Tíminn - 26.05.1970, Blaðsíða 3
MtroJUDAGUR 26. maí 1970.
Stjórn Skólafélags Kennara-
skólans
Mótmælir tilskipun
menntamálaráðherra
varðandi inntöku
í skólann
Blaðinu barst í gær eftirfar-
andi tilkynning:
St.iórn Skólafélags Kennaraskóla
íslands mótmælir harðlega síðustu
tilskipun menntamálaráðherra
varðandi inntöku almenns 1. bekkj
ar í haust.
Við hendurn á, að þessi tilskip-
un brýtur algjörlega í bág við
loforð ráðherra á uppeldismála-
þingi síðastliðið sumar, en þá
sagði hann, að í haust yrði stúd-
entspróf eða sambærileg mennt-
un inntökuskilyrði í skólann, eins
og í nágrannalöndum okkar. Þar
sem þessi yfirlýsing ráðherrans lá
fyrir, álitu menn, að engir gagn-
fræðingar eða landsprófsmenn
yrðu teknir inn í haust.
Sú verður þó eigi raunin á, ef
svo fer, sem stefnir. Menntamála-
ráðherra hefur aðeins hækkað eini
unnamark gagnfræðinganna lítil-
lega. Þess vegna má búast við, að
nú setjist álíka f jöldi í fyrsta bekk
og undanfarin ár. Og alveg eins
og í fyrra er nú sagt, að þetta
verði síðasti fyrsti bekkurinn með
þessu sniði, — næsta haust verði
inntökuskilyrðunum breybt.
Þess ber einnig að geta, að
vœntanlegum fyrsta bekk er ekki
ætlað sams fconar nám og þeim,
sem nú eru í skólanum. Ætlazt
er til, að nám þessa „síðasta"
bekkjar gagnfræðinga og lands-
prófsmanna verði mun meira en
fyrri árganga. Nám hans í skólan-
um á sem sé ekki að vera fjögur
ár til kennaraprófs eins og nú er,
heldur sex eða sjö ár. Það jafn-
gildir vitaskuld því, að þeir væru
fjögur ár í menntaskóla, eða í
framhaldsdeildum gagnfræðaskóla,
og síðan þrjú ár í Kennarskólan-
um. í reynd er því stúdentspróf
eða sambærileg menntun gerð að
inntökuskilyrði. Hins vegar á að
hrúga fjölda nemenda, sem í raun-
inni eru menntaskóla- eða fram-
haldsdeildanemar í yfirfullan
Kennarskólann. Hvers vegna í
ósköpunum má nám þeirra ekki
fara fram í menntaskólum eða
framhaldsdeildum? Er ekki fárán-
Iegt að setja þá í þann skólann,
sem býr við mestu þrengslin, og
er auk þess alls ekki menntaskóli
og því síður framhaldsdeild gag.n-
fræðaskóla, heldur sérskóli til að
mennta kennara?
Við mótmælum því harðlega, að
kennaranám okkar verði útþynnt
meir en orðið er með því að auka
enn á þrengslin og aðstöðuleysið,
algjörlega að ástæðulausu. Við
bendum einnig á, að engum er
greiði gerður með því að taka inn
landsprófsmenn og gagnfræðinga
í haust, því að menntun þeirra
hlýtur einnig að bíða tjón af alls-
leysi Kennaraskólans, sem nú þeg-
ar hefur tæplega 1000 nemendur,
þó svo að skólahúsið sé gert fyrir
200. Þess vegna er það krafa okk
ar, að í haust verið einungis tekn
ir inn nemendur, sem hafa stúd-
entspróf eða sambærilega mennt-
un. Það er eina lausnin, sem við-
unandi er fyrir kennaramenntun-
ina í landinu.
Stjórn Skólafélags
Kennarskóla íslands.
Bílar á kjördag
Þeir stuðningsmenn B-listans,
^em lána vilja bíla á kjördag,
eru beðnir að hafa saniband við
kosningaskrifstofuna sem fyrst.
TÍMÍNN
Fyrsti vinningurinn í Gestahappdrætti sýningarinnar var afhentvr f dag. ÞaS er Elna Supermatic saumavéi.
Á myndinni sést Baidur Ágústsson, verziunarstjóri h|á Silla eg Valda, óska vinningshafa, Elísabetu Jóhanns-
dóttur tll hamingiu. (Tímamynd: GE)
AÐGANGUR BARNA TAKMARK-
AÐUR AÐ HEIMIUSSÝNINGUNNI
SB-Reykjavík, mánudag.
