Morgunblaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 4
ÓLÖF María Jónsdóttir, kylf-
ingur úr Keili, byrjaði ekki
vel í gær á fyrsta hring í
móti á Evrópumótaröðinni en
leikið er í Ungverjalandi.
Ólöf María lék á þremur
höggum yfir pari, fékk átta
pör, fjóra fugla, fimm skolla,
sem er eitt högg yfir pari og
eina holuna lék hún á
skramba, tveimur höggum yf-
ir pari. Erfiðlega gekk að
ljúka leik í Ungverjalandi
vegna þrumuveðurs og gátu
ekki allir lokið fyrsta hring.
Ólöf María virðist vera í 80.
til 93. sæti af þeim 126 stúlk-
um sem keppa á mótinu.
Bestar í gær voru ensku
stúlkurnar Liza Walters og
Samantha Head en þær léku
báðar á fimm höggum undir
pari. Ítalska stúlkan Barbara
Paruscio náði að ljúka tólf
holum og var á fjórum undir
pari þannig að hún gæti bætt
um betur.
Ólöf María
byrjar illa
ÞRÍR leikmenn Landsbankadeild-
ar karla voru úrskurðaðir í leikbann
á fundi Aganefndar KSÍ á þriðjudag.
KR-ingurinn Bjarnólfur Lárusson
fær eins leiks bann vegna brottvís-
unar í leik gegn ÍA í 9. umferð og
Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóv-
entsson og Hjörtur Júlíus Hjartar-
son, ÍA, fá einnig eins leiks bann en
fyrir fjórar áminningar.
ÞÁ voru tveir leikmenn í Lands-
bankadeild kvenna úrskurðaðir í
eins leiks bann, Pála Marie Einars-
dóttir, Val, fyrir brottvísun og Jóna
Sigríður Jónsdóttir, Stjörnunni, fyr-
ir fjórar áminningar.
GEIR Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, var eftirlitsmað-
ur á Anfield Road, heimavelli Liver-
pool, í fyrrakvöld þegar liðið tók á
móti Total Network Solutions í 1.
umferð forkeppni Meistaradeildar
Evrópu.
SAMI Hyypia, hinum finnska
varnarmanni Liverpool, verður boð-
inn nýr samningur við félagið. Nokk-
ur óvissa hefur verið um framtíð
Finnans á Anfield en nú er ljóst að
hann verður þar áfram.
KIERON Dyer, miðvallarleikmað-
ur Newcastle, hefur skrifað undir
nýjan fjögurra ára samning við fé-
lagið. Dyer sem er 26 ára hefur leikið
189 leiki fyrir félagið og skoraði í
þeim 28 mörk síðan hann var keypt-
ur frá Ipswich árið 1999.
GRAEME Souness, knattspyrnu-
stjóri Newcastle, hefur endurnýjað
áhuga sinn á því að fá framherja Ful-
ham, Luis Boa Morte, í raðir leik-
manna Newcastle.
FREDDY Shepherd, stjórnarfor-
maður Newcastle, segir að Souness
verði að ná árangri með liðið á næstu
leiktíð. Hann hafi ekki þolinmæði til
þess að bíða lengur eftir árangri.
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, leitar nú
að reyndum og sterkum leikmanni
fyrir næstu leiktíð. Leikmanninum
er ætlað að vera Roy Kenae til halds
og trausts og fylla skarð Nicky Butt
og Eric Djemba-Djemba sem báðir
hafa róið á önnur mið.
GERARD Houllier, knattspyrnu-
stjóri Lyon, hefur gefið sterklega í
skyn að Michael Essien gangi til liðs
við Chelsea á næsta sumri, en for-
ráðamenn Chelsea hafa reynt hvað
þeir geta til þess að fá hinn sterka
miðvallarleikmann til Lundúna í
sumar.
FÓLK
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf-
ingur úr GKG, fór heldur betur í
gang á síðari níu holunum á öðr-
um hring á móti á Ítalíu. Hann
lék hringinn á tveimur höggum
undir pari eftir að hafa verið
þremur höggum yfir pari eftir
fyrri níu holurnar. Samtals er
hann því á þremur höggum und-
ir pari vallarins við Gardavatnið
og í 32.–40. sæti en 70 kylfingar
komust áfram til að leika tvo
síðari hringina, eða allir þeir
sem léku undir pari. Sannarlega
glæsilegt skor hjá kylfingunum
á þessu áskorendamóti.
Birgir Leifur var á einu höggi
undir pari eftir fyrstu fjórar
holurnar, en lék fimmtu holuna,
sem er par fimm, á átta höggum
og þá næstu á skolla þannig að
þá var hann komin þrjú högg yf-
ir par. Hann fékk par á næstu
þrjár og var því þrjú högg yfir
pari eftir fyrri níu og útlitið
með að komast áfram alls ekki
bjart þar sem hann lék fyrsta
hringinn á einu höggi undir
pari.
En þá hrökk piltur heldur bet-
ur í gang, fékk þrjá fugla í röð
og var kominn á parið. Hann
paraði 13. holuna, fékk skolla á
þá næstu en síðan þrjá fugla í
röð öðru sinni á síðari níu hol-
unum og lauk leik á síðustu hol-
unni með pari.
