Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Síða 8

Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Síða 8
Trúarstríð í vegamálum Þá er víst koniiö að því að það komi senn í Ijós hve niikill sannleikur het'ur falist í áróðri Sverris Runólfssonar um það að hann geti fært niöur kostnað við varanlega vegagerð á íslandi. Lýkur þá jafnframt einu sérkennilegasta og broslegasta „trúar- stríði“ sem geysað hefur á landi hér í langan tíma, þar sem ofsinn á bóða bóga hefur verið slíkur að engu Iíkara er en fjöldi manns hafi gleymt glórunni á einhverjum afviknum stað. ALVÍSIR LANDSFEÐUR Verkfræðingar hafa barist mcð hnúum og hncfum gcgn því að Sverrir gcröi þessar til- raunir og hafa verkfræðingar vegagerðarinnar verið þar fremstir í flokki, þótt þcir þyk- ist bara vcra alvísir landsfeð- ur að spara fyrir ríkið. Verk- fræðingaklíkan hérlcndis cr orðin óhugnanlcga sterk og þolir ckki að „brjóstvitiö“ komi nokkurs staöar nálægt, að minnsta kosti ckki ef hand- hafi þess kann ckki á alla lcyndardóma reiknistokkanna. Slíkum mönnum hcfur alvcg ofhoðið sá andskoti cf cinhvcr ómcnntaður trökkdræver vest- an úr Amcriku vogaði sér að leggja vegi ódýrar en þeir geta mcð alla sína rcikningsstokka- kunnáttu eftir að þeir eru bún- ir að hirða milljónir á milljón- ir ofan fyrir þaö að sanna að við ráöum ekkert við þetta nema á margra áratuga tíma. Eðlilcga hafa verkfræðingar vegagerðarinnar lent í fyrir- svari fyrir þessi sjónarmið, þótt þeir séu vafalaust ckkcrt harðari á því í hjarta sínu en aörir stéttarbræður þcirra. SVERRIR EINS OG GOÐ ÁSTALLA Á hinn bóginn hcfur ckki síður verið broslegt að fylgjast með viðbrögöum alls konar að- ila sem hafa „tekið trúna“ og eru alveg sannfæröir um það að Sverrir Runólfsson muni leysa öll okkar vandamál á örskömmuin tíma. Er þar skcmmst að minnast, þegar hópura tvinnubílstjóra vildi láta Sverri leggja slitlag á Þingvallavcginn fyrir þjóðhá- tíöina, þótt engar sannanir lægju fyrir hérlendis um ágæti vcgalagningar hans. Skyldu þcssir ágætu menn hafa veriö rciðubúnir til þcss að borga brúsann, cf vegurinn hcfði orð- ið ófær? Ýmsir fleiri aöilar hafa gengið barnalcga langt í ofurtrú sinni á Sverrir Run- ólfsson, og væri ekki úr vegi íyrir Sverri að reyna að fjár- magna framkvæmdir sínar mcð því að láta búa til smá goða- myndir af sér, sem menn þessir gætu tilbeðið í heimahúsum. Sennilcga er tilfelliö það, aö hvorki verkfræðingarnir, sem harðast hafa barist gegn til- raunum Sverris, né hcldur þcir, scm tekið hafa ofsatrú á hon- um, vita með ncinni vissu, hvernig þessar tilraunir tak- ast. Liklega veit Sverrir Run- ólfsson það ckki hcldur sjálf- ur. Hins vegar er búið að eyða miklum tíma og sennilega líka mörgum reiknisstokkum í það að þrefa um þetta mál. Jaín- vel þótt litlar líkur væru á því að tilraun Sverris heppnaðist hcfði fyrir liingu átt að gera honum kleift að framkvæma hana, viö megum ckki slá hcndinni á móti tilraunum neins til þess að lagfæra okk- ar bágborna vegakerfi, — jafn- vel þótt hann kunni ekki á rciknistokk. Svíar óttast eigin óróður Lengi hefur sænska stjórnin stutt pólatísk hryðjuverk í öðr- um löndum, gefið milljónir af doilurum til stuðnings „frelsis- hreyfinga" í Afríku og víðar. Sænska ríkisútvarpið og sjón- varpið hafa lagt blessun sína yfir , ,qualified morally de- fensible political violence" (sið- ferðislega verjandi pólitískts