Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BJÖRN BJÖRNSSON, lést sunnudaginn 11. september. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudag- inn 19. september kl. 11.00. Guðný Aðalsteinsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson. Elskulegur sambýlismaður minn og bróðir okkar, SVERRIR KARLSSON, Jaðarsbraut 31, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis. Björg Hermannsdóttir, Sigurður Karlsson, Birgir Karlsson. Fósturmóðir mín og systir, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Austurgötu 17, Keflavík, sem lést á Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, þriðju- daginn 30. ágúst, verður jarðsungin frá Landa- kirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hraunbúða. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Ormsson, Ormur Ólafsson, Sólveig Ólafsdóttir. ✝ Einar Þór Ara-son fæddist á Blönduósi 15. ágúst 1935. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi laugardaginn 10. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ásgerður Einarsdóttir, f. 15. ágúst 1911, d. 14. nóvember 1992, og Ari L. Jóhannesson, f. 2. febrúar 1910, d. 20. nóvember 1986. Systir Einars sam- feðra er Arnfríður Aradóttir, f. 21.6. 1930. Bræður hans eru Karl Ketill Arason, f. 11. febrúar 1939, og Jóhannes Arason, f. 11. desem- ber 1944. Einar fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar og ólst þar upp til 17 ára aldurs, er þau sett- ust að í Neðstutröð 2 í Kópavogi. Eiginkona Einars var Fríða Kristín Norðfjörð, f. 16. desember 1933, d. 11. maí 1973. Móðir henn- ar er Guðrún Stefánsdóttir, f. 19. júní 1915. Einar og Fríða fluttust til Keflavíkur og hófu búskap á Ásabraut 7, en bjuggu síðan í Grænási í Njarðvík. Synir þeirra eru: 1) Stefán G. Einarsson, f. 24. september 1957, kvæntur Eydísi Eyjólfsdóttur, f. 5. maí 1960, og eiga þau sex börn. Þau eru: Andri Freyr, Stefán Guð- laugur (látinn), Ein- ar Þór, Guðrún Mjöll, Lovísa Íris og Tómas Elí. 2) Ari Einarsson, f. 7. mars 1962, kvæntur Ásu Guðmundsdóttur, f. 8. janúar 1965, og eiga þau fjórar dæt- ur. Þær eru: Fríða Kristín, Guðrún, Brynhildur og Gunnhildur. 3) Ás- geir Einarsson, f. 30. maí 1966, d. 27. september 2004, sambýliskona hans var Pálína Gunnarsdóttir, f. 30. nóvember 1962. Börn hennar eru: Svandís, Heiða, Bjarki og Brynjar. Árið 1985 kynntist Einar Kol- brúnu Gunnlaugsdóttur, f. 20. september 1939, og hófu þau sam- búð árið 1992. Synir hennar eru: Einar, Gunnlaugur, Sigurður, Bjarni og Valgeir. Einar starfaði lengst af sem lögregluþjónn á Keflavíkurflug- velli og síðar sem þjónustuverk- taki. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs Suðurnesja og sat í fyrstu stjórn klúbbsins. Einar verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Jæja, þá ertu farinn, góði vinur, pabbi og félagi eða eins og þeir köll- uðu þig bandarísku vinnufélagarnir þínir „Big Einar“. Það er oft búið að vera gaman hjá okkur, þú með þitt góða skap, frásagnarlist og hjarta- hlýju. Endaspretturinn var þér erfiður, en þú gantaðist alveg fram í það síð- asta. Við eigum öll eftir að sakna þín. Þið mamma bjugguð okkur bræðr- unum fallegt heimili í Grænási, þar var mikið líf og fjör, stutt í móann og þú tókst þátt í ýmsum ævintýrum með okkur, t.d. dúfnarækt og ára- mótabrennum. Þið mamma rákuð bílaleigu í nokk- ur ár. Þá fengum við strákarnir að spreyta okkur á þrifum, olíumæling- um og stöku tilfærslu á bílum, þar sem höfuðið náði ekki alltaf upp fyrir stýrið, en þetta var ábyrgðarhlut- verk. Það var spennandi að eiga löggu fyrir pabba og vegna nálægðar heim- ilisins við Lögreglustöðina, var alltaf hægt að hitta þig og þannig kynnt- umst við mörgum vinnufélögum