Tíminn - 24.03.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.03.1970, Blaðsíða 12
Hrelndýrln vIS kemune ttl Reykjavikur f gærkvöldi. (Tímamynd GE) Hreindýrin í Hafnarfirði orðin átta í. JK—Egilsstöðnm, FB—Reykja- vik, Reykjavík, mánudag. Vísir að dágóðri hreindýra- hjörð er nú kominn í Sædýra- safnið í Hafnarfirði. Fyrir tæp um mánuði komu í safnið þrjú hreindýr austan af Héraði og í dag komu fimm hreindýr tíl viðbótar af sömu slóðum. Munu forstöðumenn safnsins nú háfa fengið þann hreindýrahóp, sem þeir hyggjast hafa í safninu. í gær fór hópur manna á hreindýraveiðar undir leiðsögn Þorsteins Sveinssonar kaupfé lagsstjóra á Egilsstöðum. Var ferðinni heitið út í Hróars- tungu og dýrin tekin í svokall aðri Húsey. Fyrri hreindýra- hópurinn var tekinn á þessum slóðum. í þetta sinn voru þrír snjósleðar með í ferðinni, og óku þeim Jón Sveinsson bóndi á Egilsstöðum, Gunnar Gutt- ormsson á Litlabakka og Gunnar Ragnarsson frá Foss- völlum. Auk snjósléðanna var snjóbíll með í förinni til þess að flytja dýrin til Egilsstaða. Vel gek'k að handsama dýrin. Voru það fjórar kvígur, ungar, og einn þriggja vetra gamall tarfur, kollóttur. Eftir að dýr in höfðu verið handsömuð voru þau lögð á snjósleðana fyrir framan ökumennina, og þurftu þeir ekki aðstoð við áð koma þeim að snjóbíinum. Má segja að mjög merkilegt sé, hversu spök dýrin eru, eftir að búið er að ná beim á annað borð. Svo virðist, sem hreindýrin austan af Héraði setli að fella sig heldur vei við iifnáðarhætt ina hér. Verða nú kómin átta hreindýr í Sædýarsafnið, þrír tarfar og fimm kýr. Járnnámið á Dynskógafjöru er að hefjast á nýjan leik -j AK, Rvfk, mánudag. Stanzlausir flutningar standa nú yfL- á járninu af Dynskógafjöru austan frá Hjörleifshöfða til Reykjavikur. Enn munu vera ó- fluttar um 700 lestir. Allt járnið, sem búið er að grafa upp, hefur nú verið selt, meginhiutinn til Svíþjóðar, en aðeins lítið eitt innanlands. Verð ið er allgott, en þó væri miklu hagkvæmara að geyma járnið inn an lands til notkunar næstu árin og fá þannig birgðir, því að þetta er ágætt járn til steypu og hefur verið notað hér s. 1. ár. Hins veg ar hefur ekfci fengizt næg fyrir greiðsla af opinherri hálfu til þess að innlend járniðnaðarfyrir tæfci treysti sér til þess að kaupa nokkurra ára birgðir, þótt mjög hagkvæmt sé að losna á þann hátt við flutningskostnáð. >á munu þeir félagar, sem unnið hafa að járnnáminu á Dynskóga fjöru, hafa í hyggju að halda verk inu áfram í vor og sumar, og þar sem þeir hafa aflað sér góðra og alldýrra tækja og komið upp vinnuaðstöðu á staðnum, telja þeir meira upp úr því að hafa, sem hér eftir næst, en það sem náðist í fyrra gefi lítið í aðra hönd, þar sem svo dýrt var að afla tækja og koma sér fyrir. Einnig vona þeir nú að geta flutt járnið beint af staðnum á bílum til Reykjavíkur og losna við sel- flutninginn að Hjörleifshöfða. Sví ar taka járnblokkirnar óhreinsað ar. ÞRÁTTUÐU UM VÍNVERÐ OG LÉTU HENDUR SKIPTA Loðnuaflínn svipaður og á sama tíma í fyrra 06—(Reykjavík, mánudag. Á miðnætti laugkardagirm 2L marz var heildar loðnuaflinn orð inn 141.067 lestir. Á sama tíma í fyrra var loðnuaflÍBH 142,346 lestir. Hœsta verðstöðin í dag eru Vestmannaeyjar. Þar hafa borizt á land 66,309 lestir. í fyrra voru bomnar á laod í Reykjavík 32,632 lestir af loðnu á þessum tíma en í ár 1784 lest- ir. Eftir.taldir bátar hafa fengtð 3 þúsund lestir eða meina á þessari vertíð: Súlan 4,616 lesttr, Gfsli Ámi 4,203 