Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Blaðsíða 1
27. árgangur Mánudagur 27. janúar 1975 3. tölublað SJÓMENN ÞAKKLÁTIR AD HALDA SÍNU Olíuverð, aukinn rekstrarkostnaður, lækkandi verðlag orsökin — Væl út- gerðarmanna er orðið hvimleitt — Báðir aðilar verða að slaka eitthvað á Sjómenn gera nú enn einu sinni kröfur um kaup- bætur og virðast tilbúnir í verkfall verði ekki að þeim gengið. Þetta er eins og að bíta í hendina sem elur þá. Allt sem að útgerð lýtur hefur hækkað í verði, olían og annar reksturskostnaður, en fiskverð- ið fer lækkandi, jafnvel sölumöguleikar á loðnunni eru minni en ella, sumir segja engir. Þrátt fyrir það eru forustumenn sjómanna harðir á sínu og kot- rosknir og vilja ekki láta á sér sjá neinn bilbug. Ábyrgðarlausir samning- Hlutverk ar vinnuveitenda verkalýðsrekenda miklu kröfur. Þeir hafa ekki sömu yfirsýn og leiðtogar þeirra og eru staðreyndum ókunnari. Sjómennskan er ekki það erfið- isverk sem áður var, en þó tel- ur þjóðin ekki eftir sér að gera hlut þeirra sem bestan og kem- ur þar til, að störf þeirra krefj- ast að þeir séu langdvölum frá heimilum sínum og lifa að því leyti ekki sem landmenn, en vinnan þó erfið í sumum tilfell- um, en er yfirleitt hvorki verri né erfiðari en annarra. Geta vel unað við sitt Það er illa hægt að hugsa sér afstöðu leiðtoganna. — Þeir vita um kostnaðinn og vita að ekki fæst nærri eins mikið fyrir fiskinn og áður. Samt rjúka þeir upp með kröfur sínar og lcrefj- ast óraunhæfra launa, þrátt fyrir Framhald á 7. síðu KRÓNUR I SKÍVUR Sagt er, að í ráði sé að fara að kalla inn íslensku krónu- peningana sökum verðleysis þeirra og kostnaðar við að slá þá. Kostnaðurinn fer langt yf- ir verðgildi þeirra á peninga- markaðinum og kemur það fram á ýmsan og spaugilegan hátt. Til dæmis eru þynnur sem verslanir selja á krónur 3,00 brúkaðar við að smíða báta. En að brúka krónupeninga sem skífur eða hnoð t.d. á jám- plötur, sem festar eru á þök o.fl. er orðið mjög vinsælt og eru dæmi þess, að menn hafa sent í banka til að kaupa fyrir 1000 krónur „skívur" þ.e.a.s. krónupeninga og spara á því krónur 2,00 á stykkið. Seðla- bankanum þykir að vonum af- leitt að gjaldmiðill bankanna skuli notaður eins og hver annar naglahaus og flattur út á járnþök á hinum og þessum kofum eða notaður til þess að negla báta og þykir að skömm- inni til skárra að draga þenn- an misnotaða gjaldmiðil úr sirkulasjón. Nordal og félögium þykir það nefnilega afleitt til af- spurnar að ótíndir bátasmiðir skuli segja við vikapilta sína: „Skrepptu niður í banka og kauptu skívur fyrir þúsund kall". \ Eflaust reyna útgerðarmenn og stjórnin að semja í síðustu lög og er slík þróun ískyggileg. Við höfum fyrr rekið okkur ó- þyrmilega á, að vinnuveitendur hafa undirritað ábyrgðarlausa samninga sem þeir ekki hafa getað staðið við og orðið að hafa alls kyns undanbrögð til að reyna og hefur sú þróun mála jafnan leitt til ófarnaðar, dýrtíð- ar, krónuskerðingar og annars slíks. Sannleikurinn er sá, að for- usta sjómanna er algjörlega á- byrgðarlaus og hyggur ekki að þeim staðreyndum sem við blasa. Þá er það staðreynd að sem aðr- ir verkalýðsrekendur þá vilja þeir halda sínu óg ganga upp í „samningum" eins og frægt er orðið af lifnaði þeirra á Loft- leiðahótelinu þegar síðast var samið. Ekki verður sakast við hina einstöku sjómenn um hinar vmmmmmmmmmmmmmmmmmmm m~ *r Ný vikutíiindi hætt Ritstjóri Nýrra Vikutíðinda hringdi til okkar í gær og tilkynnti að hann væri hættur við út- gáfu blaðs síns. Er þar með lokið ferli blaðs sem einna næst hefur komist Mánudagsblaðinu um áraf jölda tæp 17 ár en við erum á 27. ári. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir því að blaðið hættir nú göngu sinni en eflaust er það hinn óheyrilegi kostnaður við útgáfuna sem hefur hækkað um mörg hundruð prósent síðustu árin. Mánudags- blaðið sem kostaði með öllu um 15 þúsund fyr- ir þrem árum kostar nú litlar 69 þúsundir á viku og er þar ekki innifalinn myndamótakostn- aður. dreifing og aðrir nauðsynlegir hlutir sam- fara útgáfunni, auk þess að vikublöð, sjálfstæð, fá engan styrk. Þegar Mánudagsblaðið hóf göngu sína fyrir 27 árum voru fyrir Vikan og Fálkinn. Með Mánudagsblaðinu hófst nýr þáttur í blaða- ? mennsku, kölluð æsifréttamennska. Hafa sum í íslensk blöð tekið hana upp eftir okkur, sérstak- l lega Vísir, og heldur hann fyrsta sæti í þeirri L grein af dagblöðum, þó Alþýðublaðið api það l eftir. \ Ritstjóri Nýrra Vikutíðinda situr þó ekki i auðum höndum, hann gefur líka út hið vin- J sæla blað Kaupsýslutíðindi. HÆKKA VEXTIRNIR ENNÞÁ? Landráðastefna komma gerir lítið úr vandræðum — Ísland þolir tíma bundin vandræði „Til mála hefur komið hjá okkur að hækka vextina enn meira en gert var fyrir skemmstu, því það virðist ekkert hafa dregið úr lántökum almennings nema síður sé“ sagði háttsettur bankamaður í boði nýlega. Tilfellið er, að hér var ekki um gálaust og ábyrgðar- laust hjal að ræða heldur þá einföldu staðreynd, að traust manna á krónunni fer sífellt minnkandi og menn telja það öruggara að setja sig í skuld með 18% vexti, eins og nú er, eða jafnvel hærri vexti, og setja peningana í einhverja eign. Að slá og slá Það er staðreynd að fólk „slær lán" með næstum hvaða ert til þess að draga úr ótta al- mennings og nú er menn eygja verkföll eða langar vinnudeilur vilja þeir vera sem best undtr það búnir og „eiga" eitthvað naglfast áður en ósköpin dynja yfir. „ísland einangrað“ Stjórnarandstaðan Það er lítið um bjartsýni í blöðunum nema ef vera skyldi Þjóðviljanum, sem þrífst á hruni og vandræðum eins og pukinn á bölvinu. ísland er komið í þá einstöku aðstöðu að stjórnarand- staðan heldur því blákalt fram Framhald á bls. 7. kjörum sem það fær peninga, og^- leitast við að koma þeim í önn- ur og tryggari verðmæti. Allir sem hafa nokkur ráð með að komast yfir eitthvert fjármagn flýta sér að koma því í fasteign- ir eða viðlíka, sem ekki hrapar í verði eins hratt og krónan. Gerir ekkert Fyrsta bankarán á ísiandi? Það bætir ekki úr skák, að ríkisstjórnin gerir lítið sem ekk- Er það satt, að Óli Jó krefj- ist gjddeyrmkömmtimar? Njósnarar okkar í Kópavogi segjast hafa komist að raun um, að bankarán hafi verið fnunið þar fyrir skömmu. Fullyrða heimildarmenn blaðsins, að inn- brot hafi verið framið í útibú Utvegsbankans á staðnum og þaðan stolið 20-30 þúsund krón- um í skiptimynt. Ef þetta er rétt, hefur hér verið framið fyrsta bankarán hérlendis. Þjófnaðurinn á að hafa geng- ið þannig fyrir sig, að bankinn stóð í framkvæmdum vegna breytinga og var m.a. rofið gat á einn útvegg hússins. Ekki tókst að Ijúka breytingunum strax og var settur tréhleri í gatið yfir nóttina. Þetta fót ekki framhjá snareygðum mtsindismönnum þarna í Kópavogi og létu þeir til skarar skríða um nóctina. Hlerinn var brotinn upp eftir að aldimmt var orðið og flestk í fastasvefni. Þjófar áttu síðan greiða leið inn í afgreiðslu bankans, en komust ekki inn í fjárhirslur hans. Þeir fundu þó talsvert af skiptimynt í skúff- um og tóku með sér það er þeir gátu borið með góðu móti. Enn- fremur hrærðu þeir nokkuð í skjölum og pappírum sem fyrir þeim urðu. Er sagt að fengur þeirra hafi numið 20-30 þúsund- um króna, en ekki fylgir það sögunni hvort tekist hafi að hafa hendur í hári þessara bíræfnu bankaræningija. Framhald á bls. 7.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.