þín- um. Það hafa skipst á skin og skúrir og það voru þung högg að missa mömmu og síðan Ásgeir bróður fyrir rétt tæpu ári. Og nú sjáum við á eftir þér, elsku pabbi, og yljum okkur við minn- ingarnar. Reglulegar heimsóknir þínar á tré- smíðaverkstæðið, stundum með kleinur, einn eða tvo brandara og allt- af góða sögu, hafa verið ómissandi. Þú fórst ófáar sendiferðir fyrir okk- ur, alltaf tilbúinn að renna í bæinn eftir því sem vantaði, oft með stuttum fyrirvara. Það var nú heldur ekki ónýtt að fá þig með til að kokka ofan í heilan veiðihóp í Stóru-Laxá, þú fórst nú létt með það. Þið Kolla hafið átt mörg góð ár saman og hefur hún reynst þér frá- bærlega. Hún sér nú á eftir góðum vini og félaga. Við fjölskyldan viljum koma á framfæri þakklæti til starfs- fólks Sjúkrahúss Suðurnesja og í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlý- legt viðmót. Minningin um þig, elsku pabbi, mun aldrei gleymast. Stefán og Ari. Elskulegur tengdafaðir minn, Ein- ar Þór Arason, er látinn eftir langvar- andi heilsuleysi. En þrátt fyrir veik- indin, lét hann aldrei bilbug á sér finna, kvartaði ekki, hafði ótrúlegan lífsvilja til að aðlaga sig að sínum að- stæðum og gaf áfram af sinni með- fæddu bjartsýni og gleði. Já, hann var skemmtilegur maður, með ein- staka frásagnarhæfileika og munaði ekki um að segja manni sömu sög- urnar aftur og aftur, enda var það brandari í fjölskyldunni, þegar hann spurði hvort hann hefði nokkurn tíma sagt söguna af þessu eða hinu og maður svaraði því til, að hann skyldi nú bara endilega segja hana, í svo sem eins og tíunda sinn. „Tómata- sagan“ fræga var þar í sérstöku uppáhaldi. Og þegar hann fékk fyrsta heilablóðfallið og þurfti talþjálfun í kjölfarið, kom þessi hæfileiki hans sér vel, sögurnar héldu áfram að koma, en bara aðeins hægar og tal- kennarinn sendi hann fljótt frá sér, því hann sá að Einar var sjálfur sinn besti kennari. Það var fyrir næstum 30 árum, að ég, kornung stelpan, hitti Einar fyrst, þegar sonur hans Stefán, kynnti mig fyrir honum. Ég get nú ekki neitað því, að ég var dauðfeimin og ekki skánaði það nú, þegar hann stóð upp úr stólnum og mér fannst hann engan endi ætla að taka. Ég náði honum rétt upp undir olnboga, því hann var með stærri mönnum, en ég komst fljótt að því, að hann var ekki síður með stórt hjarta. Hann vildi öllum vel og aldrei heyrði maður hann hallmæla neinum manni. Hann var mikil félagsvera og góðmenni og kom eins fram við alla. Hann var góður afi og kunni að setja lit á hversdaginn, birtist með ís á lín- una og fyrir vinina líka ef því var að skipta, sló upp Grænás-special veislum með litlum fyrirvara og þeg- ar hann bjó einn var alltaf settur blómvöndur í vasa á hverjum föstu- degi og þá var allt orðið fínt. Hann var heppinn þegar hann kynntist Kollu og þau með hvort ann- að og áttu þau góð ár saman. Þau montuðu sig oft á því að eiga samtals átta syni og gerðu þau mikið í að kalla allan hópinn saman og mynda þannig tengsl á milli okkar allra. Einar naut þess að dvelja í sum- arbústað sínum við Meðalfellsvatn ásamt Kollu sinni, meðan heilsan leyfði. Þaðan eigum við ótalmargar góðar minningar. Þar stóð hann oft við grillið eða bar fram sína marg- rómuðu gúllassúpu og sósur sem ekki var hægt að leika eftir. Síðan voru það Kanaríeyjar, þaðan voru margar sögurnar og hvergi betra að vera. