Tíminn - 29.05.1970, Blaðsíða 6
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 29. maí 1970.
Uni hag mínum
Haukur Hannesson flutti í
'Kópavoginn 1983. Hann er Fljóta
maður að uppruna, en Meypti
snemma heimdraganum og fór til
höfuðstaðarins har sem hann nam
síðar húsasmíðL
—Hernig finnst hér að búa í
Kópavogi?
.— Ég uni hag mínum vel í
Kópavogi, ég geri mér að visu
ljóst að hér er margt ógert eins
og í hverju öðru ört vaxandi bæj-
arfélagi, t.d. eru gatnaframkvæmd
ir skammt á veg komnar, en ég
veit líka að það er vegna þess að
önnur verkefni hafa tekið til sín
gífurlegt fjármagn s.s. skólarnir
og við því er ekkert að segja.
— Nú er Hafnarfjarðarvegur-
inn mikið á dagskrá, hvað vilt þú
segja um hann?
—'Ég er ánægður með þá fram
kvæmd, verkið hefur gengið vel
og ég veit' ekki hvernig við hefð-
um farið að, eftir tilkomu Kringlu
mýrarbrautarinnar, ef ekki hefði
verið hafizt handa í tæka tíð að
skipuleggja umferðina í gegnum
bæinn. Enda mætti segja mér að
Hafnarfjarðarvegurinn fullgerð-
ur verði stolt Kópavogsbúa næstu
áratugina.
Nú ert þú húsasmiður Haukur,
hvernig eru atvinnuhorfur í þinni
atvinnugrein?
— Ég er nú í fastri atvinnu
sjálfur, en vinna hefur verið all
sropul undanfarin tvö ár í öllum
byggingariðnaði sbr. atvinnuleys
isskrár, sérstaklega varðandi tré-
Konur og bæjarmál
Framhaid af bls. 14
duga skulu þeir, hvernig, sem
hlutfall breytist milli tekna og
verðlags. Okkar reynsla er
sem sagt, að sýndar-
mennska í fjármálum komi
okkur sjálfum ævinlega í koll
og að vel skal vanda, sem
lengi á að standa. Skipulag
bæjarins, er okkur konum og
gömlu fólki, ekki síður áhuga-
og áhyggjuefni.
Heildarskipulag bæjavins er
þegar frágengið og þar er gert
ráð fyrir svæðum undir verzl-
anir, íbúðir, iðnað og rþróttir.
en þar er hvergi gert ráð fyr-
ir elztu borgurunum. Þetta er
að vísu aðeins rammi, sem
hægt er að sveigja til á ýmsa
vegu.
Við skulum vera minnug
þess, að það er ekki svo langt
þangað til við erum orðin gam
alt fólk, og líka þið, unga fólk,
sem hæst bylur í, vegna að-
stöðuleysis ykkar í Kópavogi.
Þess vegna spyrjum við:
Hvernig viljum við helzt búa
í ellinni? Því er auðsvarað. Við
viljurn svo lengi sem rnögu-
legt er, búa sjálfibjarga og eðli-
legu heimilislífi. Gamalt fólk
þarf að vera þvottahús. mötu-
neyti og margt fleira, sem get-
ur gert öldruðum ellina þægi-
lega og ánægjulega. Nú eru
möguleikar á að fá hagkvæmt
lán eða styrk til byggingar
slíkra íbúða og er þá ekki eft-
ir neinu að bíoa með að skipu-
leggja slíkt fbúðahverfi á sól-
ríkum og friðsælum stað okk
ar ágæta bæjarlandi.
