Morgunblaðið - 16.09.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.09.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 17 ERLENT              !""# !""$ %  )  * ,   -   * &  ' (    '  )   *  !""# +,-.,.     !-##/ /.-.!$ " /!-,+/ #-/0+ + +0-+/1    /-0/# +1-0#/ " #-"// !-"#! ++. *  !""$ 2- *- !""# 2- *- !""$ ++"-$1#       !!-$0+ .$-1,0 $/,-#1$ +/!-#,1 !$-1., !0/   ++,-0$,   !"-"++ //1-1." $.$-/1+ !$$-#"/ /"-!$, $/+      ! "  #      " $   %$   tonn af bræðslufiski að landi því það er útbúið með öflugri vinnslu fyrir uppsjávarfiska eins og síld og makríl og um borð er hægt að frysta um 120 til 130 tonn af afurðum á sólarhring. Nýja skipið verður því eitt af öflugri ESKJA hf. á Eskifirði er að huga að kaupum á norska tog- og nótaskipinu M. Ytterstad. Það er fréttavefurinn skip.is sem greinir frá þessu en þar segir að samningurinn sé gerður með hefðbundnum fyrirvörum um sam- þykki stjórna og fjármögnun vegna kaupanna. Ef allt gengur að óskum fær Eskja skipið afhent um áramótin. „M. Ytterstad er nýlegt skip, smíð- að 2001. Það er 77,40 metra langt og 14,50 metra breitt og er mesta burð- argeta þess um 2.400 til 2.500 tonn af fiski. Samkvæmt því er lestar- eða tankarýmið í tíu tönkum alls heldur meira en í Hólmaborg SU sem ber um 2.300 tonn af fiski. Sennilega mun seint reyna á það að nýja skipið komi með 2.400 til 2.500 vinnsluskipum íslenska flotans. Í því er 5.520 kW Värtsilä NSD aðalvél. Íbúðir eru fyrir allt að 23 manna áhöfn. Talið er víst að Jón Kjart- ansson SU hverfi úr rekstri fyrir nýja skipið,“ segir á fréttavefnum. Eskja kaupir vinnsluskip Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Skipið M. Ytterstad frystir loðnu á Norðfirði síðastliðinn vetur. INDÓNESÍSK börn í höfuðborginni Jakarta bíða með plastbrúsana eftir ódýrri steinolíu frá ríkinu. Eru nið- urgreiðslur á olíunni mikill og vaxandi baggi á ríkissjóði og nú hefur verið ákveðið að draga úr þeim og þar með hækka verðið í næsta mánuði. Í Indónesíu, Indlandi og víða í Suðaustur-Asíu er þetta hins vegar ákaflega viðkvæmt mál. Reuters Beðið eftir steinolíu FERÐAMAÐUR fann 115 kíló afhassi á eyju austur af Arendal í Agder-sýslu í Noregi hinn 6. septem- ber síðastliðinn, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gær. Að sögn lögregl- unnar var hassið geymt í fjórum pok- um. Hún vill ekki gefa upp nákvæm- lega á hvaða eyju hassið fannst. „Við höfum unnið að rannsókn málsins síðan hassið fannst, þriðjudag- inn 6. september síðastliðinn. Okkur hefur hins vegar ekki tekist að finna eigendurna,“ segir Asbjørn Aabel, yf- irlögregluþjónn í Agder-sýslu. Hann sagði lögregluna vonast eftir ábendingum frá almenningi sem gætu aðstoðað við rannsókn málsins. Þetta er mesta magn af hassi sem fundist hefur í sýslunni í að minnsta kosti fimm ár. Rakst á hassbirgðir BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn Orrin Hatch tekur mynd með gemsanum sínum af fé- laga sínum í dómsmálanefnd þing- deildarinnar, Arlen Specter, sem er nefndarformaður og greinilega mikið niðri fyrir. Nefndarmenn fjölluðu í gær um hæfi John Ro- berts til að gegna embætti for- manns Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þykir Roberts hafa staðið sig vel í yfirheyrslum á þingi. Reuters Einmitt, ekki brosa!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.