Mánudagsblaðið - 04.02.1974, Blaðsíða 5
Mánudagut' 4. febrúaf 1974
Mánudagsblaðið
5
LIÐIN TÍÐ
Höfundur: Harold Pinter
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Sýningartilraun í Leikhúskjallara
Ég lenti í sömu vandræðum
I s.l. viku og Shaw heitinn
sagði frá í einni gagnrýni sinni,
er leikritið Liðin tíð var frum-
sýnt í Leikhúskjallaranum og
auðvitað á vegum Þjóðleik-
hússins.
Þegar sýningin hófst eftir
smátölu Sveins Einarssonar,
leikhússtjóra, þá fann ég að
ein af hinum fögru súlum sal-
arins var fyrir mér þannig, að
ég sá um stund ekkert nema
kollinn á Erlingi Gíslasyni og
fæturna á henni Þóru Friðriks-
dóttur, en Kristbjörg Kjeld var
falin bak við þessa súlu. Þetta
súlupróblem verður leikhúsið
að leysa, því það er ekki öllum
hent, að taka sér vígstöðu að
baki aftasta bekkjar og standa
þar út sýninguna — ásamt
nokkrum öðrum gestum.
En það má þakka umtals-
verðum afrekum leikenda, ný-
stárni í flutningi og mjög góð-
um tilþrifum annars starfsfólks
að maður þreyttist ekki á að
horfa á sýninguna né njóta
endurminninganria sem þarna
eru í fyrirrúmi.
Höfundurinn Harold Pinter,
brezkur, rösklega fertugur og,
eftir leikskrá að dæma, vel
þekktur í leikhúsheiminum.
Liðin tíð er ekki sérstaklega
frumleg að efni, en tekizt hef-
ur að flytja það í skemmti-
legum búningi, sem eflaust má
þakka ungum leikstjóra, Stef-
áni Baldurssyni, og eins og að
ofan getur, ágætra spretta hjá
Ieikurunum þremur, þó ekki
snurðulausra með öllu. Efni er
hversdagsleg samtöl hjóna og
vinkonu þeirra sem ekki hefur^
séð þau í 20 ár, enda búsett !
„úti í heimi“; len’' hbfnndur nýt- !
ir alls kyns leikbrögð, langar
áhrifaríkar þagnir, ekki óal-
algeng leikbrögð, hóflegar
hreyfingar. Hann leggur ekki (
Reykjavíkurbók
lceland Review
„Þetta er einkar falleg bók og
fengur að henni til kynningar
Reykjavíkur úti í heimi," sagði
borgarstjórinn, Birgir ísleifur
Gunnarsson, þegar Gunnar
Hannesson afhenti honum fyrsta
eintakið af nýrri myndabók,
„REYKJAVÍK — A Panorama
in Four Seasons".
Bók þessi er í útgáfu Ice-
land Review, Jökull Jakobsson
skrifar inngang um lífið í Rvík
fyrr og nú, en myndirnar, sem
eingöngu eru litmyndir, eru all-
ar eftir Gunnar Hannesson. Nær
áratugur er liðinn síðan fyrstu
myndir Gunnars birtust á prent
— og þá í Iceland Review, sem
síðan hefur birt mikinn fjölda
mynda hans og þær hafa jafnan
vakið athygli. Hvergi hefur
Gunnar tekið fleiri myndir en
í Reykjavík — og í þessari bók
birtist úrval þess fjölbreytta
safns, skipt niður í árstíðirnar
fjórar, eins og titillinn ber með
sér.
Það e, viðburður í íslenzkri
bókaútgáfu. þegar gefin er út
bók með myndum eins ljós-
myndara — og einsdæmi, að
eingöngu sé um litmyndir að
ræða. Ekki hafa margar bæk-
ur af því tagi — eingöngu helg-
aðar höfuðstaðnum — séð dags-
ins Ijós, og þessi nýja Reykja-
víkurbók er þar að auki sérstæð
að því leyti, að hér er brugðið
upp svipmyndiun af borginni,
fólkinu í starfi og leik — og
þeirri umgjörð, sem stórbrotin
náttúran er höfuðstaðniun — í
skini og skúrum skammdegis
sem miðsumars. Þeir fjölmörgu,
sem séð hafa myndir Gunnars á
síðustu árum — og nú í vetur
á sýningunni Ljós 73 — hafa
hrifizt af skerpu, tærleika og
myndrænni skynjun hans.
Þetta er þriðja bókin í flokki
Iceland Review Library. Áður
voru út komnar „ICELAND —
The Unspoiled Land" og „VOL-
CANO — Ordeal by Fire in
Iceland’s Westmann Islands".
Þessi nýja bók er af sömu stærð
og hinar fyrri, þar birtast þær
90 ljósmyndir, sem í heild gefa
glögga mynd af höfuðstaðnum
og úmhverfi.
Uppsetningu og frágang önn-
uðust Gísli B. Björnsson og
Fanney Valgarðsdóttir, en þýð-
ing texta var í höndum May og
Hallberg HaMmundssonar.
mikið á leikarana, nema fram-
sögn og svipbrigði, treystir á
þessa hæfileika. Leikstjóranum
er það ljóst, að ef brúkaður
er gamli hátturinn og reynt að
böðlast í gegn með hávaða, þá
er verkið tapað úr höndum.
Listræn hógværð verður kjarni
túlkunarinnar, borin uppi af
góðum ljósum, músík og „lög-
um“ liðins tíma, allt til að
skapa hið rétta andrúmsloft.
Þetta tókst með ágætum, á-
horfendur komust í intím sam-
band við sviðið og persónurn-
ar.
Þóra Friðriksdóttir, Kata,
sýndi ágætan og vandaðan leik,
m.a. kynþokka hinnar þrosk-
uðu konu, enda ekki verið öllu
laglegri á sviði undanfarin ár.