Góðir Kópavogsbúar, sem
væntanlegur vaxamaður í
næstu bæjarstjón, heiti ég því
að leggja hverju bví máli lið,
sem stuðlar að betri búsetu í
kaupstaðnum og breytir engu,
hvort um er að ræða málefni
ungra, aldraðra, karla eða
kvenna. Öll erum við Kópa-
vogsbúar, og öll höfum við
réttindi og skyldur f bæjarfé-
laginu, og takmarkið er. að
sem allra flestir lifa hamingju
sömu og farsælu lífi í okkar
kæra Kópavogi.
vel í Kópavogi
smiði og múrara. Húsbyggjendur
hafa ekki haft úr miklu að spila,
það hefur kjararýrnunar og sam-
dráttarstefna íhajdsins séð um, og
ég vona að kjósendur hafi það
fastlega í huga næsta sunnudag.
Það þýðir ekkert fyrir stjórnar-
flokkana að halda því fram að í
sveitarstjórnarkosningum sé ekki
kosið um stjórnarstefnuna, því að
hvar sem við styðjum þessi aftur-
haldsöfl, vinnum við gegn hags-
munum almennings.
— Hvað vilt þú Segja um horfur
í kosningunum á sunnudaginn?
—• Ég ætla en.gu að spá, en ég
vona að áframhaid verði á skipu-
legri uppbyggingu bæjarins, ég
er samvinnumaður og legg
áherzlu á félagslegt framtak, það
hafa frambjóðendur B-listans lfka
gert. Ég treysti þessum mönnum,
þeirra málaflutningur hefur yer-
ið hógvær, og traustvekjandi, val-
ið er því ekki erfitt að minum
dómi.
Trésmiðja -
Framhald af bls. 15.
mest og ■ gera reksturinn þægi-
legri.
— Ætlið þið að einbeita ykkur
að hurðunum, eða hafa eitthvað
annað með?
— Við munum fást við hurð-
irnar, enda er allt við það miðað
í trésmiðjunni. Við þurfum helzt
að geta komið upp birgðum I
ákveðnum stærðum og gerðum,
svo að hægt sé að afgreiða pant-
anir með litlum fyrirvara og jafna
framleiðsluafköstin. Við ættum að
geta haft karma og hurðir til, svo
5 lítið þyrfti að gera annað en
járna, þegar pöntun berst, og þá
væri unnt að afgreiða hana á ein-
um eða tveimur dögum.
—Er ekki unnt að veita iðn-
aðinum meiri tæknileiðbeiningar?
— Jú, þess þarf einmitt, eink-
um hinum minni fyrirtækjum. Iðn
aðarmálastofnunin hefur haldið
nokkur námskeið, sem koma að
góðu haldi en eru því miSur of
lítið sótt. Hún hélt til að mynda
námskeið í meðferð tréamíðavéla
fyrir nokkru, og síðar námskeið
i verðútreikningi í trésmiðjum.
Ég sótti það námskeið og taldi
mig hafa ágætt gagn af því. En
það var illa sótt. Fleiri slík nám
tkeið gætu komið að haldi, sagði
Magnús að lokufn. — AK.
Kvenfélög Kópavogs
Framhald af bls. 15
að miáli og biðjum hana að segja
okkur lítiliega af starfi sambands-
ins.
— Hve mörg félög era í Kven-
félagasambandi Kópavogs, Sol-
veig?
— Þau eru þrjú, Kvenféiag
Kópavogs, Sjálfstæðisk'venna-félag
ið Edda og Freyja, félag Fram-
sóknarkvenna.
— Hver var tilgangur þess að
félöigin gengu í samiband?
— O'kkur þótti augljóst, að
starf félaganna að ýmsum málum
nýttist miklu betur. Þau geta sam-
eiginlega leýst af hendi stærri
verkefni en hvert þeirra um sig,
og þau eru þá heldur ekki að
vinna að sömu verkefnum hvert i
sínu lagi. Það hefur kocnið glögg.t
í ljós, að þetta er á rökum reist.
Annars er markmið sambandsins
að vinna að margvísleigum fram-
faramálum, ekikl sízt að fræðslu,
menntun og félagslegri þjálfun
kvenna, húsmæðrafræðsluí líkn-
armiá'lum o. fl.
— Og að hverju hefúr einkum
verið unnið s-íðan sambandið var
stofnað?
