Tíminn - 27.01.1970, Qupperneq 12

Tíminn - 27.01.1970, Qupperneq 12
12 IÞROTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUK 27. janúar W7f>. - Fyllilega sáttur við tilveruna Sigurður Sigurðsson, frétia maður, er ekki fþróttastjama í þeirri merkingu, sem við leggj um venjulega í það orð, en þó hefnr stjarna hans skinið lengi á íþróttahimninum og veitt xþróttaunnendum um land alit gleði og ánægju. í dag er Sigurður fimmtugur. í meira en 20 ár hefur hann verið við (hljóðnemann og flutt landslýð spennandi lýsing ar frá mismunandi spennandi kappleikjum. Eftir áð sjón varpið feom til sögunnar hefur Sigurður verið enn meira í sviðsljósinu og aflað sér vin sælda sem ilþróttafréttamaður þeirrar stofnunar. Þessu eril- -sma starfi Ihefur hann gert góð ski’. að minu áliti, enda þótt erfitt sé að gera öllum tii hæf- is. Sigurður er lítið gefinn fyrir að heyra lof um sjálfan sig — og tók ekki í mál, að ég skrif aði væmna áfmælisgrein um hann á þessum tímamótum. Hins vegar féllst hann á að svara nokrurn spurningum. Villtist iim í starfið. — Nei, fþróttamaður hef ég atdrei verið, þótt ég hafi keppt fyrir KR nokkrum sinnum í hlaupum, — segir Sigurður, er ég spurði Ihann um iþróttaferil inn. — Hvað kom til, að þú gerðir íþróttafréttamennsku að ævi- starfi? — Ég villtist inn í stai'fið, ef svo má segja. Ég var aðstoðar maður Jóns Múla á Olympiu leikunum í Londön 1948 og lýsti 200 m. hlaupi með þeim afleiðingum, að ég þótti torúk legur. Útvai'pið gerði þar með tilraun með mann, sem var ekki tengdur íþróttahreyfingunni eða of háður henni, en fram til þess tíma „öfðu ýmsir íþrótta menn og forustumenn úr þeirra hópi haft með ííþrótta’.ýsingar og þætti í útvai’pi að gera. — Nú er sjónvarpið komið tii sögunnar, Sigurður. Hvort starfið fellur þér betur? — Hvort tveggja hefur sínar skemmtilegu hliðar. Þó eru út- varpslýiSingar að öllum jafnaði skemmtilegri. Sjónvarpið er lifandi mynd, þar sem þulurinn fer með aukahlutverk, enda skýrir myndin sig að mestu sjálf. En í útvarps’.ýsingum er maður sjátfur þátíttakandi af lífi og sál og lifii' si'g ino í at- burðina. „Bravo ísland, bravó ísland" — Hver er eftirminnilegasti iþi'óttaatburður, sem þú hefur lýst í útvarpi? — Það hefur margt eftir- minnilegt gerzt, en þó held ég, að landsleikurinn í knattspyrnu gegn Svíum, sem háður var i Ka’mar 1954 sé eftirminnileg astur. Leikar stóðu 2:0 Svíum í vil í hálfleik, en í síðari hálf leik gerist það, að Þórði Þórð arsyni tekst að skora mark. Og skömmu síðar jafnar Rítoharður Jónsson, 2:2. Þannig stóðu leik ar, þar til nofekrar sefeúndur voru til leiksloka, að einn af sóknarmönnum Svía þvældist einhvern veginn með knöttinn gegnum ísl. vörnina og skoraði sigurmark Svía. Það var grát legt að horfa upp á þetta — og lýsa því. Raunar ætlaði ég aldrei að lýsa leiknum öllum, ætlaði að hætta í hálflcik, því að húizt hafði verið við miklum yfirburðum Svia. Þeir höfðu þá nýlega leikið gegn Finnum og sigrað 11:0 og allir bjuggust við, að íslendingar hlytu svip aða útreið. En það var öði-u nær. fslenzka liðið lék sérlega vel, sérstaklega þó Magnús Jónsson (’Fram), sem varði meistaralega og Dagbjaiit- ur Hannesson (Akranesi), sem var eins og klettur í vörninni. Mér er minnisstætt, að þeg ar Rikharður jafnaði 2:2,'þreif sænskur á’horfandi hljóðnem- ann úr höndum mér og hróp aði „Bravo ísiand, hravo ís- land“ og héldu þá margir, sem hlustuðu á lýsinguna, að ég væri orðinn óður. Spurning, hvort allir lifðu af Eftir þennan sögutega leik fór ég til Sviss til að fylgjast með EM í frjálsíþróttum, en fór þaðan til Þýzkalands og fylgdist með Akurnesingum, sem voru í keppnisför þar. Leikur þeirra gegn þáverandi Þýzkalandsmeisturum, Hanno- ver ‘96 verður mér alltaf minn- isstæður. Hitinn var um 40 stig og háði það okkar mönn um meira, sem voru óvanir að ieika við slíkar aðstæður. „Kamið þið sæl“. Sigurður við hljóðnemann. Afmælisrabb við Sigurö Sigurðsson, fréttamann, sem er fimmtugur í dag Nú, leikurinn hófst og Þjóð verjum tókst að skora eitt mark í fyrri hálfleik. 