Á sýningunni „Heimilið-veröld
innan veggja“, var í dag tilkynnt,
að framvegis fengju börn innan
12 ára ekki aðgang, nema í fylgd
með fullorðnum. Þótti starfsfólki
sýningarinnar mál til komið, því
að það hefur verið erfiðleikum
bundið undanfarna daga, að hafa
hemil á börnum, sem komið hafa
á sýninguna ein síns liðs og notað
staðinn til að leika sér á!
Um 13000 manns höfðu séð
SJ—Reykjavík, mánudag.
í dag voru birt úrslit í sníða-
og saumasamkeppni Álafoss h.f.,
„Norðurljósaföt 1970“. Þátttak-
endur voru 14 og átti fatnaður-
inn að vera úr ullarefnum, svo-
nefndum norðurljósaefnum frá
verksmiðjunni Álafoss. Tíu verð-
laun voru veitt, 25.000 kr., 5.000
kr. og átta 1000 kr. verðlaun.
Fyrstu verðlaun hlaut Svava Finn
bogadóttir, Akranesi, fyrir sam-
festing í rauðum litum með húfu
og veski úr sama efni. Dóra Guð-
björt Jónsdóttir fékk önnur verð-
laun fyrir minikjól með silfur-
keðju og belti, sem hún hefur
sjálf smíðáð.
Svava hefur áður_ fengið verð-
laun í keppni hjá Álafoss en þá
fyrir prjónaskap. Það var fyrir
útprjónaða herrapeysu með sjals-
kraga, sem síðan hefur verið frám
leitt mikið af í fjöldaframleiðslu.
Framsóknarmenn og
aðrir stuðningsmenn
B-listans,
sem fengið hafa senda happ-
drættismiða vegna borgar-
stjómakosninganna, em vin-
samlega beðnir að gera skil
sem allra fyrst. Uppgjöri er
veitt móttaka að Hringbraut 30,
á afgreiðsiu Tímans í Banka-
stræti og á öllum hverfaskrif-
stofum flokksins.
sýninguna um lokun í gærkvöldi,
þar af komu 5000 í gær, sunnudag.
Um fimmleytið í dag, fékk blaðið
þær upplýsingar, að inn á svæðið
hefðu, það sem af er deginum,
selzt 70 aðgöngumiðar fyrir full-
orOna, en 300 fyrir börn. Starfsfólk
í hinum ýmsu deildum kvartaði
svo mikið undan ágangi barnanna,
sem jafnvel voru í eltingaleik eða
feluleik á sýningarsvæðiinu, að
gripið var til þess, að takmarka að-
gang barna að sýningunni.
Seinnipartinn í dag var tízku-
Svava fékk á sínum tfma önnur
verðlaun fyrir hana. Saimfesting-
inn, sem verðlaun hlaut að þessu
sinni, hefur Svava hugsað sér eink
um fyrir unglingsstúlkur, en eig-
endur Álafoss h.f. telja norður-
ljósaefnin eiga vel við £ fatnað
handa þeim aldursflokki.
Dóra Guðbjört Jónsdóttir er
gull- og silfursmiður, og taldi hún
að beltið, myllurnar og keðjan
sem fylgja kjól hennar kostuðu
um 4000 kr. í framleiðslu. en
vitaskuld væri unnt að búa þessa
hluti til úr ódýrara efni en silfri.
Heimilt var að senda fatnað á
karla og konur. börn jafnt sem
fullorðna í keppnina, en enginn
þátttakenda hafði ráðizt í að
sauma norðurljósaföt handa kari-
mönnum. Hvenær fáum við að
sjá íslenzka karlmenn ganga á ný
í innlendum litklæðum?
Þriðju til tíundu verðlaun hlutu
þessar konur: Kristín Kristinsdótt-
ir, Reykjavík, Elín Jónsdóttir,
Kópavogi, Margrét Jako'bsdóttir,
Reykjaví’k, Steinunn Friðriks-
dóttir, Hafnarfirði, Steinunn Thor
arensen, Mosfellssveit, Guðrún Eyj
ólfsdóttir. Kefiavík, Eva Vilhelms
dóttir, Reykjavík og Sigurdís
Sveinsdóttir, Reykjavík.
Þau skilyrði voru fyrir þátt-
töku í keppninni að Álafoss hefði
framleiðslurétt á verðlaunafatnað
inum og sýningarrétt í 4 mánuði.
