Tíminn - 24.03.1970, Page 3

Tíminn - 24.03.1970, Page 3
MIIDJUDAGUR 24. marz 1910 Jakob Guðmundsson og Hrafnhildur Sveinsdóttir í hlutverkum sínum. „HVE GOTT 0G FAGURT" Ungmennafélag Reykdæla sýnir um þessar mundir skopleikinn „Hve gott og fagurt“ eftir Somer- set Maugham í þýðingu Árna Guðnasonar í hinu myndarlega fé- lagsheimiii sínu Logalandi í Reyk haltsdal. Leikstjóri er Andrés Jónsson. Skákmót og Fjöltefli Gagn- fræðaskóla- nemenda HiS árlega skákmót nemenda í gagnfræðaskólum Reykjavíkur verður haldið í Tónabæ 4. 11. og 18. apríL S.l. ár fór sveit G-Aust. með sigur af hólmi. Undanfarin ár hefur Friðrik Ólafsson telft fjöltefli við kepp- endur viku áður en mót hefst. Að þessu sinni teflir hinn ungi sigurvegari í Reykjavíkurskákmót- inu 1970 Guðmundur Sigurjónsson fjöltefli við keppnissveitir í Tóna bæ á skírdag H. 2 e.h. (Frá kulýðsráði Rvíkur). Leiktjöld gerði Erlendur Magn- ússon af mikilli smekikvísi. Aðalhlutverkið Victoríu, snotr- asta fiðrildi, leikur Hrafnhildur Sveinsdóttir. Önnur hlutverk og leikendur eru: William, stríðshetja — Stefán Eggertsson, Fredrik, önnur til — Armann Bjarnason, Herra Leicest- er Paton, karl í krapinu — Jakob Guðmundsson. Herra A. B. Raham — Málafærslum., — Andrés Jóns- son. Ungfrú Montonoreney, hefðar jómfrú — Ingibjörd Helgadóttir. Frú Shuttleworth, tengdamamma •— Steinunn Garðarsdóttir. Ungfrú Dennis, suyrtisinót — Sigríður Einarsdóttir. Frú Pogson, sóma- kona — Sigríður Guðmumdsdóttir. Taylor, stofuþerna — Ragnhildur Þorstei.nsdóttir. Clarence, strákur — Steinar Vilhjálmsson. Leikurinn gerist á heimili-Victor íu í Westminster í lok nóvember- mánaðar 1918. Leiksýningar eru fastur liður í stanfsemi U.M.F. Reykdæla, og er gott að minnast þess er Jónas Arnason stjórnalði fyrir nokkrum árum „Skuggasveini" ásamt And- rési Jónssymi og lék sjálfur Skugga- svein við mikinn fögnuð áhorf- enda. A síðastiliðnum vetrf sýndi fé- lagið gamanleikinn „Allir í Verk- fall“ eftir Duncam Greenwood. Þóttj hanm takast svo vel og vera Framhald á bls. 22 TÍMINN Einar Úlafsson form. Starfs- mannafelags ríkisstofnana Aðalfundur Starfsmannafélags rfkisstofnana var haldinn fimmtu daiginn 19. þ. m. í samkomuhúsinu Sigtúni. Á fundinum voru rædd helztu baráttumál ríkistarfsmanna og samiþykbtar ályktanir, sem hér fylgja. Á kjörskrá í félaginu erU nú 1483. Formaður félagsins var kjörinn Einar Ólafsson, ÁTVR og var liann sjálfkjörinn, þar sem ekki komu aðrar uppástungur. í aðalstjóm voru þessir kosnir: Ágúst Guðmundsson, Landmæl ingum fsl. Einar Stefánsson, Vita og hafnarmálastj. Guðmundur Sig ur.þórsson, Innkaupastofnun ríkis ins, Páll Bergþórsson, Veðurstofu fslands, Sigurður Ó. Helgason, Tollstjóraskrifstofunni, Þórhallur Bjarnason, Kleppsspítalanum. I varastjórn voru sjálfkjörin: Elísaibet Þorsteinsdóttir, Meina tæknadeild, Gunnar Bjarnason, Þjóðleikhúsinu, Sverrir Júlíusson BiSlRÍB. Auk þess voru kosnir 25 aðalfull trúar á þing BSRB í júní n. k. Fundinn sátu hátt á annað hundr að félagsmenn. Á aðalfundinum voru m. a. samþykktar eftirfarandi tillögur: 1. Aðalfundur SFR 1970 lýsir eindregnum stuðningi við frum- varp það, sem liggur fyrir Al- þingi um afnám laganna frá 1915 um bann við verkfalli opinberra starfsmanna. Fundurinn mótmælir jafnframt harðlega þeirri skoðun, að opinberum starfsmönnum sé ekki treystandi til að hljóta þau sjálfsögðu mannréttindi að ganga til frjálsra samninga með verk- fallsrétti. 