Morgunblaðið - 27.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.2005, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, NYSE, Nasdaq og AMEX í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B EN Bernanke, sem tekur við embætti aðalbankastjóra bandaríska seðla- bankans af öldungn- um Alan Greenspan í lok janúar á næsta ári, er virtur fræðimað- ur á sviði peningamálahagfræði en öfugt við Greenspan hefur hann verið eindreginn talsmað- ur þess að seðlabankar setji sér verðbólgumarkmið og haldi fast við þau eins og flestir seðla- bankar í Evrópu, þ.á. m. hinn íslenski gera. Greenspan hefur aftur á móti verið hallari undir það sjónarmið að seðlabankinn eigi að halda markaðinum í óvissu um hversu hart bankinn muni bregðast við verðbólgu. En bæði Bernanke og Greenspan eru sammála um að það sé afar erfitt fyrir seðlabanka að bregðast við eða koma í veg fyrir verðskriður á fasteignamarkaði. Tilnefningu Bernankes hefur almennt verið vel tekið á fjármálamörkuðum vestra. Menn líta fyrst og fremst á hann sem fræði- mann og áður en hann fór í Hvíta húsið hafði hann lítið sem ekkert verið orðaður við pólitík og raunar alls ekki á allra vitorði að hann væri stuðningsmaður repúblikana. Ekki mjög pólitískur Bernanke var einn af þremur leiðbeinendum Gauta B. Eggertssonar í doktorsverkefni hans við Princeton-háskóla en Gauti vinnur nú að rannsóknum hjá seðlabankanum í New York. Leiðir hans og Bernankes lágu aftur saman fyrir örfáum árum þegar Gauti starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington sem er svo að segja beint á móti seðlabankanum bandaríska en Bern- anke sat þá í yfirstjórn hans. Gauti segir tilnefningu Bernankes í stól seðlabankastjóra hafa mælst vel fyrir vestra og fáa hafa mælt á móti henni. „En það sem er óvenjulegt við ráðningu hans,“ segir Gauti, „er að það hefur í raun ekki gerst áð- ur í sögu seðlabankans – nema kannski þeg- ar Burns var valinn á sjöunda áratugnum – að svona virtur fræðimaður hafi verið valinn í stöðu seðlabankastjóra. Bernanke er tví- mælalaust einn af fremstu peningahagfræð- ingum í heiminum. Þegar ég var í Princeton urðu allir eiginlega furðu lostnir að demó- krati væri að fara að vinna fyrir repúblik- ana. En svo komumst við að því að hann væri repúblikani þannig að hann var aldrei talinn sérstaklega pólitískur. Hann er þó yf- irlýstur repúblikani en það hefur aldrei farið mjög hátt.“ Bernanke varð yfirmaður efnahagsráð- gjafanefndar Bush Bandaríkjaforseta en sat áður í aðalstjórn í stjórn bandaríska seðla- bankans. Bernanke, sem er 51 árs gamall, er þó fyrst og fremst háskólamaður og einn fremsti sérfræðingur á sviði peningamála- hagfræði. Hann útskrifaðist með láði frá hagfræðideild Harvards-háskólans og lauk doktorsprófi frá M.I.T. Sagt var um Bern- anke á námsárum hans við M.I.T. að áhuga- mál hans hafi bara verið tvö, kreppan mikla og hafnarboltaliðið Boston Red Sox. Áhugi Bernankes á kreppunni miklu hefur haldist allt frá námsárum hans en afstaða hans til Red Sox hefur sveiflast meira. „Ég missti af mörgum fyrir- lestrum á fyrstu önninni vegna úrslitaeinvígisins á milli Boston Red Sox og Cincinnati. Boston Red Sox töpuðu. Ég hef verið að reyna að losa mig við þá allar göt- ur frá árinu 1986 þegar þeir töp- uðu fyrir Mets,“ sagði Bernanke í viðtali fyrir fáum árum. Bernanke kenndi við hagfræði- deild Stanford-háskóla á árunum 1979 til 1985 en flutti sig síðan yf- ir til Princeton-háskólans þar sem hann var prófessor til ársins 2002. Hann hefur birt fjölda fræðigreina, einkum á sviði þjóð- hagfræði og peningamálahagfræði, og gefið út fræði- og námsbækur í hagfræði. Ekki er nema um ár síðan hann hætti sem ritstjóri helsta vísindatímarits hagfræðinga í Banda- ríkjunum, American Economic Review. Laus við alla tilgerð Bernanke þykir viðræðugóður og laus við alla tilgerð. Gauti rifjar upp í þessu sam- bandi að þegar hann hafi verið í Washington hafi hann oft farið yfir götuna í seðlabank- ann þar sem hann hafi átt marga vini auk þess sem hann hafi haldið fyrirlestra þar. Alltaf þegar hann hafi farið í mötuneyti bankans hafi Bernanke verið þar, sem hafi talist nokkuð óvenjulegt fyrir mann í hans stöðu. Gauti segir