Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.07.1973, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 30.07.1973, Blaðsíða 8
ÚR HEIMS PRESSUNNI „Hrein” ánægja Reyktur Laxness Hinn kunni danski biaða- maður Bro Brille kom hingað til Iands þagar Margrét Dana- drottning sótti okkur heim. Skrifaði hann síðan frásagnir í Extrablaðið um það sem hann sá og heyrði hérlendis. Á ein- um stað minnist hann á hve vatnið sé hreint og tært úr krönunum hjá okkur. — En sjálfir taka íslending- ar þetta ekki svo hátíðlega, segir Brille. íslenzkur faðir sagði við syni sína: „Lofið mér einu strákar. Drekkið aldrei wiský án þess að blanda það með vatni, og drekkið aldrei vatn án þess að blanda það með wiskýi." Brille heldur áfram að segja sögur af íslendingum. „Við höfum miklu fleiri bíla en þið," sagði montinn Ameríkani við íslending. „Veit ég það, en við höfum miklu fieiri bíla- stæði," svaraði Iandinn að bragði. Framhald á 7. síðu. Sem kunnugt er hefur sú ákvörðun dönsku Grinsted- verksmiðjanna að losa eitur- efni í Atlantshafið, valdið mik- illi óánægju. Fyrst í stað var ædunin að losa eitrið í Norð- ursjó, en þá tóku sjómenn í Esbjerg sig til og lokuðu skip- ið inni í höfninni þar, þangað til loforð fékks tum að breyat til og losa eitrið í Atlantshaf í staðinn. Af þessum söWim hefur nafnið Grinsted fengið á sig dökkan blett og fáir orðið til þess að mæla með staðnum. Þetta féll ráðamönnum bæjar- ins illa og lögðu þeir höfuðin í bleyti til að reyna að Iokka túrista til staðarins. Loksins fundu þeir lausnina. Samið var við póstmeistara staðarins um að hann skyldi láta útbúa sérstakan stimpil með áletruninni „Bes0g Grin- sted-egnen, en ren forn0jelse". Danskir húmoristar létu ekki á sér standa að gera grín að þessum póststimpli. Sögðu þeir þetta alveg rétt, það það væri hrein ánægja að heimsækja Grinsted. Það væri nefnilega búið að flytja allan skítinn út í hafsauga. Kunna forráða- menn bæjarins fá svör við pessu gríni og litil hefur aukn- ingin • á ferðamannastraumnum orðið. Afmælið gieymdist Þann 28. júní sl. voru liðin 25 ár frá því að Sovétríkin gerðu „vináttusamning" við Júgóslavíu. Afmælisins var ekki getið í blöðum í Belgrad þótt þau hafi verið full af greinum ,um atburðinn fyrir 5 árum, þegar 20 ára afmælið átti sér stað. Engar ræður voru heldur fluttar á þessum tíma- mótum, en. aftur á móti. birti blað eitt skammargrein um Stalín. Brezk blöð telja þetta merki þess, að Júgóslavar leggi nú mikið kapp á að sýna um- heiminum að þeir séu ekki háð ir Sovétríkjunum lengur. Rússar aftur á móti voru ekki ánægðir neð þessa þögn og sögðu frá. afmælinu í blöð- um hjá-sér. Var þar sama hjal- ið um ævarandi vináttu þjóð- anna og þar fram eftir götun- um. En sem sagt, Júgóslavar eru ekki á sömu skoðun og kusu að láta afmælið liggja í þagnargildi. Söngleikur um um Hvíta húsið Snillingurinn Leonard Bern “'Stein vinnur um þessar mundir að nýjum söngleik og á hann Kynsvall brezkra Kynsvallið hja starfsmönn- um BBC er stöðugt á dagskrá. Eins og menn rekur minni til voru það nokkrir dagskrár- menn sem lofuðu ungum stúlk- um sjónvarpshlutverkum, ef þær vildu sænga hjá þeim í staðinn. Ófáar gengu að þess- um skilyrðum, en hins vegar varð fátt um hlutverkin sem þær áttu að fá í staðinn. Popsöngkona nokkur, Janie Jones að nafni, hefur verið á- kærð ásamt manni sínum fyrir að hafa lagt til húsnæði fyrir kynsvallið. í íbúð þeirra hafði verið komið fyrir spegli sem horfa mátti í gegnum úr öðru herbergi. Ein af hinum ó- heppnu stúlkum segir þá sögu, að sér hafi verið lofað hlurverki í sjónvarpsþætti, ef hún vildi koma í þessa íbúð klædd eins og 10 ára telpa og reiðubúin að fækka fötum. Hún gekkst inn á þessi skilyrði í von um hlutverkið. Bæði klædd'i hún sig úr og hafði samfarir við einn producentinn, en fékk bara 10 pund að launum, en ekkert hlutverk. Það aftraði henni þó-ekki frá að koma eii.3 klædd í annað sinn til við- komandi manns. í það - skiptið þurfti hún að hafa stóran bangsa í fanginu og. producentinn réðist á hana, reif af "henni fötin og lagði hana á gólfið. Félagi hans sem staðið'hafði bak við spegilinn og fylgzt-með aðförunum, varð svo æstur við þennan atburð, að hann brauzt í gegnum vegg- inn og hafði samfarir við hana á eftir. Brezku blöðin segja að sög- ur sem þessar hafi komið dóm- urum í málinu til að roðna upp í parruksrætur hvað eftir annað. að ,fjalla um Hvíta húsið. Ekki verður þar þó minnzt á Water- gatemálið. Hins vegar á söng- leikurinn að hefjast á árinu 1792, þegar hornsteinn var lagður að húsinu og ná allt fram til þess er Roosevelt réði þar ríkjum .