Tíminn - 27.01.1970, Síða 3

Tíminn - 27.01.1970, Síða 3
ÞRIÐJUDAGVR 27. janúar 1970. TIMINN 3 Frá sáttafundinum á Motel Vatterleden á miSvikudagskvöld. Forsvarsmaður Husqvarna- verksmiðjanna ræðir við Hauk Þorsteinsson, um mfcskilningiiin, sem olli verkfalli fslendinganna. Hóplíftryggingar njóta vaxandi vinsælda KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA TRYGGIR STARFSFÓLK SITT Ó'ánægðir íslendingar í Husqvarna: GERÐU VÍRKFALL OG FÓRU HFIM! Nýlega var undirritaður samn inigur við Lífitryggingafélagið Oad- vöku um (hóplíftrygigingu á starfs fólki Kaupfélags Borgirðinga. Fel ur hann í sér líftryggingu ó hverj um starfsmanni að upphæð kr. 200.000,— Mun kaupfélagið greiða helming iðgjaldisins og starfsfólk- ið sjálft hinn helminginn. Hér er um merkan áfanga að raeða, sem vert er að minnast á sérstaklega. Hvað eru hóptryggingar? Hóptryggingar eru ætlaðar starfs fólki fyrirtækja, félögum í félags samtökum eða öðrum hópi manna sem vilja skapa fjölskyldum sin um áðurnefnt öryggi. 20 menn eða fleiri geta tryggt sig sem hóp. Tryggingarfjárhæðin verður ein- ungis greidd við andlát manns í tryggðum hópi og (þá til ekkju hins látna; barna hans eða lög- erfingja. A þennan hótt fá við komandi menn slíkt öryggi á stór um ódýrari hátt en hugsanlegt er með noikkru öðru móti. Við slík ar hóptryggingar er hægt að veita kjör, sem eru óhugsandi, ef .hver tryggir fyrir sig, enda einstaklings tryggingar að ýmsu leyti annars eðlis. Hóptryggingar og fyrirtæki Erlendis hafa hóptryggingar tíðk azt í 25—30 ár, og hafa géfizt með ágætum. Er algengast að hópar starfsmanna hjá einstökum fyrir tækjum taki slikar tryggingar, og hafa fyrirtækin þá oft aðstoðað við trygginguna á ýmsan hátt. Oft hafa fyrirtækin greitt einhvern hluta iðgjaldsins, sem venjulega er óveruleg upphæð, en þó hef ur slík umhyggja reynzt afar vin- sæl meðal starfsfólksins og orðið til að auka samhug þess og vel- vild í garð atvinnurekandans. Auk þess er kostnaður við slíka þátt töku í tryggingum viðast frádrátt arbær til skatts svo sem launa greiðslur. Hvað, ef þér fallið frá? Hver fjölsikyldumaður með ábyrgðartilfinningu hlýtur að hafa velt þeirri spurningu fyrir sér og gert upp við sig, hvernig konan og börnin færu að, ef ihann félli frá. Örlög sín fær enginn um- flúið oig það er ekiki varlegt að treysta góðri heilsu og trúa því, að ekkert geti 'komið fyrir. Öll þekkjum við dæmi um sorg leg örlög ekkna og bama þeirr’a, er menn ihafa fallið frá skyndilega. Hið opimbera hefur gert margt til að létta slífct hlutskipti, en þó nægja þœr aðgerðir engan veg- inn. Atvinnurekendum og sam- starfsmönnum ber einnig lagaleg skylda til að hlaupa undir bagga, en finnst oftast siðferðileg skylda hvíla á sér. Þegjandi leggja menn eitthvað af mörkum — og döprum hug er það þegið. Hóptryggingar eru svar trygg ingavísindanna við þessum vanda. Þær skapa hið nauðsynlega öryggi á sanngjarnan, ódýran og viðeig andi hátt. SB—Reykjavík, mápudag. 30 íslendingar, sem nýlega hófu störf í Husqvarna-verksmiðjunum í Svíþjóð, gerðu sér lítið fyrir á miðvikudaginn og lögðu niður vinnu. Ástæðan var sú, að þeir fengu útborgað í fyrsta sinn þenn an dag og þótti Ifeldur lítið í um slögunum, miðað við það sem þeim hafði reiknazt til. I Smá- lands folkblad segir, að talsmaður íslendinganna hafi reynt árangurs laust að fá þá til að halda vinn unni áfram. Vandinn leystist ekki fyrr en um kvöldið, þegar fulltrúi verksmiðjanna heimsólti íslending ana á mótelið, þar sem þeir búa. Munu þeir hafa komið til vinnu sinnar á fimmtudagsmorguninn aft ur. í viðtali við Smálands folkblad á fimmtudag sagði forsvarsmaður verksmiðjanna, að verkamennirn ir hefðu misskilio launakerfið. Þeir hefðu ekki tekið með í reikn inginn ýmsan frádrátt vegna fatn aðar og fleira þess háttar, sem verksmiðjurnar keyptu handa þeim. í sumum tilfellunum hefði þó verið um að ræða s'kakkan út- reifcning frá skrifstofunn, en því hefði mátt skippa í lag strax og óþarfi að gera verkfall þess vegna. Talsmaður íslendinganna, Hauk ur Þorsteinsson sagði: — Þetta var allt misskilningur. Ég reyndi að tala um fyrir löndum mínum, en það var til einskis. Þó svona að- gerðir kunni að koma mönnum spánskt fyrir sjónir hér, þá er j mönnum nokkur málsbát að því i að slíkt er algengt á íslandi. Ef : einhver er óánægður, þá fara bara : allir! | í blaðinu segir, að efcki sé von, ! að þessir íslendingar séu kunnug ; ir málmiðnaði því þeir séu flestir ■ fiskimenn! En þrátt fyrir það, séu i margir þeirra óánægðir með aS- ; búðina, þeim finnist þeir of langt j frá menningunni þarna og of dýrt j sé fyrir þá að kaupa sér far tíl ; borgarinnar, ef þá langi til að i skemmta sér. j Þessi vandi mun þó að nokkra i leystur, því eins og skýrt var frá • í Tímanum á sunnudaginn, hafa ; íslendingarnir á Hotel Vatterled ; en nú fengið strætisvagn til eigim ; afnota og segjast ekki hafa yfir j neinu að kvarta, nema skorti ó i íslenzkum dagblöðum. b ramhald á bls. 14. Sitjandi: Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Andvöku og Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi. Stand- Fyrirsvarsmaður fjölskyldu. greiðir venjulegt fargjald, aðrir fjölskylduliðar hálft, þegar hjón eða fjölskyldur ferðast saman. Nú þarf eiginkonan ekki að sitja heima — hún fær 50% afslátt af fargjaldinu. Fjölskyldufargjöld milli landa yfir vetrarmán- uðina gilda nú bæði til Skandinavíu og Bret- lands. Fjölskyldufargjöld innanlands allan ársins hring gilda á öllum flugleiðum. Leitið nánarl upplýsinga hjá Flugfélaginu og IATA f e rðaskri f stof um. FLUGFÉLAG ÍSLANDS FORYSTA í ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM andi: Björn Vilmundarson, deildarstjóri og Bjarni Þórðarson, trygg- ingafræðingur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.