Morgunblaðið - 27.10.2005, Qupperneq 10
MENTIS Cura er að
þróa aðferðir og þjónustu
til þess að snemmgreina
Alzheimers sjúkdóminn
með heilaritum.
Alzheimers sjúkdóm-
urinn er í dag álitinn eitt hraðast
vaxandi heilbrigðisvandamál í hinum
vestræna heimi. Nú þegar hafa 15
milljónir manna greinst með sjúk-
dóminn, en talið er að 2020 verði þeir
orðnir 24 milljónir. Þróun lyfja og al-
menn meðferð við sjúkómnum er af-
ar vandasöm. Aðallega er stuðst við
taugasálfræðileg próf og útilokun á
öðrum sjúkdómum við greiningu, en
þessi aðferð
greinir ekki
sjúkdóminn fyrr
en lífsgæði hafa skerst verulega.
Kristinn Johnsen, framkvæmdastjóri
Mentis Cura, segir vísindamenn fyr-
irtækisins hafa gert uppgötvun sem
vonir standa til að geti bætt verulega
úr þessum vanda. „Mentis Cura hef-
ur í samstarfi við Háskóla Íslands og
Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldr-
unarfræðum framkvæmt klíníska
frumrannsókn sem staðfestir að-
ferðafræðina. Aðferðin byggist á
heilaritum og lyfjagjöf með svoköll-
uðum greiningarhvata sem er upp-
götvun Mentis Cura. Í framhaldinu
er nú verið að framkvæma viðameiri
rannsóknir sem eiga að staðfesta ná-
kvæmar greiningarhæfni aðferðar-
innar. Einnig er verið að þróa raf-
skaut sem eiga að auðvelda
framkvæmd töku heilarita.“
Kristinn segir að markmið Mentis
Cura sé að unnt verði að greina sjúk-
dóminn mun fyrr en er hægt í dag, en
vitað er að þau meðferðarúrræði sem
til eru í dag virka betur ef meðferð
hefst snemma. „Verði hægt að fylgj-
ast nákvæmlega með framgangi
sjúkdómsins opnast einnig nýjar dyr
fyrir stóru lyfjaþróunarfyrirtækin að
þróa ný meðferðarúrræði. Er jafnvel
von til þess að unnt verði að þróa fyr-
irbyggjandi meðferðir sem hefjast
áður en lífsgæði eru farin að glatast.“
Áform Mentis Cura ganga út á að
stofna greiningarmiðstöð á Íslandi
sem getur þjónað heilbrigðiskerfum
og lyfjaþróunarfyrirtækjum út um
allan heim. „Mælingarnar ættu sér
þá stað úti í heimi, en gögnin yrðu
send til greiningar í miðstöðinni í
gegnum netið. Mentis Cura myndi
síðan skila skýrslu sem læknir getur
stuðst við þegar hann framkvæmir
greininguna. Miðstöðin mun einnig
veita þjónustu við skipulagningu
klínískra rannsókna, framkvæmd
þeirra og úrvinnslu úr niðurstöðum
fyrir lyfjaþróunarfyrirtæki.“
Greina Alzheimer fyrr en nú er gert
Morgunblaðið/Ásdís
Kristinn Johnsen: „Verði hægt að
fylgjast nákvæmlega með fram-
gangi sjúkdómsins opnast einnig
nýjar dyr fyrir stóru lyfjaþróun-
arfyrirtækin.“
10 B FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSEMI 3-PLUS byggist á
því að þróa og framleiða gagnvirk
leiktæki og leiki fyrir börn og selja í
gegnum dreifingarfyrirtæki á hverj-
um markaði fyrir sig. Fyrirtækið
hefur byggt upp öflugt dreifing-
arnet með lykilfyr-
irtækjum á hverjum
markaði fyrir sig. Í
gegnum þetta dreif-
inet selur fyr-
irtækið í dag dvd-
kids-leiktækið og þrosk-
andi leiki fyrir 3–7 ára krakka.
3-Plus hefur þróað dvd-kids, þráð-
laust leiktæki sem breytir venjuleg-
um DVD-spilara í leikjavél fyrir
krakka á aldrinum 3–7 ára. Fyr-
irtækið selur ýmist núverandi vöru
undir merkjum dvd-kids eða Inter-
acTV og fer nafnið eftir markaðs-
svæðum.
