Tíminn - 10.04.1970, Síða 11

Tíminn - 10.04.1970, Síða 11
FÖSTUÐAGTOl 10. aprfl 1970. TIMINN 27 Húsráðendur Geri við og stilli hitakerfi Geri við V.C. kassa, heita og kalda krana, þvottaskál ar og vaska. Skipti hita. Hilmar J. H. Lúthersson pípulagningameistari. Sími 17041 tii kl. 22. EFLÚM OKKAR HEIMABYG6Ð SKIPTUM .VIÐ SPARISJODIHN » • . . • ' ' SAM3AN0. ÍSL/ SPARISJÓCA'- NÝJAfi ZETOR DRATTARVÉLAR Nýjar Zetor dráttarvélar á sér- staklega hagstæOu verði. Á síðastliðnu ári var skipt um umboð fyrir Zetor dráttarvélar frá Tékkóslóvakíu og tók ÍSTEKK (íslenzk-tékkneska verzl unarfélagið h.f.) við því. Innflutningur á endurbættri og nýrri gerð af þessum vélum hófst á síðastliðnu ári, en eldri gerðir af Zetor hafa verið í notkun hér á landi um árabil og hafa réynzt mjög vel, eru sterkar og hafa mikla dráttarhæfni. Nýju Zetor vélarnar eru mjög fullkomn- ar hvað allan tæknilegan útbún að snertir, auk þess sem vélarn ar hafa fengið nýtt og smekklegt útlit. Sérstaklega er fjölvirka „Zetormatic“ vökvakerfið athygl isvert og Zetor aflvélin, sem er mjög gangviss og fer strax í gang í miklum kuldum, sem annars. Allur útbúnaður Zetor vélanna er í fullu samræmi við - ströng- ustu nútímakröfur. Fer þar sam- an fallegt form vélanna, tæknileg ur útbúnaður, fjölhæfni og sterk bygginig þeirra þannig að nýting þeirra við hin fjölbreytilegu störf séu sem mest. Með Zetor vélun- um fylgir varahluta- og verkfæra sett, sem er innifalið í verði vél- anna. Verð Zetor dráttarvélanna er mjög hagstætt miðað við aðrar sambærilegar dráttarvélar á mark aðnum og getur verðmunur verið um kr. 50—60 þúsund á vél, sem Zetor er ódýrari. Ze.or 3511, 40ha„ 10 gíra kostar aðeins um kr. 171.000.00. Innifalið í þessu verði er fullkom inn standard útbúnaðar og áfest öryggisgrínd. Þessi gerð er hent- ug til allra almennra bústarf, þar sem hún er létt og lipur og við hana má tengja hvers konar hjáipartæki. Zetor 5511, 60ha., 10 gíra kostar um kr. 259.000.00 og með standard útbúnaði auk vökvastýris og öryggisgrindar. Þessa gerð má fá með fullkoninu öryggishúsi, miðstöð, rúðuþurrk- um o.fl. og kostar þá um kr. 271.000,00. Þetta er aflmikil vél til allra þyngri starfa s.s. til að knýja þungar jarðvinnslu- eða uppskeruvélar og önnur þung tæki. Flestir bændur munu nú hafa fengið senda upplýsinga- og verðlista yfir Zetor dráttarvél- arnar og er þar að finna greina- góðar upplýsinga og lýsingu á vélunum og hvað hægt að fá aukalega með þeim. Vegna þess hve Zetor dráttar- vélarnar eru óvenju hagstæðar, er eftirspurn eftir þeim rnjög mikil. Er því þeim bændum, sem hyggja á dráttarvélakaup í vor bent á að hafa samhand við umboðið hið fyrsta og tryggja sér vél í tíma fyrir vorannirnar. ÍSTEKK mun kappkosta að veita góða varahlutaþjónustu og taka verksmiðjurnar árs-ábyrgð á vélunum, auk þess sem sérþjálf- að starfslið annast eftirlit og þjóa ustu fyrir þær. Eins og áður er getið er Zetor umboðið hjá ÍSTEKK (íslenzk- tékkneska verzlunarfélagið h.f)., Lágmúla 5, sími 84525, Reykja- vík, sem veitir allar nánari upp- lýsingar og fjrringreiðslu þeim er þess óska. Miklar framfarir hafá átt sér stað i fóðurflutningi Fóðurblandan h.f. var stofnuð 1960, af 12 fyrirtækjum á Suður- Vestur- og Norðvesturlandi, er seldu fóðurvörur til bænda. Höfðu þessi fyrirtæki þá átt í miklum erfiðleikum með að full- rœegja eftirspurn bænda á sínu svœði efítir innlendum kjarnfóður blöndum. Á fyrstu árum fyrirtæk hrirx: var aðeins framleidd kúafóð urblanda og aðeins til að full- aægja þörfum hluthafa. En fljót- lega kom í Ijós að þörf var fyrir fleM tegundir blanda og fram- lefðum við nú fyrir allar tegund- ir búfjár. Á þessum árum var allt kjarn- fóður keypt frá U.S.A. aðallega maismjöl, byggmjöl, hominy feed auk varpfóðurs og blandaðs bænsnakorns, og allt sekkjað. Þá var ekki heimilt að kaupa fóður- vöru frá Evrópulöndum, enda þótt verð þar væri oftast mun hag- stæðara og flutningsgjöld frá Ev- rópu mikið lægri, en þar sem sem gjaldeyrisforði þjóðarinnar var eklti of mikill, varð að kaupa allar fóðurvörur undir svokölluð- um Plr480 