Morgunblaðið - 10.11.2005, Síða 1
2005 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÍVAR INGIMARSSON SAMDI Á NÝ VIÐ READING / C2
SEBASTIAN Alexandersson markvörður og þjálfari
handknattleiksliðs Selfoss slasaðist illa í leik liðsins
gegn Þór á Akureyri í gær í 16-liða úrslitum SS-
bikarkeppninnar. Sebastian varði skot af stuttu færi frá
leikmanni Þórs með hendinni og við höggið gaf vöðva-
festing í upphandlegg sig og rifnaði. „Þetta lítur ekki
vel út og að öllum líkindum verð ég frá í nokkrar vikur
og jafnvel nokkra mánuði. Ég þarf að fara í aðgerð og
bætist við langan sjúkralista leikmanna félagsins,“
sagði Sebastian í gær en hann átti að fara í nánari skoð-
un á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og var ekki bú-
inn að fá endanlega staðfestingu á hversu alvarleg
meiðslin væru. „Eins og þetta lítur út núna þá er ég
ekki bjartsýnn á að þetta sé ekki alvarlegt,“ bætti hann
við. „Skotið var nokkuð fast en ekkert öðruvísi en mað-
ur á að venjast en ég fann að það gaf sig eitthvað við
olnbogann um leið og boltinn fór í mig. Kannski er mað-
ur orðinn of gamall og skrokkurinn eitthvað farinn að
gefa sig,“ bætti hann við í léttum tón.
Sebastian þarf að
fara í uppskurð
FORRÁÐAMENN Bolton fylgj-
ast þessa dagana náið með ástr-
ölskum strák sem kallaður hefur
verið „hinn nýi Wayne Rooney“.
Drengurinn, sem heitir Panos
Armenakas, er aðeins sjö ára
gamall, en hann er engu að síður
talinn gríðarlegt efni.
Barcelona hefur þegar sent
menn til Ástralíu til að skoða pilt
og í vikunni fór Chris Sulley, sem
er yfir knattspyrnuakademíu
Bolton, til Ástralíu til að fylgjast
með honum. Niðurstaðan úr
þeirri ferð var að nú er fyr-
irhugað að piltur komi og kanni
aðstæður á Reebok Stadium
þeirra Boltonmanna.
„Hann kemur til Englands í
næsta mánuði í frí og ætlar að
nota tímann til að æfa aðeins
með Bolton, bara til að sjá hvern-
ig honum líkar að æfa með at-
vinnumannaliði,“ sagði Dan
Fletcher, umboðsmaður piltsins.
„Nokkur ensk félög vita af hon-
um og ef hann heldur áfram á
þeirri braut sem hann hefur ver-
ið á þá gæti hann vel orðið næsti
Wayne Rooney eða Freddy Adu.“
Bolton skoðar „nýjan“ Rooney
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Hauka, fór mikinn gegn KA í 16-liða úrslitum SS-bikarkeppn-
innar í gær þar sem Haukar, Stjarnan og Þór frá Akureyri tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum. / C3
Þetta eru stór tíðindi fyrir íslensk-an kvennafótbolta því Ísland á
mjög raunhæfa möguleika á að kom-
ast í lokakeppni EM eftir þessa
breytingu. Ef fjölgunin hefði átt sér
stað fyrir síðustu úrslitakeppni, sem
fram fór í Englandi í sumar, hefði Ís-
land komist þangað en íslenska
landsliðið tapaði fyrir Noregi í auka-
leikjum um sæti í úrslitakeppninni.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, á sæti í framkvæmdastjórn
UEFA og var mjög ánægður með að
fjölgunin hefði verið samþykkt.
„Þetta er stórt mál fyrir kvennafót-
boltann í Evrópu og við Norður-
landabúarnir í framkvæmdastjórn-
inni studdum þetta dyggilega. Það
voru einhverjar vomur á mönnum
með að samþykkja þetta en það hefðu
að mínu mati verið röng skilaboð til
þeirra sem hafa barist við að byggja
upp kvennafótboltann í Evrópu ef til-
lagan hefði verið felld og ekki kæm-
ust fleiri en átta af 52 aðildarþjóðum
UEFA í úrslitakeppnina. Þetta er
mjög mikilvægt skref og það sýndi
sig í úrslitakeppninni í Englandi í
sumar að svona keppni er ekki lengur
byrði á þeim sem hana halda, heldur
eru hún farin að skila hagnaði. Það
var góð aðsókn á leikina í Englandi
og sterkir styrktaraðilar sem komu
að þeirri úrslitakeppni.
Hvað okkur Íslendinga varðar, þá
hljótum við nú að setja stefnuna á að
vera með í úrslitakeppninni árið
2009,“ sagði Eggert við Morgunblað-
ið í gær en UEFA mun á næstunni
óska eftir umsóknum um að halda
keppnina.
Ísland í tíunda sæti í Evrópu
Íslenska kvennalandsliðið er í 10.
sæti af Evrópuþjóðum á heimslista
FIFA, 17. sæti af öllum þjóðum
heims, og hefur til þessa verið í bar-
áttu um að komast í lokakeppni átta
liða en ávallt vantað herslumuninn.
Evrópuþjóðir fyrir ofan Ísland á
heimslistanum eru Þýskaland, Nor-
egur, Frakkland, Svíþjóð, Danmörk,
Ítalía, Rússland, England og Finn-
land. Telja má líklegt að einhver
þessara þjóða fengi til sín úrslita-
keppnina 2009 og þá ykjust mögu-
leikar Íslands enn. Næstu þjóðir fyr-
ir neðan Ísland eru Holland,
Úkraína, Spánn, Tékkland, Sviss og
Serbía-Svartfjallaland.
Knattspyrnusamband Evrópu leggur til tólf liða úrslitakeppni Evrópumóts kvenna 2009
„Röng skilaboð ef til-
lagan hefði verið felld“
FRAMKVÆMDASTJÓRN Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA,
samþykkti á fundi sínum á Möltu í fyrradag að fjölga liðum í úr-
slitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða úr átta í tólf, frá og með
næstu keppni. Undankeppni fyrir hana hefst árið 2007 og úr-
slitakeppnin fer fram árið 2009.
■ „Mikil gleðitíðindi“ / C4
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is