Kristbjörg Kjeld, Anna, af-
greiddi sérkennilegt hlutverk
með hreium ágætum og Erling-
ur Gíslason, Deely, sýndi ó-
venjulega hógværð í leik, hafði
t fullu tré við hlutverkið nema
í þau fáu skipti er hann þurfti
að beita rödd sinni, þá virtist
hann ekki hafa fullan kontrol
yfir raddbrigðunum. Hinn
unga leikstjóra, Stefán, þekki
ég ekki, en þessi sýning hans
bar vott um smekkvísi og
natni, hversu sem síðar kann
að takast til.
Þjóðleikhússtjóri gat þess í
upphaíi sýningar áð svona
myndi endúrtekið í framtíð-
ihni og er það vel. En hins
ber að gæta, að eitthvað verð-
ur að gera í sambandi við súl-
Kristbjörg, Erlingur, Þóra.
urnar éða sætin sém eru í
beinni línu við sviðið, því þótt
þær séú fallegar, þá géta jafn-
vel ekki þolinmóðustu nienn
horft á þær von úr viti.
A. B.
VIGGÓ ODDSSON skrifar írá S-Afríkú:
Drykkjusiðir Islendinga og
temnlarar
TILHÆFULAUS
ÓHRÓÐUR
Oft hefur mér runnið í skap
þegar ég hefi heyrt eða lesið
um drykkjusiði Egils skálds á
Borg, þegar ómerkilegur templ-
araáróður veður uppi. Þeir ausa
mikið úr þeim brunni, þegar
Egilll var sendur í hættuför af
Noregskonungi, ril að gera lög-
tök og rukka inn skatta. Talið
var að bófafélag hefði myrt
fyrri skatstjóra á ferðum þeim
Egill vissi að hér þurfti meira
við en krafta og vopn til að
sigrast á bófunum. Hjá Ármóði
var gist, sem frægt var, og
fengu þeir mikið af skyri og
öli. Það mun hafa verið ókurt-
eisi í Noregi á þeim tíma að
neita að taka við miðinum á
meðan gestgjafi bar fram full
horn eða krúsir. Af þessum sið
virðast íslendingar enn njóta eða
líða. Það er ennþá sá siður að
klára öll ílát sem áfengi er í,
án tillits til hófs eða skynsemi.
LAUNMORÐINGINN
Eftir kaldar viðtökur hjá Ármóði
breytti hann um stefhu og ætl-
aði að gera konungsmenn ofur-
ölvi fyrir líflátið. Egill sá hvað
til stóð. Af kurteisisástæðum
urðu þeir að drekka allt sem
fram var borið. Egill sá hvað
þeir höfðu gott af, og þegar
ferðafélagar hans höfðu fengið
nóg til að halda sönsum, drakk
Egill fyrir alla. En jafnvel Egill
hafði sín takmörk. Hann ákvað
að gefa launmorðingjanum mak-
leg málagjöld þegar sér hentaöi,
krækti úr honum auga og ældi
skyrinu og ölinu yfir gestgjaf-
ann og flúði bæinn með sína
menn, erindum Noregskonungs
var trúlega lokið eins og vænta
mátti. Egill sýndi bæði hugrekki,
mannvit og hafði næga þekk-
ingu á áfengum drykkjum til
að bjarga lífi sínu og sina
manna þegar Norðmönnum fór
ver.
TEMPLARARNIR
í áfatugi hafa templarar og ó-
uppdregið fólk, jafnvel há-
menntað, notað þessa sögu úr
Egilssögu til að koma óorði á
bjórinn og sverta minningu Eg-
ils á Borg, setja hann á bekk
með rónum ög dónum. Rithöf-
undur Egilssögu var það fær
meður, að honum hefúr ekki
dottið í hug að þessi einfalda
frásögn gæti farið villúr vegar,
eða að frásögnin yrði rangfærð
til að lasta söguhetjuna. Ég hefi
aldrei getað fundið út hvort ó-
hróður bindindismanna um
þ'ennan forföður okkar sé vegna
heimsku eða af útspekúleruðum
ótuktarskap og fölsun á frásagn-
arlist söguritara. Hins vegar væri
áthugandi hvort þessi gamaldags
drykkjusiður Norðmanna: að
klára allt sem á borð er borið,
sem kurteisisvott við gestgjafa,
er ekki grundvöllurinn að
drykkjuvandamálum á íslandi.
Það er drukkið minna magn af
áfengi á íslandi á hvem lands-
mann en víðast annarsstaðar, en
þeim mun verr. Drykkjusiðir
sverringja í Afríku eru ekki ó-
svipaðir.
GREIN SEM EKKI
MÁTTI BIRTAST
Uppistaðan í þessari grein er sú
sama og ekki mátti birtast í til-
teknu dagblaði á íslandi, það
má ekki móðga skussana, templ-
arana, sem eru það akkeri sem
heldur þjóðinni fastri á úfnu
skipalægi í stað þess að flytja
skip lífsins á framfarabraut og
aukins þroska, fræðslu og rýmk-
andi hafta og álagningar í á-
fengismálum. Að lilaupa úr ein-
um öfgum í aðrar, eins og
Frakkar eru sagðir gera, er ekki
raunhæft. Hví er talið að íslend-
ingar VERÐI ætíð að vera þeir
verstu í þessa áttina eða hina?
Flestir. þræða hinn gullna með-
alveg. Áfengisbönn og ofsa ok-
ur á áfengi hafa aldrei leyst
neinn vanda, heldur verið upp-
spretta spillingar, smygls, af-
brota og leynivínsöfu, eins og
Norðurlandaþjóðirnar þekkja af
eigin reynslu éða frægt er út
sögu Bandaríkjanna.