Morgunblaðið - 27.07.2005, Síða 1
2005 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÞRJÚ STIG TIL SKAGAMANNA Í GRINDAVÍK / C2
UNGLINGALANDSMÓTIÐ 2006 verður haldið
á Laugum í Þingeyjarsýslu og hafa fram-
kvæmdaaðilar nú þegar hafið undirbúning. Var
á dögunum tekin ný og glæsileg sundlaug í
notkun sem mun nýtast á mótinu.
Mótið í ár, það áttunda í röðinni, verður í Vík
í Mýral um helgina, og þar má búast við tæp-
lega 10.000 unglingum og foreldrum við leik og
keppni í þrjá daga.
Á setningu mótsins í Vík í Mýrdal á föstu-
dagskvöldið mun Björn Bjarndal Jónsson, for-
maður UMFÍ, tilkynna hvar Unglingalands-
mótið 2007 verður haldið. Mjög mikil spenna er
um það hvar mótið verður haldið en þrír aðilar
berjast um að halda það. Þetta eru Þorláks-
höfn, framkvæmdaaðili HSK, Hornafjörður,
framkvæmdaaðili USÓ, og Blönduós þar sem
framkvæmdaaðili er USAH.
Laugar næst
en hvað svo?
BJARNI Þór Viðarsson, FH-ingur-
inn sem er á mála hjá enska úrvals-
deildarliðinu Everton, var valinn
besti leikmaðurinn á alþjóðlega
knattspyrnumótinu í Svíþjóð sem
lauk á laugardaginn. Þar léku ung-
lingalandslið Íslands, Svíþjóðar,
Noregs og Tyrklands en liðin voru
skipuð leikmönnum á yngra ári,
fæddum 1988.
Frammistaða íslenska liðsins
vakti mikla athygli en það vann
Tyrki 3:1 og Svía 4:1 áður en það
beið lægri hlut fyrir Norðmönnum,
1:2, í leik sem réð úrslitum. Íslenska
liðinu dugði jafntefli í þeim leik og
var lengi vel yfir en Norðmenn náðu
að knýja fram sigur og hirða efsta
sætið.
Bjarni Þór var fyrirliði íslenska
liðsins á mótinu og lék stórt hlutverk
á miðjunni í öllum leikjum þess.
Bjarni bestur í Svíþjóð
JAKOB Jóhann Sveinsson, sund-
kappi úr Ægi, var nálægt sínum
besta árangri þegar hann keppti í
50 metra bringusundi á heims-
meistaramótinu í Montreal í Kan-
ada í gær.
Jakob Jóhann kom í mark á
28,92 sekúndum sem er 6/100 úr
sekúndu frá hans besta tíma. Það
dugði honum hins vegar skammt
því hann hafnaði í áttunda og síð-
asta sæti riðils síns og í 33. sæti af
97 keppendum sem þátt tóku í
greininni. Synda þurfti á 28,10
sekúndum til að komast áfram en
sextán fyrstu keppendurnir kom-
ast í úrslit.
Árangur Jakobs Jóhanns verð-
ur að teljast góður miðað við að
hann hefur lent í skakkaföllum í
ferðinni og tognaði meðal annars
illa í nára en synti þó.
Jakob nálægt sínu besta
HÉR á myndinni má sjá Örn Arn-
arson sundkappa, næstfjærst, hefja
keppni í 100 m baksundi á heims-
meistaramótinu í Montreal. Örn
náði sér ekki á strik og varð að
sætta sig við 33. sæti af 74 kepp-
endum á 57,43 sek.
Örn er eini íslenski keppandinn
sem verður í sviðsljósinu í dag, en
þá keppir hann í 100 m skriðsundi.
AP
Örn á ferðinni
í Montreal
Páll Ólafsson, þjálfari karlaliðsHauka, var ánægður með
dráttinn. „Það er alveg hægt að
segja að þetta hafi verið drauma-
dráttur. Án þess að ég vilji vera of
sigurviss þá tel ég að við eigum að
fara nokkuð örugglega áfram enda
er handboltinn hér á landi mun
hærra skrifaður en í Lúxemborg.
Við munum samt að sjálfsögðu ekki
vanmeta þá en ég held þó að við
hefðum ekki getað verið miklu
heppnari.“ Páll reiknar með að báð-
ir leikirnir fari fram í öðru hvoru
landinu. „Það er oft svo, þegar
reiknað er með því að styrkleika-
munur liða sé talsvert mikill, að
reynt er að semja um að spila báða
leikina í öðru landinu og ég á von á
að sú verði raunin,“ sagði Páll
Ólafsson, þjálfari Hauka. Takist
Haukum að slá út lið H.C. Berchem
fara þeir í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar.
Íslandsmeistarar Hauka fara til Lúx-
emborgar í Evrópukeppni meistaraliða
„Drauma-
dráttur“
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik karla mæta H.C.
Berchem frá Lúxemborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Karla-
lið Vals dróst á móti HC Tbilisi frá Georgíu í fyrstu umferð Evr-
ópukeppni félagsliða, EHF-keppninni. Íslandsmeistarar Hauka í
kvennaflokki drógust gegn ítalska liðinu Pelplast Handball Salerno
í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikir liðanna fara
fram 3. eða 4. september og seinni leikirnir viku síðar. Stjörnu-
stúlkur drógust á móti tyrkneska liðinu Anadolu University S.C. í
annarri umferð Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikurinn fer fram 1.
eða 2. október og sá seinni viku síðar.
Eftir Svan Má Snorrason
svanur@mbl.is
■ Við seljum ekki .../C3
ÞÓREY Edda Elísdóttir varð í
gærkvöldi í 5. til 7. sæti í stang-
arsökki á móti í Svíþjóð. Hún fór
yfir 4,25 metra í fyrstu tilraun en
felldi síðan 4,45 metra þrívegis.
Yelena Isinbayeva hafði nokkra
yfirburði, fór yfir 4,79 í annarri
tilraun og lét þá hækka rána í
5,01 metra – freistaði þess að
setja enn eitt heimsmetið – en
felldi þrisvar. Hún hóf ekki
keppni fyrr en ráin var komin upp
í 4,72 og sveif léttilega yfir hana í
fyrstu tilraun og síðan 4,79.Anna
Rogowska varð önnur með 4,65
metra eins og Monika Pyrek sem
varð þriðja og Tatiana Polnova
fjórða með 4,45 metra. Jafnar
Þórey Eddu urðu þær Kristen
Belin og Anzhela Balakhonova
Þórey Edda stökk 4,25