Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 B 13  Lausnir fyrir matvælaiðnaðinn? Á FoodTech Scandinavia er að fi nna mesta framboðið í Norður-Evrópu! Vélbúnaður og vinnslutæki · Umbúðir og umbúðatækni · Innihalds- og viðbótarefni · Rekjanleiki · Lyfjatækni Sérpantaðu aðgöngumiða á www.foodtech.dk og sparaðu þér inngangseyrinn SPARAÐU ÞÉR 10,00 EVRURAllt fyrir nútímaframleiðslu matvara HVENÆR ER OPIÐ? Nýmæli frá 350 birgjum í fararbroddi á heimsvísu Dönsku mjólkurbúin - sýning Ráðstefnur um málefni dagsins FoodTech Innovation verðlaunin Scanstar verðlaunin FoodTech færir þér bestu yfi rsýnina yfi r það sem efst er á baugi í matvælaframleiðslunni 15. – 17. nóvember 2005 Kl. 9.00 – 17.00 alla sýningardagana 5. ALÞJÓÐLEGA MATVÆLATÆKNIVÖRUSÝNINGIN · Exhibition Centre Herning · Danmörk 15. - 17. nòvember 2005 fjármögnun, þá búi þeir ekki lengur yfir nauðsynlegri þekkingu og færni sem gagnast sprotafyrirtækjum. Þeir fáu sjóðir sem séu virkir á þessu sviði, auk efnaðra athafna- manna, komist ekki yfir að uppfylla þá þörf sem er á þeirra þekkingu og eftirfylgni. Þá kemur fram í skýrslunni að fjárfestingarsjóðir hafa úr sífellt meira fé að spila. Slíkt gerist án þess að sjóðstjórum fjölgi endilega, enda krafa um lágan rekstrar- kostnað. Þetta leiðir aftur til þess að litlar fjárfestingar í sprotafyr- irtækjum eru einfaldlega ekki fýsi- legur kostur, enda oft meiri vinna að halda utan um fjárfestingu í sprotafyrirtæki en í til dæmis stóru og vel reknu fyrirtæki í umbreyt- ingum. Því er það einfaldlega oft hagkvæmara fyrir sjóði að einbeita sér að stærri verkefnum þar sem hægt er að koma hærri upphæðum í vinnu með minni fyrirhöfn. Með- alupphæð fjármögnunarsamninga sjóðanna hefur verið að hækka síð- ustu áratugi á meðan að meðalupp- hæð í sprotafjármögnun hefur lengst af verið á bilinu 3 til 10 mill- ljónir dollarar ef tímabil netból- unnar er undanskilið. Niðurstaða skýrslunnar því skýr. Ólíklegt er að sprotafyrirtæki nái að fjármagna sig í gegnum hefð- bundna áhættufjárfestingasjóði, heldur þarf að koma til ný hugsun og ný nálgun þar sem stjórnvöld spila stórt hlutverk við að tryggja skilvirkan ramma og hvata í sínu skattkerfi. Ný hugsun í skattkerfið Jón Helgi segir að ef litið sé til Bandaríkjanna þá sé það staðreynd að fjárfestingar athafnamanna eru stærsta einstaka auðlindin þegar kemur að fjármögnun sprotafyr- irtækja. Hann bendir á að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hafi þessi hópur fjárfest fyrir 11 milljarða bandaríkjadollara og þannig staðið undir 48% fjárfestinga í sprotafyr- irtækjum þar í landi. Til sam- anburðar þá fjárfestu áhættu- fjárfestingasjóðir í Bandaríkjunum fyrir hálfan milljarð dollara í sprotafyrirtækjum. „Fyrir sprota- fyrirtæki má líkja þessu við að fyrir hverjar 22 krónur í fjárfestingu frá efnuðum athafnamönnum kemur ein króna frá áhættufjárfest- ingasjóðum. Þetta sýnir vel hvað þessi hópur er mikilvægur og mik- ilvægt að stjórnvöld átti sig á þessu ef þau vilja stuðla að auknu fjár- magni til nýsköpunar og sprota- starfsemi“ Jón Helgi segir að nýja hugsun þurfi í skattkerfið hér heima þannig að það tryggi nægjanlega hvata til að virkja hinn ósýnilega, en stóra hóp efnaðra athafnamanna og búa til margfeldisáhrif í gegnum skatt- kerfið. „Þessi hópur athafnamanna sem hefur auðgast á rekstri er mikil auðlind sem þarf að virkja til frek- ari afreka í gegnum stjórnunarstörf og fjármögnun sprotafyrirtækja. Þessir aðilar geta miðlað af rekstr- ar- og stjórnunarreynslu, auk þess að koma með fjármagn í uppbygg- ingu fyrirtækja. Stefna stjórnvalda þarf bara að taka