Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 2
ÍÞRÓTTIR 2 D LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR Leifur Hafþórsson kylfing- ur úr GKG lék í gær á pari vallar, 72 höggum, á öðrum keppnisdegi á Áskorendamóti sem fram fer í Toulouse í Frakklandi og er Birgir samtals á 2 höggum undir pari en hann lék á 70 höggum í gær. Birgir er í 44.-53. sæti en efstu keppendur mótsins eru á 10 höggum undir pari vallar. Birgir fékk fjóra fugla í gær, fjóra skolla og tíu pör. Hann lék fyrri 9 holurnar á tveimur höggum yfir pari en lagaði stöðu sína á þeim síðari er hann lék á tveimur högg- um undir pari. Það er mikið í húfi á þessu móti þar sem þetta er síðasta mótið á Áskorendamótaröðinni og kepp- endur vilja laga stöðu sína á styrk- leikalistanum fyrir úrtökumót Evrópumótaraðarinnar sem fram fer í byrjun nóvember. Annað stig úrtökumótsins fer fram á þremur völlum á Spáni og er Birgir Leifur öruggur um sæti á því móti en hann hefur nú þegar tryggt sér þátttöku- rétt á flestum mótum á Áskorenda- mótaröðinni á næsta ári en Birgir er í 87. sæti á styrkleikalistanum sem er besti árangur hans frá upp- hafi. Á þessu keppnistímabili hefur Birgir aðeins einu sinni ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Áskor- endamótaröðinni en hann hefur tekið þátt í 9 mótum og tvívegis leikið á Evrópumótaröðinni þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn Á með urde frá f inni. félag inni. að ve um Umg kröfu HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, DHL-deildin: Austurberg: ÍR - Selfoss ...........................14 Grafarvogi: Víkingur/Fjölnir - KA ......16.15 Framhús: Fram - Fylkir.......................16.15 Varmá: Afturelding - Þór A..................16.15 Evrópukeppni meistaraliða, karla: Ásvellir: Haukar - Århus GF.....................16 EHF-keppni kvenna: Ásvellir: Haukar - St. Otmar................18.30 DHL-deild kvenna: Ásgarður: Stjarnan - ÍBV..........................14 Framhús: Fram - Grótta ......................14.15 Laugardalshöll: Valur - KA/Þór ..........16.15 Víkin: Víkingur - FH..................................14 Sunnudagur: DHL-deild karla: Digranes: HK - Stjarnan ......................19.15 EHF-keppni kvenna: Ásvellir: Haukar - St. Otmar.....................17 UM HELGINA Það hafði verið sagt að Chelseaværi ósigrandi og myndi jafnvel ekki tapa stigum, munurinn á liðinu og öðrum væri svo mikill. Með jafn- tefli okkar á miðvikudaginn höfum við sannað að munurinn á Chelsea og öðrum sterkum liðum í Englandi er ef til vill minni er margir hafa talið. Jafnteflið veitti okkur aukna trú á eigin getu og færði okkur heim sann- inn um það að við getum unnið. Við vitum hvað við getum og um leið að leikmenn Chelsea eru ekki ósigr- andi,“ sagði Gerrard eftir jafnteflið í Evrópuleik liðanna í á miðvikudag. Þetta verður sjöunda viðureign Liverpool og Chelsea á einu ári. Ljóst er að liðin eiga a.m.k. eftir að mætast tvisvar til viðbótar. Petr Chech, hinn sterki markvörð- ur Chelsea, segist vera orðinn leiður á að leika við Liverpool eftir allar viðureignirnar sem á undan eru gengnar. „Ég hefði aldrei trúað því að mað- ur ætti eftir að lenda í því hvað eftir annað að leika við sama liðið, með að- eins nokkurra daga millibili,“ segir Chech, sem hefur staðið sig einstak- lega vel á leiktíðinni og haldið upp- teknum hætti frá síðasta keppnis- tímabili. Chech hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sjö leikjum í ensku úr- valsdeildinni. „Við erum með svo góða forystu í deildinni að við höfum alveg efni á því að tapa stigi gegn Liverpool, en auðvitað er það ekki stefnan,“ segir Chech. Asier Del Horno kemur væntan- lega á ný inn í lið Chelsea á morgun eftir meiðsli. Hann lék með varaliði Chelsea í vikunni og komst óskadd- aður í gegnum þann leik. John Terry og William Gallas urðu fyrir minni- háttar hnjaski í fyrrgreindum leik við Liverpool í vikunni og eiga að vera klárir í bátana. Fernando Morientes kemur vænt- anlega inn í leikmannahóp Liverpool