Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 B 15
Í viðskiptalífinu bíða mennhluthafafundar FL Groupmeð nokkurri eftirvæntingu.Ástæðan er einfaldlega sú, að
í kjölfar umræðna undanfarinna
daga um kaup FL Group á Sterl-
ing Airways eru menn ekki sann-
færðir um að öll sagan hafi verið
sögð um þessi viðskipti.
Að sjálfsögðu dettur engum í
hug að forstjóri FL Group hafi
sagt ósatt í sjónvarpi um meintan
tilflutning fjármuna félagsins til
þess að greiða fyrir kaupum
Pálma Haraldssonar á Sterling
fyrr á þessu ári. Engu að síður má
finna á samtölum við fólk í við-
skiptalífinu, að margir telja, að
eitthvað sé ósagt í málinu.
Hluthafafundur er hinn rétti
vettvangur til þess að leggja fram
allar upplýsingar um málið. Hann-
esi Smárasyni bar í sjálfu sér eng-
in skylda til að svara spurningum
sjónvarpsmanna. Hann ber hins
vegar skyldur gagnvart hluthöfum
í Flugleiðum bæði stórum og
smáum. Leggi hann ekki fram all-
ar upplýsingar um málið að eigin
frumkvæði verður fróðlegt að sjá,
hvort einhver hluthafanna lítill eða
stór ber fram fyrirspurn um þetta
tiltekna mál eða önnur, sem því
kunna að tengjast.
Slíkum spurningum á hluthafa-
fundi yrði forstjórinn að svara.
Salan á Iceland Express
Í einum ljósvakamiðlanna í gær
voru vangaveltur um sölu Iceland
Express. Staðfest var að KB-banki
væri með fyrirtækið til sölu. Fram
kom að margir hefðu spurst fyrir
um fyrirtækið. Einnig kom fram,
að bankinn hefði enn ekki lagt
verðmat á fyrirtækið. Og skilja
mátti talsmann fyrirtækjasviðs á
þann veg, að það væri vegna þess,
að fyrirtækið væri svo nýkomið í
sölu. Það svar vekur athygli vegna
þess, að einhverjir hafa staðið í
þeirri trú, að bankinn hafi fengið
Iceland Express til sölu á liðnu
sumri og hafi því haft góðan tíma
til að verðleggja það. En vel má
vera, að staðföst ákvörðun eig-
endanna um að selja hafi þá ekki
legið fyrir.
Í frétt sama ljósvakamiðils kom
fram, að sumir teldu eðlilegt verð
fyrir Iceland Express 3-4 millj-
arðar. Ef það er rétt verður ekki
annað sagt en að allt verði að gulli
í höndum Pálma Haraldssonar.
Ólíklegt er að hann og viðskipta-
félagar hans hafi greitt mikið fyrir
Iceland Express á sínum tíma.
Selji þeir félagið nú á þessu verði
munu þeir ganga frá borði með
umtalsverðan hagnað. Hið sama á
augljóslega við um söluna á Sterl-
ing, þótt deilt sé um hvað hagn-
aðurinn verði mikill.
Byko og Húsasmiðjan
Deilur Byko og Húsasmiðjunnar
síðustu daga benda til þess að
óskráðar reglur í samskiptaháttum
fyrirtækja séu úr sögunni í við-
skiptalífinu. Verðstríðið á milli
Krónunnar, sem er í eigu sömu að-
ila og Byko og Bónussverzlana er
komið á það stig, að Krónan sýnist
ráða verðlaginu í Bónusverzlunum.
Nú er fyrirtækjasamsteypa Jóns
Helga Guðmundssonar að færa
verðstríðið á breiðari vettvang og
segja Húsasmiðjunni, sem er að
verulegu leyti í eigu Baugs stríð á
hendur.
Sennilega kæmi það landsmönn-
um vel ef Jón Helgi og hans fólk
keyptu Iceland Express!
Öll sagan sögð?
INNHERJI SKRIFAR ...
