Morgunblaðið - 04.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 B 11  MERKJA má áhrif uppstokkun- arinnar sem varð í íslensku fjármála- lífi í fyrradag á sænsku kauphöllinni. Gengi Carnegie hefur hækkað veru- lega á síðustu vikum og þegar frétt- ist af samruna Burðaráss og Straums fjárfestingarbanka hækk- aði gengi bréfa félagsins. Vissulega hefur það hækkað síðustu vikuna eft- ir að orðrómur um hugsanlega yf- irtöku Landsbankans á félaginu komst á kreik en sá orðrómur hefur verið tengdur við breytingarnar hér á landi. Annað félag sem er mikilvægt fyr- ir Burðarás er Scribona og hefur gengi félagsins einnig hækkað mikið eftir að hafa verið í ládeyðu á síðustu vikum. Hvað varðar Skandia er fé- lagið allt of stórt til þess að breyt- ingar á Íslandi hafi áhrif á gengi þess en það félag er einnig umlukið yf- irtökuvangaveltum. Rífandi gangur hefur verið í norska hlutabréfamarkaðnum að undanförnu, sem sést glögglega á þeim fyrirtækjum sem fjallað er um. Norsk Hydro og Statoil hafa orðið fyrir afar góðum áhrifum af olíuverð- sprengjunni á síðustu mánuðum og sést það vel á gengi bréfanna. Opera hefur verið að gera mjög athyglis- verða samninga um vefvafra fyrir farsíma og er greinilegt að markað- urinn er ánægður með þá þróun. Breski markaðurinn verður að teljast öllu þróaðri en hinir norrænu sem sést hvað best á því að sveiflur í gengi bréfa eru undir flestum kring- umstæðum mun minni. Ef sveiflur eiga sér stað þá er það yfirleitt helst í minni félögum sem ekki er mikið fjárfest í. Kauphallarvísitölur í heiminum hafa almennt þróast jákvætt á síð- ustu misserum og er þróun síðustu viku glöggt dæmi um það. Almenn jákvæðni virðist ríkja í efnahagslífi landanna í kringum okkur. Gildi hlutabréfavísitalna í Osló hafa sjald- an eða aldrei verið hærri og sömu- leiðis hefur mikill uppgangur verið í KFX-vísitölunni í Kaupmannahöfn. FTSE 100 og OMXS30 eiga talsvert eftir í sitt besta en bera engu að síð- ur merki þess að efnahagsástandið er jákvætt. X > / / = > X'          !+/1'2 4-)'2*' 5678 P X > / / = > X'         !+/1'2 4 9**/:,' 5 ;<8 P X > / / = > X'       !+/1'2 4 92392  5=<<8 P X > / / = > X'        !+/1'2 4!+,!22!/1%2 8 P X > / / = > X'       !+/1'2 4):  8 P          !+/1'2 4 9**/:,' #   ?4     4  2)I-?@ !+/1'24 92392 #   ?4     4  CG-+@@ !+/1'24-)'2*' #   ?4     4  2)I-(5, !+/1'24): #   ?4     4  2GBI !+/1'2 4!+,!22!/1%2 #   ?4     4  I !+/!!>%'#' &'*2!6?@0A4 ';@.B@ &! /%: G:; =;E Y <;% -Z/ I<' ' % Y /%  ';0%?  <% !  9 %E& 3 "%                                                     -) !B-2B')/C**2 4*!+/12, ($  4 4   )  -) !B-2B')C**2 4*!+/12, $  4 4   )  G:; 9!%': N! Z  G$% D! / #%  5=<< 5 ;<   567    A ! %; .[ N! Z  .((% G ';%  5=<< 5 ;<   567     9<< A%  B:!%;J B% :; 1  -;% ':% $; '#  ' / N;";                     /  % / #% -;#  -;% : 90 G ';%      *%# .&%; *% '!!;  G;%     < Y *? A%$% =$:# D# <# D0!                Góður gangur í norska markaðnum Margir muna væntan-lega eftir ummælumBjörgólfs Guðmunds-sonar, formanns bankaráðs Landsbankans, sem hann lét falla hér í blaðinu í apríl 2003 eftir að Búnaðarbankinn og Kaupþing sameinuðust í KB banka: „Við höfum ákveðið að blása til sóknar með því að styrkja heildarstarf bankans. Gjörbreyta skipuritinu og fá til okkar nýtt fólk úr bankakerfinu sem hjálpar okkur við að ná þessum áfanga sem við höfum sett okkur: að vera ekki minnsti bankinn mjög lengi. Við þessar sameiningar höfum við orðið minnstir en á því verður breyting.“ Og Landsbankamenn létu ekki sitt eftir liggja. Bankinn hefur stækkað hratt að undanförnu – þó ekki nógu hratt til að verða stærri en Íslandsbanki, sem hefur verið annar stærsti banki landsins. Eft- ir að hafa eytt helgi, sem flestir aðrir notuðu til ferðalaga, í fundi með öðrum fjármálamönnum, geta Landsbankamenn hins vegar veifað því að nú hafi þeir stungið Íslandsbanka aftur fyrir sig. Þeir starfa reyndar enn í þriðja stærsta bankanum, sé miðað við eigið fé, en hafa tögl og hagldir í þeim næststærsta, Straumi-Burð- arási fjárfestingarbanka. Síðasta sameiningarhrotan þýðir sem sagt að Íslandsbanki er orðinn minnstur; fer úr öðru sæt- inu í það fjórða. Og á þessum markaði, þar sem vöxtur skiptir svo miklu máli, eru stjórnendur hans varla neitt mjög kátir með það. Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, var engu að síður bratt- ur í samtali við Morgunblaðið í gær, óskaði keppinautunum til hamingju og sagði Íslandsbanka myndu halda sínu striki. Engu að síður hljóta menn að vænta einhvers útspils frá Ís- landsbanka sem styrkir stöðu hans í samkeppninni. Hún hefur aö mörgu leyti farið versnandi undanfarin tvö ár. Íslandsbanki var stærsti – raunar eini – einka- bankinn og naut þess forskots, sem það gaf óhjákvæmilega og hafði á sér ímynd framsækni. Einkavæðing gömlu ríkisbank- anna hefur leyst ný öfl úr læðingi og segja má að KB banki sé nú, a.m.k. í augum almennings, fram- sæknastur og öflugastur í útrás- inni. Athygli vakti að við fréttirnar af samruna Burðaráss við Straum og Landsbankann hækkuðu ekki að- eins bréfin í þessum félögum um- talsvert, heldur einnig í Íslands- banka – sem bendir til að markaðurinn vænti einhverra við- bragða þaðan. Svo mikið er víst að stjórnendur Íslandsbanka ættu í bili að fá meiri frið til að einbeita sér að fjárfestingarbankastarfseminni og útrásinni. Hin eilífa hætta á einhvers konar yfirtöku bankans, ekki sízt með sameiningu við Straum, sem sífellt vofði yfir, virð- ist nú úr sögunni í bili. Hitt er svo annað mál að ekki er ljóst hvernig Straumur-Burðarás hyggst fara með hinn stóra hlut sinn í Íslands- banka. Hvað gerir Íslandsbanki? INNHERJI SKRIFAR ... Innherji@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir ’Landsbankinn hefurstungið Íslandsbanka aftur fyrir sig‘ ll ERLENDIR MARKAÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.