Morgunblaðið - 04.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.2005, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ  skjalaskápar • einfaldlega betri Bæjarhrauni 10 Sími 565 1000 Netfang: bedco@bedco.is 220 Hafnarfirði Fax 565 1001 www.bedco.is M IKHAIL Borisovich Khodorkovsky fædd- ist fátækum foreldr- um sínum í Moskvu árið 1963. Engan renndi í grun á þeirri stundu að hann yrði auðugastur allra Rússa fáeinum áratugum síðar, hvað þá einn ríkasti maður heims. Misha, eins og móðir hans kallaði hann, ólst upp við aðstæður sem voru nokkuð dæmigerðar í Sovétríkjunum á þessum tíma. Hann bjó ásamt for- eldrum sínum í tveggja herbergja fé- lagslegri íbúð en þau störfuðu bæði hjá verksmiðju sem framleiddi ýmiss konar mælitæki, s.s. reglustikur og örkvarða. Misha sótti á meðan leik- skóla við hlið verksmiðjunnar. Hann var fyrirmyndar piltur, góð- ur námsmaður og lagði hart að sér, hvort sem hann var að læra að synda eða leita sér að sumarvinnu. Snemm- borin staðfesta hans og ákveðni varð jafnvel til þess að hann hlaut viður- nefnið Leikfangahermaður. Khodorkovsky var sem ungur mað- ur virkur meðlimur í ungliðahreyf- ingu sovéska Kommúnistaflokksins. Lauk hann gráðu í efnaverkfræði frá Mendelev-stofnuninni í Moskvu árið 1986 og bætti jafnframt við sig hag- fræðiprófi frá Plekhanov-stofnuninni. Hann var svo lánsamur að vera að hefja starfsferil sinn þegar Mikhail Gorbachev var að umbreyta Sovét- ríkjunum. Undir hlífiskildi ungliða- hreyfingar kommúnista hóf Khodor- kovsky fyrst að stunda viðskipti. Gjarnan er vísað til góðra tengsla Khodorkovsky við hátt setta pólitík- usa innan Kommúnistaflokksins, að það hafi gert hann að einna farsæl- ustu viðskiptajöfrum Rússlands. Sjálfur hefur hann sagt svo ekki vera. Ásamt sex félögum kom hann á fót einkareknu kaffihúsi og í kjölfarið hófu þeir innflutning, útveguðu sov- éskum fyrirtækjum nýjasta tækni- búnað, fluttu inn PC-tölvur og marg- víslegan varning, jafnvel franskt koníak. Árið 1988, innan við tveimur árum eftir að hann hóf að stunda þessi viðskipti, veltu hann og félagar hans um 10 milljónum dollara. Bólgnir bankasjóðir Næsta skref á ævintýralegum ferli Khodorkovsky og félaga hans var stofnun Menatep-bankans, sem átti eftir að reynast þeim happadrjúgur, þar til Pútín kom til sögunnar. Hans þáttar verður nánar getið síðar. Þetta var tveimur árum fyrir enda- lok Sovétríkjanna. Menatep var einn af fyrstu bönkum Rússlands í einka- eigu og stækkaði ákaflega hratt, ekki aðeins af því að fjármagna hina mjög svo ábatasömu verslunarstarfsemi Khodorkovsky og af gjaldeyrisvið- skiptum heldur einnig af því að höndla með fjármuni frá ríkinu, þ.á m. sjóði fyrir fórnarlömb Cherno- byl-kjarnorkuslyssins. Sjóðir Menatep bólgnuðu mjög eft- ir að kommúnisminn féll og Boris Jeltsín komst til valda í Rússlandi. Bankinn hafði m.a. öðlast heimildir til að fara með sjóði fjármálaráðuneyt- isins, ríkisskattstjóra og Moskvu- borgar. Óvildarmenn Khodorkovsky telja að strax árið 1990 hafi bankinn farið að greiða leið manna fyrir allsherjar arðráni úr sjóðum Sovétríkjanna. En rússneskir bankar voru þá almennt grunaðir um að koma hundruðum milljarða undan inn á nafnlausa reikninga í Sviss og víðar. Khodor- kovsky hefur vísað þessu á bug og sagt bankann sinn hafa haft hreinan skjöld. Enga slíka reikninga hafi ver- ið þar að finna. Hataðir ólígarkar Khodorkovsky auðgaðist verulega í byrjun tíunda áratugarins af Mena- tep-bankanum sem hann er enn sagð- ur eiga meirihluta í. Ekki síst af þátt- töku bankans í einkavæðingu fjölda ríkisfyrirtækja undir stjórn Jeltsíns. Ríkisfyrirtæki landsins voru á þessum tíma seld lágu verði, að því að nú er talið, og þeir sem fengu þar góð- an skerf urðu jafnan