Morgunblaðið - 27.10.2005, Side 9
hafa verið meiri en hann hafi átt von á.
Fyrir utan beina fjármögnun, höfum
við séð samstarfssamninga og sölu-
samninga í framhaldi af þingum og
flest byggt upp gott tengslanet sem
mun nýtast. „Það er þannig óhætt að
fullyrða að fyrirtækin sem tóku þátt í
þinginu í vor hafi náð góðum árangri.“
Má nýta betur skattfé
Opinberar stofnanir gætu í auknum
mæli nýtt sér Seed Forum til að öðlast
betri sýn á nýsköpun hér heima og er-
lendis, að mati Jóns Helga. „Sjóðir á
borð við Nýsköpunarsjóð atvinnulífins
veita fé til nýsköpunar en mikilvægt er
að þeir sem taka ákvarðanir um slíkt
hafa ekki aðeins innlendan samanburð
þegar þeir meta innlendar umsóknir.
Með því að taka
virkan þátt í Seed Forum ferlinu geta
þessir aðilar öðlast góða yfirsýn yfir
það sem er að gerast í nýsköpun er-
lendis og verða þar af leiðandi betur í
stakk búnir til að meta hvaða íslensku
nýsköpunarhugmyndir eru líklegastar
til að ná árangri. Þar með er hægt að
nýta fé skattborgaranna betur.“
Jón Helgi bendir einnig á að hið op-
inbera geti á auðveldan hátt aukið
gæði í utanríkisþjónustu sinni með því
að taka þátt í Seed Forum ferlinu.
„Það er eitt af hlutverkum stofnana og
sendiráða að greiða götu fyrirtækja
erlendis og þátttaka í Seed Forum
eykur einungis þekkingu og tengsl-
anet þeirra sem taka þátt og þannig
má gera góða þjónustu betri,“ segir
Jón Helgi en tekur fram að ís-
lensku Seed Forum fyrirtækin
hafi notið mjög ágætrar þjónustu
íslensku sendiráðanna og VUR í
New York, London og Moskvu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 B 9
/ "# 2 % . %&'(
4 4
# ("5
"# (6
# 5
#
! "
! "# # "
! 7
"
!#
&'(
. &'( 8"5
9: &9)#
2/ 9' ; < . === „FYRIRTÆKI mitt fékk talsvert
umtal í kjölfar Seed Forum í apríl og
það eru klárlega fleiri sem hafa
áhuga á verkefninu. En fjármögnun
nýs fyrirtæki tekur yfirleitt nokkuð
langan tíma, jafnvel tvö til þrjú ár, og
við erum í því ferli núna,“ segir Ósk-
ar Jónsson, framkvæmdastjóri
GDTS, sem kynnti hugmynd sína um
harðkorna skósóla, kennda við
Græna demantinn, á Seed Forum í
apríl sl. Óskar segir þingið einstakt
tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki
til að koma hugmyndum sínum á
framfæri. „Að mínu mati er Seed
Forum frábær vettvangur fyrir
sprotafyrirtæki til að koma hug-
myndum sínum á framfæri og eini
vettvangurinn hér á Íslandi. Seed
Forum eru auk þess orðin sterk sam-
tök á Norðurlöndum og teygja anga
sína víðar. Þannig er ákveðin við-
urkenning fólgin í því að taka þátt í
Seed Forum.“
GDTS tók þátt í Seed Forum þingi
í Moskvu sl vor en Óskar segir Rúss-
land mjög áhugaverðan markað og
þar hafi hann fundið fyrir miklum
áhuga. „En maður þarf talsvert fjár-
magn til að ráðast á svo stóran mark-
að. Sprotafyrirtæki þurfa öll að glíma
við vandann við að fá til sín fjármagn.
Allir vilja að frumkvöðullinn dragi
vagninn einn en þegar vagninn er
síðan kominn af stað eru þeir hinir
sömu tilbúnir til að stökkva á hann.
Sprotafyrirtæki eru jafnan ekki með
mikla sölu né veltu. Þar af leiðandi er
erfiðara fyrir fyrirtækin að sækja
fjármagn. En okkur er að takast að
yfirstíga þennan þröskuld og í dag
eru í vinnslu sölusamningar í Rúss-
landi og á Íslandi,“ segir Óskar.
Seed Forum hjálpaði mikið
Hugbúnaðarfyrirtækið AGR kynnti
innkaupa- og markaðsstýringarkerfi
AGR Innkaup á Seed Forum í
Reykjavík í apríl. Hálfdan Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri AGR, seg-
ir þátttökuna í Seed Forum hafa ver-
ið mjög lærdómsríka.
„Undirbúningsvinnan fyrir þingið
gagnaðist okkur mjög vel, þar sem
gerðar voru viðskiptaáætlanir og
stofnað var til tengsla við aðila í svip-
uðum sporum. Þátttakan í Seed For-
um skilaði okkur einnig góðri fjár-
mögnun, þannig að þátttaka í þinginu
hefur reynst mjög vel.“
Að sögn Hálfdans er AGR um
þessar mundir að stofna fyrirtæki í
Danmörku sem verður söluaðili fyr-
irtækisins þar í landi og annast
markaðssetningu á Norðurlöndum.
„Við höfum einnig fylgt okkar málum
eftir annars staðar í Evrópu, höfum
tryggt okkur endursöluaðila og höf-
um þegar gert nokkra sölusamninga
á kerfinu. Hlutirnir eru þannig
komnir á hreyfingu og það er engum
blöðum um það að fletta að Seed
Forum hjálpaði okkur mikið.“
rmagn
hema@mbl.is
Te
ik
ni
ng
/A
nd
ré
s
Það kennir ýmissa grasa á fjárfestingaþinginu Seed Forum sem haldið verð-
ur á Nordica Hotel á morgun. Þar verða m.a. kynntar viðskiptahugmyndir
um teiknimyndir, sjávarfallarafstöð, samheitalyf, borðspil, risasjónvarps-
skjái, gagnvirk leiktæki, sjúkdómsgreiningu og upplýsingaöryggi.
Óskar Jónsson Hálfdan Gunnarsson
Eini vettvangur sprotafyrirtækja