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni og var það honum mikið áfall að missa yngsta son sinn, Ásgeir, fyrir rétt tæpu ári síðan, sem og okkur öllum. Nú sé ég þá fyrir mér, sameinaða á ný, ásamt öllum þeim ástvinum sem á undan eru gengnir. Það hafa verið fagnaðar- fundir. Það er erfitt að kveðja, en auðveld- ara að þakka. Þakka fyrir alla hlýjuna, fyrir allar skemmtilegu stundirnar og auðvitað fyrir allar sögurnar. Kolla, þú ert búin að reynast hon- um einstaklega vel í hans veikindum og er það ómetanlegt. Guð blessi okk- ur minningarnar um góðan mann. Ég kveð þig, elsku Einar minn, með söknuði, en þó glöð í mínu hjarta yfir þeirri fullvissu að nú líði þér vel. Guð geymi þig. Þín Eydís. Glaðlyndur, gjafmildur, jákvæður, hress og allra manna hugljúfi voru einkennandi fyrir Einar afa minn. Við afi vorum perluvinir og ég var hans elsta barnabarn. Allt frá því ég var kornungur fórum við afi oft á rúntinn og komum víða við og það var alltaf fastur liður hjá honum að færa mér og okkur barnabörnunum bland í poka á laugardögum. Margoft fór- um við saman í sumarbústaðinn hans, Votakot við Meðalfellsvatn, stundum bara til að athuga hvort allt væri í lagi og heimsækja fólkið í kring, grilla okkur eitthvað gott og síðan fórum við oft í sund saman á Kjalarnesi á eftir. Veiðin og bátsferðirnar á Með- alfellsvatni eru ógleymanlegar. Ég fór oft með afa í vinnuna upp á flugvöll á yngri árum og eru margar góðar minningar úr „bragganum“ eins og við kölluðum staðinn. Þá fór- um við í Viking, seinna Wendy’s og afi keypti þar hamborgara og þótti mér það alltaf mikið tilhlökkunarefni, sérstaklega þar sem dót fylgdi með. Afi hringdi oft í mig og ég í hann og var hann með farsíma, allt frá því ég man eftir mér og vorum við því í mjög góðu símasambandi alla tíð. Afi var alltaf tilbúinn að keyra mig hvert sem er, oft keyrði hann mig til Reykjavík- ur, þar sem ég stundaði píanónám lengi vel. Hann afi gat alltaf sett sig á sömu bylgjulengd og maður var sjálfur, var alltaf umræðufær, hvort sem talið barst að stelpum, víni eða bíómynd- um, svo eitthvað sé nefnt. Vinum mínum líkaði vel við afa og honum við þá. Afa hitti maður oft í sundlauginni í Keflavík, þegar ég æfði sund þar til margra ára. Það var einmitt honum að þakka að ég fór að æfa sund. Hann fór að taka mig með sér þangað, þeg- ar ég var þriggja ára, alltaf á laug- ardögum. Í byrjun var ég nú frekar vatnshræddur, en hann afi kunni ráð við því. Hann tók með sér 50 kall í laugina og lét hann detta á botninn í grunnu og sagði að ég mætti eiga hann ef ég myndi sækja hann. Eftir þó nokkrar tilraunir lét ég mig hafa það að dýfa hausnum ofan í og gullið varð mitt. Leikurinn var endurtekinn og sundferðin sú endaði reyndar á því, að það var sá gamli sem dró þann unga upp úr lauginni og var hann þá búinn að tapa gott betur en 50 kalli. Það voru margar sögurnar sem afi sagði manni og jafnvel þó að ég heyrði sömu söguna tvisvar og þrisv- ar, hlustaði ég alltaf aftur á þær, því mér þótti svo gaman að heyra, hvern- ig hann sagði frá. Allt voru þetta skemmtisögur og aldrei heyrði mað- ur afa hallmæla neinum. Í seinni tíð varð maður síðan upp- teknari í skólanum og einkalífinu, en samt sem áður, reyndi ég alltaf að gefa mér tíma, eftir að ég hóf nám í Reykjavík og kom í heimsókn til Keflavíkur, til að heilsa upp á afa og alltaf héldum við símasambandi og létum vita hvor af öðrum. Það var alltaf gaman og gott að heimsækja þau afa og Kollu í Grænásinn. Hin seinni ár var afi orðinn heilsutæpur en það var alveg sama hvenær maður heyrði í honum, alltaf sagðist hann hafa það rosalega gott, þó í raun væri hann mjög slappur og það var aðdá- unarvert hvað hann var alltaf ótrú- lega jákvæður í gegnum öll sín veik- indi og alltaf tilbúinn að grínast og slá á létta strengi. Hann afi var ávallt léttlyndur og tók hlutunum aldrei of alvarlega og í amstri hversdagsins, mætti taka hann til fyrirmyndar að því leyti. Afi var heppinn að eiga hana Kollu sína að og sagði hann mér það oft, hann hefði ekki getað án