Tíminn - 27.01.1970, Page 9

Tíminn - 27.01.1970, Page 9
ÞRTOJUDAGUR 27. janúar 1970. TÍMINN 9 —Wwém — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krtstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjómar- sikrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Augiýsingasiml: 19523. AOrar síkrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uði, innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm. Edda hf. Fjánnál íþróttahreyfingarinnar Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, Halldór E. Sig- urðsson, Einar Ágústsson og Bjami Guðbjömsson, fluttu á haustþinginu tillögu tii þingsályktunar um áætlunar- gerð vegna fjárhagsaðstoðar ríkisms við íþróttastarfsem- ina í landinu. Efni tillögunnar er að fela riíkistjóminni að skipa fimm manna nefnd, tveimur mönnum kosnum af Alþingi, en sjálfkjömir em í nefndina forseti íþrótta- sambands íslands, formaður Ungmennafélags íslands og íþróttafulltrúi ríkisins. Menntamálaráðherra skipar for- mann nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar skal vera að gera fjárhagsáætlun fyrir íþróttastarfsemina í landinu (þó ekki mannvirki). Skal fyrsta áætlun gerð fyrir árið 1971, en eftir það skulu áætlanir gilda til fjögurra ára. Þó má endurskoða áætlunina að tveim ámm liðnum, ef einhver nefndarmanna óskar þess. Við áætlunargerðina skal hafa hliðsjón af fjárframlögum aimarra þjóða til íþróttastarfseminnar, t. d. Norðurlandaþjóðanna. Keppt verði að því með áætlunargerðinni, að fjárskortur hamli ekki getu íslenzkra íþróttamanna. í greinargerð tillögunnar er það rakið, að íslenzka þjóð- in hafi oft á tímum, allt frá upphafi sögu, átt afreksmenn á sviði íþrótta, og svo mun enn. Þó er það svo, að nokkr- ar umræður hafa orðið um, að árangur íslenzkra íþrótta- manna í keppni við erlenda íþróttamenn hafi ekki orðið sem skyldi. í því sambandi era tilgreindar ýmsar ástæð- ur, en flutningsmenn telja sig ekki færa um að dæma réttmæti þeirra. Ein ástæða hefur þó vakið um- ræður öðmm frekar, en það em fjármál íþróttahreyf- ingarinnar. Það hefur komið fram í þessum um- ræðum, að fjárhagserfiðleikar íþróttahrejrfingarinnar dragi verulega úr árangri íþróttamanna á sviði íþrótta- afreka. Með tillögu þessari er stefnt að því, að ekki verði hægt með rökum að halda því fram, að sinnuleysi ríkis- valdsins og fjárskortur standi í vegi fyrir því, að íslenzk- ir íþróttamenn geti notið hæfileika sinna. Ekkert er þjóð- inni eins mikils virði og það, að æskufólk hennar sé manndóms fólk, líklegt til afreka, sem auki hróður henn- ar með verkum sínum og framkomu á innlendum og erlendum vettvangi. Hér er vissulega hreyft mjög athyglisverðu máli og ber að vænta að það hljóti góðar undirtektir hjá þingmeiri- hlutanum. Mikið bákn í greinaflokki eftir Kristján Benediktsson borgarfull- trúa um fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1970, sem birzt hef- ur hér í blaðinu, vakti hann m. a. athygli á örri starfs- mannafjölgun hjá borginni. Samkvæmt yfirliti hagsýslu- stjóra voru starfsmenn borgarinnar og stofnana hennar í febr. 1966 samtals 2700. í marz 1968 eða tveimur ár- um síðar, vom þeir taldir 3020. Þeim hafði þannig fjölgað um liðlega 300 eða 10.6%. Á sama tíma eða frá 1. desember 1966 til 1. des. 1968 fjölgaði íbúum Reykjavíkurborgar ekki nema um 2.3% eða úr 79.200 í 81.000. Það sýnir bezt hversu mikið og vaxandi bákn Reykja- víkurborg er, að starfsmenn hennar em á fjórða þús- und og hefur fjölgað um 300 á tveimur árum. Það veldur bersýnilega ekki neinum samdrætti í opin- bemm rekstri að fela Sjálfstæðisflokknum einum stjóm- Þ.