Tíminn - 31.05.1970, Síða 7

Tíminn - 31.05.1970, Síða 7
SUNNUDAGUR 31. maí 1970. TIMINN 7 Otgafandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: KrJstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Krlstjánsson, Jón Helgason og Tómaa Karlason. Auglýsingaatjóri: Steingrbnnr Gislason. Ritstjómar- skrlfstofur I EdduhtSsinu, sfmar 18300—18308 Skrifstofur Banikastræti 7 — AfgreiOslusíml: 12323 Auglýslngastmi: 19523. ASrar skrtfstofur sfmi 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- u81, hmanlands — í lausasölu kr. 10.00 elnt. Prentsm Edda hf. Fyrir og eftir kosningar í dag fara fram kosningar á sveitar- og borgarstjórnum í kaupstöðum og kauptúnum um land allt. Kjósendur velja þar stjórnir sveitar- og bæjarfélaga til næstu fjög- urra ára. Það veltur á miklu, að þetta val takist vel. Sveitar- og bæjarfélögin gegna merkilegu hlutverki í íslenzku stjórnkerfi og þjóðlífi. Að margra dómi ætti að gera hlutverk þeirra enn stærra og meira. Á þann hátt er unnt að dreifa valdinu og koma í veg fyrir, að það lendi í höndun alltof fárra manna. Með þeim hætti væri einnig hægt að kveða enn fleiri til meiriháttar lýð- ræðislegra starfa, og þroska þannig það stjórnskipulag, sem vafalaust hentar íslendingum bezt í flestum sveitar- og bæjarstjórnum hefur löngum ríkt sá andi, að þar ætti að sameina kraftana, hvað sem liði stundarágreiningi um önnur efni. Málavextir eru líka oft- ast þannig, að menn geta staðið saman um mál sveitar sinnar og byggðarlags, þótt leiðir liggi ekki saman á öðrum sviðum. Það er ein hin ánægjulegasta þróun, sem hefur átt sér stað f- Menzkum stjórnmálum á síðari árum, að sam- starfsandinn hefur víða farið enn batnandi í bæjar- og sveitarstjórnum. Flestum kaupstöðum og kauptúnum hefur að undanfömu verið stjórnað af fleiri flokkum. Það hefur undantekningarlítið gefizt mjög vel. Þar hef- ur vel sannazt, að árangurinn verður meiri, þegar marg- ir leggjast á eitt. Þótt menn hafi deilt hart fyrir kosningarnar víða um land mun það ósk langflestra, að gott samstarf megi takast um sveitar- og borgarmálin að kosningum loknum. Á tím- um upplausnar og erfiðleika er ekkert mikilvægara en að glæða samstarfsandann. Höfuðborg landsins hefur að því leyti verið eins konar undantekning, að þar hefur verið búið við stjórn eins flokks og því ekki ríkt þar sama samstarf um borgar- málin og víðast annars staðar. En það myndi sýna sig, að Reykvíkingar stæðu ekki öðrum að baki sem sam- starfsmenn, ef þeir þyrftu að sameina sig um stjóm borgarmála. Og svo mörg og stór eru vandamál Reykja- víkurborgar, að ekki veitir af víðtæku samstarfi um lausn þeirra. Það hefur verið eitt af stefnumálum Framsóknar- manna, að vinna ætti sem mest að góðu og víðtæku sam- starfi um sveitar- og bæjarmálin. Framsóknarflokksmenn geta með ánægju minnzt þess, að þeir hafa víða átt sinn góða þátt í því, að slíkt samstarf hefur tekizt viðkom- andi byggðarlögum til framfara og heilla. í þeim anda ganga þeir til kosninganna í dag og treysta á stuðning sem allra flestra við það og önnur stefnumál sín. Látum ekki blekkjast Enn einu sinni er beitt þeim lævísa áróðri í Reykja- vík, að B-listinn sé orðinn öruggur með þrjá menn og þurfi því ekki á öllu atkvæðamagni sínu að halda. Það var slíkur áróður, sem bjargaði meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þótt B-list- inn eigi vaxandi fylgi að fagna. þarf hann eigi að síður á öllu sínu að halda. Öðruvísi verður ekki tryggð kosn- ing Guðmundar G. Þórarinssonar í borgarstjórn. Þ.