Morgunblaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2005 C 3
ÍÞRÓTTIR
SIR Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
vill að varnarmaðurinn Rio Ferdin-
and skrifi sem fyrst undir nýjan
samning við félagið. „Ég vil ganga
frá þessu máli því það er farið að
hafa neikvæð áhrif á undirbúnings-
tímabilið hjá okkur. Það er óþol-
andi að hafa þetta hangandi yfir og
þá eru allar vangaveltur um fram-
tíð hans félaginu ekki til hagsbóta.
Við erum búnir að bjóða honum frá-
bæran samning og ég vona að hann
skrifi undir sem fyrst,“ sagði Sir
Alex Ferguson. Ferdinand var
keyptur frá Leeds árið 2002 og
kostaði hann 29 milljónir punda, að
jafnvirði þrjá og hálfan milljarð
króna. Skrifi hinn 27 ára gamli
Ferdinand undir samninginn mun
hann fá eitt hundrað þúsund pund í
vikulaun, að jafnvirði tólf milljónir
króna. Hins vegar er talið að hann
vilji fá hundrað og tuttugu þúsund
pund í vikulaun og að á því strandi
málið. Stuðningsmenn Manchester
United eru allt annað en ánægðir
með kröfur Ferdinands.
Ferguson vill að Ferdin-
and skrifi undir sem fyrst
Leikur Fjölnis og Víkings fór fjör-lega af stað því strax á annarri
mínútu fékk Atli Guðnason, sóknar-
maður Fjölnis upplagt færi eftir að
hann stal boltanum af varnarmanni
gestanna en máttlaust skot hans var
auðvelt varnar fyrir Ingvar Kale í
marki Víkings.
Eftir því sem leið á leikinn róaðist
hann niður og mikið var um miðjuþóf
og kýlingar. Á 25. mínútu skoruðu
gestirnir eftir aukaspyrnu Rannvers
Sigurjónssonar frá hægra vítateigs-
horni. Hann gaf inn í teig þar sem
Höskuldur Eiríksson stökk hæst
allra og stangaði boltann í netið.
Fjölnismenn voru klaufar að jafna
ekki leikinn á 37. mínútu þegar Tóm-
as Leifsson fékk sannkallað dauða-
færi þegar boltinn barst til hans á
markteig. Tómas þurfti ekki annað
en að leggja boltann framhjá Ingvari
en skaut hins vegar máttlitlu skoti
beint í fang hans.
Síðari hálfleikur var tíðindalítill ef
frá eru talin mörkin tvö sem skoruð
voru. Víkingar stjórnuðu leiknum en
náðu ekki að skapa sér nægilega góð
færi. Það kom í bakið á þeim á 72.
mínútu þegar Fjölnismenn jöfnuðu
leikinn eftir hornspyrnu. Gunnar
Már Guðmundsson skallaði þá í netið
af stuttu færi. Gestirnir hresstust við
markið og blésu til sóknar, varnir
Fjölnis brustu loks þegar ein mínúta
var til leiksloka. Andri Steinn Birg-
isson átti góða sendingu inn í vítateig
Fjölnis af vinstri kantinum á 89. mín-
útu. Boltinn barst út til hægri og
Davíð Þór Rúnarsson gaf lága send-
ingu fyrir markið, knötturinn hafn-
aði beint fyrir fótum Jóns Guð-
brandssonar sem var fljótur að átta
sig og lagði hann örugglega í netið og
tryggði Víkingum öll stigin þrjú.
Einum færri
höfðu Blikar betur
Í fyrri hálfleik var jafnræði með
liðunum og þau léku bæði nokkuð
varfærnislega. Á 41. mínútu fengu
Blikar dæmda vítaspyrnu eftir að
Kristján Ómar Björnsson, leikmaður
Hauka, togaði Hans Hansen niður
innan vítateigs. Markvörður Hauka,
Amir Mehica, gerði sér hins vegar
lítið fyrir og varði glæsilega ágæt-
lega tekna vítaspyrnu Olgeirs Sig-
urgeirssonar. Staðan var því marka-
laus í hálfleik og var það sanngjarnt.
