Morgunblaðið - 27.10.2005, Page 7

Morgunblaðið - 27.10.2005, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 B 7  A!.                         !  "  # $    #%&  '  #  ()$  *&       $  ( !          + ,!      -    $  . ((( (    / !     "     N OKKUR íslensk fyrir- tæki hafa nýtt sér þjónustu Endurreisn- ar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) vegna verkefna og fjárfestinga í Austur-Evrópulöndum, að sögn Sven Hagelund. Hann segir að bankinn vilji gjarnan taka þátt í enn fleiri verkefnum með íslensk- um fyrirtækjum. Fundurinn í dag sé hugsaður til að kynna bank- ann fyrir íslensk- um fyrirtækjum sem hafi hug á útrás í Austur- Evrópulöndum eða í Mið-Asíu. Og til að koma á framfæri þeim möguleikum sem í boði eru. „Íslensk fyrirtæki hafa verið í mikilli útrás í Vestur-Evrópu og hafa fjárfest mikið þar,“ segir Hagelund. „Það eru töluverð tæki- færi í Austur-Evrópu og Mið-Asíu einnig. Íslendingar eru nú þegar farnir að sinna verkefnum og fjár- festa í Austur-Evrópu. Við viljum mjög gjarnan taka þátt í því með þeim í ríkara mæli en hingað til.“ Tekur þátt í verkefnum EBRD er fjárfestingarbanki. Meg- inhlutverk bankans er að stuðla að umskiptum úr miðstýrðum áætl- anabúskap fyrrverandi austan- tjaldsríkja og ríkja í Mið-Asíu yfir í opin hagkerfi og efla um leið hag- og lýðræðisþróun þessara landa. Bankinn var stofnaður árið 1991. Starfsmenn eru 831 í höfuðstöðv- unum í London en 241 starfsmaður er á svæðisskrifstofum á starfs- svæði bankans. EBRD hefur skilað hagnaði öll starfsár sín, að árinu 1998 und- anskildu. Það er hins vegar ekki markmið að bankinn skili hámarks hagnaði, heldur að hagnaðurinn nægi til að hann geti haldið áfram að sinna hlutverki sínu án frekari framlaga frá hluthöfunum. EBRD sinnir hlutverki sínu með því að taka þátt verkefnum. Þátt- taka bankans í hverju verkefni miðast almennt við 5 milljónir doll- ara að lágmarki, eða um 300 millj- ónir íslenskra króna. Meðalfjárhæð í verkefnum sem bankinn hefur tekið þátt í til þessa hefur hins vegar verið um 22 milljónir dollara, sem svarar til um 1.300 milljóna ís- lenskra króna. Þátttakan getur að hámarki ver- ið 35% af heildarfjárfestingu hvers verkefnis. Þrjú meginsjónarmið Sven Hagelund segir að EBRD gæti þriggja meginsjónarmiða við þátttöku í verkefni. „Í fyrsta lagi þarf að liggja fyrir að verkefnið hafi jákvæð áhrif á hagkerfi við- komandi lands. Í öðru lagi má bankinn ekki keppa við aðra banka um verkefni heldur skal hann taka meiri áhættu en aðrir bankar og starfa þar sem þeir hafa hvorki vilja né getu til. Í þriðja lagi þarf bankinn að gæta þess að þau verk- efnin séu arðbær.“ Hagelund segir að það sé styrk- ur EBRD að hafa tekið þátt í góð- um verkefnum þar sem áhætta er mikil. Þetta hafi tekist að gera með þeim hætti að útkoman hafi verið hóflegur hagnaður bankans á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá stofnun hans. Þátttaka EBRD er að stærstum hluta í formi lána sem bankinn veitir til verkefna, að sögn Hag- elunds. Hann segir að bankinn taki þó einnig þátt í verkefnum sem fjárfestir. Það eigi að jafnaði við um fjórðung verkefnanna hingað til. „Við horfum að stærstum hluta til verkefna í einkageiranum í þeim löndum sem eru á starfssvæði EBRD. Um 75% af verkefnunum sem við tökum þátt í eru þar. Við tökum þó einnig þátt í stjórnskipu- lagsbreytingum í opinbera geiran- um í þessum löndum með lánveit- ingum. Við getum í raun tekið þátt í verkefnum á flestum sviðum, en þó ekki í verkefnum sem snúa að vopnaframleiðslu.