Tíminn - 31.01.1970, Blaðsíða 3
mtJGÆR'DACFUR 31. janúar 1970.
TIMINN
j Sveinbjörn Jónsson, leikliscar-1 Norræna álhugaleitóhúsmannaráðs | landi, Arne Aaberhus frá Dan-
I ráðunautur Bandaiags íslenzkra ins, Lennart Engström frá Sví mörku.
\ leikfélaga (t. h.) ásamt stjórn | þjóð, Bjame L0negren frá Fí<nn-1
NORRÆNA ÁHUGALEIKHÚSMANNA
RÁÐIÐ HELOUR STJÓRNARFUND
SJ—Reykjavík, föstudag.
I>essa dagana er haldinn hér
’ stjórnarfundur Norræna áhuga-
. mannaleikhúsráðsins, (Nordisk
jámatörteater rád), sem skipuð
er þremur mönnum frá Norður
löndunum, en í marz í vetur mun
Bandalag íslenzkra leikfélaga
gerast aðili að ráðinu. Það var
stofnað árið 1967 og eru í því
7 bandalög áhugaleikara á Norð
urlöndum, en tilgangurinn er að
vinna að nánara samstarfi milli
þeirrai.
Ýmis athyglisverð verkefni eru
framundan á vegum ráðsins. í
maí í vor verður þing áhuga-
leikhúsfólks í Kungálv í Svíþjóð.
í sumar stendur ráðið að sumar
búðum unglinga í Danmörlku,
i sem aiiþjóða samtök áhugaleikhús
flólllks, IATA, eiga einnig aðild að.
Þátttakendur munu starfa í tvær
vikur að leiksýningum. Þá verð
ur þingað um barnaleikrit í Ás
í Finnlandi. Og á næsta ári verð
ur efnt til norrænnar leikhúsviku
áhugamanna í Gautaborg, þar
sem leikflokkar aðildarþjóða
munu efna til sýninga.
Norræna áhugaleikihúsmanna
L.J. Reykjavík, föstudag.
Alþjóðaskákmótið í Hagasikóla
hefur verið vel sótt af áhorfend
um. Húsfyllir hefur oft verið um
heligar og athygli hefur vakið,
hversu margir hafa komið að
horfa á í miðri viku. Sinn þátt
£ þessu á prýðileg frammistaða
Guðmundar, sem óðfluga nálg
ast styrkleika stórmeistara.
í gærkvöldi var tefld 11. um-
ferð. Skáfc þeirra Guðmundar og
Padevskys dró strax að sér at-
hygli áhorfenda. Á sýningarborð
iaju máititi sjá stöðu þar sem Guðm.
gat fórnað riddara og veltu nú
margir fyrir sér hvort fórnin
stæðist. Guðmundur hugsaði stíft,
og eftir um það bil klukku
atued ábvað hanm að fóraa ekki
en taka peð í staðinn, er honum
bauðst, og eftir nokkra leiki
sömdu þeir um jafntefli.
Tvö svipleg „slys“ urðu í um-
ferðinni. Björn S. lék hrottalega
af sér gegn Matulovie og tapaði
í 14 leikjum, einnig lék Vizantia
des af sér hrók í tímahrakinu
móti Benóný og tapaði.
Aðrar sfcákir fóru þannig, að
Friðrik vann Jón T. Freysteinn
og Ghitiescu sömdu urn „stónmeist
araj'afntefli“, einnig sömdu Bragi
og Jón K., en mikilli baráttuskáik
þeirra Hechts og Amosar lauk
með jafntefli eftir 40 leiki. Bið
skák varð hjá Ólafi og Birni Þ.
og er tvísýn.
Guðmundur hefur enn örugga
forustu með 8 og hálfan vinning,
en næstur er Ghitescu með 7 og
hálfan vinning.