Breiðablik byrjaði síðan síðari hálf-
leikinn af talsverðum krafti en varð
fyrir áfalli eftir aðeins tveggja mín-
útna leik. Þá fékk Ágúst Ásgeirsson
að líta gula spjaldið fyrir leikara-
skap, en hann virtist vera felldur
innan vítateigs. Hann var ósáttur
með dóminn og lét Kristinn Jakobs-
son heyra það sem gaf honum um-
svifalaust annað gult spjald og vísaði
honum vinsamlegast af leikvelli.
Einum færri tók það Blika nokk-
urn tíma að komast aftur inn í leikinn
en þessi liðsmunur var ekki að nýt-
ast heimamönnum vel. Það má síðan
segja að það hafi verið kaldhæðni ör-
laganna að loksins þegar Haukar
virtust ætla að ná að nýta sér liðs-
muninn, þegar um stundarfjórðung-
ur var eftir af leiknum, gerðu gest-
irnir sigurmark leiksins. Haukar
sóttu stíft og fengu nokkrar horn-
spyrnur i röð og mark þeirra virtist
liggja í loftinu. En þeir gleymdu sér
allsvakalega í vörninni og það nýttu
Blikar sér til fullnustu. Þeir náðu
boltanum upp við eigin vítateig, og
ein einföld en glæsileg stungusend-
ing þaðan opnaði vörn Haukanna
upp á gátt og Guðmann Þórisson
komst einn á móti markverði, var yf-
irvegunin holdi klædd, lék á Mehica,
renndi knettinum í autt marknetið
og tryggði Blikum sigurinn.
Dýrmætur sigur
hjá Víkingum
VÍKINGUR í Reykjavík gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í 1. deild
karla í knattspyrnu en í gærkvöldi sótti liðið Fjölni heim í Grafarvog
og vann mikilvægan sigur 2:1. Víkingur er í öðru sæti deildarinnar,
sjö stigum á eftir Breiðabliki sem lagði Hauka að velli á Ásvöllum
1:0. Þá unnu KA-menn sigur á Völsungi á Húsavík, 1:0, í síðasta leik
Þorvaldar Örlygssonar sem þjálfara KA.
Eftir Andra Karl og Svan Má Snorrason
andri@mbl.is, svanur@mbl.is
stöng. Besta færi hálfleiksins fékk hins
vegar fyrrverandi leikmaður ÍBV, Allan
Mörköre þegar hann slapp í gegn eftir
varnarmistök ÍBV en Birkir varði meist-
aralega frá honum. Fleiri urðu mörkin ekki
og Eyjamenn gengu vonsviknir af velli.
Leikmenn ÍBV geta svo sannarlega nag-
að sig í handarbökin að hafa ekki náð hag-
stæðari úrslitum í gærkvöldi. Færeyska
liðið spilaði reyndar ágætlega og leikmenn
liðsins voru skipulagði og fastir fyrir. Hins
vegar eiga Eyjamenn að vera með mun
betra lið en það var eins og leikmenn liðsins
hefðu ekki áhuga á að komast áfram í Evr-
ópukeppninni. Nú dugir þeim ekkert
minna en að skora mark á útivelli auk þess
að halda hreinu í síðari leiknum, nokkuð
sem hefur ekki verið sterkasta hlið ÍBV í
sumar enda aðeins skorað eitt mark á úti-
velli í Landsbankadeildinni en fengið á sig
fjórtán.
Arfaslakt hjá okkur
Birkir Kristinsson og Pétur Runólfsson
voru þeir einu sem sýndu sitt rétta andlit í
daufu Eyjaliði. Birkir var afar ósáttur við
spilamennskuna. „Fyrirfram hefði maður
verið afar ósáttur við þessi úrslit en úr því
sem komið var þá áttum við ekkert meira
skilið. Það kom ágætur kafli hjá okkur í
fyrri hálfleik en síðan ekki sögunni meir.
