Mánudagsblaðið - 30.07.1973, Side 5
Mánudagur 30. júlí 1973
AAánudagsblaðið
5
VIGGÓ ODDSSON skrifar frá S-Afríku:
ATVENDNI
„Það er Ijótt að vera matvand-
ur." Þetta hefur klingt í eyrum
barnanna um allan heim, ömm-
ur, mömmur, frænkur o. fl. hafa
endurtekið þetta. Þegar börnin
verða fullorðin fara þau í megr-
unarkúra, því „maður verður
ekki feitur af engu", eins og
Danir segja. Matvendnin nær
samt hámarki hjá fullorðnu
fólki.
Trúarofstæki
Óhugnanlegasta ofstækið í
heiminum er trúarofstækið. Næg
ir þar að nefna hryðjuverk kaþ-
ólskra og mótmælenda í írlandi
og hermdarverk kaþólskra á mið
öldum í Evrópu og Ameríku, er
þeir létu útrýma menningu Inka
og Maya gjörsamlega. Ekki fór
ísland varhluta af „kristilegum"
fordómum, til að forða sálum
okkar frá Víti. Var þá betra að
falla úr hor en að borða hrossa-
kjöt. Gyðingar mega ekki neyta
svínakjöts, Indverjar ekki nauta-
kjöts né lóga beljum, sem eru
þjóðarplága, af trúarástæðum.
Búarnir, Kalvínistar í S-Afríku
og víðar, mega ekki borða nýtt
brauð á sunnudegi, svo að þau
eru bökuð í miðri viku og brað-
fryst,, bara af því að þeir halda
að flökkumenn í Gyðingalandi
og Egyptalandi hafi gert eins
fyrir 4000 árum síðan. Það má
passa sig á að lenda ekki í Víti.
Hundasteik
íslenzkur ferðamaður sagði
mér, að „alveg stæði sér á sama
þótt hann smakkaði aldrei ís-
lenzkan mat". Einnig að sig
langaði til að gefa út bók um
skringilega háttu fslendinga, en
hann yrði þá bara fyrir svo mildu
aðkasti ,að hann treysti sér ekki
til að nota eigin nafn á ritverk-
ið. í Kína og Austurlöndum er
algengt að fá hundasteik. Mér
er sagt frá hjónum, sem fóru að
borða á kínversku veitingahúsi.
Þau voru með kjölturakka og
með handapati og teikningum
reyndu þau að gera veitinga-
manninum skiljanlegt að hundur
inn væri þyrstur. Þjónninn kink-
aði kolli og fór með hundinn.
Eftir drykklanga stund kom
þjónninn með ilmandi smásteik
sem smakkaðist prýðilega, með
alla vega kryddi. Þau borguðu
fyrir og vildu fá hundinn til
baka. Eftir mikið handapat kom
í ljós, að þau höfðu einmitt verið
að borða hundinn sinn.
Þegar kisa týndist
Þetta er nú kannski ekki mik-
ið, en ég las það í blaði í Tó-
hannesarborg ,að lögreglan hefði
gert leit í kínverskum veitinga-
stað í borginni og fundið nokkra
dauða ketti inni í ísskáp. Oft
eru btrt í blöðum harmþrungin
bréf, sem lofa háum verðlaun-
um fyrir að finna kisu eða
hvutta, sem einhver sást taka inn
í bíl ok aka í burtu. Þá eru sum-
ir að borða slöngur, og ég las
í blaði að portúgalskir hermenn
hefðu sálgað 7 metra kyrki-
slöngu, sem var nýbúin að gleypa
heilar svertingja. Það þykir
mörgum hér furðuleg matarlyst,
því margir svertingjar þvo str
ekki, en eru hins vegar stundtim
svo óheppnir að lenda í rign-
ingu. Við eitt slíkt tækifæri voru
svertingjar að fara yfir brú. Þeim
brá svo við vatnið, að þeir rudd-
ust yfir í einni bendu, brúin
hrundi og margir stórslösuðust.
Enda er fátítt að sjá svertingja
sem er svo fátækur að hann eigi
ekki regnhlíf sem hann hefur
með sér, þótt ekki sé von á
dropa úr lofti í heilt misseri.
Hrossakjötið
fslenzkur veitingamaður sagði
mér eitt sinn frá skemmtilegri
matvendni á íslandi. Það kom
eitt sinn háttsettur stjórnmála-
maður og gestir hans inn á veit-
ingastofuna og vildu fá nauta-
kjöt. Veitingamaðurinn var ný-
búinn að fá ögn af holdanauta-
kjöti, er, það er íslenzkt heims-
fyrirbrigði, því það fæst alls stað-
ar erlendis. Nautasteikin var til-
reidd eftir öllum venjulegum
reglum. Þegar maturinn kom á
borðið var fussað og sveiað,
„þetta væri sko helv... hrossa-
kjöt", og að það vildi fá „al-
mennilegan mat". Það varð dá-
lítil ringulreið í eldhúsinu út af
þessu svoveitingatnaðurinn sagði
kokknum að skera góðar sneiðar
af tryppakjöti, steikja þær vel,
með miklum sósum og kryddi,
til að hylja hrossabragðið. Þá
kom „nautasteikin" á borðið á
ný og þessi mektarmaður sagði,
að þetta væri sko nautasteik í
Iaigi, og hann hefði alveg vitað,
að þeir hefðu haldið að hann
þekkti ekki sundur hrossakjöt og
nautakjöt. Það var víst brosað í
eldhúsinu.
