Morgunblaðið - 13.07.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 13.07.2005, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2005 C 3 LA ND SB AN K AD EI LD IN CLIFTON Cook, körfuknattleiks- maður, hefur samið um að leika með Hamri/Selfossi á næstu leik- tíð en hann var á mála hjá Skalla- grími á síðustu leiktíð. Þetta er mikill fengur fyrir Hamar/Selfoss enda hefur Cook, sem er bakvörð- ur, verið einn besti útlendingurinn sem leikið hefur í deildinni hér heima á síðustu árum. Hann lék með Tindastól tvö fyrstu keppn- istímabilin en gekk í raðir Skalla- grímsmanna fyrir síðustu leiktíð. Hann hefur skorað 23,6 stig, tekið 6,8 fráköst og gefið 4,9 stoðsend- ingar að meðaltali í leik þau þrjú keppnistímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Pétur Ingvars- son, þjálfari Hamars/Selfoss, var að vonum ánægður með að fá Cook til liðsins. „Okkur veitir svo sannarlega ekki af liðsstyrk enda höfum við misst nánast allt byrj- unarliðið frá því í fyrra. Við ætl- umst til mikils af Cook og búumst reyndar við miklu, hann hefur sýnt að hann getur margt og mik- ið í þessari íþrótt,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Pétur reiknar með því að fá annan útlending til liðsins. „Eins og staðan er núna er því miður fátt um fína drætti hjá okkur og við þurfum meiri liðsstyrk og er- um á höttunum eftir öðrum út- lendingi.“ Pétur segist reikna fast- lega með því að hann hafi lagt skóna á hilluna en útilokar þó ekkert. „Ég hleyp undir bagga ef þess er þörf.“ Clifton Cook semur við Hamar/Selfoss ENSKA 1. deildar liðið Derby County er væntanlegt í stutta æf- ingabúðavist hér á landi í næstu viku. Félagið sem var skammt frá því að endurheimta sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni í vor mætir ÍA í æf- ingaleik á þriðjudaginn á Akranesvelli kl. 19. Derby kemur í þessa æfingaferð fyrir tilstuðlan ÍT ferða, Iceland Express og Park Inn Hótel. Heimsóknin er liður í undirbúningi Derby County fyrir keppnistímabilið í Englandi sem hefst í ágúst. Nýr knatt- spyrnustjóri félagsins er Phil Brown sem undanfarin ár hefur verið aðstoðarknattspyrnustjóri Bolton Wanderers. Hörður Hilmarsson hjá ÍT ferðum vonar að þessi heimsókn verði kveikjan að því að ensk lið fari að venja komur sínar til Íslands í æf- inga- og undirbúningsferðir fyrir keppnistímabilið í Englandi. Ensk félög hafa sótt talsvert til Noregs og Svíþjóðar undanfarin ár, en hingað til ekki komið til Íslands í þessum erindagjörðum. Derby mætir ÍA í æfingaleik KVENNALIÐI Grindavíkur í körfubolta hefur borist mikill liðs- styrkur en ein besta körfuknatt- leikskona landsins, bakvörðurinn Hildur Sigurðardóttir, hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið. Hildur, sem er 24 ára gömul, gerði eins árs samning við Grindavík en hún lék með sænska liðinu Jamt- land í fyrra. Hún hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með KR, fyrir utan eitt tímabil með ÍR, en Hildur er uppalin í Stykkishólmi. Hún á að baki 44 landsleiki og er í dag einn af burðarásum landsliðs- ins. „Mér leist strax vel á að ganga til liðs við Grindvíkinga því það er hugur í fólki þar á bæ,“ sagði Hild- ur í samtali við Morgunblaðið, spurð hvers vegna Grindavík hefði orðið fyrir valinu. Hún segir mark- ið sett hátt á komandi tímabili. „Það er ætlunin að berjast um stóru titlana og mig hlakkar mjög til.“ Unndór Sigurðsson tók nýverið við þjálfun Grindavíkurliðsins og var hann að vonum ánægður með að fá Hildi í sínar raðir. „Hún var efst á óskalistanum og það er virki- legt gleðiefni að hafa fengið hana til liðs við okkur enda er hún einn albesti leikmaður landsins.“ Hann segir að ekki séu öll leikmannamál frágengin enn. „Við erum að leita að erlendum leikmanni en það er hins vegar alveg ljóst að við ætlum að vera í slagnum um titlana á næsta tímabili,“ sagði Unndór Sig- urðsson. Hildur með Grindavík FÓLK  KNATTSPYRNULIÐ Keflvík- inga hefur gert nýjan þriggja ára samning við Ingva Rafn Guð- mundsson. Ingvi er 21 árs gamall og uppalin hjá Keflavík og á að baki leiki með ungmennalandsliðum Íslands. Ingvi fótbrotnaði í upphafi leiktíðar í leik gegn ÍBV og leikur því ekkert meira með á þessu sumri.  MEIRA af Keflavík. Kvennalið félagsins hefur fengið til liðs við sig markvörðinn Steindóru Sigríði Steinsdóttur, en hún lék síðast með liðinu fyrir fimm árum. Steindóra á að baki sex A-landsleiki og fjóra U-21 leiki.  