Morgunblaðið - 12.08.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 B 11
bílar
NISSAN PATROL ELEGANS ÁRGERÐ 2005
Leðursæti, topplúga, sjálfskiptur, ekinn 5 þ. km, 2 stk. loftdælur, aukatankur,
læstur fr/aftan, 16” breiðar felgur, kastarar, öll tengi fyrir fjarskiptabúnað,
tengdamömmubox, álkassi á hlera, FULLBREYTTUR 44” GLÆSILEGUR
FJALLABÍLL. VERÐ 6.700.000. SKIPTI ATHUGANDI Á ÓDÝRARI.
Við seljum bílana
Á
ttunda brautin á Blönduósi
hefur haft yfir sér ákveðinn
ljóma og verið nánast ófær.
Brautin endar jafnan í
þverhníptu stáli og hefur einungis
tveimur ökumönnum tekist að
keyra þar upp í gegnum tíðina en
margir oltið niður og stórskemmt
keppnistæki sín. Sigurður Þór Jóns-
son á Toshiba-tröllinu afrekaði
þetta árið 2003 og Daníel G. Ingi-
mundarson á Green Thunder sýndi
ótrúlega leikni og lipurð í keppninni
í ár þegar honum tókst að sigrast á
stálinu ógurlega.
„Ég hef alltaf ætlað mér að fara
upp þessa braut og það var ekkert
annað að gera en að standa Green
Thunder í hana. Ég var orðinn svo-
lítið stressaður þegar ég var kom-
inn upp með afturhjólin og hélt að
ég væri að velta aftur yfir mig. Svo
að ég gaf honum aðeins inn. Ég
held að ég hafi keyrt einhverja
metra á afturhjólunum inn barðið
og svo datt hann niður að framan,“
sagði Daníel sem fékk tilþrifaverð-
laun keppninnar fyrir akstur sinn í
8. brautinni.
Vélin var að kafna
Gunnar Gunnarsson á Trúðnum
sigraði í opnum flokki og í flokki
breyttra jeppa. Gunnar hefur keppt
í götubílaflokki síðustu árin en
færði sig í sérútbúna flokkinn í vor.
„Ég er alltaf að læra betur og
betur á Trúðinn, en er þó ekki alveg
búinn að átta mig fullkomlega á
honum ennþá. Þetta voru svo mikl-
ar breytingar sem við gerðum á
jeppanum fyrir þetta keppnistíma-
bil,“ sagði Gunnar eftir keppnina en
aðalbreytingarnar fólust í því að
setja undir jeppann ausudekk, sem
eru miklu gripmeiri en gömlu dekk-
in og auka aflið í vélinni. „Vélin er
það öflug að ég er nánast hættur að
nota nítróið. Ég notaði það einungis
í tveimur brautum í dag. Mér gekk
ekki sérlega vel í fyrstu tveimur
brautunum. Svo áttaði ég mig á því
hvernig jarðvegurinn virkaði og
hvernig dekkin gripu og þá gekk
mér betur, sérstaklega í 4. og 5.
brautinni. Trúðurinn var í mjög
góðu standi en rykið í blíðviðrinu
gerði okkur grikk í dag. Við þurft-
um að skipta þrisvar um lofthreins-
ara. Vélin var bara að kafna því
hana vantaði meira loft,“ sagði
Gunnar að lokum en hann þakkaði
árangur sinn ekki síst vösku liði að-
stoðarmanna sem héldu Trúðnum
gangandi út keppnina.
Ragnar vann götubílaflokkinn
„Það var svo freistandi að ég lét
bara vaða í endahlið áttundu braut-
arinnar,“ sagði Ragnar Róbertsson
á Pizza 67-Willysinum sem sigraði í
götubílaflokki. „Ég þurfti þess ekki
vegna þess að ég var með það mikla
forystu í mínum flokki. Ég náði ekki
inn á barðið en bakkaði niður og gat
bjargað mér frá veltu,“ sagði Ragn-
ar, sem hefði viljað gera miklu bet-
ur í keppninni. „Jeppinn dreif bara
ekkert hjá mér í fyrstu brautinni,
spólaði og sökk niður. Ég veit ekki
hvað var í gangi en sennilega hefði
ég þurft að aka hraðar.“
Danni komst upp
Ragnar Róbertsson sló ekki af Pizza 67 Willysinum og ekur hér í loftinu í tímabrautinni.
Það var skemmtileg, jöfn og
spennandi keppni á Blönduósi
sl. laugardag. Jóhann A.
Kristjánsson fylgdist með
þegar Akstursíþróttafélag
Suðurnesja hélt þar aðra um-
ferð Íslandsmeistaramótsins í
torfæruakstri, Glaðheimator-
færuna, í samvinnu við björg-
unarsveitina á staðnum.
!"#
$%&
'
(
)
*
+
,
(''+
(-)+
'.+-
'(-
',(+
'-,
,--
/!0$%&
! "
# $ #
!
'
(
)
'1.+
',(-
'-'-
Ljósmynd/JAK
Daníel G. Ingimundarson sýndi frábæran akstur og tókst að aka Green Thunder
8. brautina á enda en einungis tveimur torfæruökumönnum hefur tekist það.
Trúðurinn hjá Gunnari Gunnarssyni virkaði vel og sigraði hann í keppninni á
Blönduósi eftir harða baráttu og tvísýna við félagana.
! 2
$
(--+
!"#
$%&
%&
'
(
)
*
+
,
1
(-
',
'(
1
+
)
(
(
/!0$%&
! "
# $ '
!
#
!
'
(
)
*
(-
',
,
,
jak@ismennt.is