Að sögn Ingólfs Garðarssonar,
framkvæmdastjóra 3-Plus, er mark-
miðið að nýta dreifinet fyrirtækisins
til að efla söluna á dvd-kids og einn-
ig til að selja ný gagnvirk leiktæki
fyrir mismunandi markhópa.
„Vöruþróun skipar því stóran sess
hjá fyrirtækinu og fer hún ýmist
fram innan þess eða í samstarfi við
erlenda aðila og verður ný vara
kynnt á leikfangasýningunni í Nürn-
berg í byrjun febrúar á næsta ári.
Samhliða þessu hefur fyrirtækið
gert samninga við fyrirtæki eins og
Disney, MTV Networks og HIT
Entertainment um gerð leikja sem
byggjast á þekktum teiknimynda-
persónum eins og Bangsímon,
Bubba byggi og Konungi ljónanna.“
3-PLUS var stofnað árið 1999 af
Helga G. Sigurðssyni og Jóhannesi
Þórðarsyni. Fyrstu árin fóru í þró-
unar- og kynningarvinnu
sem skilaði góðum ár-
angri og fór fyrsta
leiktækið á markað
í Frakklandi haustið
2003 ásamt nokkrum
leikjum. Árið 2004 bætt-
ust Norðurlöndin við og Fisher
Price hóf sama ár sölu á tækinu í
Bandaríkjunum. Í ár bættust við
nokkrir nýir markaðir en þeir helstu
eru Spánn, Ítalía, Þýskaland, Bret-
land, Ástralía og Suður-Ameríka.
„3-PLUS starfar á þeim hluta leik-
fangamarkaðarins sem vaxið hefur
hvað örast undanfarin tvö ár og er
spáð hvað mestum vexti á næstu ár-
um,“ segir Ingólfur. „Fyrirtækið er
með öflugt dreifingarnet sem sam-
anstendur af markaðsráðandi fyr-
irtækjum á hverjum markaði fyrir
sig. Sem dæmi um dreifingarfyr-
irtæki má nefna RTL Enterprises í
Þýskalandi, Nordisk Film á Norð-
urlöndunum, Smoby-Berchet í
Frakklandi og Fisher Price í ensku-
mælandi löndunum og Suður-
Ameríku. Fyrirtækið ætlar á næstu
árum að hasla sér völl á mann-
mörgum mörkuðum í Asíu, svo sem í
Japan, Kína, Indlandi og S-Kóreu.
Samhliða þessu leggur fyrirtækið
mikla áherslu á vöruþróun og mun
nýta sér reynslu sína til að markaðs-
setja fleiri gagnvirk leiktæki og leiki
á núverandi og nýjum mörkuðum í
gegnum dreifinet sitt.
Vaxtarhorfurnar eru góðar og
verður þess ekki langt að bíða að
DVD-spilarar verði allsráðandi á
kostnað hefðbundinna myndbands-
tækja sem jafnframt þýðir stærri
markaði fyrir 3-PLUS. Það eru gríð-
arleg tækifæri innan seilingar og er
3-PLUS að leita að framsýnum sam-
starfsaðilum til að taka þátt í þeim,“
segir Ingólfur.
Allur heimurinn undir hjá 3-Plus
Morgunblaðið/Ásdís
Ingólfur Garðarsson: „3-PLUS
starfar á þeim hluta leikfanga-
markaðarins sem vaxið hefur hvað
örast undanfarin tvö ár og er spáð
hvað mestum vexti á næstu árum.“
STIKI sérhæfir sig í ráðgjöf og
hugbúnaðarþróun á sviði upplýsinga-
öryggismála og beitir til þess alþjóð-
legum stöðlum. Á Seed Forum Ice-
land mun fyrirtækið kynna áætlanir
sínar um sérleyfi (franchising) á ráð-
gjöf, hugbúnaði og aðferðafræði fyr-
irtækisins á þessu sviði.