Benn Barham frá Englandi er
með forystu á tíu höggum undir
pari, lék báða hringina á 67
höggum. Finninn Toni
Karjalainen er næstur á níu
undir ásamt þeim Michael Hoey
frá Norður-Írlandi og Fredrik
Widmark frá Svíþjóð sem var
með forystu eftir fyrsta dag á 65
höggum en hann lék á 70 högg-
um í gær eins og Birgir Leifur.
Veður var gott á St. Andrews ígær, rigndi reyndar aðeins und-
ir lokin, en það kom ekki að sök.
Woods lék einstaklega vel og þegar
hann lenti í vandræðum tókst honum
jafnan að bjarga sér vel úr þeim. Þeg-
ar hann sigraði á mótinu árið 2000 lék
hann fyrsta hringinn á 67 höggum og
hélt forystu til enda og sigraði með
miklum yfirburðum. Þá lék hann
fjóra hringi án þess að lenda í sand-
glompu en í gær fann hann loksins
sandinn á St. Andrews, og það meira
að segja þrisvar.
„Þetta er mjög góð byrjun á móti
hjá mér og ég er mjög ánægður með
hvernig ég lék,“ sagði Woods. Hann
getur líka verið ánægður því kappinn
fékk sjö fugla á níu holum og fékk að-
eins tvo skolla, en það gerðist þegar
hann lenti í sandglompum. Þær eru
svo litlar sumar hverjar að ef menn
lenda þar er ekkert annað að gera en
vippa upp úr þeim og oftar en ekki
geta menn ekki slegið í þá átt sm þeir
helst kjósa heldur verða jafnvel að slá
til baka, eða slá nett högg í glomp-
unni til að geta síðan slegið upp úr
henni.
„Ég er ánægður með hvernig ég
hef leikið á risamótunum til þessa og
ef mér tekst að halda fyrsta sætinu
yrði það frábært,“ sagði Woods.
Kylfingar léku vel í gær og fjörutíu
þeirra luku leik undir pari enda
lengst af svo gott sem logn. Um miðj-
an dag vindaði aðeins en ekkert sem
kylfingarnir létu á sig fá. Woods hóf
leik snemma í gær og setti því við-
miðið fyrir aðra og í eftirmiðdaginn
reyndu fremstu kylfingar heims,
Ernie Els, Vijay Singh, Phil Mickels-
son og Sergio Garcia, svo nokkrir séu
nefndir, stefnuna á að ná kappanum.
Það tókst ekki, sumir komust nærri
því en aðrir urðu að láta sér lynda að
komast ekki nærri toppnum.
Garcia, sem bíður enn eftir að sigra
á risamóti, komst um tíma fimm und-
ir par þegar hann fékk fugl á tveimur
holum í röð, 11. og 12., en síðan hall-
aði aðeins undan fæti hjá honum.
Els og Mickelson gekk illa og Els
fékk til dæmis þrjá skolla í röð, en
það er hlutur sem gerist ekki á hverj-
um degi hjá þeim snjalla kylfingi.
Mickelson var lengi vel einu höggi
undir pari en fimmtándu holuna lék
hann á þremur yfir pari. Sjaldgæf
tala á þeim bænum.
Steven nokkur Webster, sem leik-
ur á evrópsku mótaröðinni, lék vel
framan af gærdeginum. Hann fékk
tvo erni á fyrri níu holunum og lék
þær á 30 höggum. Hann lenti síðan í
vandræðum og náði ekki að halda það
út.
Retief Goosen er einn fjölmargra
sem léku á 68 höggum í gær, en hann
hefur tvívegis sigrað á Opna banda-
ríska mótinu. Hann lék hræðilega
síðasta daginn á Pinhurst fyrir þrem-
ur vikum en sagðist vera búinn að
gleyma því. „Pinehurst er gleymdur
og grafinn. Ég hugsaði ekkert um
hann í dag,“ sagði Goosen.
Nicklaus gekk illa
Jack Nicklaus gekk ekki vel í gær,
hann sló reyndar ágætlega en skoraði
illa og lauk leik á 75 höggum sem þýð-
ir væntanlega að hann kemst ekki í
gegnum niðurskurðinn eftir daginn í
dag nema hann bæti sig um ein sjö
högg. „Ég hefði nú miklu meiri
ánægju af því að labba yfir brúna á
sunnudaginn frekar en föstudaginn,“
sagði Nicklaus þegar hann kom inn í
gær.
Reuters
Tiger Woods lék vel á St. Andrews í gær og það gerðu reyndar margir aðrir kylfingar, en hann er með eins höggs forystu.
Woods byrjar vel
TIGER Woods tók forystu á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins
í golfi sem hófst í gær á gamla vellinum á St. Andrews. Woods lék á
66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins. Mark Hensby frá
Ástralíu er höggi á eftir og síðan koma tíu kylfingar höggi þar á eftir.
Birgir Leifur fór í gang í lokin