Þ. BIRGIR THORLACIUS: Kvennaskólinn Lagafrumvarp mn heimild handa Kvennaskólanum í Reykjavík til þess a® brautskrá stúdenta hefur vakið nokkrar umræður. Nefndin, sem samdi frumvarp það að nýjum menntaskólalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, fjallaði um þetta réttindamál Kvenna- skólans. i nefndinni eiga sæti skólastjórar allra skóla í land- inu, sem rétt hafa tii að braut- skrá stúdenta, og einnig há- skólarektor og undirritaður Nefndarmenn greindi á um Kvennaskólamálið. Við dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verzlunar- skóla íslands, lögðum til. að Kvennaskólin fengi umbeðin réttindi, en aðrir nefndarmenn voru því andvígir. Rökutu meiri hluta menntaskólanefndar hef- ur óspart verið haldið á loft af andstæðingum Kvcnnaskólans í málinu, en eins og verða vill hefur minna verið hirt um að kynna aðrar hliðar málsins. Fer hér á eftir aðalefni álits okkar, sem í minnihluta vorum. Mín greinargerð er rituð í janúar 1968: Sérskólar þegar starfandi „Gegn því að veita Kvenna- skólanum umrædd réttindi hafa komið fram þau höfuðrök, að samskólar pilta og stúlkna séu æskilegri en sérskólar og gangi þróunin í þá átt erlendis að sérskólum fækki. Þótt samskólar kunni að vera æskilegri, einkum að því er varðar heimavistarskóla, þá er hér á landi fjöldi sérskóla fyrir pilta og stúlkur, án þess að að hafi verið fundið eða litið á sem óæskilegt. Má þar nefna Hjsmæðrakennaraskóla fslands, Hjúkrunarskóla íslands, bænda- skólana á Hóluin og Hvanneyri og marga fleiri skóla mætti telja. Að vísu er ekki bannað að piltar stundi nám í Hús- mæðrakennaraskólanum og í Hjúkrunarskólanum hafa örfá- ir piltar verið við nám og nokkr ar stúlkur hafa stundað nám í bændaskólunum, en í reynd má þó segja að þetta séu sérskól- ar. Aftur á móti hafa stúlkur, sem stunda nám i Menntaskól- anum í Reykjavík og koma þangað m. a. úr Kvennaskólan- um, verið flokkaðar saman ( stúlknabekki og þannig myndað sérdeildir, sem nú er talið ó- heppilegt að efna tU í fyrir hugaðri lærdómsdeild Kvenna- skólans. Gæti þetta bent til, að skoð- anir skólamanna á því, hvort sérskólar pilta og stúlkna séu æskilegir eða óæskilegir, séu nokkuð á reiki. Sem flestar stúlkur verði stúdentar Höfuðrökin fyrir því að veita Kvennaskólanum í Reykjavík réttindi til þess að brautskrá stúdenta eru að mínu áliti í fyrsta lagi þau, að sýnilega þarf fleiri menntaskóla í Reykjavík alveg á næstunni og þá eðlilegt að licimila fast- mótaðri skólastofnun, nálega aldargamalli, sem nýtur mlkils álits og hefur um langt skeið gegnt merku hlutverki, að auka starfssvið sitt og skipa sér í bóp þeirra skóla, sem veita undirbúning undlr há- skólanám. í öðru lagl tel ég, að Birgir Thorlacius fleiri af nemendum Kvennaskól ans myndu ljúka stúdentsprófi, ef þær gætu stundað námið áfram við sinn gamla skóla, en ég tel mikilsvert að sem flestar stúlkur Ijúki stúdentsprófi. Fjölgun menntaskóla Sjaldan hafa nýir mennta- skólar tekið til starfa án þess að andófs gætti úr einhverri átt og er stofnun Menntaskólans á Akureyri glöggur vottur um það—.' Hins vegar höfum við ágætt dæmi um það, þar sem Kennaraskóli íslands er, livílí't efling það er skólum að hljóta réttindi til þess að brautskrá stúdenta. Engum blöðum er um það að fletta, að fleiri mennta- skólar munu bætast hér við á næstunni, enda hefur þegar verið mörkuð sú stefna í lög- um um menntaskóla. Við auk- inn skilning á nauðsyn góðrar almennrar menntunar og sér- menntúnar og við vaxandi fjár- ráð almennings hefur fjöldi þeirra, sem keppa að stúdents- menntun og háskólamenntun vaxið til muna. Þótt menn