Tíminn - 03.05.1970, Side 3
M*. • »
. w i’.
f' í f r ■ i
i
STOíNUDAGXJR 3. maí 1970.
TÍMINN
3
Jæja, þá er Trúbrot komjð
heim frá Danmörku. Þeir
komu taeð tvær plötuupptök-
ur með sér heim, tveggja laga
og Þriggja laga.
Ferðalagið var hið eftir-
minnilegasta að sögn Rúnars
— og það sem um 400 mvnd-
ir voru teknar í ferðinni, mun
ég eyða nobkuð stórum Muta
næsta þáttar í að skýra frá
því helzta, sem bar fyrir Trú-
brot í útJandimL
Skólakosningarnar um
POPPSTJÖRNTJNA 1970
standa sennilega ennþá yfir,
því að nokkrir skólar hafa
ekki sent úrslitin ennþá.
Laugarvatnsskóli tók kosn-
ingarnar mijög alrvarlega eins
og vera ber, þar voru prent-
»ðir atkvæðaseðlar og hvað
eina.
Svo bíð ég með að birta
nokkur úrslit — eða líflínur
hljómsveita — þangað til 17.
œaL
1
A T3PPNUM
Síðastliði-u mánudag labb-
aði ég inn í hljóðfæraverzlun
Fálfcans og fékk upplýs-
ingar um 10 bezt seldu plöt-
urnar þar.
Ég birti hér listann í tvennu
lagi vegna þess að salan á inn-
lendu plötunum annars vegar,
og erlendum hins vegar er efck
ert sambærileg. íslenzku plöt-
urnar seljast yfirleitt mikið
betur (Iþótt Bítlarnir og önn-
ur mjög fræg nöfn standi oft
upp í hárinu á þeim), en hérna
kemur svo listinn.
Innlendar plötur:
1. Roof Tops. i
2. Óðmenn.
3. Ævintýri.
4. Þuríður Sigurðardóttir.
Erlendar plötur:
1. Let it be — Beatles.
2. Com And Get It — Bad
finger.
3. Wanderin Star — Lee Mar-
vin.
Framhald á bls. 11 Framhald á 11. síðu
Hm 18 ára Dana og Mary Hopkin eru orSnar beztu vinkonur. Mary
gat varla haett að syngfa HVAÐEINA ÖLLU AF (ALL KINDS OF
EVERYTHING) daginn eftir keppnina.
Hvenær ætli íslendingar taki þátt i söngkeppni sjónvarpsstöðva
í Evrópu? Á meðfylgjandi mynd er hún Daina frá írlandi ásamt
þeirri frægu Mary Hopkin.
Þótt Dana sé mjög vinsæl í heimalandi sínu, þá var hún óþekkt
í öðrum löndum, áður en hún tók þátt £ dægurlagakeppninni. Lag-
ið, sem hún söng, er eftir tvo prentara. \
Bretar urðu diálítið „spældir“ yfir því að Mary Hopkin komst
ekki í fyrsta sætið með lagið sitt Knock Knock, en hugga sig þó
við það, að Dana er fædd í London — bara alin upp á írlandi.
Þessvegna segja þeir að England bafi hafnað í fyrsta og öðru
sæti.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Steve Mac Queen hefur ákveðið
að hætta kvikmyndaleik — jafnvel fyrir fuRt og allt, vegna þess
að hann er farinn að tapa heyrn. Sumir segja að heyrnarleysið
stafí af taumlausri mótorhjóla og bffladeMiu, en Steve hefur mjög
gaman af að taka þátt í aksturskeppnum — en í slíkum keppnum
vantar yfirleytt ekki hávaðann.
Led Zeppelin hafa undanfarið verið á hljómleikaferðalagi um
Bandaríkin. Um leið hafa þeir notað tækifærið og látið kvikmynda
reisuna (fyrir venjulegan kvikmyndahúsmarkað). Þessa dagana
græða meðlimir hljómsveitarinnar á tá og fingni, svo að þeim hef-
ur dottið í hug að skíra kvikmyndina Gullæðið.
I
ÞORSTEINN EGGERTSS0N:
UHGUfolki
SMASAGA:
GEDVEIKI HANDAN VID STROMP
Einmanalegur máninn kastaði
bláleitri birtu yfír húsþökin og
skorsteinana meðan bor,gin svaf.
