Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 4
ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik karla mætir Norðmönnum en ekki Þjóðverjum á handknattleiks- móti sem það tekur þátt í síðustu helgina í október nk. Um tíma stóð til að Þjóð- verjar tækju þátt en af því verður ekki þar sem þeir eru gestgjafar svo- kallaðrar Super Cup-keppni sem fram fer sömu helgina. Auk Norð- manna og Ís- lendinga taka heimamenn og Danir þátt í mótinu. Rétt um mánuði eftir mótið í Póllandi koma Norð- menn til Íslands til að spila þrjá vináttuleiki. Sam- kvæmt vef norska handknattleiks- sambandsins er gert ráð fyrir að leikirnir fari fram í Hafnarfirði, í Vestmannaeyjum og í Reykjavík, þá væntanlega í Laugardalshöll. „Það hefur greinileg breyting orðið með Þjóðverjana. Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja, hafði sagt mér að Þjóðverjar yrðu með í mótinu í Póllandi,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. „Það er fínt að mæta Norðmönnum, þeir eru með hörkusterkt lið um þessar mundir,“ sagði Viggó ennfremur. Á Super Cup taka fremstu hand- knattleiksþjóðir þátt en mótið er haldið annað hvert ár. Að þessu sinni spreyta sig þar landslið Þjóð- verja, Króata, Rússa, Svía og Frakka auk heimsmeistara Spán- verja. Ísland mætir Norð- mönnum í Póllandi Viggó Sigurðsson ÍSENSKA karla- landsliðið í borðtennis er í Kos- ovo, þar sem það tekur þátt í forkeppni Evrópu- keppn- innar um helgina ásamt landsliðum Skotlands, Tyrklands og Kosovo. Lands- liðið er skipað þeim Guð- mundi E. Stephensen, Sigurði Jónssyni og Matthíasi Stephensen. Þess má geta að Guðmund- ur E. lék með liði sínu, Malmö FF, á fimmtudagskvöldið, en þá hófst sænska úrvalsdeildin í borðtennis. Malmö FF mætti Mariedals IK og fögnuðu leikmenn liðs- ins öruggum sigri, 5:0. Guð- mundur lék vel og sigraði Mattias Johansson örugglega 3:0 – 11:9, 11: 4 og 11:4. Borðtennis- landsliðið í EM-leikjum í Kosovo Guðmundur E. Guðmundur Karlsson þjálfari Íslandsmeistar-anna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mikill hugur væri hjá sínu liði að komast áfram í keppninni og til marks um metnað félagsins hefði það keypt heimaleikinn af St.Otmar. ,,Við vitum nú ekki mjög mikið um þetta lið en miðað við þær grunnupplýsingar sem ég hef aflað mér þá sýnist mér þetta vera mjög áþekk lið. Sviss hefur haft vinninginn á móti Íslandi þegar þjóð- irnar hafa mæst svo á pappírunum myndi ég telja lið St.Otmar vera heldur sterkara en okkar. En úr því að báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum þá met ég þetta einvígi til jafns. Við ætlum okkur hins vegar að komast áfram og með góðum leikjum er það raunhæfur möguleiki,“ sagði Guðmundur Karlsson við Morgunblaðið. Haukarnir komust áfram í 2. umferðina með því að slá út ítalska liðið Pelplast Salerno en St.Otmar tapaði fyrir rúmenska liðinu Silcotub Zalau í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, saman- lagt, 64:42, en fékk keppnisrétt í EHF-keppninni. Haukarnir hafa spilað einn leik í DHL-deildinni þar sem þeir unnu stórsigur á grönnum sínum í FH, 36:24. ,,Með leiknum í Meistarakeppninni og Evrópuleikjunum erum við komin á ágætan skrið. Stelpurnar eru í góðu formi og þær ætla svo sann- arlega að selja sig dýrt. Þetta er í fyrsta sinn sem Haukar eru með í Evrópukeppni í kvennaflokki og það ríkir mikil eftirvænting í okkar herbúðum fyr- ir þessum leikjum,“ sagði Guðmundur. VALSMENN mæta í dag finnsku meist- urunum í Sjundea í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð EHF-keppni karla í handknattleik í Finnalandi í dag og hefst leikurinn klukkan 17 að staðartíma, 14 að íslenskum. Sjundea féll úr leik í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, tapaði í tvígang fyrir Izvidac Ljubuski frá Bosníu, samanlagt, 68:49, og fékk keppnisrétt í EHF-keppninni. Valsmenn komust átakalaust í 2. umferðina eftir tvo stórsigra á HC Tbilisi frá Georgíu en Valur vann samanlagt með 70 marka mun, 98:28. „Sterkari en við bjuggumst við“ ,,Við erum aðeins búnir að kynna okkur lið Sjundea. Við höfum séð á spólu úrslitaleik liðsins í finnsku deildinni í fyrra og þó svo að liðið hafi misst tvo landsliðsmenn þá er það nokkuð sterkt, sterkara en við bjuggumst við. Við rennum samt töluvert blint í sjóinn en mér sýnist nú á öllu að liðin séu nokkuð jöfn að getu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið í gær. Í liði Sjundea eru þrír finnskir landsliðs- menn og allir leikmennirnir eru heimamenn. ,,Það eru stórir og sterkir strákar í þessu finnska liði þeirra og mér sýnist þeir vera talsvert eldri en við. En stefnan er að ná hag- stæðum úrslitum í Finnlandi og gera síðan út um einvígið í Laugardalshöllinni eftir viku,“ segir Óskar Bjarni. Valur mætir finnska liðinu Sjundea Morgunblaðið/Kristinn Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaðurinn knái úr Haukum, skorar eitt átta marka sinna í sigri Hauka á FH á dögunum í leik að Ásvöllum á Íslandsmótinu. Haukakonur mæta St. Otmar frá Sviss um helgina í tveimur Evrópuleikjum á Ásvöllum „Við ætlum okkur áfram“ KVENNALIÐ Hauka í handknattleik stendur í ströngu nú um helgina en liðið mætir svissneska liðinu St.Otmar í tveimur leikj- um í 2. umferð EHF-keppninnar og fara báð- ir leikirnir fram á Ásvöllum, sá fyrri í kvöld klukkan 18.30 og sá síðari klukkan 17 á morgun. Það verður Evrópustemmning á Ásvöllum um helgina, þar sem karlalið Hauka mætir danska liðinu Århus GF þar í dag í Meistaradeild Evrópu kl. 16. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.