of- beldis við viss skilyrði á Norð- ur-írlandi og í rómönsku Amer- íku. Nú þegar pólitískt ofbeldi hefur aukist að magni og harð- indum í Svíþjóð, virðast margir farnir að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir veita því stuðn- ing í öðrum heimshlutum. Mikið af hinum pólitísku hryðjuverkum er skrifað á reikn- ing pólitískra forystumanna og hins mikla fjölda „gesta-verka- manna", sem koma færandi hendi með vandamál sín úr heima- landinu. En sænskir pólitíkusar, aðallegia vinstri menn, hafa líkf. leikið sín hlutverk. Skelfdastir af hryðjuverkun- um, eru Portúgalar, sem voru í skotmáLi fyrir stjórnarskiptin þar) og suður-amerísk sendiráð hafa hafa orðið að flytja sig í næstum óvinnandi híbýli. Og eftir að það hafði verið brennt þrisvar, hefur S.-Víetnam sendi- ráðið gert hið sama. Sænska stjórnin greiðir fyrir vopnaða verði með labb-rabb- tæki utan við sendiráðsskrifstof- ur tylftir sendiráða m. a. Júgó- slavíu, Grikldands, ísrael, Egypta- lands, Tyrklands og Spánar. Bandaríska sendiiráðið hefur Framh.; á 4, s>íðu. ÚR HEIMS PRESSUIMIMI Næringar- sérfræðingur deyr Nýlátin er í Los Angeles Adclle Davis, 70 ára að aldri. Banamcin hcnnar var bcin- krabbi. Davis var næringar- fræðingur og ritaöi margar mctsöluhækur um það efni, en kcnningar hennar voru umdcildar, m.a. mælti hún með vítamínum sem ráði viö minnkandi kyngetu, og yfir- Icitt vildi hún rckja flcsta sjúkdóma til rangs mataræðis. Það var því mikið áfall fyrir hana, þegar henni var sagt, að hún væri með bcin- krabba. „Ég hélt að bein- krabbi væri fyrir fólk, sem drykki gosdrykki, æti hveiti- brauö, hvítan sykur og því- líkt. Mér fannst sem allt mitt Iíf væri misheppnað“. En svo mundi hún, að hún hafði borðað alls konar ó- meti á námsárunum — og kenndi því um. Húmorleysi í Búlgaríu Það skeður aldrei ncitt fyndið í Búlgarí. Þetta vita aliir Búlgarir, — jafnvel kommúnistalciðtogarnir. Búlg örsk kimni einkcnnist af „niðurdrepandi þögn“, sagði cinn þeirra ekki alls fyrir löngu. Málið kom til um- ræðu í flokknum og eftir 17 mánaða vandlcga umhugsun fannst lausnin. Kveðja sam- an „ráðstefnu búlgarskra rit- höfunda um fræðileg vanda- mál í sambandi við ádeilu og kímni“. Rithöfundarnir tóku þctta sem áhendingu um meira frelsi, einkum þegar flokkslciðtoginn Todor Zhiv- kor, sagði, að þeir skyldu ekki vera hræddir við að gagnrýna þjóðfélagið. En ekki voru þeir fyrr seztir við ritvélina en annar flokkslcið- togi bætti við: „Stjómarfyrir- komulagið gctur ekki talizt viðcigandi skotspónn fyrir háð eða ádeilu“. Hvað ann- að þá? Þrcnnt: Tekjur fyrir enga vinnu, borgaralegar til- raunir til að grafa undan hugmyndafræði kommúnism- ans og poppmúsík. Ekki batnaði kímnin við þctta. Aöalhrandarinn núna cr svona: „Búlgaría hlýtur að ciga lcngstu kú í heimi. Hún er á beit hér ,en er mjólkuð í Moskvu“. Scm var einu sinni pólsk- ur brandari. Hjú Playboy Þessi íturvaxna stúlka byrj- aði sem nektardansmær hjá Playboy og er nú einn af meðeigendunum. Svavar Gests „Með sínum lögum“ — Bensínblekkingin — Laetur Viðlagasjóður bæjamenn sitja á hakanum? — Ýmsir velta nú fyrir sér hversu lengi Svavari Gests eigi að líðast að auglýsa hljómplötuframleiðslu sína ókeypis í Ríkis- útvarpinu. Svavar er prýðilegur útvarpsmaður en hann kann að notfæra sér mafíuna í tónlistardeiid útvarpsins og hefur nú um all langt skeið verið þar með vikulegan þátt. Er sá