greini á um námsefni mennta- skólanna, þá er það staðreynd, að stúdentspróf er lykill að há- skólamenntun heima og erlend- is, sem eðlilegt og nauðsynlegt er að ungt fólk sækist eftir og foreldrar kappkosti að veita börnum sínum. Þótt því sé iðu- lega haldið fram, að stúlkum henti annað nám betur en stúd- entsmenntun af því að svo fáar þeirra Ijúki háskólaprófi, þá má ekki vanmeta þau álirif, sem velmenntuð húsmóðir hef- ur á heimili sitt og umhverfi og því betri almenna menntun, sem menn fá, því betri skilyrði eiga menn að hafa til fyllra «g ánægjulegra lífs. Engin stúlka þvinguð í Kvennaskólann Ef Kvennaskólinn í Reykja- vík fengi réttindi til að braut- skrá stúdenta, myndi námsefni hans— þegar fram liðu stundir vafalaust verða þannig, að auk þess að veita þá menntun, sem krafizt er til inngöngu í há- skóla hér og erlcndis, yrði á- herzla lögð á námsgreinar, sem sérstaklega væru við hæfi kvenna, enda má gera ráð fyr- ir, að í framtíðinni verði náms- efni hinna ýmsu menntaskóla landsins meir sitt með hverju móti en nú er. Hins vegar ber að leggja sérstaka áherzlu á það í þessu sambandi, að eng- inn kvennaskólastúlka yrði þvinguð til þess að halda áfram námi í þeim skóla, ef hún kysi fremur að leita í einhvern sam- skólanna til að ljúka mennta- skólanámi, og Kvennaskólinn tæki að sjálfsögðu við stúlkum frá öðrum skólum. Fram lijá því verður ekki horft, að stúdentspróf er tví- mælalaust eftirsóknarverður menntunaráfangi, ekki sízt vegna þeirrar aðstöðu, sem það veitir til að hefja sérnám, t. d. kennaranám eða háskólanám, hvenær sem er síðar á ævinni, auk þess sem stúdentsprófið er viðurkennt af þjóðfélaginu sem mikilsverð trygging fyrir góðri almennri menntun. Þetta mun ó- hjákvæmilega beina ungu fólki í vaxandi mæli að því að ljúka stúdentsprófi og tel ég beiðni Kvennaskólans í Reykjavík um stúdentsréttindi I fullu sam- ræmi við eðlilega þróun í þessu efni. Réttindi Kvennaskólans til þess að brautskrá stúdenta myndu vafalaust leiða til þess að fleiri stúlkur en nú lykju stúdentsprófi, og tel ég það eitt út af fyrir sig mikilsverða rök- semd fyrir því að veita umbeð- in réttindi og hlutaðeigandi ein staklingum og þjóðfélaginu í heild til hagsbóta. Þrengsli í Háskólanum ekki rök gegn fjölgun stúdenta í umræðum um þetta mál í menntaskólanefnd hefur komið frani, að Háskóli fslauds sé nú lítt fær rnn að taka við mjög auknum fjölda stúdenta frá þvi sem er. Eg get ekki fallizt á, að sú röksemd eigi að hafa áhrif á þetta mál, því að þar er um að ræða vandamál, sem leysa verður með öðrum hætti en þeim að stöðva vaxandi straum þeirra, sem ljúka vilja stúdentsprófi. Einnig hefur því verið hald- ið fram sem mótrökum, að sem- felldur skóli, frá lokum barna- prófs til stúdentsprófs, þekkist ekki í núverandi skólakerfi og myndi Kvennaskólinn þarna fá algera sérstöðu. Mér er ekki Ijóst, að þetta feli í sér ueina hættu, enda er slíkt fyrirkomu- lag ekki fordæmalaust, þvi að Menntaskólinn á Akureyri hafði um skeið gagnfræðadeild eftir að núgildandi skólakerfi var Iögleitt árið 1946, þótt skólinn hyrfi frá því síðar, þegar nem- endafjöldi hans óx. Aftur á móti er annar skóli, sem menntaskólaréttindi hefur, Verzlunarskóli íslands, með miklu meiri sérstöðu, þar sem unnt er að ijúka stúdentsprófi við þann skóla, án þess að taka Iandspróf, og virðist ekki hafa komið að sök. Fleiri valkostir Því hefur einnig verið hald- ið fram, að Kvennaskólinn ætti að brjóta nýja braut í stað þess að sækjast eftir að brautskrá Framhalci a bls. 15. ÞRIÐJUDAGSGREININ t rna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.