YFIRLÝSING
Vegna ummæla, er fram komu
í sjónvarpsþættinum „Á öndverð
um meiði“ fyrir skömmu um inn
flutning á mjólkurumbúðu-e, svo
og vegna fréttatilkynningar Neyt-
endasamtakanna frá 28. þ. m.,
þar sem minnzt er á sömu atriði,
vill ráðuneytið taka' fram eftirfar
andi:
Hinn 29. marz 1968 voru pappa
kassar og öskjur, þar á meðal
fernur, sem notaðar eru sem
mjólkurumbúðir, teknar af frí
lista. Ástæðan var sú, áð ríkis
stjórnin hafði áhuga á því að
atihuga, hvort unnt væri að fram
leiða fernurnar innanlands. Al-
drei ’kom þó til þess að innflutn
ingur á fernum vœri stöðvaður,
þar eð ekki náðist samkomuiag
tmJOli Mjólkursamsölunnar og
Kassagerðarinnar um framleiðslu
á þessum mjólkurumhúðum hér
heima. Hefur Mjólkursamsalan
ávallt fengið innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi fyrir fernum, þeg
ar sótt hefur verið um þau. Það
er því ekki rétt, sem sagt hefur
verið undanfarið, að innflutnings
hömlur hafi staðið í veginum fyr
ir því, að unnt væri að hafa nægi
legt framhoð á fernum. — Að
lokum má geta þess, að pappa
kassar og öskjur og þar á meðal
fernur verða settar á frílista 1.
marz n. k. við aðild íslands að
EFTA.
30. janúar 1970.
Viðsldptará^uneytið
ráðið stendur fyrir námskeiðum
fyrir forustumenn leikfélaga
(áhu'galeikflokka), lætur þýða
og dreifir leifcritum, og stuðlar
að gagnikvœmum heimsóknum
leikfélaga með sýningar til ann-
arra félaga.
í Bandalagi íslenzkra leikfélaga
eru nú 45 félög, sem setja á svið
um 40—50 leikrit (af fullri lengd)
á ári, og eru þær sóttar að jafn
aði af um 30.000 áhorfendum. ís-
ienzk áhugaleikfélög fá um 1300,
000 kr. í styrk frá rílkinu árlega,
en bandalagið 250.000 kr. ,Að söign
Sveinbjöms .Jónssonar, er skort
ur á íslenzkum leikhúsverkum að-
alvandamál leikfélaganna hér.
Leirubakki í
Breiðholti
SKB—Reykjavík, föstudag.
f frétt í blaðinu í gær af um-
ræðum utn íbúðir í Breiðholti
varð ruglingur í sambandi við
ummæli Stefáns Valgeirssonar um
íbúðirnar að Leirubakka 18—20.
Sagði Stefán, að bæði Jón
Þorsteinsson og Alþýðubliað-
ið nú fyrir stuttu hefðu sagt að
hann væri að koma óorði á allt
Breiðholtshverfið, væri að rakka
það niður eins og orðað hefði
verið í Alþýðublaðinu. Kvaðst
Stefán vilja taka fram, að i ræðu
sinni hefði hann aðeins nefnt á
nafn eina byggingu, Leirubakka
18—20 til samanburðar og til
þess að hægt væri að skoða og
vitna í byggingarkostnaðinn. En
ná vildi svo til að Leiruhakki
væri í Breiðholtshverfinu. Og
svo einkennilega hefði viijað til
að það hefði farið fram hjá bæði
Jóni Þorsteinssyni og Alþýðu-
blaðsmönnum.
•//
//
Frá sjónarheimi
nýr fræðsloþáttur um myndlist í sjónvarpinu.
Næstkomandi mánudags-
kvöld verður hleypt af stokk
uoiuim nýjum fræðsiluþæltti í
sjónvarpinu, sem ætlað er að
vekja athygli á myndlistum í
víðtæfciasita skilnin'gi þess orðs,
þ.e.a.s. fjallað verður jöfnum
höndum um byggingarlist, mót
list, málaralist, dráttlist og
listiðnir.
Þátturinn er heitinn eftir
bók Guðmundar Finnbogason
ar „Frá sjónarheimi", sem
kom út árið 1918.
Af þeim þáttum, sem þegar
hafa verið teknir upp, og eru
í undirbúningi, má nokkuð
ráða, hvert höfundar þeiirra
stefna.
Fyrsti þátturinn er eins kon
ar inngangur og nefnist
„Horfðu undir hönd mér“,
Hann er saminn og fluttur af
Herðj Ágústssyni, og er þar
reynt að s-kilgreina eðli listar
altniennt og leitaat við að sýna
stöðu íslenzkrar listar fyrr og
nú.