eftir langvarandi meiðsli í læri. Mohamed Sissoko verður væntan- lega einnig klár í slaginn. Ekki er þó reiknað með að þeir komi inn í byrj- unarlið Liverpool því það verður örugglega það sama og í leiknum síð- asta miðvikudag. Viðureignir Liverpool og Chelsea á síðustu árum hafa alltaf verið jafn- ar og hafi annað hvort liðið unnið hefur oftast nær aðeins eitt mark skilið þau að. Liverpool hefur ekki tapað síðustu níu heimaleikjum í deildinni undir stjórn Spánverjans Rafael Benítez, liðið hefur unnið fimm leiki og gert fjögur jafntefli. Chelsea er ósigrað í fyrstu sjö leikjum deildarinnar og vantar að- eins fjóra leiki til viðbótar til að jafna met Tottenham frá leiktíðinni 1960 til 1961. Liverpool hefur reyndar ekki heldur tapað í deildinni á leik- tíðinni, en gert nokkur jafntefli. Það skilar liðinu aðeins í 13. sæti með sjö stig sem er langt undir væntingum stuðningsmanna, sem voru vongóðir eftir sigurinn í Meistaradeildinni í vor og kaup Benítez á fjölmörgum leikmönnum í sumar í því augnamiði að styrkja sveitina. AP Jamie Carragher, miðvörðurinn sterki hjá Liverpool, er hér í baráttu við Didier Drogba, sóknar- leikmann Chelsea, í leik í Meistaradeild Evrópu á Anfield á miðvikudaginn. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, um stórleikinn á Anfield „Leikmenn Chelsea eru ekki ósigrandi“ Í ANNAÐ sinn á fimm dögum leiða Evrópumeistarar Liverpool og Englandsmeistarar Chelsea saman hesta sína á Anfield, heimavelli Liverpool, á morgun. Eftir markalaust jafntefli á miðvikudaginn vonast margir eftir fjörugri leik með fleiri mörkum. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vonast eftir sigri. PHIL Jackson, sem hef- ur tekið við sem þjálfari NBA-liðsins Los Angel- es Lakers á ný, segir að hann muni ekki tjá sig opinberlega um sam- skipti sín við aðal- stjörnu liðsins, Kobe Bryant. Jackson gaf út bók í fyrra þar sem hann gagnrýndi Bryant harðlega og taldi að leikmaðurinn hefði ein- blínt of mikið á sjálfan sig í leik sínum í stað þess að hugsa um liðs- heildina. En Jackson hætti sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar 2004 eftir að liðið tapaði fyrir Detroit Pistons í úrslitum. Hann er hins- vegar mættur til leiks á ný eftir eins árs fjar- veru og eru aðeins fimm leikmenn eftir í liðinu sem Jackson stjórnaði árið 2004 en Lakers er með yngsta liðið í NBA- deildinni. Lakers náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á síð- ustu leiktíð enda sigraði liðið aðeins í 34 leikjum en tapaði 48 leikjum. Jackson sem hefur fagnað sigri í NBA- deildinni níu sinnum á sínum ferli segir að markmið vetr- arins sé að sigra í 40 leikjum en það muni varla duga til þess að ná inn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að sigra í 45–46 leikjum en ég veit ekki hvort það er raunhæft markmið, en við munum að sjálfsögðu reyna að komast eins langt og við getum,“ sagði Jackson, en í bók hans kemur fram að Jack- son reyndi að fá eiganda liðsins, Jerry Buss, til þess að senda Bryant til Phoenix Suns árið 1999 í skipt- um fyrir þá Jason Kidd og Shawn Marion. En Buss vildi ekki heyra á það minnst en þess má geta að Jackson er sambýlismaður dóttur Jerry Buss. Phil Jackson grefur stríðsöxina Kobe Bryant ERLINGUR Richardsson hef- ur ákveðið að stíga úr stóli þjálfara karlaliðs ÍBV í hand- knattleik og tekur Kristinn Guðmundsson alfarið við þjálf- un liðsins. Kristinn hefur verið aðstoðarmaður Erlings undanfarin ár. Erlingur ætlar ekki að segja skilið við Eyja- menn því hann ætlar að spila með liðinu. ,,Þetta er alfarið ákvörðun Erlings. Hann vill einbeita sér að spilamennskunni og koma einhverju lífi í varnarleikinn hjá okkur. Kristinn tekur við stjórninni og við treystum honum alveg í það verkefni enda hafa hann og Erlingur unnið saman sem eitt lið í þjálfuninni,“ sagði Hlynur Sig- marsson, formaður hand- knattleiksdeildar ÍBV, við Morgunblaðið. Þjálfaraskipti hjá ÍBV ÞAÐ fjárm En n Fröy eitt Osló þær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.