Pöddubrauðin
Eitt sinn fór ég að heimsækja
hokurkarl í Ródesíu, sem var að
koma sér upp þúsund kúa búi,
eins og í „Grámanni í Garðs-
horni". Ég sagði honum frá
flugnamergðinni sem ég ók í
gegnum. Hann sagði, að á þess-
um árstíma væru engisprettur
upp á sitt bezta, en þær verða
sjaldan að plágu, ef þeim er
haldið í skefjum. Eitt sinn sá
hann hvar bavíanar ,eða aðrir
apar, voru að tína engisprettur
af veginum, síðan voru fálkar
og aðrir fuglar að tína flugur,
og þegar hann ók lengra, voru
svertingjar að tína engisprettur
í poka. Stundum koma þessir
flugnahópar • inn í borgirnar og
sveima í kringum Ijósastaura á
nóttum, eða setjast í búðar-
glugga. Þá koma svertingjar og
jafnvel hvítt fólk til að tína
pöddur. Þetta er sagt vera mik-
ið Iostæti, fullt af proteini. Það
eru reyttar af þeim lappir, væng-
ir og haus, steikt á pönnu eða
notað í brauð. Ég hef góðar
heimildlir fyrir því, að í New
York kosti ein matskeið af steikt
um maurum allt að 50 dollara, á
„beztu" veitingahúsum.
Gott rottuár
Eins og sjá má af þessum
skrifum, eru matarvenjur ís-
lendinga mikið frábrugðnar því
sem þykir sjálfsagt víða um
heim. Ég gæti því slegið botn-
inn í þetta með sögu af bezm
rottuvertíð sem svertingjar höfðu
í Ródesíu. í hundruð ára hafa
rotmr verið Iostæti og mikils-
verð næring manna á meðal í
Asíu og Afríku. Fyrir nokkrum
árum var mikið eitrað fyrir
pöddur úr flugvélum í Ródesíu.
Einniig voru smáfuglar, sem fjölg
ar ofsalega og eyðileggja akra.
Var því líka sprautað á þessa
fugla. Við þetta drápust líka,
alveg óvart, ernir og ránfuglar,
slöngur og annað illyrmi, sem
lifir á smáfuglum og rottum.
Rottunum fjölgaði svo feikilega
að við lá þjóðarvoða á akuryrkju
svæðunum. Þá komu svertingj-
arnir til bjargar og höfðu ekki
haft það eins gott „svo lengi
sem elztu menn mundu". Allir
dallar og dósir vom full af sölt-
uðum rottum og rotmtólg til
Ijósmetis. Aldrei hefi ég heyrt
að íslendingar hafi verið svo
svangir að þá hafi langað í
feita, gómsæta rottu.
ÞAÐ STANZA FLESTIRI STAÐARSKÁLA
VEGFARENDUR
UM HRÚTAFJÖRÐ
ViS bjóðum fjölbreyttar veit-
ingar í rúmgóðum húsakynn-
um. Opið alla daga frá kl. 8 til
23,30. Morgunverður, hádegis-
verður, kvöldverður. Grillið er
opið allan daginn, þar sem
hægt er að fá Ijúfengar steik-
ur, kjúklinga, hamborgara,
djúpsteiktan fisk, franskar
kartöflur o. fl. o. fl. Kaffi, te,
mjólk, heimabakaðar kökur og
úrval af smurbrauði.
Stærri ferðahópar eru beðnir
að panta með fyrirvara, sima-
númer okkar er 95-1150. Við
útbúum gómsæta, girnilega
nestispakka.
I ferðamannaverzlun okkar
eigum við ávallt úrval af mat-
vöru, hreinlætisvöru, viðlegu-
útbúnaði, Ijósmyndavöru, gas-
tæki o. fl. o. fl.
Vegna mikillar aðsóknar að
gistiaðstöðu okkar biðjum við
þá sem ætla að notfæra sér
hana að panta með fyrirvara,
símanúmer okkar er 95-1150.
Til að mæta eftirspurn eftir
tjaldstæðum hér í Hrútafirðin-
um höfum við útbúið þau hér
neðan við skálann og geta
þeir sem notfæra sér á að-
stöðu haft afnot af snyrtiher-
bergjum í skálanum á þeim
tímum sem hann er opinn.
Við önnumst afgreiðslu á
ESSO og SHELL bensíni og
olíum, einnig fyllum við á
ferðagastæki.
Rúmgóð aðstaða er til að þvo
bifreiðina. Viðskiptavinir eiga
kost á afnotum af hjólbarða-
dælu.
Ákjósanlegur áfangi hvort sem
þér eruð á leið nrður eða að
norðan.
STAÐARSKÁU
HRÚTAFIRÐI - SÍMI (95) 11 50