að Bernanke hafi liðið best í hópi hagfræðinga bankans og það hafi ekki verið nein tilgerð í honum. „Það er mjög dæmigerð saga fyrir hann sem hefur birst hér í blöðum vestra að Bush hafi skammað Bernanke fyrir að mæta í Hvíta húsið í hvítum sokkum. Næsta dag tók hann með sér fullt af hvítum sokkum og setti allt liðið, þar á meðal Dick Chaney, varaforseta Bandaríkjanna, í hvíta sokka áð- ur Bush mætti á fund með þeim. Þetta vakti mikla lukku,“ segir Gauti. Þótt Bernanke sé mjög virtur meðal hag- fræðinga er hann þó ekki frekar en aðrir í hans stöðu alveg óumdeildur og í því sam- bandi má nefna að í ræðu árið 2002 fjallaði Bernanke um hvernig seðlabanki Bandaríkj- anna gæti komið í veg fyrir hugsanleg vand- ræði vegna verðhjöðnunar, líkt og gerðist í kreppunni miklu og sagði skattalækkun sem fjármögnuð væri með peningaprentun væri í reynd hliðstæða við fræg ummæli Miltons Friedmans um að „henda peningum út úr þyrlu“ og vegna þessara ummæla um mögu- leika seðlabankans á því að láta fólkið fá peninga beint í hendur í stað þess að vinna í gegnum bankakerfið tóku sumir verðbólgu- sérfræðingar að kalla hann „Helicopter Ben“ eða þyrlu-Ben. Í ræðu sem Bernanke flutti í mars í vor hélt hann því einnig fram að alþjóðlegir hag- rænir þættir ættu mestan þátt í miklum við- skiptahalla Bandaríkjanna. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á mörgum hagfræðingum vestra sem telja meginástæðuna fyrir hall- anum vera of mikil útgjöld bandaríska rík- isins og skattalækkanir Bush-stjórnarinnar. Spurður um hvort vænta megi að seðla- banki Bandaríkjanna muni undir stjórn Bernankes taka upp föst verðbólgumarkmið eins og seðlabankar víða í Evrópu bendir Gauti á að í ræðu sem Bernanke hafi haldið áður en hann fór í Hvíta húsið hafi Bern- anke sagt að það væri að minnsta kosti við hæfi að setja langtímaverðbólgumarkmið. „Það væru ekki mjög mikil umskipti en hann var að reyna að ná sáttum með því að leggja til að bankinn myndi ekki setja sér nein sérstök markmið um á hversu löngum tíma hann hygðist ná verðbólgumarkmiðun- um, þ.e. Bernanke orðaði þetta svona nokk- uð almenns eðlis. Ég hugsa þó að hann eigi eftir að reyna að auka að einhverju leyti gegnsæi í ákvörðunum seðlabankans og setja einhvers konar verðbólgumarkmið,“ segir Gauti. Mörg erfið verkefni Það verður vísast ekki auðvelt fyrir Bern- anke að fara í fötin hans Greenspan, sem verið hefur seðlabankastjóri í hátt í 19 ár og nýtur mikillar virðingar og er áhrifamesti seðlabankastjóri heimsins. Fjármálaheimur- inn mun því væntanlega fylgjast afar náið með hverju skrefi Bernankes þegar hann tekur við. Mörg erfið verkefni blasa við nýj- um bankastjóra seðlabankans í Bandaríkj- unum; þrýstingur er á seðlabankann að hækka ekki vexti frekar til þess að fá hjól efnahagslífsins til þess að snúast hraðar eft- ir fellibylinn Katrínu. Þá er merki um að loftið sé að fara úr fasteignabólunni vestra sem myndi verða til þess að draga úr einka- neyslunni enn frekar. Á móti vegur að hækkandi verð fyrir olíu mun auka á verð- bólguþrýstinginn í Bandaríkjunum og eins nefna menn að sívaxandi viðskiptahalli í Bandaríkjunum geti orðið til þess að veikja dollarann enn frekar en orðið er. Gauti telur þó að þau efnahagsskilyrði sem Bernanke þarf að glíma við séu vart erfiðari en fyr- irrennara hans. „Þegar Paul Volcker tók við var mikil verðbólga og þegar Greenspan varð seðlabankastjóri 1987 varð verðhrun á fjármálamarkaði skömmu eftir að hann tók við. Þannig að þegar maður ber stöðuna saman við stöðu tveggja fyrirrennara hans held ég að staða efnahagslífsins sé bara frekar góð.“ Á hvítum sokkum í Hvíta húsinu Ben Bernanke, helsti efnhagsráðgjafi ríkisstjórnar Bush Bandaríkjaforseta, tekur í byrjun næsta árs við af Alan Greenspan sem næsti seðlabankastjóri. Arnór Gísli Ólafsson kynnti sér feril hans og ræddi við Gauta B. Eggertsson, fyrrum nemanda Bernankes við Princeton-háskóla. Reuters Vel tekið Ben Bernanke er fyrst og fremst talinn fræðimaður og hefur tilnefningu hans al- mennt verið vel tekið. Hann er yfirlýstur repúblikani en hefur þó lítt verið orðaður við pólitík. arnorg@mbl.is Gauti B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.