Annar íþátturinn, sem verður
fluttur viku síðar, en í um-
sjá Björns Th. Björnssonar,
og fjallar um Bauhaus-hreyf-
inguna og brautryðjendastarf
hennar varðandi nytjalist síð
ari tíma.
Þriðji þátturinn er í umsjá
Harðar Ágústssonar og nefnist
„Einfaldar myndir.“ Hann er
kynning á frumformum í mynd
og mótunarlist.
Viku síðar flytur Björn Th.
Björnsson þáltt um fransfca mál
arann J. L. David og nýklass
íska stílinn og snertir efnið
mjög valdatíma Napóleons, en
á þessu ári eru liðin 200 ár
frá fæðingu hans.
Þannig skiptast á hin ólík
ustu efni á sviðum sjónlista,
innlend sem erlend, gömul sem
ný.
Ætlunin er, að þátturinn
„Frá sjónarheimi" verði viku
lega, síðast á mánudagslrvöld
um, alls átta sinnum fraim
að páskum.
Barnabókabúðin kannar
hvað börnin hafa iesið
f byrjun nóvemher s. 1. opnaði
Mál og menning barnahókabúð
í húsakynnum sínum að Lauga
vegi 18, en áður hafði ekki verið
gerð tilraun til starfrækslu hóka
búðar, er eingöngu hefði til sölu
barna- og unglingabækur. Auk
allra nýrra bóka er á boðstólum
allt sem fáanlegt er af eldri bók
um, þannig að bókatitlar eru nú
um 800.
Forráðamönnum búðarinnar er
það mikið gleðiefni að þessari
tilraun hefur verið vel tekið af
börnunum, og þó sérstaklega vel
af foreldrum, sem í mörgum til-
vikum hafa látið í Ijós ánægju
sína með að eiga loksins kost á
stórbættri þjónustu á þessu
sviði.
Nú hefur verið ákveðið að efna
til könnunar á meðal barna og
unglinga á því hvaða bækur, er
út komu á s. 1. ári, þau hafi
þannig hagað að börnin senda
Barnabókabúðinni ,'eöa koma með
í búðina) seðil með nöfnum
þriggja bóka er þau hafa lesið,
og tilgreina jafnframt nafn sitt.
aldur og heimilisfang. Aldurshá-
mark er 14 ár.
Síðan verður dregið um 10
verðlaun til þeirra barna, er þátt
taka í könnuninni. (Sjá námar í
auglýsingum í blöðunum 1. febr.)
Þátttaka í könnunimni er að
sjálfsögiðu algerlega að feostnaðar-
lausu, en til nokfeurs að vimna
fyrir þá heppnu.
Það er von okkar, sem að þess-
ari tilraun stöndum, að álitleg
ur hópur barna og unglinga hafi
nofekurt gaman af þessu og að
foreldrar hvetji börn sín til þátt
töku í könnuninni, ef hún mætti
verða til að veita nokkrar upplýs
ingar um það lesefni, er börn
og unglingar helzt velja sér.
Framsóknarvist
Framsóknarfélag Sauðárkróks
heldur spilakvöld í Framsóknar-
húsinu sunnudaginn 1. febr- kl. 9
síðdegis. Góð verðlaun. AUir vel-
komnir meðan húsrúm Leyfir.
Forsæfisráðherra
á sjúkrahúsi
Bjarnl encdiktsson for
sætisráðherra var fluttur á
Borgarsjúkrahúsið í nótt
vegna þvagfærakvilla og
mun dveljast bar fyrst um
sinn.
30. janúar 1970.
TIL VARNAR SÚRDOÐA
Hefja skal ASETONA-gjöf 14 dögum fyrir burð.
Gefa skal 250 gr. með morgungjöf og 250 gr. með kvöldgjöf.
ASETONA á að blanda saman við kraftfóður.
Gefa skal ASETONA í 4—6 vikur eftir burð.
Áætla þarf 25—30 kg. af ASETONA á kú.
ASETONA fæst í kaupfélaginu og hjá SÍS í Örfirísey.