Í maí 2002 hlaut Stiki faggilda
vottun frá bresku staðlastofnuninni
BSI skv. BS 7799 og ISO 9001. Stiki
er eitt af fjórum öryggisvottuðum
fyrirtækjum á Íslandi og eina fyr-
irtækið sem er bæði öryggis- og
gæðavottað.
Stiki hefur unnið að innleiðingu ör-
yggisstjórnkerfa hjá fjölmörgum ís-
lenskum fyrirtækjum og stofnunum.
Fyrirtækið hefur einnig þróað sér-
hæfðan hugbúnað á sviði upplýsinga-
öryggis, kerfi til áhættumats í
vinnslu upplýsinga, sem nú þegar er í
notkun hjá á þriðja tug íslenskra fyr-
irtækja og stofnana. Að sögn Ragn-
heiðar Kristínar Guðmundsdóttur,
markaðsstjóra Stika, er frekari þró-
un hugbúnaðarlausna á þessu sviði í
gangi hjá fyrirtækinu. Þar sé un að
ræða einingahugbúnað sem tekur á
öllum þáttum sem tengjast upplýs-
ingaöryggi, svo sem eignakerfi, áætl-
unum um samfelldan rekstur og
fleiru. „Kjarninn í hugbúnaðinum eru
alþjóðlegir staðlar, lög og reglur sem
varða upplýsingaöryggismál,“ segir
Ragnheiður Kristín. „Hugbúnaður-
inn er hluti af sérleyfinu sem jafn-
framt felur í sér aðferðafræði Stika
við innleiðingu upplýsingaöryggis.
Sérleyfið er markaðssett gagnvart
ráðgjafarfyrirtækjum sem vilja beita
lausnum og aðferðafræði frá öryggis-
og gæðavottuðu fyrirtæki sem hefur
margra ára reynslu af upplýsinga-
öryggismálum.“
Kjarninn í hugmyndafræði Stika
eru alþjóðlegir staðlar um upplýs-
ingaöryggi, svo sem upplýsinga-
öryggisstaðlarnir BS 7799 og ISO
17799, en einnig eru lögð til grund-
Aukin krafa um
upplýsingaöryggi
Morgunblaðið/Ásdís
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir:
„Með sífellt öflugri hugbúnaði og
vélabúnaði, vaxandi notkun, net-
tengingum og ekki síst almennum
aðgangi að netinu eykst þörfin fyr-
ir að tryggja öryggi gagna og bún-
aðar.“
vallar lög og reglur þar sem gerð er
krafa um upplýsingaöryggisaðgerðir.
Ragnheiður Kristín segir að með
sífellt öflugri hugbúnaði og vélbún-
aði, vaxandi notkun, nettengingum
og ekki síst almennum aðgangi að
Netinu aukist þörfin fyrir að tryggja
öryggi gagna og búnaðar. „Á sama
tíma hefur orðið gríðarleg þróun í ör-
yggismálum upplýsingakerfa sem
m.a. má sjá af alþjóðlegum stöðlum á
þessu sviði sem litið hafa dagsins ljós
á undanförnum árum. Jafnframt hafa
kröfur löggjafans á þessu sviði auk-
ist, ekki síst hvað varðar meðferð
persónuupplýsinga. Lög Evrópusam-
bandsins um persónuvernd gera
kröfur um aðgerðir er varða upplýs-
ingaöryggismál og sambærileg lög
gilda í öðrum löndum. Fjármálaeft-
irlit gera einnig kröfur um að fyr-
irtæki undir þeirra eftirliti innleiði
stjórnkerfi upplýsingaöryggis til að
vernda upplýsingar sem þau hafa í
sínum kerfum.“
Ragnheiður segir að með þátttöku
í Seed Forum vilji Stiki vekja áhuga
þeirra fjárfesta sem deila trú fyr-
irtækisins á raunverulega alþjóðlega
vaxtarmöguleika á þessu sviði.
SPROTAFYRIRTÆKI
Engar spólur
Hrö› endurheimt gagna
Enginn stofnkostna›ur
Háflróu› dulkó›un
Vöktun 24/7
www.securstore.is575 9200
SecurStore – sjálfvirk, örugg netafritun
fla› er til
flægilegri lei›
til a› geyma gögnin
M
IX
A
•
fít
•
5
0
8
3
4