Seinni hálfleikur var arfaslakur hjá okkur
og ég veit ekki hvað var eiginlega að. Menn
hljóta að vera svona þreyttir eftir þessa
leiki í deildinni en samt sem áður var þetta
arfaslakt hjá okkur.
Við vitum að við getum betur og eigum
að geta unnið þetta lið hér á heimavelli.
Núna erum við búnir að setja okkur í mjög
erfiða stöðu, þurfum helst að sækja sigur
og nú þurfum við bara að hysja upp
um okkur buxurnar og fara að spila
fótbolta á útivelli. Við verðum bara að
byrja í Keflavík á mánudaginn og
fylgja því svo eftir í Færeyjum,“
sagði Birkir.
Ánægðir en heill leikur eftir
Pól Thorsteinsson, fyrirliði B-36
var ánægður í leikslok. „Við komum
hingað til að ná í hagstæð úrslit og
við erum ánægðir. Mér fannst við
miklu betri fyrstu fimmtán mínút-
urnar og þeir voru heppnir með jöfn-
unarmarkið. Boltinn fór þá í okkar
mann og skaust inn fyrir, beint á
sóknarmann þeirra sem var í góðu
færi. Við erum auðvitað ánægðir með
jafntefli hér en gerum okkur grein
fyrir að það er heill leikur eftir. En ef
við fáum okkar stuðningsmenn á völl-
inn þá er allt hægt. Það væri gaman
að komast áfram en við þurfum að
gleyma þessum leik núna og búa okk-
ur undir þann næsta.
Morgunblaðið/Sigfús
r í baráttu við einn sóknarmanna B-36 frá Færeyjum.
enn í slæmri
u eftir jafn-
á heimavelli
Eyjum í gærkvöldi í UEFA-bikarnum, 1-1
ð á óvart. Reyndar eru Færeyingarnir í
enn eru í botnbaráttu Landsbanka-
steinsvellinum að Eyjamenn eiga að
enn einn af sínum verri leikjum í sumar
ÍRIS Anna Skúladóttir, Fjölni,
komst í úrslit í 1.500 m hlaupi á
heimsmeistaramóti unglinga 17 ára
og yngri í Marrakech í Marokkó í
fyrrakvöld. Íris Anna hljóp á
4.32,89 mín. og bætti sinn fyrri ár-
angur um 5/100 úr sek. Íris varð
áttunda í mark í fyrri riðli og með
12. besta tíma af þeim 26 stúlkum
sem kepptu, en tólf stúlkur keppa
til úrslita síðdegis í dag. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskur keppandi
kemst í úrslit á heimsmeistaramóti
17 ára og yngri, en mótið er geysi-
lega sterkt. Þess ber að geta að Íris
Anna er með yngri keppendum því
hún er á 16. ári og það gerir árang-
ur hennar enn athyglisverðari.
Sveinn Elías Elíasson, Fjölni,
hafnaði í 17. sæti af 32 keppendum í
áttþraut sem lauk í gærkvöld.
Sveinn hlaut 5.663 stig og bætti
sinn fyrri árangur um 182 stig og
setti um leið Íslandsmet sveina.
Þorsteinn Ingvarsson, úr HSÞ,
varð í átjándi sæti af 42 keppendum
í undankeppni langstökks á mótinu
í gær. Þorsteinn stökk 6,94 metra
en hann á best 7,38. Til þess að
komast í úrslit tólf þeirra bestu
þurfti að stökkva a.m.k. 7,05 metra.
Þorsteinn tekur þátt í undankeppni
þrístökks í dag.
Ragnheiður Anna Þórsdóttir,
FH, kastaði kringlunni 36,91 metra
og var um fjóra metra frá sínu
besta. Hún hafnaði í 31. sæti af 33
keppendum.
Íris Anna komst í úrslit
á heimsmeistaramótinu
Morgunblaðið/Eggert
Íris Anna Skúladóttir.