Það verður fyrst og fremst bluesmúsik sem leik- in verður, og heimspressan segir að mikil eftirvænting sé ríkjandi um viðbrögð almenn- nigs eftir að frumsýning hefur farið fram. Janie Jones lagði til íbúð — og.jafnvel meira. úr EINU Hreindýradellun — Breytt hugarfar — Önýtur vegna þurrka — Þjóðhátíð og kotungsbragur. ÞAÐ ER ekki aðeins fólkið á Islandi, sem hlær a.m.k. að sumum aðgerðum hins opinbera, heldur eru nú kvikindin far- in að brosa í kampinn. Ekki að vísu hundarnir sem eru í lífs- hættu vegna skot- og drápsglaöra lögregluþjóna, heldur eru það hreindýrin eystra, sem skellt geta upp úr. Eftir einar af þess- um nafnfrægu „talningum“ á stofninum komst menntamála- ráðuneytið að þeirri niðurstöðu, að skjóta mætti rösklega 1500 dýr í ár, en eftir nýja „rannsókn" var upphæðin lækkuð í rösk 1000. Staðreyndin er ,að það eru aldrei skotin nema um 400 dýr, meðan leyfð eru 600. 1 stað talna úr ráðuneytinu þá ætti að fá dómbæra menn og skyttur til að ákveða hvernig á að skjóta dýrin, hvaða dýr á aö skjóta t.d. tarfa og eldri kýr, og svo hlaupstærðin (cal), en sleppa þessum reglum hvítflibba- liðsins, sem ekki hefur séð hreindýr nema á diskum sótelanna. „SPURT og svarað“ er tiltölulega nýr þáttur í Morgunblaðinu, þjónusta við lesendur. Utan allra upplýsinga sem fæst úr þessum þætti, þá er þó gagnlegast að sjá í hvaða sálarástand þjóðin er að komast. Mestur partur spurninganna fjallar um betl, styrki og fría hjálp í ýmsum myndum. Alþýðudekrið og taum- laus og hættuleg krafa almennings um fleiri styrki og niður- greiðslur verða okkur dýrkeypt sport eins og það er að verða öðrum Norðurlöndum. En við hverju er að búast þegar pólit- ísk skrif blaðsins mótast af leiðararugli Þjóðviljans og útúr- snúningi annarra blaða? Hvar er stefnan? VEGAMÁLIN okkar eru almennt hlátursefni. Vorin eru venju- lega aðaltími vegamálastjórnarinnar til að auglýsa hvaða vegir eru ófærir vegna bleytu. Haust og vetur fjalla þær aðallega um ófærð vegna snjóa. Nú er komið alveg spánýtt sjónarmið. Fyr- ir skömmu var það í fréttunum, að nú væru þjóðvegirnir orðn- ir illfærir vegna þurrka! Spurningin er: Hve lengi á 'jVétta grín að standa? Innflutningur dýrustu bíla heldur áfram og eykst, en þjóðin sem „getur allt“ virðist með öllu óhæf að loggja færa vegi. 1 alvörulöndum, þá leggja stjórnvöld m.a. fyrst og fremst alla áherzlu á viðunanlegt vegasamband. SVOLlTILL kotungsbragur er á byggingu sögualdarbæjarins, því nú eru ráðamenn á báðum áttum hvort bærinn skyldi byggður eða ekki. Hefur nokkur athugað þann möguleika hvort fresta megi þessum 1100 ára hátíðahöldum. Það er að verða augljóst, að við höfum engin efni á að halda þjóðhátíð eða gera okkur dagamun. Það er orðið fullmikið þegar eitt fullkomnasta eyðsluþjóðfélag heimsins er farið að tala um að spara og sýna fyrirhyggju, þegar það loksins hefur almennilegt tilefni til hátíðarhalda. Pepsi Cola 30 ára á íslandi Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því að Sanitas fékk einkaleyfi til framleiðslu og sölu á íslandi á hinum heimsþekkta drykk Pepsi-Cola. Er samningur þar að lútandi milli Pepsi-Cola Company, eins og fyrirtækið hét þá, og San:tas hf. undirritaður hinn 28. maí 1943. Af þessu til- efni boðuð forráðamenn Sanitas hf. blaðamenn og fleiri gesti á sinn fund, til að minnast með nokkrum hætti þ, „ra tíma- móta. Á fundinum hélt Björn Þorláksson, stjórnarmaður í San- itas, stutta ræðu, þar sem hann rakti sögu fyrirtækisins nokkuð. Sagði hann þar m. a.: „Sanitas er eitt af elztu starf- andi iðnfyrirtækjum á fslandi, enda á verksmiðjan 68 ára af- mæli. á þessu ári, eða nánar til- tekið þann 28. nóvember nk., en þann dag árið 1905 voru fram- leiðsluvörur Sanitas í fyrsta sinn settar á markað hér. Framleiðslan var í fyrstu gos- drykkir, saftir og óáfengt öl, en árið 1913 var ölframleiðslan lögð niður og hefur ekki verið tekin upp síðan. Árið 1924 keypti Sigurður Waage fyrirtækið, en hann hafði starfað hjá Sanitas frá árinu 1917. Rak Sigurður verksmiðj- una sem einkaeigandi til ársins 1939, en þá var hún gerð að hlutafélagið, Sanitas hf. Stofn- endur hlutafélagsins voru eftir- taldir menn: Sigurður Waage, Matthías Waage, Hákon Vaage, Jónas Ólafsson og Friðþjófur Þorsteinsson, en þeir Hákon og Framhald á 7. síðu. t

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.