Þ. Félagshyggju verður að setja ofar hömlulausri samkeppni Ræða Gerðar Steinþórsdóftur, sem skipar 5. sæfi B-listans, á kosningahátíð Frammsóknarmanna í Háskólabíói á miðvikudag Borgin ofckar vex ört oig ný úthverfi rísa af grunni. Þang- að beina ríki og borg straumi efnalítils ungs fólks með til- högan lána. En þar þarf að byggja upp allt félagslíf, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir miklar malbikunarframkvæmd ir í borginni verður ekki hjá því komizt, að göturnar þar séa örtröð árum saman, þar sem heppilegur skóbúnaður er vað- stígvél. Önnur óþægindi fylgja þessum úthverfum. fbúarnir þarfa langar leiðir til vinnu og í allar opinberar stofnanir. Á síðasta ári var ástand skóla- mála þannig í Breiðholti, að flytja þurfti börn í Austurbæj- arbarnaskóla. Þeim var þjapp- að saman ino í stóran bíl og kennari fenginn til að sjá um, að yngstu börnin væru ebki troðin undir. En hvað kostar að kaupa þriggja herbergja íbúð í út- hverfunum? Yfir eina milljón. Ef hjón eiga 100.000 krónur í lausafé, fá hiúsnæðismálalán og, taka víxil, fyri. því, . vantar, þurfa þau að grei' 14.000 krónar að Jafnaði á mán ■■ aði. Hjón þyrftu að geta bæði unnið úti til að ráða við kostn- aðinn, konan að minnsta kosti hluta úr degi. En hvað á hún að gera við bfirnin, þegar barna heimili eru ekki fyrir hendi? Svari hver fyrir sig. Enda er það svo, að margur heimilis- faðir þarf að vinoa tvöfalda vinna. í eldri hverfunum, þar sem umhverfi er snyrtilegt eru skól ar og almenn þjónusta. Þaðan flyzt unga fólkið, en eftir verð- ur miðaldra fólk og þar yfir, oft í stórum fbúðum. Ef þessi þróan heldur áfram, tæmast skólarnir smám saman eins og Miðbæj arbamaskólinn á meðan skortur er á skólabúsnæðí í nýju hveriunum. Borgin aebti að 'boma til móts við unga fólkið og stuðla að skipulegri dreifingu byggðar- inar. Hún þarf að kaupa íbúðir í eldri hverfunum, sem hún leigði unga fólki til svo sem tveggja ára á sanngjörnu verði. Síðan ætti borgin að veita unga fólki lán, svo að það gæti keypt eldri fbúðir, ef það ósk- aði þess. Með þessu er unnt að koma í veg fyrir að skólarn ir tæmist f eldri hverfunum og vinna gegn hinum margam- rædda aðskilnaði kynslóðanna. Úr þessu ástandi húsnæðis- méla má bæta, en þá þarf að setja félagshyggju ofar hötnlu- lausri samkepimi, sem er grundvallaratriði í hugmynda- fræði íhaldsins. Það er brýnt, að mSnnum sé veitt slík félags- leg aðstoð, að þeir þurfi ekki að eyða beztu árum ævinnar í stöðugan þrældóm til að hljóta sjálfsögðustu mannrétt- indi, þak yfi- höfuðið. En sam- kvæmt kenninigu íhaldsins, eru það aðeins þeir „hæfustu" ■ GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR flytur raeSu sina í Háskólabíói hér þeir efnuðustu. sem eiga að njóta þess. Hér þarf að verða breyting á. Til að svo veTði þurfa aðrir flokkar með önnur viðhorf að komast til meiri áhrifa i stjórn borgarinn ar, flokkar, sem setja hag hins almenna borgara ofar einka- hagsmunum stjórnmálaflokks og gæðinga hans. Ég vil beina máli mínu til unga fólfcsins, sem nú gengur í fyrsta sinn að kjörborðinu. Þyki ykkur óheppilegt að einn stjórnmálaflokkur hafi alræðis- völd í borginni okkar eins og síðustu 50 ár, skulið þið hug- leiða, hvernig þið getið með at- kvæði ykkar haft þau áhrif, að nýr gustur leiki um valdastóla Reykjavíkur. Viljið þið veita félags- og skipulagshyggju auk- ið svi0rúm og áhrif avald í borg inni, skulið þið henfckja meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins. Leiðin til þess er að veita Framsóknarflokknum fylgi sitt og stuðla að kjöri Guðmundar G. Þórarinssonar í borgarstjóm á sunnudagim. kemur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.