---- Við höfum til að mynda_
komið upp fótsnyrtingu fyrir aldr-
að fól'k. Hún er í góðu húsnæði í
sparisjóðShúsinu. Þar er opið einu
sinni í viku, og annast Jóhanna
Kortes starfsemina, en félagskon-
ur skiptast á um að aðstoða. Fót-
snyrtistofan v.ar opnuð 2. febr.
og hefur aðsókn verið mikil.
Þá annaðist sambandið fjár-
söfnunina vegna kvensjúkdóma-
deildar Landssp'ítalans hér í Kópa-
vogi. Fórum við konurnar í hvert
hús, og varð árangur mikill. Þá
var stofnuð mœðrastyrksnefnd á
vegum sambandsins, o.g er Ragn-
heiður Tx-yggvadóttir fonmaður
hennar. Starf hennar hefur verið
mikið, þó mest fyrir jólin eo
einnig á öilum tímum árs. Jóla-
úthlutun í vetur var tnikil.
Þá tók sambandið að sér starf
orlofsnefndar kvenna, oig er Jó-
hanna Bjarnfreðsdóttir formaður
nefndarinnar. Starfið þar hefur
verið mikið. Kon.ur úr Kópavogi
hafa dvalizt um tíma að Laugum
í Dalasýslu, og farin hefur verið
helgarferð á vegum nefndarinnar,
s.l. sumar austur að Kirkjubæjar-
klaustri, og var þátttaka miki'l.
— Hvaða koniir eru í stjórn sam
band.iins?
-rr Þær. erp auk mjp Jóhanna
Valdimarsdóttir, sem er varafor-
maður, Sigurbjörg Þórðardóttir,
ritari og Sigr. Gísladóttir gjald-
keri.
— Hafið þið haldið einhver nám
skeið?
— Já, við höfum haldið nám-
skeið og fræðslufundi og sent
fulltrúa á þing Kvenfélagasam-
bands íslands. Einnig hafa konur
héðan farið á norræn húsmæðra-
þinig, þær Eyglió Jónsdóttir og
Jóhanna Bjarnfreðsdóttir. Við hög
um starfinu þannig, að það draigi
sem minnzt úr félagsstarfi sam-
bandsfélaganna. Á mœðradaginn
önnuðumst við að sjálfs. fjársöfxi-
un með ýmsu möti og höfðum
handavinnusýningu ásamt kaffi-
sölu í Félagsheimilinu. Var þar
margt stórfallegra muna, sem kon
ur í félögunum höfðu gert. AK
Iðnvæðing Kópavogs
Framhald af bls 13
Olíumöl, eða varanlegt
slitlag á allar fullbyggðar
götur í Kópavogi á næstu
þrem árum.
Þótt gatnagerðarmálin hafi
blandazt nokkuð inn í það,
sem ég hef sagt hér að framan,
þá langar mig að bæta við það
nokkrum orðum.
Ég tel að við eigum að
leggja oliumöl, eða varanlegt
slitlag á allar fullbyggðar göt-
ur í Kópavogi á næstu þram
árum og hagp lagningu gang-
stétta þannig, að þær fylgi sém
mest á eftir — og komi iafn-
vel á undan, þar sem aðstæð-
ur eru til vegna lagna, sem í
þær eiga að koma. Nú má sjálf-
sagt búast við þvi að einhver
sveinstauli setji puttana í
munnvikin og spyrji: „er
þetta hægt, Matthías?" í þessii
tilfeili þurfum við ekki að biða
til morguns eftir svarinu. Já,
þetta er hægt Matthías.
Of miklar lántökur hafa orð-
ið ádeiluatriJi á núverandi
meirihluta nú í þessari kosn-
ingabaráttu. Ég ætla ekki að
■ fara út í þá sálma hér. en frá
mínu sjónarmiði er þessu öðru
vísi farið. Ef óg ætti að deila
á núverandi meirihluta þá
mundi ég segja að hann hafi
ekki verið nægilega duglegur
að afla lánsfjár til fram-
kvæmda í bænum. Enda sýnir
það sig, að Kópavogur, yngsti
bær landsins með örasta íbúa-
fjölgun, sem ætti að skulda
allra bæja mest, hann er næst
lægstur á þeim lista.
