Tíminn - 07.01.1970, Page 16

Tíminn - 07.01.1970, Page 16
Enn vantar einn erlendan meist- ara á skákmótið FB—Reykjavík, þriSjudag. Afar erfiðlega hefur gengið að fá erlenda meistara til þátttöku í alþjóðlega skákmótinu, sem hald ið verður hér í Reykjavxk dagana 15. janúar til 5. febrúar næst komandi. Stafar það m. a. af þvi, að mörg skákmót eru háð um þetta leyti árs víðs vegar um heim, en fyrir íslenzka skákmenn er þetta þó heppilegasti tími árs- ins. Hafa jafnvel þeir skákmenn, sem áður höfðu gefið vilyrði fyrir þátttöku, dregið sig í hlé á síðustu stundu. Má þar nefna tvo sovézka stórmeistara og Hollendiuginn van den Berg. En nú hafa fengizt tveir Júgó- slavar, stórmeistarinn Milan Matu lovic og alþjóðameistarinn D. Minich, og eftirfarandi alþjóða- meistarar: Hans-Joachim Hecht, V.-Þýzkalandi, Theodór Ghitescu, Rúmeníu og Bruce Amos, Kan- ada. Alþjóðasambandið hefur nú viðurkennt Guðmund Sigurjónsson sem a’.þjóðameistara fyrir þetta mót, en enn vantar einn erlendan meistara, en vonir standa til að úr rætist, þar eð svör hafa ekki borizt frá öllum aðilum. Gert er ráð fyrix, að þátttak endur verði 16, þar af 6 erlendir skákmeistarar. Er þetta framhald á þeirri starfsemi, sem hófust ár- ið 1964 með hinu svokallaða Reykjavíkurmóti. Síðan hafa þessi mót verið haldin annað hvert ár, síðast „Fiske-mótið“ 1968. íslenzku keppendurnir verða 10 þeir Friðrik Ólafsson stórmeist- ari, Guðmundur Sigurjónsson, Björn Þorsteinsson, Freysteinn Þorbergsson, Bragi Kristjánsson, Jón Kristinsson, Benóný Benedikts son, Jón Torfason, Ólafur Kristj- ánsson og Björn Sigurjónsson. Telja má hina erlendu keppend ur heimsþekkta skákmenn: Matu'.o Akureyri Fundur verður haldinn í Framsóknar- félögunum á Akureyri n. k. fimmtu- dag 8. jan. kl. 20.30 í félags- heimilinu Hafnarstræti 90. Fundar efni: Stjórn- málaviðhorfin, frummælandi Ingvar Gíslason alþingismaður. Stjórnirnar. Reykjaneskjör- dæmi Fundur verður haldinn í stjórn kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjanes kjördæmi miðvikudaginn 7. jan. kl. 20.30 að Neðstutröð 4, Kópavogi. Formenn allra Fram sóknarfélaga í kjördæminu mæti á fundinn. vic er þeirra þekktastur, en hann sigraði sem kunnugt er á Svæða mótinu í Aþenu á dögunum, (sem Friðrik Ól. tók þátt í). Minich varð í efsta sæti á Svæðamóti 1 í Portúgal og heldur því áfram, eins og Matulovic, í heimsmeist- arakeppninni. Þeir Ghitescu og Hecht eru þegar velþekktir alþj. meistarar. Amos er tiltölulega nýtt nafn í skákheiminum. Hann hlaut meistaratitilinn á Svæða- móti VI í Kanada í ágúst í fyrra. Fyrir velvilja Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar og skólastjóra Hagaskólans, Björns Jónssonar standa vonir til að mótið verði haldið í húsakynnum þess skóla. í gær voru gefin út ný frí- merki hjá íslenzku póststjórninni. Frímerki að algengasta verðgildi höfðu þá verið uppseld lengi O'g margir orðið að líma fjögur fri- merki á jóla- og nýáirspóstinn. Þessi nýja frknerkjaútgáfa átti upphaflega að koma út í nóvetn- ber en var frestað og síðan til- kynnt tneð tæplega mónaðar fyr- irvara. Sýnt hefur verið fram á það oig það rtSkstutt m. a. af sam- tökum frímerkj-asafnara að fjár tapi er boðið heim með svo stutt um tilkynningarfresti og telja sam tök frímerkjasafnara 2 mán- aða frest al-gtiöra lágmarlk. Þetta liefur verið gagnrýnt og gagnrýn- in virðist þrátt fyrir aUt bera ein- hvern áramgur, því að póststjórn- in hefur nú tilkynnt um nýjar frí- tnerkjaútgáfur, sem ákveðnar hafa verið á þessu ári. Það er að jafnaði mikil ös í pósthúsinu á útgófudögum — en ýmsir framtakssamir hlaupa uodir bagga með póststjóminni o® auð- velda afgreiðsluna og aiuka þjón- ustuna, en hafa einnig væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð. Hér sést hinn skrautlegi kappi úr Selsvör létta undir með póstþjónustunni um sölu á fyrsta da®s umslögum. Metframleiðsla sjávarafurða í Súðavík Heildarútflutnings- verðmætiö 59 milljónir Framleiðsla á hvern íbúa 286 þúsund krónur HM-Súðavík, þriðjudag. Heildarútflutningsverðmæti framleiðenda í Súðavík urðu um 59 milljónir króna á árinu sem var að líða. Er það stór hlutur, sem byggðarlagið legg- ur þjóðarbúinu til þegar