2. Aðalfundur SFR 1970 skorar á Kjararáð og stjórn BSRB að ihalda fast á málum ríkisstarfs- manna í þeim kjarasamningum, er í hönd fara. Með tilvísun til 20. gr. laga um kjarasamninga opin berra starfsmanna, lýsir fundur inn þeirri kröfu sinni, að rífcis starfsmenn verði ekki verr laun aðir, en gerist fyrir sambærileg störf á hinum almenna launamark aði og algjört lágmark, að föst laun í lægstu launaflokkum ríkis- starfsmanna nægi til lífsframfæris f jölskyldu án aukatekna. Með hliðsjón af því, að á þingi BSRB í jiúní n. k. verður væntan lega fjallað um stefnu í kjaramál um og aðferðum við gerð kjara samninga, leggur fundurinn áherzlu á, að frá þeim málum verði ekki gengið án náins samráðs við einstöfc bandalagsfélög, enda mik ið í húfi að vel tafcist að rétta hlut ríkisstarfsmanna efltir hinar miklu kjaraskerðingar síðustu ára. 3. Aðalfundur SFR 1970 mót mælir sérstaHega, að skattvísital an skuli ekki hafa fylgt raunveru legum hækkunum vöruverðs á undanförnum árum. Einnig gerir fundurinn þá fcröfu, að stað- greiðslukerfi skatta verði rækilega fcynnt almienningi og tekið upp eins fljótt og auðið er. Auk þess arar grundvallarbreytingar á skatt heimtu verði tekjuskattur og út- svar sameinað í einn skatt og skatt stigar og ákvörðun persónufrá- dráttar endurskipulagt í það horf, að hvort tveggja fylgi verðlags þróun og affcomu almennings. Einar Ólafsson Seldi fyrir 6 milljónir og 29 þús. kr. SiB—Reyfcjavífc, laugardag. Togarinn Sigurður seldi í gær í Bremerhaven 333 lestir af ís- fisfci og er það mesta magn, sem landað hefur verið úr íslenzkum toigara í erlendri höfn. Verð það sem fékkst fyrir fisHnn er einnig það hæsta, sem íslenzkur togari hefur nokkurn tíma selt fyrir í ísl. fcrónum, 6 milljónir og 29 þús. en í mörfcum 251.600. Meðalverð er 18.05 fcr. Fisfcurinn var mestmegnis ufsi og þorskur. Skipstjóri á Sigurði er Arinbjörn Sigurðsson. AUKAKJÖR- DÆMISÞING Á AUSTURLANDI Guðmundur Sigurjónsson Stjórn kjördæmissambands Framsóknarmanna í Austurlands kjördæmi hefur ákveðið að boðs til aukakjördæmisþings á skír- dag, 26. þessa mánaðar. Þingið verður haldið á Reyðarfirði og hefst kl. 1 e .li. Þar verður kosin framboðsnefnd, fjallað um fyrir hugaða skoðanakönnun vegna framboðs við næstu Alþingiskosn ingar og rætt um stjórnmálavið- horfið. Nauðsynlegt er að fulltni ar af öllu sambandssvæðinu sæki þingið. Þar munu og mæla aiþing ismenn Framsóknarflokksins f kjördæminu. Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira-System gefur yðui kost á að Hfga upp á híbýli yðar. Ljósar við- artegundir eru sem óðast að kom- ast í tízku. Framúrskarandi í barnaherbergi. Skrifborð úr ljósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmögu- leikar. Hvorki skrúfa né naglj í vegg, Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu lausn- ina, þegar hún er um leið sú faliegasta. Lífgið upp á skamm- degisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira-vegg. Frístandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höf- um skápa, sem faila inní. Bæði í dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annars staðar. HÚS og SKIP Ármúla 5 — Sími 84415—84416 PIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á ÍSLANDI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.