ÞÝSKA handknattleiksliðið Magdeburg sem Alfreð Gíslason þjálfar gerði í gær eins árs samning við þýska landsliðslínumanninn Oli- ver Roggisch. Hann hefur undan- farin þrjú ár leikið með Essen en stóð uppi samningslaust eftir félag- inu var synjað um keppnisleyfi á dögunum. Það er því ljóst að Sigfús Sigurðsson fær aukna samkeppni hjá Magdeburg á næsta keppnis- tímabili. SÆNSKI kylfingurinn Fredrik Jacobson og Þjóðverjinn Bernard Langer hafa verið kallaðir til og munu báðir taka þátt í Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Langer kemur inn fyrir Shingo Katayama frá Japan, sem getur ekki verið með vegna meiðsla, og Jacob- son fyrir hinn 51 árs gamla Jay Haas frá Bandaríkjunum. Fyrstur á biðlistanum eftir þessar hrókeringar er Brian Davis frá Eng- landi en landi hans, Greg Owen, hefði átt að taka sæti Katayama. Owen fyrirgerði hins vegar rétti sín- um til að keppa á mótinu með því að taka ekki þátt í úrtökumóti sem fram fór í Bandaríkjunum fyrir hálfum mánuði. Owen vissi ekki að hann þyrfti að keppa þar til að halda sæti sínu á biðlistanum og var dæmdur frá keppninni. Samkvæmt reglum keppninnar á sá sem er efstur á heimslistanum, og ekki er þegar með keppnisrétt, að taka sæti sem losnar, að því gefnu að viðkomandi kylfingur hafi tekið þátt í úrtökumóti. Þannig tók Bob Tway sæti Billy Mayfair í síðustu viku þrátt fyrir að Owen, Jeff Maggert og Arron Pberholser væru ofar en hann á listanum. Owen er allt annað en sáttur með þessa niðurstöðu. „Þeir sitja og ræða málin yfir portvínsglasi og síðan láta þeir eins og þetta séu lög. Við erum atvinnumenn sem reynum að lifa af íþróttinni og svo verðum við að treysta á ákvarðanir fólks sem er ekki í stakk búið til að taka ákvarð- anir,“ sagði Owen. Þetta verður í 27. sinn sem Langer tekur þátt í Opna breska mótinu. Hann hefur tvívegis sigrað þar, árið 1985 og aftur 1993, og tvisvar hefur hann lent í öðru sæti, 1984 þegar Seve Ballesteros vann og líka 1981. Þrisvar hefur kappinn verið í þriðja sæti eða jafn öðrum í því sæti þannig að hann hefur komið nokkuð við sögu mótsins. Jacobson og Langer kallaðir til ölnir egar -bik- hófst ðum kom eftir fnaði fékk nett- arki urðu lkur éldu ættu- skey r um inn alds- eist- m og bolt- yndi- sóknum þegar færi gafst. Blika- stúlkur gerðust ágengari upp við mark gestanna eftir því sem leið á hálfleikinn og á 64. mínútu brast varnarstífla Keflavíkur þegar Greta Mjöll skoraði annað mark sitt eftir ágætan samleik sóknar- manna Blika. Greta Mjöll innsigl- aði svo sigur Breiðabliks korteri fyrir leikslok þegar hún, eftir góða sendingu frá Tesiu Kozlowski, skoraði þriðja mark sitt og tryggði um leið sæti Breiðabliks í undan- úrslitum bikarkeppninnar. Greta Mjöll og Casay McClau- skey áttu góðan leik fyrir Breiða- blik en í liði gestanna áttu þær Ólöf Helga og Nína Ósk Krist- insdóttir prýðilegan dag. Lið Breiðabliks var heilt yfir sterkari aðilinn í þessum leik. Hins vegar voru Keflavíkurstúlkur til alls líklegar fyrstu 60 mínúturnar og skyndisóknir þeirra gáfu varn- armönnum Breiðabliks lítinn frið. Morgunblaðið/ÞÖK óttir í baráttu við markahrókinn Gretu Mjöll Samúelsdóttur í leiknum á mikinn og skoraði þrennu og tryggði Breiðabliki sæti í undanúrslitum. Mjöll skaut um áfram abliki í undanúrslit VISA-bikarkeppn- örk Blikastúlkna þegar þær unnu sann- i, 3:1. Í Garðabæ sló KR lið Stjörnunnar unnu sigur með þremur mörkum gegn Fjölnis sér lítið fyrir og sló úrvalsdeild- lga Franklínsdóttir skoraði tvö mark- alsdeildar í pottinum þegar dregið verð- al, Breiðabliki og KR úr efstu deild. ÍÞRÓTTIR JOHAN Boskamp, knatt- spyrnustjóri Stoke, gerir nú allt sem hann getur til að fá belgíska landsliðsmaninn Carel Hoefkens hjá Germinal (GBA) til Stoke að því er fram kemur í Het Laatste Nieuws í gær. Hoefkens, sem er 26 ára, skoðaði aðstæður nú um helgina og leist honum mjög vel á allt sem hann sá hjá Stoke City. „Ég er búinn að gera upp hug minn. Ég vil fara til Englands og er mjög ánægður með tveggja ára samninginn sem mér var boðinn. Nú er bara að vona að GBA leyfi mér að fara frá félag- inu til Stoke,“ er haft eftir Hoef- kens í gær. Forráðamen GBA eru ekki á því að láta hann fara fyrir minna en sem nemur um 90 milljónum íslenskra króna þar sem samn- ingur hans við félagið rennur ekki út fyrr en 2007. Stoke á eftir Hoefkens

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.