Það var blankalogn og ég sat
einn míns liðs uppi á þaki hjá
reykháfnum og horfði niður á
gráar tígulsteinsgötumar, sem
bugiðuðust á millli drumgalegra
húsanna.
Mér leið eitthvað svo ein-
kennilega, eins og ég væri stadd-
ur í öðrum heimi og fjarrænir
draumar reyndu að þröngva sér
inn í sál mína, þrátt fyrir að ég
væri vakandi — svo glaðvakandi,
að aldrei hafði mér fundizt raun-
veruleikinn rauniverulegri en ein-
mitt nú.
Megnið af nóttinni hafði ég
legið andvaka í rúimi mínu og
bylt mér á allar hliðar, unz ég
hafði loksins ákveðið að lœðast
út um gluggann og skríða út i
svalt næturloftið á þakinu.
Allt var svo tært og undur-
hijótt, nema hvað annarleg píanó
tónlist barst mér til eyrna — óra
langt neðan úr götunni — úr
ævagömlu steinhúsi með dauf-
. ^ui;ij Ijó4 yitlum glugga. f ^
Hugur minn var í þann veig-
inn að losna úr tengslum við allt,
sem ér 'skýlt staðreyndum og mér
fannst sál mín leysast upp og allt
að því hverfa inn á svið óþekktra
allheimsvídda, þegar eitthvað
innra með mér tók skyndilega í
taumana, þannig að ég varð aft-
ur ein hieiid í ósköp hversdags-
legum likama.
Það gekk kvenmaður eftir göt-
unni.
Af einihverjum óskiljanleg-
um ástæðum höfðu augu mín veitt
henni athygli — og þannig slitið
mig úr tengslum við óraunveru-
leikann.
Hiún gekk þarna hægum skref-
um upp við húsaröðina hinum
megin við götuna — niðurlút —
þenkjandi — og vingsaði svartri
leðurtíösku.
Hún var svarthærð, í svartri,
mjórri kápu — virtist fölleit í
bláma tunglskinsins — og lang-
ur, drungalegur skuggi fylgdi
hennd.
Langa stund gat ég ekki haft
augun af þessari fögru veru, sem
minnti einna helzt á draumsýn
— og ég dáðist að fegurð henn-
ar.
„Þú ert asni“, öskraði ég síð-
an af öEum kröftum og mikilli
heift í áttina til hennar.
Það liðu nokkrar sekúndur, en
siðan tóku að kvikna Ijós í sum-
um glugigum, hingað og þangað í
nágrenninu — og geðillur karl-
fauskur, hálfsofandi, hinum meg-
inn við götuna opnaði gluggann hjá
sér og fór að röfla hástöfum um
að hann hefði engan svefnfrið
fyrir einhverjum vitleysingi á ein-
hverju þaki.
Ég leit á mannkertið, fyrir-
litningaraugum, og var skapi
næst að míga framan í hann, en
sá mig um hönd, því gatan var
breið.
Karlgreyið hafði lokið sér af,
lokaði ' glugganum sínum og
slökkti ljósið.
Allt var hljótt á ný.
Stúlkan, sem hafði haldið á-
fram göngu sinni, eins og ekfcert
hefði í skorizt, hallaði sér nú
upp að ljósastaur ofarlega í göt-
unni og virtist þreytuleg.
— Hvað heitirðu?, hrópaði
ég til hennar, eins hátt og ég gat,
en gamla svánið hinum megin í
götunni birtist aftur í glugga sín-
um og gerði meira röfí. hálfu
æstari en áðui.
—■ Dagmar Valdimars, sagði
Íiún með gríðárlega áhugasamri,
en grófri rödd og gaf mér hýrt
auga (en aðeins eitt hýrt auga —
hún var nefnilega eitthvað lasin
í hinu, eftir þvi sem ég frétti síð-
ar);
Ég leit hins vegar á hana
tveim hýruim augum, því mér
fannst hún þessieg, að auðveld-
lega mætti lokka hana upp á þak
til sín. Þess vegna gerði ég rödd
mína eins angurblíða og ég gat
og kvákaði til hennar:
— Komdu og seztu nú hérna
upp á þakið hjá mér.
