fór beint á Kjart-
an í markinu. Valsmenn fengu sín
færi, Guðmundur Benediktsson átti
skot úr miðjum vítateignum eftir
undirbúning Baldurs Aðalsteinsson-
ar en skotið var máttlítið og Garðar
Gunnlaugsson reyndi bakfallsspyrnu
nokkru síðar en boltinn hafnaði í
höndum Savic.
Eina mark leiksins kom á 75. mín-
útu, þá nýtti Matthías hraða sinn og
leikni, stakk sér á milli Óla Stefáns
og Savic í markinu og kláraði færið
með sóma. Sinisa Kekic, fyrirliði
Grindvíkinga, átti gott skot í næstu
sókn en boltinn fór rétt framhjá
stönginni.
Þolinmæðin skilaði
Valsmönnum sigri
VALSMENN gefa ekkert eftir í baráttunni við Íslandsmeistara FH í
efri hluta Landsbankadeildarinnar. Þeir gerðu góða ferð til Grinda-
víkur í gærkvöldi og unnu þar sigur 1:0. Mikil barátta einkenndi
leikinn og Grindvíkingar voru síst síðra liðið. Bæði lið fengu ágætis
færi en Valsmenn höfðu sjálfstraustið og þolinmæðina í lagi og
náðu að hala stigunum þremur inn. Eftir tíundu umferð er Valur í
öðru sæti með 24 stig - sex stigum á eftir FH. Grindvíkingar eru hins
vegar í því sjöunda með níu stig.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Það verða því Breiðablik, KR og Fjöásamt Val sem verða í pottinum þe
dregið verður til undanúrslita í VISA-
arnum.
Leikur Breiðabliks og Keflvíkinga h
fjörlega og eftir tíu mínútna leik hafði báð
liðum tekist að skora mark. Á 5. mínútu k
Greta Mjöll heimaliðinu yfir með skalla e
hornspyrnu, en Ólöf Helga Pálsdóttir jafn
metin fyrir gestina skömmu síðar er hún f
sendingu inn fyrir vörn Blika og renndi kn
inum fram hjá Þóru Helgadóttur í m
Breiðabliks. Þrátt fyrir fjöruga byrjun u
mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik. Blikastúl
voru meira með boltann en gestirnir hé
vörn Blika við efnið með því að beita hæ
legum skyndisóknum. Casey McClus
komst nálægt því að koma Breiðabliki yfir
miðjan hálfleikinn þegar hún slapp ein
fyrir vörn Keflvíkinga en Þóra Rögnva
dóttir í markinu sá við henni og varði me
aralega.
Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum
sá fyrri endaði, Blikar voru meira með b
ann en leikmenn Keflavíkur beittu sky
Keflvíkingurinn Hrefna Guðmundsdó
Kópavogsvelli í gærkvöld. Greta fór
Greta
Bliku
GRETA Mjöll Samúelsdóttir skaut Breiða
innar í gærkvöldi. Hún skoraði öll þrjú mö
gjarnan sigur á Keflvíkingum í gærkvöldi
út úr bikarnum þegar Vesturbæingarnir u
einu. Í Grafarvogi gerði fyrstudeildarlið F
arlið ÍA sannfærandi út, 4:1, þar sem Hel
anna. Fjölnir verður því eina lið utan úrva
ur til undanúrslita í næstu viku ásamt Va
Eftir Benedikt Rafn Rafnsson
ARSENAL hefur staðfest að Ju-
ventus hafi borið víur sínar í fyrirlið-
ann Patrick Vieira og svo kunni að
fara að forráðamenn félaganna ræði
formlega saman um kaup ítalska fé-
lagsins á franska miðvallarspilaran-
um. Peter Hill-Wood, stjórnarfor-
maður Arsenal, segir að ekkert hafi
verið ákveðið í þeim efnum ennþá, en
viðræður komi til greina. Vieira, sem
er 29 ára gamall, á tvö ár eftir af
samningi sínum við Lúndúnaliðið.
HILL-Wood segir að það ráðist af
því hvað Juventus vilji greiða fyrir
Vieira og einnig hvað leikmaðurinn
sjálfur vilji, hvort af formlegum við-
ræðum verði á milli Arsenal og Ju-
ventus. Stjórnarfundur verði hjá Ars-
enal og þá ráðist hvaða hug
stjórnendur félagsins hafi til þessarar
hugsanlegu sölu. „Ég tel líklegt að
menn vilji halda Vieira enda verður
skarð hans vandfyllt,“ segir Hill-Wo-
od, stjórnarformaður Arsenal.
REIKNAÐ er með Newcastle
gangi frá kaupum á tyrkneska mið-
vallarleikmanninum Emre frá Inter
Milan í dag.
BANDARÍSKI hjólreiðakappinn
Lance Armstrong náði forustunni á
ný í Frakklandshjólreiðunum en í
gær hjóluðu keppendur 192,5 km leið
milli Grenoble og Courchevel. Meðal
annars þurftu keppendurnir að hjóla
22 km upp í frönsku Alpana og þar
var Armstrong í essinu sínu.
SPÁNVERJINN Alejandro Val-
verde var fljótastur í gær en Arm-
strong náði næst besta tímanum. Þrír
helstu keppinautar Armstrongs
drógust hins vegar aftur úr.
Armstrong hefur nú 38 sekúndna for-
skot á Danann Michael Rasmussen
og 2,20 mín. á Ítalann Ivan Basso.