Mánudagsblaðið - 04.02.1974, Blaðsíða 3
Mánudagur 4. febrúar 1974
MánudagsbÍaðið
3
HANN HfíllADI ÞÆR ALlARs
DÆMDUR í FJÓRUM
SINNUM ÆVILANGT
FANGELSI!
0
Á eynni Fehinern.
Imiela er í frakka á miðri mynd.
Hann hélt stóískri ró sinni
á hverju sem gekk.
Það voru konur, sem höfðu
markað Jífshlaup hans. Verjandi
hans var einnig kona, hin Ijós-
hærða Karin Pohl-Laukamp, —
fögur kona með dálítið harða
andlitsdrætti. Framúrskarandi
lögfræðingur.
En ekki nægilega góð.
Imiela félck fjórfalt lífstíðar-
fangelsi.
Hið langa eintal lians í rétt-
arsalnum lijálpaði honum ekki.
En hinar mörgu konur, sem af
áhuga fylgdust með máli Imiela
í réttarsalnum, linussuðu ýmist
eða grétu.
Lélegur elskhugi!
Venjulega hefur manneskjan
aðeins eitt líf. En rétturinn í
Liibeck veitti Imiela fjögur. Og
hann á að eyða þeim öllum bak
við rimlana. Hann sleppur aldrei
út aftur.
En hver er Imiela? Sú ævi-
saga, sem hann las upp í réttar-
salnum ^var harmsaga. Barnæsku
sinni eydtli liann í fátækt og
vesöld, og fullorðinsárum sín-
um eyddi liann umkringdur
konunum, sem hann gat ekki
án verið, — og sem gátu ekki
verið án hans.
Líf hans var dregið fram í
smáatriðum í réttarsalnum.
Fyrsta eiginkona hans sótti
um skilnað frá honum, vegna
þess, hve lélegur elskhugi hann
var og þar af leiðandi ófær um
að gegna húsbóndaskyldum sín-
um.
— Hve oft höfðuð þið sam-
farir, var hún spurð.
— Fjórum til fimm sinnum
í viku, svaraði hún.
— Já, en kæra frú, það er
langt yfir hinu eðlilega!
— Mig varðar ekkert um
hvað er eðlilegt!
Hún upplýsti einnig, að fyrr-
verandi eiginmaður hennar hefði
rætt um, hvernig hægt væri að
myrða smábarn, án þess að nein
verksummerki sæjust.
Hann var
svo hcillandi
Frænka þessarar fyrrverandi
eiginkonu var spurð af réttin-
um: — Þér haldið því fram, að
Imiela hafi liaft yfirþyrmandi á-
hrif á fólk. Hvernig skýrið þér
þetta?
— Hann bara tjáði sig á svo
heillandi hátt!
Ursula nokkur Demelt sagði
frá því, þegar hún fyrir 15 ár-
um síðan hitti Imiela, sem þá
var sölumaður, og vildi selja
henni prjónavörur. Hann sagði
henni að hann væri sjúkur. Hún
ætlaði bara að kaupa af honum
einn jakka, en áður en hún vissi
lá hún með honum. Það gerði
hún þó aðeins í þetta sinn, því'
„Imiela vildi nefnilega elska á
ákveðinn hátt", sem var henni
mjög á móti skapi.
Þrátt fyrir það var hún fús
til að gitast honum, en þó ekki
leynilegri giftingu í lítilli kap-
ellu, eins og ltann vildi, held-
ur í stóru og miklu kirkjubrúð-
kaupi að viðstöddum vinum og
vandamönnum. Þetta endaði
með því að Imiela yfirgaf hana.
sveipa sjálfan sig dularfullum
blæ í augum stúlknanna.
Zeltner: — Allt hans líf hafði
á sér einhverja ævintýralega
hulu, — en ævintýrið missti
snarlega dulúð sína þegar ég
komst að því að hann bjó á
einu af ódýrustu hótelunum í
borginni.
Hin 51 árs gamla Ilse Musse-
ner þekkt hann bezt eftir 18
ára lijónaband:
hafði rætt um morð við var
svindlari nokkur Wilfried Kah-
Ier að nafni.
Imiela heimsótti hann árið
1968, til.að ræða við hann um
veiðihunda. Að sögn Kahlers lét
Imiela sér þá eftirfarandi um
munn fara:
— Ég skil ekkert í að þú
skulir sífellt vera að láta nappa
þig fyrir þetta smásvindl. Ég
gæti betur skilið það, ef þú legð-
Mánudaginn 22. janúar lyfti hinn 43 ára þýski
stjörnuspámaður Arwed Imiela höfði sínu, og beindi
augnaráði sínu frá borðinu í dómssalnum í Lúbeck.