mið af þessu og fjármagni þarf þá að beina í farveg sem virkjar þennan hóp. Við þurf- um ekkert að finna upp hjólið, framsæknar þjóðir allt í kring um okkur hafa áttað sig á þessu og hafa þegar komið með breytt skattkerfi og reglur sem miða að því að virkja þennan hóp. Með því að ríkið fjár- festi eina krónu í gegnum skatt- kerfið þá má virkja þennan hóp þannig að hann skili margfaldri þeirri upphæði í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum. Markmið fjár- festaþingsins Seed Forum er að leiða saman á kerfisbundinn hátt efnaða athafnamenn og hágæða sprotafyrirtæki sem hafa farið í gegnum ákveðna alþjóðlega síu sem tryggir gæði. Að ýta undir slíka starfsemi hefur því margföldunar- áhrif sem ekki næst með því að beina fjármagni inn í sjóði. Meira segja með sjóðasjóðum þá næst ekki sambærilegt margfeldi í fjár- mögnun,“ segir Jón Helgi. HLUTVERK markaða er sam- kvæmt hagfræðilegri skilgreiningu að miðla vöru eða þjónustu gegn greiðslu á sem skilvirkastan hátt. Í hinu fullkomna hagkerfi virka þessir markaðir fullkomlega en þar gildir jafnframt að allir hafa sama aðgang að upplýsingum. Við sem lifum og hrærumst í hinu daglega lífi vitum hins vegar að aðgangur að upplýsing- um er sjaldan eða aldrei jafn. Annar markaður sem hið sama gildir á er hlutabréfamarkaðurinn. Þar er vandamálið kennt við innherja en þær Áslaug Björgvinsdóttir og María Kristjánsdóttir hafa nýlega lokið við lokaverkefni í lögfræði þar sem fjallað er um verndarhagsmuni reglna um innherjaviðskipti. Það er því ekki úr vegi að byrja að spyrja þær um hverja slíkum reglum er að ætlað að vernda. „Þeim er ætlað að vernda markað- inn annars vegar og markaðsaðila hins vegar,“ segir María og bætir við að með markaðsaðilum sé átt við fjár- festa annars vegar og útgefendur hlutabréfa hins vegar. „Ef innherjaviðskipti eiga sér stað getur það komið niður á trúverðug- leika og skilvirkni markaðarins,“ bætir Áslaug við. Lög til að vernda markaðinn „Eitt af því sem sló okkur var að þeg- ar reglur um slík viðskipti voru settar hér á landi árið 1989 var ekki tekið fram til hvers þær voru settar. Það er eins og þær hafi verið settar vegna þess að svipaðar reglur giltu í ná- grannalöndunum. Það er ekki fyrr en í skýrslu sem kom út árið 2001 sem minnst er á hverjir hagsmunaaðilar eru. Þar kemur fram að það séu í fyrsta lagi markaðurinn og í öðru lagi þeir aðilar sem markaðurinn leiðir saman, þ.e. fjárfestar og útgefendur. Samkvæmt lögum eru engin einka- réttarleg úrræði fyrir fjárfesta eða útgefendur þannig að lögin sjálf eru miðuð út frá því að vernda markað- inn,“ heldur hún áfram. Er hægt að tala um tjónþola þegar kemur að innherjaviðskiptum? „Það sem kemur fyrst upp í hug- ann þegar spurt er um tjónþola í inn- herjaviðskiptum er sá sem selur inn- herja bréf eða kaupir af honum bréf. En þessi tjónþoli hefur ekki úrræði samkvæmt lögum um verðbréfavið- skipti til þess að sækja rétt sinn,“ seg- ir María. Margir hafa andúð á reglum af öllu tagi og því er ekki óeðlilegt að einhverjir muni ætla að reglur um innherjaviðskipti komi einnig niður á skilvirkni markaðarins. „Að einhverju leyti gera þær það. Það þarf að þræða hinn gullna með- alveg í þessu eins og öðru,“ segir María en aðspurð hvort slíkar reglur dragi úr viðskiptum með hlutabréf svarar Áslaug að um það gildi tvö mismunandi sjónarmið. „Sumir segja að eigi innherjavið- skipti sér stað geti það leitt til þess að fjárfestar – almenningur – haldi sig til hlés og hætti sér ekki út á markaðinn. Það komu upp nokkur hneykslismál vegna innherjaviðskipta í Bandaríkj- unum á 9. áratugnum og menn bjugg- ust við að almenningur myndi halda að sér höndum og ekki þora út á markaðinn en svo fór ekki, viðskipti jukust í staðinn,“ segir Áslaug. - Mynduð þið þá vilja segja að það væri ekki þörf á reglum um innherja- viðskipti? „Alls ekki,“ segir Áslaug og María bætir við að þeirra tilfinning sé sú að þörf sé á reglum. „Annars myndu fjárfestar ekki hætta sér út á mark- aðinn þegar litið er til lengri tíma. Auk þess sem verð á hlutabréfum gæti orðið hærra.