Dómnefnd skipuðu: Frú Dýrleif
Ármann, frú Auður Laxness og
Björn Guðmundsson, klæðskeri.
Norðurljósaefnin éða regnboga-
sýning og voru áhorfendur mest-
megnds börn.
„Lukkupotturinn", vinsæli, í bás
Dráttarvéla, hefur verið opnaður 6
sinnum það sem af er sýningunni
og enn er alltaf biðröð vi® nann.
Vinningur í Gestahappdrættinu
er dregdnn út á 3ja daga fresti og
síðasti vinningurinn, Elna Super-
matic saumavél, sem dregin var út
á laugardagskvöldið féll í hlut
Elísabetar Jóhannsdóttur. Næsti
vinningur er Mallorca-ferð, sem
dregin verður út á þriðjudaginn.
efnin eins og þau eru líka' nefnd
eru þunn ullarefni og kosta um
450,00 kr. metrinn.
Atvinnumálaáætlun
f ræðu sinni í útvarpsumræð
unum um borgarmálefni Reykja
víkur, sagði Kristján Benedikts
son, borgarfulltrúi Framsóknar
flokksins, að þa'ð væru tvö at-
riði, sem Framsóknarmenn
teldu þýðingarmest í stjórn
borgarinnar. Annar væri með-
ferð á fjármálum borgarinnar
og hitt væri atvinnuuppbygg-
ingin. Um þetta sagði Kristján:
Hvernig til tekst í þessum
efnum skiptir sköpum um það,
hvort hér verða eðlilegar fram-
farir á næstu árum, hvort hér
verður fátækt e@a velsæld.
Framsóknarflokkurinn leggur
á það höfuðáherzlu, að aukins
sparnaðar og hagsýni verði
gætt í öllum rekstri borgarinn
ar og stofnana hennar, þannig
að sem mestur hluti teknanna
nýtist til framkvæmda og ann-
arra nauðsynlegra verkefna.
Flokkurinn telur, að vel
þurfi að vanda fjárhagsáætlan-
ir og skipuleggja framkvæmdir
borgarinnar langtum betur en
gert hefur verið til þessa og
koma í veg fyrir, að fjármagn
liggi árum og áratugum saman
í hálfgerðum byggingum og
mannvirkjum, sem ekki er brýn
þörf fyrir, meðan önnur nauð-
synlegri verkefni bíða úrlausn-
ar vegna fjárskorts.
Framkvæmdir á vegum borg
arinnar verði við það miðaðar
a@ þjóna þörfum borgarbúa í
heild og nýta fjármagnið sem
bezt og skynsamlegast.
Framsóknarflokkurinn vill
stuðla að því, að heilbrigð
verktakastarfsemi geti þróazt
og að verklegar framkvæmdir
verði boðnar út.
Þess verði gætt að íþyngja
ekki láglaunafólki né þeim, sem
mikla ómegð hafa, með of
háum útsvarsgrciðslum.
Fasteignaskattar af hóflegu
íbúðarhúsmæði verði ekki gerð
ur að tekjulind borgarinnar
umfram það, sem nú er og létt
verði undir með nýjum atvinnu
greinum með því a@ skatt-
leggja þær vægilega fyrstu
árin.
Framsóknarflokkurinn leggur
til, að gerð verði sérstök áætl-
un um atvinnumál í borginni
næstu árin og verði við samn-
ingu hennar gætt fyllsta sam-
ræmis við tilsvarandi áætlanir
annarra byggðarlaga.
Telur flokkurinn, að efla
beri undirstöðuatvinnuvegina,
og brýn nauðsyn sé að koma
á fót nýjum atvinnugreinum,
útrýma atvinnuleysi og skapa
þeim Reykvíkingum, sem dvelj
ast erlendis í atvinnu, mögu-
leika til að snúa heim aftur.
Þá telur flokkurinn, að borg
in eigi að haga framkvæmdum
sínum þannig, að þær stuðli
að atvinnujöfnun milli ára og
henni beri að leggja höfuð-
áherzlu á að efla og glæða at-
vinnulífið almennt fremur en
gerast beinn þátttakandi í at-
vinnurekstri, nema brýna nauð-
syn beri til.
Útqerðin í Reylqavík
Framsóknarflokkurinn telur
nauðsynlegt, að Bæjarútgerðin
verði endurskipulögð með það
Framhnld á 11. sfðu
Verðlaun veitt fyrir
„Norðurljósaföt 1970”