1 hléi fór ég ásamt Gísla Sigurbjörnssyni inn í búningsk’.efann til Akur nesinga — og sjónin, sem tolasti við okkur var ekki uppöi-vandi. Leiítomennirnir lágu eins og hrá viði út um allt oig virtust, dauðuppgefnir. Höfðum við Gísli orð á því, ofckar á milli, að ekki væri spuming, hvernig þessum leik lyktaði, heldur hvort allir lifðu af. í síðari hálfleik gerðist það, að Akur nesingum tókst að jafna 1—1, og urðu það lokatölur leiksins. Þetta fannst mér ganga krafta verki næst, en staðreyndin var sú, að liðið lék mjög vel og átti jafntefli fyllitega skilið. Tveir leikmenn eru mér eink um minnisstæðir frá þessum leik, Magnús Jónsson, markvörð ur, sem var lánsmaður, og Ól- afur Vilhjálmsson. Ólafur gætti bezta mannsins í liði Hannover, sem raunar var láns maður, og tókst það svo vel, að hann hvarf alveg í skuggann. Þessi frammistaða Ólafs fannst mér afsanna þá 'kenningu, að varnarmenn Akraness á þess um tíma væru lélegir. Varnar menn Akraness voru ekki lé- legir, én iiðlð lék,»svo stífan sóknarleik, sem framverðirnir tóku fullan þátt í, að vörnin stóð oft hjálparlaus í skyndiupp hlaupum mótfherjanna. Jafnbetri knattspyrna nú — Þú hefur lýst knatt- spyrnunni í 20 ár, Sigurður. Er knattspyrnan núna betri en á fyrstu árum sjötta áratugs- ins? — Það er dálítið erfitt að svara þessari surningu. Það urðu þáttaskil í knattspyrnunni um 1950. Akurnesingar voru að koma fram á sjónarsviðið og voru nálægt því að vinna ís- landsmótið um það leyti, en vantaði herzlumuninn. En oftir að Ríkharður. sem áður lék með Fram, fluttist til A'kra- ness, varð mikil breyting á. Akranes-liðið tvíefldist og varð forustufélag, sem lék góða knattspyrnu. Sú knattspyrna var mun betri en sú, sem sézt hafði fyrir 1950. — Ef við nú berum saman knattspyrnuna um og eftir 1950 og þá, sem leikin er í dag, verð ég að viðurkenna, að meiri glans var yfir knattspyrnunni 1950, en aftur á móti er knattspyrnan núna jafnbetri en áður — og það þakka ég vetraræfingun • um, sem hófust í fyrra, og þvi átaki, sem Albert Guðmunds son ihefur gert. Óskaliðið — Á 20 árum, sem þú hefur fylgzt með knattspyrnu, hafa án efa margir góðir knatt- spyrnumenn leikið. Ef þú ætt ir nú að velja beztu leikmenn þessa tímabils í eitt landslið, hvernig myndi það líta út? — Nú seturðu mig í klípu. Það er vissulega rétt, að marg ir góðir knattspyrnumenn hafa leikið á þessu tímabili og þess vegna erfitt að stilla upp óska liði. Minnisstæðustu markverð irnir á þessu tímabili eru Magn ús Jónsson, Fram, Helgi Dan- . íelsson, Akranesi, Ber^ur Bergs son, KR, Heimir Guðjónsson, KR og Sigurður Dagsson, Val Af bakvörðum detta mér helzt í hug þeir Arni Njálsson, Val, Þorsteinn Friðþjófsson, Val Karl Guðmundsson, Fram, Hreiðar Ársælsson, KR Bjarni Felixson, KR. og Ólafur Vil- hjálmsson, Akranesi. Af mið vörðum koma upp i hugann Dagbjartur Hannesson, Akra- nesi, Ellert Schram, KR og Guðni Kjartansson, Keflavík. Framverðirnir, sem eru minnis stæðastir, eru Sveinn Teitsson Akranesi, Guðjón Finnbogason, Akranesi og Garðar Árnason, KR. Og ef við lítum á fram- línumenn, þá koma upp í huga mörg nöfn, Ríkharður Jónsson, Akranesi, Þórður Þórðarson, Akranesi, Albert Guðmundsson Val, Halldór Sigurbjörnsson (Donni), Akranesi, Guðjón Guð mundsson, Akranesi, Hermann Gunnarsson, Val, Þórólfur Beck KR, Kári Árnason, Akureyri, Skúli Ágústsson, Akureyri, Orn Steinsen, KR, Sævar Tryggva son, Ve slma n n a eyjum,1 Bjarni Guðnason, Víking, Elmar Geirs son, Fram, Matthías Hallgríms son, Akranesi, Þórir