vörukaupsamningi við UJSjA- X Strax í upphafi reyndum við ao ná sem beztum kaupum á fóðr- inu frá U.S.A. og leituðum ávallt tílboða hjá mörgum aðilum þar^ í hvert sinn er keypt var, og tók- um síðan frá þeim aðila er bezt bauð, en á tilhoðum gat oft mun- að verulega á verði. Allar þess- ar fóðurvörur voru fluttar hing- að sekkjaðar frá New York, dýr- ostu hafnarborg heims, en þar vwru hafnax- og lestunargjöld mjög há, svo eðlilegt var að flutn- ingsgjöldin væru í samræmi við það. Við gerðum okkur því fljót- lega Ijóst, að í fóðuikaupamálum væri breytinga þörf og í ársþyrj- un 1966 gerðuim við fyrstir fóð- urinnflytj enda, tilraun með inn- flutning á ómöluðum og ósekkj- uðum maís til íslands frá U.S.A. Eimskipafélag íslands, varð góð fúslega við. óskum okkar um flutning á lausu korni og gat lækkað flutningsgjaldið um helm- ing frá sekkjavöru-fiutningsgjaldi sem stafaði fyrst og fremst af því, að laust korn rúmast betur í lest- um og ekki siður af því, að nú var lestað í annarri höfn, og korninu dælt um borð í skipið, skipafélaginu að kostnaðarlausu. auk . þess var innkaupsverð á lausu ómöluðu korni mun lægra vestra en á mjöli í sekkjum. Ljóst var að með þessari tilraun var brotið blað í fóðurinnflutn- ingi.'Verð lækkaði mjög mikið og þarna sparaðist dýrmætur gjald- eyrir og flutn.gjöldin lækkuðu þá þegar um helming. Hins vegar var aðstaðan hérlendis til mót- töku á lausu korni svo og möl- un þess mjög erfið, svo verðið lækkaði þá þegar ekki nema um kr. 600.- pr. tonn, en ljóst var að hægt var og rétt að haífa þenn- an hátt á fóðurinnflutningi í fram tíðinni og flytja þá vinnu sem þessu fylgdi yfir á íslenzkar hend ur, og óþarfi að greiða erlendu vinnuafli gjaldeyri fyrir vinnslu á vörunni. Við fluttum inn á þessu fyrsta ári um 1800 tonn af lausu korni og um áramótin 1966 1967 hófu svo bæði M.R. og SÍS, innflutning á fóðri á sama hátt og hafa þessi þrjú fyrirtæki síð- an flutt inn árlega 20—30 þús. tonn af lausu korni, malað það hér og blandað íslenzku fiski- mjöli, grænmjöli og öðrum nauð- synlegum snefilefnum og fram- leitt fóðurblöndur fjrir allar teg. búfjár. Við þennan iðnað mun nú láta nærri að vinni um 50—60 manns hérlendis. Við í Fóðurblöndunni h.f. vor- um búnir um nokfcra hríð að ala með okkur þá von, að við gætum reist hér fullkomna mölunar- og blöndunarstöð, og fenigum á fyrri hluta árs 1966 hingað erlendan verkfræðing til áætlunargerðar og leiðbeiningarstarfa. Fengum við síðan erlent tilboð í allar vélar og varð hetidaráætlun byggingar- kostnaðar um 12 milljónir króna fyrir verksmiðju sem gat afkast- að 50 tonnum á dag,_ miðað við 8 klst. vinnudag. Með í þessari áætlun var gert ráð fyrir köggl- uðu fóðri og útbúnaði til að flytja laust fóður í bulkbifreiðum beint til bænda. Við sóttum þá þegar um og fengum leyfi viðskipta- málaráðuneytisins til erlendr- ar lántöku á vélum. En á síðari hluta ársins 1966 komu fram til- lögur um breytingu á innflutn- ingsháttum á fóðri. S'kapaðist þá mikil óvissa um samkeppnisað- stöðu okkar gagnvart innflutn- ingi á fullunnu fóðri frá Evrópu, og því talið óvarlegt að leggja í mikla fjárfestingu fyrr en séð væri, hvemig þróunin jrrði. . . í ársbyrjun 1967 ex svo fóðurintt- flutningur gefinn frjáls og hefur verið það síðan. Við hófum þá innflutning á fullunnu fóðri frá B.O.C.M. í Bretlandi og seldum þáð ásamt okkar innlendu fóður- blöndum, auk þess seljum við nú einnig fóðurblöndnr frá P.PJH. í Danmörku, svo við -getum boðið bændum fjölbreytt vöruúrval, bæði sekkjaðar fóðurvörur og eða laust á dœlubifreið okkar. Að fenginni reynzlu, er sýni- legt að íslenZkar fóðurvöruiðnað- ur getur staðizt erlenda sam- keppni og hefur félagið því ásamt S.ÍJS. og M R. ákveðið að stíga fyrsta framfarasporið til uppbygg ingar öflugs fóðurvöruiðnaðar á íslandi, með byggingu korngeyma við Sundahöfn. Enda er það sann- fœring okkar í Fóðurblöndunni h.f., að hagur íslands og íslenzkra bænda, er bezt tryggður með því, að allur innflutningur og vinnsla á kjarnfóðri sé í höndum íslenzkra aðila.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.