Innherji@mbl.is
’Í frétt sama ljósvakamið-ils kom fram að sumir
teldu eðlilegt verð fyrir
Iceland Express 3–4 millj-
arða. Ef það er rétt verður
ekki annað sagt en að allt
verði að gulli í höndum
Pálma Haraldssonar.‘
ÞRÍR nýir starfsmenn hafa tekið til
starfa í Kauphöll Íslands.
Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir hefur
hafið störf sem markaðs- og kynningar-
stjóri Kauphallar-
innar í ársfjarveru
Helgu Bjarkar Eiríks-
dóttur. Kristín er
kennaramenntuð frá
KHÍ og hefur MSc.-
gráðu í almanna-
tengslum frá Uni-
versity of Stirling,
Skotlandi. Kristín er
gift Rúnari Dýrmundi
Bjarnasyni sérfræð-
ingi og eiga þau tvö börn.
Unnur María Þorvaldsdóttir hefur tekið
við starfi gæða- og
verkefnastjóra af
Ágústu Hrefnu Lár-
usdóttur. Unnur
María er menntuð í
rafmagnsverkfræði
frá Konunglega
tækniháskólanum í
Stokkhólmi og hefur
MBA-gráðu í rafræn-
um viðskiptum frá
Háskólanum í
Gävle, Svíþjóð. Hún
er í sambúð með Alexander Reuter og
eiga þau eina dóttur.
Íris Ösp Björns-
dóttir tekur við starfi
Bryndísar Aspar
Valsdóttur í fjarveru
hennar. Hún sinnir
þjónustu við kaup-
hallaraðila og útgef-
endur. Íris er með
Cand.oecon-gráðu á
sviði reikningshalds
og endurskoðunar
frá Háskóla Íslands.
Hún er í sambúð með Guðjóni Helga Guð-
mundssyni og eiga þau tvö börn.
Til Kauphallarinnar
EDDA Langworth Jónsdóttir hefur verið
ráðin til Athygli ehf. sem ráðgjafi.
Þá mun Edda einnig sinna almanna-
tengslum, textagerð og öðru því sem til
fellur í starfsstöð At-
hygli í Reykjavík.
Edda lauk stúdents-
prófi frá MH árið 1988
og BA-prófi í fjölmiðlun
og útgáfu (Comm-
unication and Publ-
ishing) frá Simon Fra-
ser háskólanum í
Vancouver í Kanada
1999. Hún starfaði sem umsjónarmaður
með námskeiðum hjá Canadian Center
for Studies in Publishing við sama skóla
árið 2002 og í framhaldi af því sem um-
sjónarmaður með öflun námsstyrkja til
ársloka 2003. Hún hefur einkum starfað
við vefhönnun og vefstjórn síðan 1999, nú
síðast sem verkefnastjóri hjá ecSoftware í
Reykjavík.
Ný hjá Athygli
Láttu kraftmikið umhverfi Bláa Lónsins
virkja hugmyndaflæðið og sköpunar-
kraftinn. Glæsilegir salir fyrir fundi og
ráðstefnur.
Nánari upplýsingar í síma 420 8806
og á radstefnur@bluelagoon.is
– til að efla sköpunarkraftinnGóð hugmynd www.bluelagoon.is
● Finnur Oddsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla
og forstöðumaður
MBA-náms við við-
skiptadeild Háskól-
ans í Reykjavík,
HR. Finnur lauk BA
prófi í sálfræði frá
Háskóla Íslands ár-
ið 1994 og dokt-
orsprófi í sálfræði
frá West Virginia University árið
2000.
Með og að loknu námi starfaði
hann sem ráðgjafi hjá Aubrey Dani-
els International í Atlanta. Frá 2001
hefur Finnur starfað sem lektor við
viðskiptadeild HR og sinnt rann-
sóknum á sviði mannauðsstjórn-
unar, kennslu í BSc og MBA-námi og
stjórnendaþjálfun við Stjórnenda-
skóla HR. Eiginkona Finns er Sigríður
Þorgeirsdóttir, skrifstofu- og starfs-
mannastjóri LOGOS lögmannsþjón-
ustu og eiga þau eitt barn.
Yfir MBA-námi HR