lestir. Eldborg 4,158 lesitir, Öm 3,918 lestír, Örfirisey 3,872 lestir, Hilmir 3,421 lest, Loftur B'áldvinsson 3,346 lestir, Fifill 3,266 lestir, Helga Guð- mundsdóttir 3.246 lestír, Birtíng ur 3,240 Héðinn 3,142 lestir, Ósk ar Magnússon 3,101 lest, Heimir 3,096 lestír, og Gígja 3000 lestir. Um 40 bændur vilja hraða Laxárvirkjun EJ—Reyfcjavík, mánudag. í síðustu viku fcomu nokkrir tugir bænda úr Reykjadal, Aðal dal og Reyfcjahverfi í Þingeyjar- sýslu saman til fundar og sam þykktu ályktanir í Laxárvirkjunar málinu. Er þar m. a. skorað á Alþingi að leyfa þegar fuUvirkjun Laxár. Nokkru áður var svipaður fundur „áhugamanna um virkjun Laxár" haldinn á Húsavfk. Framhald á bls. 22 Vestur-Húnvetningar Aðalfundur Pramsóknarfélags Vestur-Húuvetninga verður hald- inn í Félagsheimilinu Hvtamms- tanga, laugardaginn 28. marz, H. 14. Venjuleg aðalfundarstörf — Stjórnmálaumræður. Stjómin. HUÓP YFIR VEGGINN í FYRRA- DAG, BAÐST ENNGÖNGU IGÆR OÓ—Reykjavík, mánudag. Maður kærði lF<amsárás til lögreglunnar í Reykjavík í gær kvöldi. Sagði hann að tveir menn hafi ráðizt á sig og hafi annar barið sig og hinn stung ið sig hnífi. Við athugun kom { ljós að rispa, sem verið gæti eftir hníf er á öxl mannsins, en sárið er óverulegt. Lögregl an handtók annan árásarmann inn í gærkvöldi, en hinn, sem ákærður er fyrir að hafa beitt hnífnum er enn ófundinn, en lögreglan veit nafn hans og er mannsins leitað. Mennirnir setn árásin-a gerðu, komu í tiltekið hús við Hverf isgötu í gærkvöldi. Mun erindi þeirra hafa verið að fá þar keypt áfengi og höfðu þeir grun um að í húsinu væri slík ur varningúr til sölu. Eftir því sem nœst verður komizt, voru mennirnir að þrálta um verð á veigunum við húsráðanda og vildu ekki greiða það sem upp v«r sett. Endaði það með því að annar kaupendanna sló selj andann i andlitið og hinn réð ist einnig á hann, að því er húsráðandi segir með hnífi. Sá árásarmannanna sem hand tekinn var í gærkvöldi viður kenndi að hafa gefið manninum á hann, en segist ekki hafa orð iö var við að félagi sinn hafi beitt hnífi. Eftir að maðurinn kærði árásina, kannaði lögreglan húsa kynni þess sem ráðizt var á og fannst þar talsvert magn af áfengi. OÓ—Reykjavík, mánudag. Kel'sifangi brá sér út fyrir fang elsisvegginn umhverfis Hegningar húsið við Skólavörðustíg kl. 3 í gær. Hans var leitað til kl. 4 í dag. Þá bankaði hann upp á að Skólavörðustíg númer 9 og bað um gistingu. Manninum var ekki úthýst. Um þrjúleytið í gær voru nok'kr ir fangar úti j garði að viðra sig. ní Að venju var fangavörður í garð inum, þegar innisetumennirnir fá að vera úti. Hafði vörðurinn snúið sér undan andartak og klifraði þá einn fanginn snögglega yfir vegg inn og hvarf. En fangaverðir verða að treysta því að fangarnir sitji á sér og hlaupi ekki út fyrir þegar þeim sýnist. Eins og marg sagt hefur verið frá í Tímanum er fangelsið við Skólavöí ðustíg alls ekki mannhelt. Virðist fara eftir duttlungum þeirra sem inni sitja, iivort þcir halda því áfram eða ekki. Þegar er upp komst að fangi var strokinn var lögreglunni gert viðvart. Hófst þá leit að mannin um, cn án árangurs. Kom hann heim til nióður sinnar í gær en hafði þar stutta viðdvöl. Sagði hann móður sinni að hann ætlaði að fara og gefa sig fram í Hegn ingarhúsinu, en það gerði hann ekki í gær. Eftir að strokufanginn gaf sig fram í dag, sagðist hann hafa ver ið á ferli í borginni í gærkvöldi, nótt og fram til kl. 4 í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.