Við leysum ekki gatnagerðar
máiln hjá okkur nema
með stórlántöku. Nú höfum
við eignazt stórvirkar vélar í
samvinnu við önnur bæjarfé-
lög á Reykjanessvæðinu — vél-
ar sem geta unnið bæði olíu-
möl og malbik. Til þess að
geta fullnýtt þessar vélar til
gatnagerðar, þá þurfum við
miklu meira fjármagn en það,
sem við ge.tum tekið af borg-
urum bæjarins í útsvörum og
aðstöðugjöldum á svo stuttum
tíma. Við verðum því að leysa
þetta spursmál með lánsfé.
Ég get ekki sagt um það á
þessu stigi málsins, hvað það
þyrfti að vera mikið, um það
þarf að gera frekari áætlamr
miðað við verðlag, eins og það
er í dag — það er til gatna-
gerðaráætlun gerð að tilhlutan
bæjai'verkfræðings — en síðan
hún var gerð hefur verðlag
breyzt verulega. Ég vil þó
benda á, að í gatnagerðaráætl-
uninnj eru götur í Kópavogi
taldar 275 þúsund fermetrar
og í viðtali við þrjá kunna
verkfræðinga, sem við frarn-
bjóðendur B-listans áttum ný-
lega — kom fram að olíumöl
gæti farið niður í 130,- kr. á
fermeter við hagstæð skilyrði.
Þó okkur tækist að ná svo
hagstæðu verði á þann hluta
gatnakerfisins, sem hagstæðast
ur yrði, þá er óhugsandi að
reikna svo lágt verð gegnum
sneitt.
Ég hef látið mér detta í hug
að við kæmumst langt með
þetta þriggja ára prógramm
okkar, ef okkur tækist að fá
gatnagerðarlán, sem næmi kr.
10 milljónum á ári yfir tíma-
bilið — þannig hefðum við 20
—25 millj. til ráðstöfunar ár-
lega með því sem hægt væri
að verja af útsvörum og gatna-
gerðargjöldum.
Þá kemur spurningin:
Hvernig ætlarðu að útvega
þetta fé — karl minn? Ég tel
að bankar og peningastofnan-
ir, sem þegar eru í bænum,
og kunna að hafa áhuga á
að setja sig hér niður eigi að
lána þetta fó. — Allt eins og
til þarf. Hér er ekki um neitt
feimnismál að ræða — þessar
peningastofnanir sækjast eftir
viðskiptum Kópavogsbúa og
þau viðskipti eru hagur bank-
anna ekki síður en okkar íbú-
anna, og bví skyldu þeir þá
ekki gera eitthvað til að örva
þau viðskipti? En þetta er
ekki eina leiðin til að útvega
þetta fjármagn. Ég skal nefna
það áð við gætum boðið út
skuldabréfalán í þessu skyni,
með hagkvæmum kjörum,
þannig að Kópavogsbúar gætu
alveg eins séð sér hag í að
geyma sparifé sitt á þann hátt
eins og að loka það inni i
bönkum í Reykjavík. Við svo
stóra framkvæmd eins og hér
um ræðir fara í gang stór við-
skipti við ýmsa aðila eins og
t.d. olíufélögin. Ég trúi ekki
að samkeppnisáhugi þeirra
hafi dvínað svo upp á síðkast-
ið, að ekki sé hægt að útvega
fé i gegnum þau viðskipti.
Ýmislegt fleira kæmi til
greina, sem of langt er að
ræða hér. Aðalatriðj málsins er
það, að við getum þessa hluti.
Framsóknairflokkurinn
er miðflokkur.