“ Það liggur í hlutarins eðli að reglum er ætlað að verða öllum til góðs. Hafa þær Áslaug og María orð- ið varar við að reglurnar mismuni fjárfestum? Áslaug segir þetta að miklu leyti vera spurningu um framkvæmd því samkvæmt reglunum séu heimildir til viðskipta fyrir fruminnherja mun takmarkaðri en framkvæmdin er í raun. „Reglurnar hér á landi eru í raun mjög strangar. Það er nóg að frum- innherjar búi yfir innherjaupplýsing- um til þess að viðskipti þeirra séu ólögmæt. Það hefur aðeins fallið einn dómur í slíku máli hér á landi en áður en það gerðist þurfti að sýna fram á að innherji hefði í raun nýtt sér upp- lýsingarnar, sanna glæpsamlegan ásetning, til þess að um brot væri að ræða. Þannig að reglurnar hafa breyst eftir að dómurinn féll. Ef túlka ætti reglurnar bókstaflega væri mjög erfitt fyrir fruminnherja að eiga viðskipti. Þess vegna er ljóst að framkvæmd reglnanna er ekki eins ströng og þær sjálfar,“ bætir María við. - Er það vegna þarfa markaðarins sem framkvæmdin er ekki eins ströng og reglurnar? „Þeir sem við töluðum við, meðal annars regluverðir í bönkum og Fjár- málaeftirlitið, töluðu um að markað- urinn hér á landi væri það ungur að það þarf að hafa strangar reglur til þess að byggja upp virðingu manna fyrir því að innherjaviðskipti væru ólögmæt. Þeir rökstyðja það þannig að það er ekki jafnmikil reynsla á markaðnum hér og t.d. í Bandaríkj- unum þar sem markaður hefur verið síðan í upphafi 19. aldar,“ segir María og Áslaug bætir við að það hafi mikil áhrif hversu erfitt sé að sanna brot á reglum um innherjaviðskipti. Þess vegna geti það reynst Fjármálaeftir- litinu mjög erfitt að fylgja þessum reglum eftir. Það er erfitt að sjá fyrir sér að inn- herjaupplýsingar séu ekki alltaf fyrir hendi. Forstjóri fyrirtækis hlýtur að hafa betri innsýn í rekstur fyrirtækis en fjárfestir úti í bæ. „Það er eitt helsta vandamálið við innherjareglur. Viðskiptagerningur- inn er ekki ólögmætur heldur þarf að sanna að sá sem fremur gerninginn ætli sér viljandi að nýta upplýsing- arnar. Þess vegna var lögunum hér á landi breytt þannig að það sé nóg að viðkomandi búi yfir innherjaupplýs- ingum til þess að gerningurinn sé ólögmætur. Og má viðkomandi þá aldrei eiga viðskipti með viðkomandi félag? Einn þeirra sem við ræddum við benti okkur á áhugavert dæmi. Segjum að stór hluthafi í félagi vilji selja hlut sinn. Það eru í sjálfu sér innherjaupplýsingar og spurningin er hvort hann megi ekki selja vegna þess að hann býr yfir þeim upplýs- ingum að hann vilji selja. Ströng túlk- un á lögunum myndi verða til þess, nokkuð sem að okkar mati verður til þess að skerða skilvirkni markaðar- ins,“ segir María. Hvern vernda reglurnar? Morgunblaðið/Jim Smart Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is .................. „ Þ a ð e r n ó g a ð f r u m i n n h e r j a r b ú i y f i r i n n h e r j a u p p - l ý s i n g u m t i l þ e s s a ð v i ð s k i p t i þ e i r r a s é u ó l ö g m æ t . “ .................. Þörf á reglum Áslaug Björgvinsdóttir (t.v.) og María Kristjánsdóttir segja reglur um innherjaviðskipti nauðsynlegar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.