— Ert‘ eitthvað skrítinn?
spurði hún. — Heldurðu bara
áð ég setjist svona upp á þak
með hverjum sem er? Og svona
líka viðbjóðsiega heiðgrænt þak.
— Og svo má ég það heldur
efcki, af því að móðursystir mín
vinnur í niðursuðudósaverk-
smiðju.
— Viltu þá að ég fcomi nið-
ur og rassskelli þig?, öskraði ég
illilega og enn fíeLi ljós kvikn-
uðu í gluggum 1 nágrenninu. ,
Ég sá meira að segja grind-
horaða og fáklœdda kerlingu
hlaupa emjandi af skelfingu út í
veður og vind — úr kjallaraporti
neðarlega í götunni. Skyldi hún
hafa haldið, að ég ætti við hana?
N— Jæja þá, sagði stúlkan tví-
ræð, eif ekki þriræð á svipinn.
— Ég skail fcoma upp til þín, ef
þú segir mér hvað þú heitir. Ég
sezt nefnilega aldrei svona upp
við stromp hjá Ókunnugum. Þú
veizt líka að ég heiti Dagmar
Valdimars — en þi..
— Sigmiar Ingimars, laug ég
— og þá hljóp hún áfengjulega í
áttina tál mín og byrjaði að Llifra
feimnislaga upp þakrennuna.
Það feið nokkur támi, en loks
tókst henni með erfiðismunum 1
að skreiðast upp ó þafcbrúnina
— en þá hneig hún líka ör-
magna af þreytu á þakið.
Ég leiddi hana upp að skor- ‘
steininum og við fengum okkur
sæti á mœninum. Þar horfðumst
vio í augu um stund — og sterk-
ur straumur af aðdáun myndað-
ist á milli okkar. Það var eins
oig hugir okkar beggja væru full-
ir af orðum og hugsunum, en
tungur okkar virtust bundnar og
við gátum ekfci mælt orð af vör.
Loksins rauf óg hina vandræða
fegu þögn.
— Eh, hér. . . finnst yður gam-
an að raða kuðungum? spurði ég
og fór allur hjá mér.
Hún yppti öxlum og tók að
naga neglurnar. Það ískraði ó-
notalega í naglalakkinu hennar,
svo að ég missti þolinmæðina,
spratt fokvondur á fætur og
sagði:
— Ef þú hættir ekki að naga
á þér neglurnar, þá hendi ég þér
niður í kartöfiugarðinn hérna
fyrir neðan.
Það brá fyrir skelfingarglampa
í augum hennar svo að ég bað
hana afsökunar á skapofsa mín-
um og settist hjá henni. Ég fikr-
aði mig nær henni, tók vandræða-
lega um ökla hennar og reyndi
að hugsa upp eitthvert varan-
legt umræðuefni.
Það var farið að kólna í veðri
og smám saman höfðu öl1 ljósin
í nágrenninu slokknað, nema
götuljósin. Nokkur ský höfðu
myndazt á himninum og innan
stundar voru þau farin að fela
mánann a± og til.
Ég ætlaði að :ara að stinga
upp á því að við kæmum í felu-
leik þarna uppi á þakinu. en
hætti við það og saug upp í nef-
ið, annars hugar.
— Það er e-kki hægt að sitja
svona bak við stromp í alla nótt,
sagði ég loksins. — Viltu ekki
heldur korna inn til mín og borða
með mér heitan hrísgrjónagraut?
Hún þáði það hæversklega og
slefaði lítilsháttar en svo skrið-
um við inn um gluggann að her-
berginu mínu. '
Vitanlega átti ég engan hrís-
grjónagraut. því að ég var bara
að tæla vesalings stúlkuna.
Það, sem eftir var af nóttinni,
er mér égleymanlegt. Ég lét
hana sópa, hreinsa og skúra allt
herbergið — hátt og lágt með
tannbursta. Það hafði ekki verið ,
tekið til í því i fjóra mánuði,
sv< að ég sofnaði vært og svaf
betur en ég hafði lengi gert. Ég
vaknaði ekki fyrr en undir há-
degi næsta dags, en þá var stúlk-
an að leggja síðustu hönd á hreán-
gerningarnar.
Hún virtist þreytt og rugluð í
ríminu og var sem hún hefði
elzt um tíu til fimmtán ár um
nóttina, svo að ég leifldi hana 1
Framhald á 11. síðu j