vellauðugir. Þetta voru hinir svokölluðu ólígarkar, fámennur hópur manna sem urðu for- ríkir á einkavæðingu og viðskiptum í fyrrum Sovétríkjunum á tíunda ára- tugnum. Khodorkovsky var talinn þar fremstur með jafningja. Ólígarkarnir hafa lengi mætt hatri í sínu heima- landi og margir þeirra hafa flúið land. Þeir segja landa sína ekki ennþá geta skilið kosti einkaframtaksins, frum- kvöðla eða ríkidæmis einstaklingsins. Khodorkovsky barst aldrei mikið á og það mildaði afstöðu almennings í hans garð. Líf hans var heldur fábrot- ið miðað við aðra ólígarka, hann keypti hvorki snekkjur né fótbolta- félög og kaus heldur að fara með fjöl- skylduna í útilegu en að sækja svall- veislur á Rivíerunni. Auk þess létu hann og félagar hans nokkurt fé af hendi rakna til góðgerðarmála, t.a.m. munaðarleysingjahæla og háskóla. Reyfarakaup á Yukos Mikhail Khodorkovsky dembdi sér út í einkavæðingu ríkisins sem til var stofnað til þess að dreifa á sanngjarn- an hátt auðæfum ríkisins. Í gegnum Menatep-bankann eignaðist hann stóra eignarhluti í einkavæddum rík- isfyrirtækjum og komst þannig yfir stærsta olíufyrirtæki Rússlands, Yu- kos, í útboði árið 1995. Menatap var reyndar falið að vinna tilboðin í Yukos og þannig vildi til að fyrirtæki undir stjórn Khodorkovsky og félaga vann útboðið. Tilboð þriggja stórra banka í Rússlandi, sem buðu reyndar hærri peningaupphæðir en samstarfshópur Khodorkovsky, voru ógild af tækni- legum ástæðum. Khodorkovsky og félagar greiddu um 350 milljónir dollara fyrir 78% hlut í Yukos. Þóttu það mikil reyfara- kaup enda var fyrirtækið í heild sinni samkvæmt þessu metið um 450 millj- ónir dollara. Þegar farið var að skipta með hlutabréf í fyrirtækinu nær tveimur árum síðar var markaðsvirði þess nærri 9.000 milljónir dollara og átti þá eftir að hækka umtalsvert. Khodorkovsky hefur sagt að þeir fé- lagar hafi tekið gríðarmikla áhættu með fjárfestingu í þessu fyrirtæki enda hafi það verið mjög skuldsett og að mikil óvissa hafi ríkt um hvort stjórnarandstaðan kæmist til valda og afturkallaði alla einkavæðingu. Rjúkandi rústir í Moskvu Félagarnir hittu þarna á gullæð og Khodorkovsky vann hörðum höndum að uppbyggingu fyrirtækisins. Hann hafði þó vart lokið við að ná þar yf- irráðum þegar rússneska hagkerfið hrundi árið 1998. Rússland var gjald- þrota eftir arðrán hinna gírugu kapít- alista, að því er talið var. Ríkisstjórn- in felldi gengi rúblunnar og stóð ekki í skilum með lán sín. Sem leiddi til þess að flestir stóru einkabankar landsins urðu gjaldþrota, þeirra á meðal Menatep-bankinn í Moskvu. Bjarg- andi því sem bjargað varð flutti Khodorkovsky þá reikninga sem hægt var að flytja yfir í Menatep- systurbankann í St. Pétursborg. Eftir sátu rjúkandi rústir í Moskvu og bál- reiðir lánardrottnar. Eftir efnahagshrunið í Rússlandi þóttu sumar aðgerða Khodorkovsky til að tryggja sér Yukos allt að því svívirðilegar. Hann þrýsti minni hlut- höfum markvisst út úr fyrirtækinu, færði mikilvæga fundi fram á ögurstundu til að tryggja sér sem hagfelldastar málalyktir og er að auki talinn hafa skotið undan talsverðu af eignum Yukos og flutt til útlanda. Sögurnar hafa reyndar sumar verið talsvert verri. Sennilega fór að halla undan fæti árið 2000 þegar Vla- dimir Pútín varð forseti Rússlands. Þá hafði Khodorkovsky grætt meiri peninga á styttri tíma en nánast nokkur maður hafði áður gert, þar til hann, einhvern veginn, kallaði yfir sig bræði Pútíns. Þegar Pútín tók við embætti var nýtt tímabil í dagrenningu í Rúss- landi. Það sem kallað hefur verið glæpamanna-kapítalismi vék fyrir siðmenntaðri markaði. „Núna skiljum við hvernig viðskipti fara fram hjá vestrænum þjóðum,“ hefur verið haft eftir Khodorkovsky í seinni tíð. „Sem hluthafi afla ég fjár með arðgreiðslum og með hækkunum á markaðsvirði fyrirtækis míns á markaði. Áður fyrr einblíndum við allir á að hámarka tekjur fyrirtækis okkar í peningum enda hafði enginn trú á að ástandið yrði viðvarandi.