Morgunblaðið - 25.08.2005, Side 52

Morgunblaðið - 25.08.2005, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi HLUTHAFAR í Mjólkursamlagi Vopnfirðinga hafa ákveðið að selja félagið Mjólkurbúi Flóamanna (MBF). Þar með eru mjólkursam- lög á landinu orðin sjö, en þau voru 14 árið 1994. Fyrr á árinu samein- uðust MBF og Mjólkursamsalan í Reykjavík. Mjólkursamlag Vopn- firðinga er minnsta samlag lands- ins og hefur unnið úr innan við 1% af þeirri mjólk sem framleidd er á landinu. Þórður Pálsson mjólkurbússtjóri segir framleiðendur á svæðinu, 9 talsins, ganga inn í MBF með sömu réttindi og þeir sem þar eru fyrir. Starfsmenn flytjist einnig yfir. „Bændur sem hafa framleitt mjólk hér á svæðinu áttu hlutaféð nánast allt saman og þar af leiðandi var talsvert af hlutafé í eigu bænda sem eru hættir, t.d. tveggja í Þist- ilfirði og þriggja í Vopnafirði,“ seg- ir Þórður. Mjólkursamlagið hefur alltaf þurft rekstrarstyrk til að geta haldið rekstrinum úti, en styrkurinn hefur numið 8–10 millj- ónum króna. Styrkurinn byggist á reglugerð sem kveður á um að teknir séu um 6 aurar af hverjum mjólkurlítra í landinu og þeir not- aðir til að greiða styrki til minnstu samlaganna. Um síðustu áramót voru 854 mjólkurframleiðendur í landinu, en þeir voru 1.388 árið 1994. Kaupir samlagið á Vopnafirði  Vilja með þessu | 19 ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá Guðmundi og Svövu þegar þau brugðu sér á grínmyndina Deuce Bigalow European Gigolo í gærkvöldi. Aðalleikarinn í mynd- inni, Rob Schneider, var við- staddur frumsýninguna og þegar Svava gerði sig líklega til að taka mynd af stjörnunni tók hann myndavélina af henni, stillti sér upp við hliðina á henni og smellti af. Rob hefur leikið í á fjórða tug bíómynda á tuttugu ára ferli sín- um í Hollywood og hefur sterkar skoðanir, þar á meðal á stöðu grínleikarans í óttaslegnum heimi. Leikarinn ræddi við Morg- unblaðið í gær þar sem hann sat innan um fáklæddar stúlkur og frumskógardýr. | 46 Morgunblaðið/Árni Sæberg Í bíó með kvikmyndastjörnu LISTDANSSKÓLI Íslands verður lagður nið- ur í núverandi mynd að loknu þessu starfsári og starfsemin m.a. færð inn í framhalds- skólana. Skólinn var að hefja sitt 53. starfsár nú í vikunni en væntanlega sitt síðasta. Skráðir eru 208 nemendur til leiks, þar af 58 í framhaldsnámi. Ákvörðunin um framtíð skólans hefur ver- ið tekin í menntamálaráðuneytinu en List- dansskólinn er eini sérskólinn á listasviði sem ríkið starfrækir. Skólinn var stofnaður árið 1952 og starfaði undir nafninu Listdansskóli Þjóðleikhússins fram til ársins 1990. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra segir að hér sé verið að fylgja þeirri stefnu, sem hafi verið mótuð á undan- förnum árum, að ríkið reki ekki skóla í list- námi. Breytingarnar séu í fullu samræmi við t.d. breytingar á tónlistarnámi. Ríkið sé ekki að draga úr stuðningi við listdans heldur færa fyrirkomulagið í svipað horf og í öðru listnámi. Viðræður hafa farið fram við Mennta- skólann við Hamrahlíð um að taka við nem- endum í framhaldsnámi en skólinn hefur ver- ið með listdans á sinni kennsluskrá. Þorgerður segir möguleika vera á að fleiri framhaldsskólar taki þetta að sér eða að þeir semji við einkaskólana. Örn Guðmundsson, skólastjóri Listdans- skólans, segir að í raun sé lítið hægt að gera við ákvörðun ráðuneytisins. Vonast hann til að breytingin verði til góðs og að nýir rekstr- araðilar ráði til sín starfsfólk skólans, sem nú er um 20 talsins. „Sorglegt“ Brynja Scheving hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir það sorglegt ef Listdansskól- inn verði lagður niður. Hún hafi sjálf stundað nám í skólanum og hafi sterkar taugar til hans. Brynja segir að enginn einkaskóli geti tek- ið við nemendum Listdansskólans, einkum þeim sem lengra eru komnir og stundi námið nokkrum sinnum í viku. Fullsetið sé í alla tíma hjá flestum einkaskólanna og þeir þurfi þá að huga að stærra húsnæði og hækka skólagjöldin til að geta tekið fleiri nemendur. Ballettinn sé það sérhæfð listgrein að ríkið þurfi að standa á bak við einn styrktan skóla. Ekki sé hægt að bera ballettnám saman við tónlistarnám. | 4 Listdansskóli Íslands verður lagður niður Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÓPUR Vestfirðinga, sem saman- stendur m.a. af smábátasjómönnum, útvegsmönnum og sveitarstjórnar- mönnum, vill afnema byggðakvóta til sjávarbyggða og stórauka þess í stað ívilnun til línubáta, bæði í þorski og fleiri tegundum. Hópurinn átti í gærkvöldi fund á Ísafirði með Guðjóni Hjörleifssyni, formanni sjávarútvegsnefndar Al- þingis, þar sem þessar kröfur voru kynntar. Guðmundur Halldórsson, talsmaður Eflingar, félags smábáta- sjómanna á norðanverðum Vest- fjörðum, fer fyrir hópnum. Hann sagði við Morgunblaðið að breið samstaða hefði myndast á Vestfjörð- um um málið. Mörgum kynni að koma þetta á óvart þar sem byggða- kvótinn hefði að langmestu leyti runnið til Vestfjarða. Hins vegar væri reynslan af þessu fyrirkomulagi ekki góð og auðveld- ara yrði að ná góðri samstöðu um að auka línuívilnunina. Ekki hefði verið deilt jafn mikið um hana. Með því að landa daglega í því kerfi í heima- byggð væru nærliggjandi mið nýtt betur og aflinn færi strax á markað. Guðmundur og félagar ætla að kynna Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hugmyndina í dag, þegar hann kemur til Ísafjarðar á þingflokksfund. „Ef Árna líst ekki á þetta þá höfum við átt stólaskipti,“ segir Guðmundur og vísar þar til fundar með Árna um árið, þegar hann hafi lagt hart að sér um að leggja byggðakvótann af. Þá hafi hann viljað láta kerfin vinna saman. Guðjón Hjörleifsson sagði við Morgunblaðið að fundi loknum í gærkvöldi að krafan kæmi sér skemmtilega á óvart í ljósi þess að Vestfirðingar hefðu barist fyrir því að koma byggðakvótanum á á sínum tíma. Guðmundur hefði þannig verið harðasti talsmaður byggðakvótans. Fundurinn hefði verið athyglisverð- ur og oft hefði hann séð meira ósætti um eina tillögu. Málið yrði skoðað vel á ýmsum vígstöðvum á næstunni. Hópur Vestfirðinga vill afnema byggðakvótann MALCOLM Walker, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland, hóf störf hjá keðjunni að nýju í febr- úar á þessu ári. Hann segir í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í dag, að það hafi einungis tekið 38 daga að hrinda í framkvæmd þeirri hundrað daga áætlun, sem hann og aðrir stjórnendur fyrirtækisins ákváðu að vinna eftir, frá því að þeir tóku við stjórn fyrirtækisins. Meðal upphafsaðgerða hafi verið að segja upp 400 starfsmönnum Ice- land í höfuðstöðvum fyrirtækisins, skera vöruúrval keðjunnar niður um 30% og segja skrifræði og nefnda- fargani félagsins stríð á hendur. Það voru íslenskir eigendur Ice- land, þ.e. forsvarsmenn Baugs og Pálmi Haraldsson, sem fengu Walk- er til þess að snúa aftur til fyrirtæk- isins, með það að leiðarljósi, að hon- um tækist að reka verslanakeðjuna með hagnaði á nýjan leik. Sagði upp 400 manns  Viðskipti | B8 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.