Tíminn - 26.05.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1970, Blaðsíða 1
Fjölsóttur kappræðufundur FUF og Heimdallar í gærkvöldi: UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN VORU Á HRÖÐU MÁLEFNALEGU UNDANHALDI EJ-FB-Kcykjavík, mánudag, Kappræðufundur FUF og Heimdallar um borgarmál fór fram í Sigtúni í kvöld. Á fimmta hundrað manns voru komnir á fundinn, þegar hann hófst. Þegar blaðið fór í prent- un, stóð fundurinn enn, en Sjálf stæðismenn höfðu verið í stöð- ugu málefnalegu undanhaldi og í vörn, \n þeir sem á annað borð fjöllu'ðu um borgarmál- in, gerðu ítrekaða tilraun til þess að verja gerðir borgar- stjórnarmeirihlutans og svara gagnrýni Framsóknarmanna, en fór það óhönduglega. Kappræðufundurinn hófst klukfcan hálf níu í fcvöld, og var þá hátt á fimmta hundrað maniis toomið til að hlusta á kappræðurnar. Þrjár umferðir voru fyrirh'jgaðar, og töluðu allir ræðumenn beggja aðila í hverri utnferð. Fyrsta umferðin var tíu til 1E mínútur fyrir hvern ræðumanna, en hinar Framhald á 11. síðu :TÍ*SS Aiðmundur G. Þórarinsson f ræðustól á fondinum. Timamynd: Gimnar). SÁTTA- FUNDIR HAFNIR EJ-Reykjavík, mánudag. Sáttafundir hófust að nýju í dag, eftir hlé um helgina. f dag var fundur hjá sáttasemjara ríkisins með fulltrúum vinnuveit- enda og verkamanna- og verkakvennafélaganna, en í kvöld hófst fundur með vinnuveitendum og laun- þegum í málm- og skipa- smíðaiðnaSinum. Ekki höfðu í kvöld borizt fréttir af breytingum í samn- ingaviðræðunum, en nýr sátta fundur verður á morgun, þriðju dag. Nú er skammur tími til stefnu, ef semja á án verkfalls, þar sem fyrstu verkföllin hefj ast miðvikudaginn 27. maí. Eru það fimm félög sem boðað hafa verkfall frá þeim degi, ef ekki nást samningar fyrir þann tíma, og þar á meðal stærstu verka- lýðsfélögin svo sem Dagsbrún í Reykjavik. Mörg félög hafa boðað til verkfails næstu daga þar á eftir. Ef ekfci hefur náðzt samkomu lag um mánaðarmótin, verða verkföllin odðin það viðtæk, að nálgast allsherjarverkfaH. Skattskráin mun sýna stór- hækkuð útsvör einstaklinga - og verður þess vegna ekkí bírt fyrr en eftir kosningar Þ.Þ.-Reykjavík, mánudag. Skattskráin í Reykjavík mun verða birt 5.—10. júní. Stjórnar flokkarnir munii ekki telja sér það óhagkvæmt, að birting hennar dragist fram yfir mán- aðamótin, því að hún mun leiða í Ijós, að launafólk verður að grei'ða mun hærri skatta í ár en í fyrra, enda þótt raun- tekjur ársins 1969, sem skatt- arnir Ieggjast á, hafi orðið mun lægri en þær voru árið áður. Ástæðan til skattahækkunar- innar er aðallega sú, að tekjur launafólfcs munu hafa orðið t___________________________________ um 12—14% hærri í krónutölu á árinu 1069 en 1068, vegna hærri dýrtíðarbóta og launa- skriðs. Hins vegar hefur frá- dráttur sá, sem er heimilaður samkvæmt skatbvísitölunni, hækkað mun minna, eða um 8%. Þetta veldur því, að sfcatt skyldar tekjur munu hækfca og yfirleitt lenda í bæsta útsvars stiga, en til þess að komast í hann þurfa t.d. hjón ekki að hafa nema 84 þús. kr. í skatt- skyldar tekjur. Á allt sem þar er fram yfir, leggst 30% út- svar. Hvílíkt ranglæti það er, að skattleggja tekjur ársins 1969 þannig hærra en ella vegna dýrtíðarbótanna, sést bezt á því, að þær hafa livergi nærri nægt til að vegr. upp á móti dýrtíðaraukningunni á árinu, en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hefur vöruverði verið til íafnaðar um 24% hærra á árinu 1969 en 1968. Raunveruleg kjaraskerðing hefur þannig alltaf orðið yfir 10% á árinu 1969, en samt á að skattleggja tekjur þess árs meira en ársins á undan. Framsóknarmenn reyndu á síðasta Iþingi að beíta sér gegn þessu ranglæti með því að flytja tillögu um þá breytingu á skattalögunum, að skattvísi- talan yrði látin fylgja fram- færsluvísitölu, eins O'g var í fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar. Skattvisitalan hefði þá orðið 173 stig í stað 140, eins og ríkisstjórnin hefur ákveðið hana. Hversu þetta munar sést á þvi, að frádrátt- ur hjóna við tekjuskattsálagn- ingu hefði orðið 104 þús. kr. samkvæmt tillögu Framsófcnar manna ,en hann verður 157 þús, samkv. naigildandi visitölu. Þá hefði orðið tilsvarandi mun ur á frádrætti við útsvarsálagn ingu og á sikattþrepum. í reynd hefði þetta þýtt um 13—15 þús. kr. lækfcun á útsvörum og tekju sfcatti hjá hjónum, sem hafa um 220 þús. kr. árstekjur. Þessa tillögu Framsóknar- manna sameinuðust stjórnar- flokkarnir um að fella og því hækkar útsvör og tekjuskatt- ur verulega á einstaklingum í ár. Þess eiga sikattgreiðendur að minnast við kjörborðið á sunnudaginn fcemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.