“ Að sögn Hagelunds eru lán EBRD ekki ódýr lán. Hann segir að kjörin á lánunum taki mið af áhættunni. Ekki sé þó hægt að bera lán bankans saman við lán annarra banka, því EBRD sé að taka þátt í verkefnum sem aðrir bankar sinni ekki. Samanburðurinn sé því ekki raunhæfur. „Ef vel tekst til með þau verk- efni sem við tökum þátt í koma aðrir bankar inn í þau er fram líða stundir og við fáum okkar til baka. Þá höfum við líka skilað hlutverki okkar og vonandi hagnast eitthvað í leiðinni. Og þá er tilganginum náð.“ Hann segir að fundur eins og sá sem haldinn verður hér á landi í dag, og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið, EBRD og Útflutningsráð Íslands standa fyrir, sé góður upp- hafspunktur fyrir íslensk fyrirtæki sem vilji kanna möguleika á að hefja starfsemi eða sem vilja út- víkka starfsemi sína á starfssvæði bankans. Á fundinum verði bank- inn kynntur fyrir íslenskum fyr- irtækjum. „Meginástæðan fyrir því að ís- lensk fyrirtæki í þessari stöðu ættu að leita til EBRD er sú, að bankinn getur tekið þátt í áhættunni með þeim. Þá skiptir einnig miklu máli að starfsmenn bankans hafa mikla reynslu af fjármögnun verkefna á starfssvæði bankans. Það getur komið sér vel að notfæra sér þá reynslu.“ Breytingar framundan Starfsumhverfi EBRD hefur tekið miklum breytingum á umliðnum árum. Þar munar mest um þær breytingar sem orðið hafa á Evr- ópusambandinu, ESB, með inn- göngu fjölmargra ríkja af starfs- svæði bankans í bandalagið. Aðild þeirra að ESB, og hugsanleg aðild enn annarra landa af starfssvæði EBRD að bandalaginu, mun kosta mikla fjármuni og leggja byrðar á núverandi aðildarlönd ESB. Þau hafa lagt áherslu á að EBRD hjálpi til við þessar breytingar. Lönd ut- an ESB, sem eiga aðild að EBRD, telja sum hver hins vegar að þetta sé ekki hlutverk EBRD. Það á til að mynda við um Bandaríkin. Hagelund segir að meðal annars vegna þessa sé stöðugt verið að ræða um framtíð EBRD. „Það er almenn samstaða um að bankinn eigi að leita meira í suður- og aust- urátt. Stækkun Evrópusambands- ins og ýmislegt fleira hefur orðið til þess að draga úr hlutverki bank- ans í þeim löndum sem hafa gengið í sambandið. Þar er nú kominn virkur fjármálamarkaður sem get- ur tekið að sér þau verkefni sem EBRD hefur verið að sinna og þörf var á áður að bankinn tæki þátt. Umræðan núna snýst því um það hvaða hlutverki bankinn mun gegna þegar fram í sækir. Það er almenn samstaða um það að bankinn eigi að vera til staðar svo lengi sem þörf er fyrir hann. Þegar verkefnin verða hins vegar ekki lengur fyrir hendi verður ekki þörf fyrir bankann. Þegar að því kemur ber það vott um góðan ár- angur,“ segir Sven Hagelund. Ýmis tækifæri í austri Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (EBRD) er fjárfestingarbanki í eigu 60 landa. Ísland er á meðal hluthafa. Í dag verður kynn- ingarfundur um starfsemi bankans. Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við Sven Hagelund, framkvæmdastjóra EBRD fyrir Svíþjóð, Ís- land og Eistland, af því tilefni. AP Á starfssvæðinu Búlgarskir þjóðdansarar á Alexander Nevsky-torginu í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, sem er á starfssvæði EBRD. Miklir möguleikar eru sagðir til fjárfestinga í A-Evrópu fyrir íslensk fyrirtæki. gretar@mbl.is Sven Hagelund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.