kallaður „Með sínu lagi“ og er gjarnan bætt við, að Svavar Gests leiki lög af hljómplötum. „Með sínu Iagi“ er fyrirtaks nafn á þáttinn, því megnið af þeim plötum, sem Svavar leik- ur, eru plötur, senr hann hefur gefið út sjálfur. Nú bíða út- varpshlustendur hinsvegar eftir því, að því verði bætt inn í kynningu þáttarins, að Svavar Gests leiki lög af eigin hljóm- plötum. O ----------------------- Nú hafa stjórnvöld rétt einu sinni opinberað landslýð, eða þægu sauðahjörðinni, nýtt misrétti. Opinberar ráðagerðir eru nú uppi um að hækka hvern bensínlítra unt sjö krónur, og á að hylja þá hækkun og blekkja almenning á þann hátt, að hann þurfi í staðinn ekki lengur að borga skráningargjöld bifreiða og fleiri gjöild til Bifreiðaeftirlitsinsins, sjö krónurn- ar á líterinn eigi að jafna allt. Það er ekki tekið með í reikninginn að stórar fjölskyJdur, sem jafnan hafa þá hlutfallslega minna úr að spila en smærri, miðað við sömu tekjur, verða að eiga stóra bíla, ef þær geta þá átt bíla. Enginn stór bíll eyðir jafn litlu og lítill bíll. Þar tala eðisfræðiögmálin um orku sem þarf til flutnings ákveð- ins þunga, gleggst. Með öðrum orðum verða þeir, sem verða að eiga stóra bila eða vilja það, að greiða þessi gjöld margfalt á við hina, sem komast af með minna eða vilja minna, en hljóta þó sömu afgreiðslu I Bifreiðaeftirlitinu eftir sem áður, þótt þeir hafi af nauðsyn eða vilja orðið að greiða þá þjónustu margfalt á við hina. Þess háttar viðskiptahættir þykja í meira lagi aðfinnsluverðir í hinum vestræna heimi sem við þykjumst enn búa við, en aðgerðir sem þessar sýna gleggst að við er- um að fjadægjast, og allir vita þá í hverja átt. — O ----------------------- Nú er svo komið að Viðlagasjóður lætur þá Vestmanna- eyinga, sem flýðu Heimaey vegna gossins, og fjölmörg bæjar- félög hlupu undir bagga með að skapa gott viðurværi með lóðum og hverskyns fyrirgreiðslu, sitja á hakanum vegna þess að hann hefur meiri áhuga á að selja það húsnæði, sem Vest- mannaeyingar þurftu ekki að nota eftir að gosið hætti og þeir fóru að flytjast út aftur, en að búa þeim, sem eftir urðu á landinu viðunandi umhverfi. Eitt gleggsta dæmið er Viðlagasjóðshúsahverfið í Búöahverfi í Garðahreppi. Þar voru reist um þrjátíu hús við tvær götur. Byrjað var við efri götuna, og fluttu Eyjamemt inn í þau jafnskjótt og þau urðu tilbúin. Sú gata var byggð báðum megin, en síðan byrjað á neðri götunni. Um það leyti fóru Eyjamenn að flytjast út aftur og sögðu upp tilkalli sínu til þeirra húsa. Viðlagasjóður haföi því þau hús til ráðstöfunar og var svo sem eðlilegt, að hann seldi þau á almennum markaði í tilboðaformi. Til þess að gera húsin seljanlegri var lofað frágangi á hverri lóð í sumar, en reyndar átti að ganga frá öllum lóð- um Eyjabyggðar í Garðahreppi í sumar, skv. upphaflegri áætlun. Nú stendur dæmið hinsvegar þannig, að Viðlagasjóður hef- ur aðeins gengið frá þcim lóðum umhverfis hús, sem seld voru á frjálsum markaði í vor, en lóðir þeirra Eyjamanna, sem fyrst fluttu í hverfið og ákváðu að setjast þar að, sitja á hakanum. Þar eru moldarhaugar, grjóthrúgur og drullusvað í rigning- um, enda sér Viðlagasjóður sjálfsagt engan gróða í að lag- færa í skyndi í kring um þessi hús, þar sem þeim var fyrir löngu ráðstafað, þrátt fyrir aö þau hafi fyrst verið tekin í notkun. í Búðahverfi,

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.