Jónsson, Val og Þórður Jónsson Akra- nesi. Auðvitað gæti ég nefnt marga fleiri, en mesti vandinn er að velja úr, en óskalið mitt lítur þannig út: Markvörður: Magnús Jónsson, Fram. Bakverðir: Árnj Njálsson, Val og Þor- steinn Friðþjófsson, Val. Miðvörður: Dagþjartur Hannesson, Akra- nesi. Framverðir: Guðjón Finnbogason, AJkranesi og Sveinn Teitsson, Akranesi. Framlína: Donni, A'kranesi, Ríkharður Jónsson, Akranesi, Þórður Þórð arson, Akranesi, Albert Guð . mundsson, Val og Guðjón Guð mundsson, Akranesi. „Guð minn góður, hvar er cg“? Okkur hefur orðið tiðrætt um knattspyrnu. Hvað um aðr ar íþróttagreinar? — Jú, ég á skemmtilegar minningar iró öðrum íþrótta greinum, t. d. sundi, frjálsíþrótt um og skíðum. Yfirleitt hef ég verið fastagestur á landsmótum skíðamanna, sem fram hafa far ið við misjöfn skilyrði. T. d. man ég vel eftir landsmótinu á Siglufirði 1963. Þegar við komum þangað í blíðskapar- vcðri, var nær enginn snjór, og við vorum einmitt að velta bvi fyrir okkur. lu-ar fólkið ætl aði að keppa- En veður skipast fljótt í lofti. Daginn eftir skall á norðan stórhríð og á skömm um tima virtist allt ætla að fenna í kaf. Það er eiginlega óskiljanlegt, hvernig Siglfirðing ar fóru að því að halda mótið. Sem dæmi get ég nefnt, að Karólína Guðmundsdiótttir var að fara niður í stórsvigi, þegar skyndilega skall á hríð í Hvann eyrarskálinni. Karólína fbvarf, en allt í einu heyrðum vjð hljóð utan úr sortanum: „Guð minn góður, hvar er óg“. Þar var þá Karólína að koma, auðvitað löngu kiomm úr brautinni. — Og svo er það handknatt leiikurinn, Sigurður. Þú hefiar lýst mörgum kappteikjum , í þeirri igrein. — Já, á síðustu 10 árum hef ur handknattleifeur verið á dagskrá í æ ríkari mæli og hef nr verið reglulega gaman að fylgjast með þeim mifclti fram förum, sem orðið hafa í þeirri grein. Höfum enga prófankalesasa — Hvernig er að lýsa öfeeík L d. í knattspyrnu? — Það eru margit, sem haWa, að erfiðast sé að mana nöfnin. Svo er þó ekkl Eríið ast er að lýsa, þegar ekkent er að gerasL t. d. þegar toöKitœr inn er úr leik. Eins þegaar te& maður meiðist. Erfitt esr e& skýra frá því, sem er að gerasL E.t.v. eru ættingjar viðkomantfi iþróttamanns að hlusfca á íýs inguna — og þess vegna hef ég fyrir venju að sikýra ekki nema að takmörkuðu leyti frá þm, sem gerist, alla vega ekki fýrr en ég veit, hvort um smóvægi leg eða alvarleg slys er a@ ræða. — Við blaðamenn höfam prófarkalesara til að leiðrétta viitleyisurnar, sem við gerum. Nú geta útvarps- og sjónvarps mönnum orðið á skyssur í lýs- ingum? — Já, við höfum enga próf arkalesara. Auðvitað kemur það fyrir, að maður rugilar nöfn- um á leiikmönnum og þá' þarf maður að geta talað sig út úr ógöngunum. Slíkar hindranir efla mig oft ó tíðum, mér finnst léttara að lýsa eftir að ég hef uppgötvað mistök og tékizt að leiðrétta þau. Annars fer ég oft hundóánægður heim eftir lýsingu, finnst, að mér hafi mis- tekizt. Þá ’bregður oft svo við, að konan mín er á allt annarri skoðun. Sama er að segja, ef mér finnst að vel hafi tekizt, er hún oft á öndverðum meiði. Mér finnst hún bezti gagnrýn andinn. Sáttur við tilveruna — Að lokum, Sigurður. Ef þú ættir kost á því að snúa hjólinu til baka, myndurðu kjósa annað ævistarf? — Nei, ætli það. Að vísu stóð hugur minn til tónlistar náms á yngri árum, en ég er fyllilega sáttur við tilveruna. Þetta hafa verið ánægjuteg ár. Góðir samstarfsmenn hafa gert það að verkúm, að maður hef ur enzt svona lengi : starfinu. Ég vona, að ég verði ekki af- skrifaður aiveg, þó að ég sé orð inn svona gamall, segir Sigurð ur brosandi að lokum. Sá, sem þessar línur skrifar óskar Sigurði og fjölskyldu hans til hamingju á þessum timamótum í lífi hans og þakk ar góð viðkynni. — alf.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.