litið er á íbúatölu borpsins, sem var 306 manns samkvæmt síðasta manntali. Framleiðsla á hvern íbúa er því um 286 þúsund krónur. Hafin var vinnsla á hörpu- disk síðari hluta árs eða í októ ber h.iá hraðfrystihúsinu Frosta h. f. Skapaðist mjög mikil at- vinna við nýtingu hörpudisks- ins. Einn bátur stundaði þess- ar veiðar héðan, Guðmundur frá Bæ. Skipstjóri Erling Auð- unsson. Aflinn var aðaliega fenginn á miðum í Jökulfjörðum og við Arnarnes. Hraðfrystihúsið tók auk þess á móti afla þriggja heimabáta á árinu og nokkuð frá aðkomu bátum. Varð heildarútflutnings verðmæti hússins um 33 mill). kr. á árinu. Hefur með fram taki og dugnaði verið sigrazt að nokkru á örðugleikum þeim sem sköpuðust við það mikla tjón sem byggðarlagið varð fyrir með skipssköðum á und anförnum árum. Framkvæmda stjóri Frosta h. f. er Börkur Ákason. Niðursuðuverksmiðjan á Lang eyri tók til vinnslu afla 8 rækju báta á vertíðinni. ennfremur afla rækjubáta sem fiskuðu á Reykjarfirði á Ströndum í sumar. Leigði verksmiðjan m. b. Andra frá Bíldudal til rækju leitar og flutnings á rækju af þessum miðum. Hefur eigandi verksmiðjunnar Björgvin Bjarnason sýnt lofsvert fram- tak í atvinnurekstri sínum hér, til aukinnar nýtingar á rækju með rækjuleit nú í sumar og á undanförnum árum. Þá eru og fyrirhugað á næsta ári að verksmiðjan færi verulega út starfsemi sína með niðursuðu vörum á érlendan markað. Hef ir verksmiðjan til þess öll skil yrði þar sem hún er búin góð- um og fulkomnum vélum og tækjum til niðursuðu. Þá tók verksmiðjan tii vinnslu 200 tunnur af grásleppuhrogn um í sumar, sem lögð voru nið ur í smáglös 50 gr. og þannig seld á erlendan ma-rkað. H-eildarútflutningsverðmæti verksmiðjunnar varð um 26 millj. á árinu. Byggingarframkvæmdir voru helztar að hafin var stækkun á hraðfrystihúsi Frosta h. f., byggð var ein hæð 345 fermt., en á næsta ári er áformað aö byggja aðra hæð ofan á þá sem byggð var í sumar. Batn ar vinnuaðstaða og afkastageta hraðfrystihússins verulega við þessa stækkun. Stærð hússins er 2200 rúmm. Þrjú íbúðarhús voru í smíð um á vegum Byggingarfélags verkamanna (á árinu) tvö þeirra voru tekin í notkun á árinu. Hefir byggingarfélagið þá byggt hér 7 íbúðarhús á s. 1. 8 árum. Hafnarframkvæmdir voru engar á árinu, en fyrirhugað er að hefja á næsta ári fram kvæmdir að öðrum áfanga hafn ÁRÁSARMENN HANDTEKNIR OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Árásarmennirnir sem rotuðu mann og rændu á Laugaveg inum á nýjársnótt voru hand- teknir í dag. Voru þeir tveir en ekki þrír, eins og sá, sem fyr ir árásinni varð sagði lögregl unni. Þegar hann kærði sagði hann að mennirnir hefðu verið 3. Mennirnir, sem eru 18 o-g 24 ára gamlir játuðu á sig verkn aðinn. Maðurinn, sem var rændur, lá í ailt að þrjár klukkustundir meðvitundarlaus eftii arásina Rankaði hann við ;ér í undir- ganginum, senn er milli húsanna nr. 1 og 3 við Laugaveg Var hann þá alblóðugur og saknaði peningaveskis síns. sem í voru 1500 krónur ásamt persónuskii ríkjum. Yfirheyrslur i málinu er enn ekki lokið, en mennirnir hafa báðir játað á sig verkn- aðinn. argerðar, sem hafin var 1968 sem er bygging löndunar- bryggju um 60 m. löng og upp fylling með landi innan hafn arinnar. Með þessum áfanga batnar öll aðstaða til útgerðar héðan, sem verið hefir mjög erfið sökum ófullnægjandi hafn arskilyrða. * Keypt var nýtt 200 smál. fiski skip til þorpsins á árinu m. b. Kofri ÍS 41. Báturinn var smíð aður í skipasmíðastöð M. Bern • harðssonar á ísafirði. Hóf bát urinn veiðar 12. júní með botn vörpu og hefir útgerð hans gengið vel. Aflaverðm-æti nú um áramót er um 10 millj. kr. Fór báturinn 3 söluferðir með - ísfisk til Bretlands og seldi fyrir um 5,4 miilj. Skipið hefir reynzt í alla staði mjög veL Skipstjóri er Jóhann R. Símon arson, ísafirði. Sjálfvirkur sími var opnaður hér í desember-mánuði og er það mikið hagræði fyrir alla þjónustu og atvinnufyrirtæki hér, þar sem símaþjónusta hér' Framhald á bls. 15. BLADBURDARFÓLK ÓSKAST Grímsstaðaholti, Aragötu, Fálkagötu, ennfremur sendill allan daginn. Upplýsingar á afgreiðslunni, Bankastræti 7, sími 12323. & <$> nnmm

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.