“ Rússnesku ólígarkarnir þurftu orð- ið á lífvörðum að halda eftir innreið kapítalismans í landið. Khodorkovsky var einn fárra sem ekki flúði land en fjölskylda hans býr í úthverfi vestur af Moskvu þar sem hann reisti, ásamt félögum sínum sex, þyrpingu lúxus- heimila sem er girt af með háum veggjum og gætt af vörðum vopnuð- um vélbyssum. Handtekinn í einkavélinni Pútín lét til skarar skríða gegn Khodorkovski í október 2003. Vopn- aðir lögreglumenn réðust inn í einka- flugvél Khodorkovski á flugvelli í Síb- eríu og handtóku hann. Þá hafði hann ekki sinnt boðunum um að mæta til yfirheyrslu en félagi hans hafði verið hnepptur í varðhald þremur mánuð- um fyrr. Enginn vissi nákvæmlega hvað Khodorkovsky hafði gert af sér. At- kvæðamesta kenningin var þó sú að hann hefði ekki virt samkomulag sem Pútín átti að hafa gert við ólígarkana árið 2000, að þeir fengju að halda sínu ef þeir greiddu skattana sína og héldu sig frá stjórnmálum. Khodorkovsky og félagar hans studdu hins vegar við bakið á hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og pískrað var um að Khodorkovsky hygðist bjóða sig fram, jafnvel til forseta. Og enn í dag eru gerðar kannanir á fylgi hans til forsetaframboðs. En ástæður rannsóknarinnar gátu verið aðrar og margs konar kenning- ar voru á lofti. Vegna óvinsælda ólíg- arkana þótti það pólitískt hentugt fyr- ir Pútín að koma höggi á þá og þá sér í lagi Khodorkovsky. Einnig var leitt getum að því að rekja mættir ástæð- urnar til þess að Khodorkovsky og Pútín deildu opinberlega um spillingu ríkisstjórnarinnar í byrjun sama árs. Sumir telja að dramb hafi orðið Khodorkovsky að falli. Hann hafi ver- ið farinn að líta á sig sem ósigrandi. Píslarvottar elskaðir Ferill hans spannaði allt frá engu til milljarða dollara og endaði í fangelsi. Þarna var hann á hátindinum. Rétt- arhöld yfir honum fyrir dómstólum í Moskvu stóðu fram á sl. vor en verða ekki rakin hér. Var hann fundinn sek- ur um fjársvik, skattsvik, fjárdrátt og rekstur glæpastarfsemi og hefur hann áfrýjað dómnum. Khodorkovsky var dæmdur í níu ára fangelsi en hann hefur nú þegar afplánað nærri tvö ár. Hann er sagður una sér nokkuð vel í fangelsinu, hafi aðlagast fljótt, sé brosmildur, rólegur og vingjarnlegur. Hann á sér fjöl- marga fylgismenn sem hafa þúsund- um saman mótmælt réttarhöldunum og fangelsisdómi. Og þrátt fyrir að eiga sér einnig svarna andstæðinga þá virðist ekki loku fyrir það skotið að vinsældir hans komi til með að aukast á næstu árum. Leiðtogi Bandalags hægri afla í Rússlandi, Irina Khakamada, fullyrð- ir í það minnsta að því lengur sem Khodorkovsky sitji í fangelsi þeim mun pólitískari og vinsælli verði hann í augum almennings. „Rússar elska píslarvotta. Þeir munu gleyma því að hann er ólígarki.“ Fátækt, frami, fangelsi – forseti? Ólígarkinn Mikhail Khodorkovski var um fertugt orðinn ríkasti maður Rússlands og meðal auðugstu manna heims. Hann er í senn elskaður og hataður í heimalandi sínu. Soffía Haralds- dóttir leit yfir lífshlaup mannsins sem nú situr í fangelsi en þykir lík- legur forseti Rúss- lands í framtíðinni. Reuters Stuðningur Mikhail Khodorkovsky á sér fjölmarga fylgismenn víða um heim. Landar hans hafa komið saman í þúsundatali, m.a. fyrir utan dómshús í Moskvu, til að mótmæla réttarhöldum og fangelsisdómi yfir honum. ) '  # #*' '# # # % F #" !!#! ! 0% !  /;%$ ) % #! 00  0 /5% >;#"  ( ?!% ?(%% $% ?, % I #! 0,% I  'J!) % #! 0,%  0  >!  ) +, 0 (%, ;%F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.