Morgunblaðið - 27.10.2005, Side 5

Morgunblaðið - 27.10.2005, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 B 5  INNFLUTNINGSHRAÐSENDINGAR DHL VIÐ GERUM INNFLUTNINGINN FRÁ ASÍU SVO AUÐVELDAN AÐ ÞÚ FERÐ AÐ TALA UM „AUSTURLÖND MIKLU NÆR“ Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. NÝTT skipurit hefur tekið gildi hjá Samskipum á Íslandi. Sam- kvæmt upplýsingum frá félaginu tekur hið nýja skipurit skýrara mið af þjónustuframboði félagsins, auk þess sem það einfaldar skipulag og styttir boðleiðir. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa, segir að hið nýja skipurit fé- lagsins endurspegli þær umfangs- miklu breytingar sem átt hafi sér stað hjá félaginu á undanförnum misserum. Verið sé að skerpa enn frekar meginlínurnar í starfsem- inni á Íslandi með þessum breyt- ingum. Fimm svið Samkvæmt hinu nýja skipuriti Samskipa byggist rekstur félagsins nú á fimm sviðum sem styðja og styrkja hvert annað. Þjónusta við viðskipavini skiptist í þrjú meginþjónustusvið; milli- landasvið, innanlandssvið og flutn- ingsmiðlun, en fjármála- og upplýs- ingasvið eru tekin til hliðar og þjóna öllum þremur þjónustusvið- um félagsins. Pálmar Óli Magnússon sem verið hefur framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs er framkvæmdastjóri milli- landasviðs. Hann er jafnframt stað- gengill forstjóra. Björgvin Jón Bjarnason er nýr framkvæmdastjóri hjá innanlandssviði Samskipa (Landflutn- ingar-Samskip). Kristján Pálsson er áfram framkvæmda- stjóri flutningsmiðl- unar Samskipa (Jónar Transport). Sæmund- ur Guðlaugsson er framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Ragnar Þór Ragnarsson er nýr framkvæmda- stjóri upplýsingasviðs Samskipa, en það er nýtt svið og endur- speglar þá auknu áherslu sem lögð er á upplýsingatækni og þjónustu í starfsemi félagsins. Ragnar og Björgvin Jón hafa jafnframt tekið sæti í fram- kvæmdastjórn Samskipa sem skip- uð er forstjóra og framkvæmda- stjórum þjónustudeildanna fimm. 34)5   )  .!A.# !    +-0.       );6  . 2    M  .N8.M  . !" # $ % O#6 .P &  $  &! " # $ % >0., @8 >0 .  $  " '$% .!0# O# Nýtt skipurit hjá Samskipum Endurspeglar umfangsmiklar breytingar á félaginu, segir Ásbjörn Gíslason forstjóri, en skerpa á meginlínur starfseminnar á Íslandi Ragnar Þór Ragnarsson Björgvin Jón Bjarnason Nýir í framkvæmdastjórn ÖFLUN ehf., sem er með um- boð fyrir Apple á Íslandi, hefur keypt 37,8% hlut í norska fyr- irtækinu Office Line ASA, sem er skráð í kauphöllinni í Ósló. Sam- kvæmt frétt Dagens Nyheter borgaði Öflun 69,6 norskar krónur á hlut, sem þýðir að heildar- kaupverðið hefur numið um 430 milljónum íslenskra króna. Gengi bréfa Office Line hækk- aði mjög í kjölfar kaupa Öflunar, og við lok viðskipta í norsku kaup- höllinni hafði gengið hækkað um 28,95%. Bjarni Ákason, forstjóri Öfl- unar, segir fyrirtækið hafa verið að skoða þennan markað und- anfarin tvö ár. „Við erum með verslanir í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og vorum að líta í kringum okkur á hinum Norð- urlöndunum. Þar var Office Line með sterka stöðu og við ákváðum að fara þá leið að kaupa ráðandi hlut í því fyrirtæki,“ segir Bjarni. Við kaupin er Öflun orðin stærsti hluthafinn í Office Line og segist Bjarni gera ráð fyrir því að Öflun muni fá meirihluta í stjórn norska félagsins. Velta upp á 4,6 milljarða Hvað varðar breytingar á skipu- lagi eða rekstri Office Line segir Bjarni að farið verði varlega í þeim efnum. „Félagið er vel rekið og hefur skilað góðum hagnaði. Við munum að sjálfsögðu athuga hvort ein- hversstaðar megi betur gera, en almennt er fyrirtækið í góðum málum.“ Segir Bjarni að með kaupum Öflunar á ráðandi hlut í Office Line styrki félagið sig verulega í samkeppni við aðra seljendur Apple á Norðurlöndum. Office Line rekur sjö verslanir og þrettán söluskrifstofur í Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi og segir Bjarni að ekki sé nóg með að fyrirtækið sé stærsti seljandi Apple-vara á Norðurlönd- unum, heldur sé það líklega stærsti aðilinn á Evrópumarkaði, fyrir utan Apple fyrirtækið sjálft. Áætluð velta Office Line á þessu ári er um 490 milljónir norskra króna, sem samsvarar um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn fyrirtækisins eru 140. Stærsti söluaðili Apple í Evrópu Öflun ehf. kaupir ráðandi hlut í norsku fyrirtæki Morgunblaðið/Golli Eplin dreifast Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Öflunar, Apple- umboðsins á Íslandi, segir félagið styrkja sig á Norðurlöndunum í harðri samkeppni við aðra selj- endur Apple-tölvubúnaðar. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.