I fyrsta sinn í þúsund daga dvöl sinni í greipum rétt-
vísinnar mælti hann orð af munni. Imiela var ákærð-
ur fyrir fjögur kvennamorð, hafði verið við ótal yfir-
heyrslur — en aldrei sagt orð.
Þennan mánudag talaði hann í fyrsta skipti. Hann
hafði skráð niður æviágrip sitt.
Lögreglan fann Ieifar tvcggja kvenlíkanna á veiðisvæði Imiela á cynni Fehmern.
— Hann sagðist aðeins eiga
eitt ár eftir ólifað, og að hann
vildi ekki gera mig að ungri
ekkju.
Ævintýraleg dulúð!
Hann kaus helst einfaldar
konur. Hann taldi til dæmis
Margaret Zeltner trú um að
hann ætti einbýlishús á Tene-
riffeströndinni, þat sem hann
hvatti hana til að heimsækja
sig. Yfirleitt reyrvdi hann að
— Hann leið mikla önn fyrir
að hafa enga menntun. Hann var
í rauninni mjög værukær. Þegar
hann var búinn að ákveða að
gera eitthvað ákveðið og leggja
drög að framkvæmdinni vildi
hann strax fara að byrja á ein-
hverju nýju. Vegna þessa eigin-
leika varð hann mjög auðveld-
lega ástfanginn.
Betra að skipuleggja morð
Eini maðurinn sem Imiela
ir á ráðin um morð, sem gæfi
eittvað af sér. Síðan á Imiela
að hafa bætt við: — Maður
verður eiginlega að skipuleggja
morð, sem gefur eitthvað í aðra
hönd.
Urte Evels
var aðeins 19 ára þegar hún
kynntist Arwed Imiela átið
1968. Hún kynntist honum í
gegnum sameiginlegan kunn-
ingja, Ulriku Roland, sem var
heitbundin Imiela þar til hann
var settur í fangelsi í apríl
1970.
En þrátt fyrir trúlofun Ul-
riku og Imielas leit Urte Evels
á sig sem unnustu stjörnuspá-
mannsins — hafði sennilega ekki
hugmynd um trúlofunina. Hún
sagði hverjum sem heyra vildi,
að þau ætluðu að ganga í hjóna-
band.
En áður en hún varð 20 ára
var hún látin! Hún fannst í
refagryfju á eynni Fehmern, þar
sem Imiela hafði tekið á leigu
sumarbústað og iðkaði veiðar.
Af ungu konunni fannst að-
eins skrokkurinn, handleggimir,
án handanna, og fæturnir. Við
hlið þessa aflimaða líks lá önn-
ur kona, nefnilega móðir henn-
Use Evels
47 ára ekkja, sem hafði erft
hálfa milljón þýskra marka eftir
eiginpj^nn sinn ,og bai; , slíkt
traust til „tmnusta" dóttur sinn-
ar, að hann fékk nánast fullan
ráðstöfunarrétt .yfir fjármunum
hennar.
Eftir hans ráðleggingu seldi
hún húseign sína í Westercelle
og hvarf nágrönnum sínumspor-
laust.
Það kom sem sagt í ljós síð-
ar, að hún hafði farið til Feh-
mern með dóttur sinni og Imi-
ela, þar sem hún fannst ásamt
dóttur sinni I sömu gröf. Lík
hennar hafði einnig verið limað
sundur á sama hátt og lík dótt-
urinnar.
Réttarlæknar gátu fullyrt að
líkin væm af mæðgunum, en
liins vegar var ekkert hægt að
segja um dauðaorsökina. Verj-
andi Imiela hélt því fram, að
um sjálfsmorð gæti verið að
ræða, morð eða óhapp, og að
það væri engin sönnun um
morð, þótt lík kvennanna hefðu
fundist á svæði sem Imiela
hafði umráð yfir.
Annemarie Schröder
var 47 ára fornminjasali og gift
verslunarmanni, þegar hún
kynntist Imiela í gegnum aug-
lýsingu um stjörnuspádóma í
dagblaði.
Til að byrja með skrifuðust
þau á, en síðar hittust þau, og
þá leið ekki á löngu þar til
Annemarie hafði sótt um skiln-
að. Hún fékk hann nokkurn
veginn um sama leyti og verslun
hennar varð gjaldþrota.
Hún átti við mikla efnahags-
lega örðugleika að etja. Rukk-
ararnir stóðu í biðröðum eftir
að fá það sem þeim bar. En
Imiela hafði lausn á þessu eins
og öðru: — Hvers vegna að
Framhald á bls. 7,