Ég ætla að lokum að minn-
ast hér á eitt mál að gefnu
tilefni — en það eru bollalegg-
ingar manna um það, hvernig
næsti bæjarstjórnarmeirihluti
kunni að líta ut, ef ég fengi
þar einhverju um ráðið.
Ég heyri það og sé á skrif-
um þeirra Alþýðuþandalags
manna, að þeir telja mjög gá-
ieysislegt ef mér dytti í hug
að skoða möguieika á meiri-
hluta annari-a flokka en þeirra,
sem nú fara með völd hér í
líópavogi. Þeir telja mikla vá
fyrir dyrum, ef aðrir en þeir
tækju í stjórnartaumana. Þetta
sama heyrum við frá Sjálfstæð-
ismönnum í Reykjavík. Þar
segir Geir borgarstjóri fólki,
að hann og hans pólitísku já-
bræður, séu alveg ómissandi
fyrir borgarbúa Reykjavíkur.
Það fer sem sagt eftir því
hvoru megin við Fossvogslæk-
inn við erum stödd, hvor er
ómissandi, Ólafur strætisvagna
forstjóri, eða Geir borgarstjóri.
Ekki er ég x neinum vafa um
að Fossvogslækui'inn heldur á-
fram að renna til sjávar, þótt
aðrir kæmu í þeirra stað. Það
er og verður ávallt svo, að mað-
ur kemur í manns stað og hlut-
irnir velta ekki eins mikið á
okkur sjálfum eins og við höld-
um í kappsfullu ofurtrausti á
eigin verðleika. Það er meira
að segja nú orðið æ útbreidd-
ari skoðun, að menn í hærri
stöðum, eigi að skipta um
starf mikið oftar en gert er.
Ég hef áður lýst því yfir í
upphafi þessarar kosningabar-
áttu, að við Framsóknarmenn
munum láta málefni ráða um
myndun meirihluta að loknun>
bæjarst.jórnarkosningum, ef
við verðum til kvaddir. Síðan
hefur- ekkert komið í ljós sem
breytir þessari skoðun minni.
Ég tel að í höfuðatriðum þá
snúist stjórnmál fremnr um
málefni en menn, og eigi að
gera það.
Frá öndverðu hefur Fram-
sóknarflokkurinn tekið sér
stöðu miðflokks í íslenzkum
stjómmálum. Þessi aðstaða
skapar honum þá möguleika að
vinna eftir málefnum til hægri
eða vinstri. Að ég hef aðhyllzt
stefnu Framsóknarflokksins og
fyl'gt henni stafar af því, að ég
tel jafnvægi í hverju máli far-
sælast og það ekki sízt í stjórn-
málum. Ef ég teldi róttækari
stefnu til hægri eða vinstri
æskilegri en stefnu Framsókn-
arflokksins, þá mundi ég skipa
mér í flokk samkvæmt því.
Það ber þvi að sama brunni
ég mun láta málefni ráða af-
stöðu minni í þessu máli og
niðurstöður liggja ekki fyrir
fyrr en málefni hafa verið
rædd af þeim fulltrúum sem
kjósendur igefa umboð í kosn-
ingunum næstkomandi suimu-
dag.
í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum fékk Framsóknarflokk-
urinn um 970 atkvæði og vant-
aði því milli 20 og 30 atkvæði
frá níunda bæjarfulltrúanum
til að fá 3 menn kosna. Það
gefur því auga leið, miðað við
aðstæður nú. vegna þeirra at-
kvæða er falla dauð með fram-
boði Marbakkahjóna, að þá
ættu að skapast miklir mögu-
leikar á að fá 3 menn kosna
nú, ef vel er að unnið — og
ég fullyrði, að það mundi
skapa aukna festu i stjórn
bæjarins, ef Framsóknarflokk-
urinn efldist nú verulega. Ég
skora því á ailt bað fólk, sem ’
vill veita okkur stuðning að,
vinna nú ötullega að sigri list-
ans þá daga, sem eftir eru til
kjördags.
Gerum næsta kjördag að
degi B-listans.
/