hennar verið. Öll boðin í Grænásnum þar sem fjölskyldurnar komu saman voru einstök. Með söknuði kveð ég þig, elsku besti afi og vinur minn. Andri Freyr Stefánsson. Í dag kveðjum við afa okkar Einar Þór Arason. Afi var mjög skemmti- legur og lífsglaður maður. Hann var alltaf í góðu skapi og ánægður með lífið og tilveruna. Síðustu árin var hann oft mjög veikur en hann var þrátt fyrir veikindi sín alltaf bjart- sýnn á lífið og þakkaði fyrir hvern dag sem hann fékk. Nú í ágúst var haldið upp á sjötíu ára afmælið hans og var hann mjög slappur þann dag. En það var haldið upp á afmælið, það klikkaði ekki. Við systurnar eigum margar góðar minningar um Einar afa. Það var oft gaman uppi í sveit í bústaðnum hans við Meðalfellsvatn og þar voru gerðar margar tilraunir til að veiða. En það gekk nú misvel hjá okkur systrunum í veiðinni. Ein minning okkar er um ferð í Sandvíkina með afa að grilla pylsur og við hlaupandi um berfættar í sandinum og svo allar ferðirnar í bílnum hans að kaupa ís og nammi. Við fórum með afa í skemmtilegar ferðir vestur á firði. Þessar ferðir eig- um við eftir að muna lengi með gleði. Svo má ekki gleyma páskahátíðunum hjá Kollu og afa. Það var páskaeggja- leit í móanum uppi í Grænási. Kolla felur egg í móanum, síðan er flautað og allir krakkarnir hlaupa um móann og tína eggin og síðan er farið inn að telja eggin sem búið er að finna. Þetta er mjög skemmtilegur dagur hjá okkur krökkunum. Elsku Kolla, takk fyrir að hafa hugsað svona vel um afa okkar. Við eigum eftir að sakna afa mikið en við eigum góðar minningar um góðan afa. Guð geymi þig, elsku afi. Þínar afastelpur, Fríða Kristín, Guðrún, Brynhildur og Gunnhildur. Ég sit hér og hugsa til þín og minn- ist allra stundanna, sem við áttum saman og voru þær allar góðar. Minningarnar hrannast upp og þyrfti ég meira pláss til að geta sagt frá þeim öllum. Meðalfellsvatn, Sand- víkin, ferðin vestur, páskaeggjaleit- irnar, jólaboðin og sundferðirnar svo ekki sé minnst á alla rúntana, sem fóru í það að kaupa ís fyrir allt hverf- ið. Ég man eftir fisknum sem ég kunni ekki að rota uppi á Meðalfells- vatni. Ég minnist allra Sandvíkur- ferðanna þar sem grillaðar voru pyls- ur og drukkið kók og svo hlaupið um alla fjöru, leitandi að kröbbum eða syndandi í sjónum. Ég man eftir ferð- inni vestur, þegar við fórum með minningarskjöldinn um langafa, sem þú varst búinn að láta útbúa svo fal- lega. Þar komumst við í feitt í berja- tínslu og áttum frábærar stundir við kvöldvökur og spjall. Páskaeggjaleit- in var auðvitað ógleymanleg, enda ekki allir sem halda í þá hefð, að fela páskaegg hér og þar um móann og kalla til allsherjar leitar, við að finna þau öll og voru jólaboðin líka alveg yndisleg með frábærum mat og kök- um. Þegar ég hugsa til baka yfir farinn veg, þá minnist ég einnig uppátækja þinna. Þar situr mér ofarlega í huga, þegar þú komst til mín og Andra, þar sem við vorum einir heima og varst þá nýbúinn að fá þessi fínu gleraugu með gervinefi framan á. Þú lést okk- ur skrifa á miða til mömmu að stóri maðurinn með skrítna nefið hefði tekið okkur og boðið okkur upp á ís. Ekki er annað hægt að segja en að þú hafir verið sögumaður mikill. Oft sat ég og hlustaði á þig segja skemmtilega frá hinum ýmsu atburð- um, sem höfðu hent þig eða aðra sem þú þekktir í gegnum lífshlaupið og þó svo að ég hafi stundum heyrt sömu söguna oftar en tvisvar, þá hlustaði ég með jafn mikilli athygli, vegna þess að það skipti ekki máli hversu oft þú sagðir söguna, hún var alltaf jafn góð og skemmtileg þrátt fyrir það. Ég hugsa til þeirra frábæru eig- inleika sem þú hafðir og vonast ég til EINAR ÞÓR ARASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.