Tíminn - 14.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.06.1970, Blaðsíða 8
3 TIMINN SUNNUDAGUR 14. júní 1970. Verða þingkosningar í haust? Fylgi flokkanna nú og 1958 Að sjálfsögðu hefur margt verið rætt og ritað unn úrslit sveitar og bæjarstjórnarkosninganna á dögunum. Að vanda látast állir flokkar vera’ ánægðir, þótt allir hefðu þeir þó vafaiaust viljað igera betur en raun varð á. Annars getur verið hæpiS að gera aðeins samanburð við næstu kosningar á undan, held- ur er eðlilegra að reyna að gera sér grein fyrir því, hver þróun in hefur verið yfir lengra tíma bil. Þar sem rúm 11 ár eru nú liðin frá bví, að núv. stjórnar fiobkar tóku höndum saman, er ekki óeðililegt að gera sam- anburð á stöðu flokkanna 1 najstu kosningum þar á und- an, þ. e. bæjar- og sveitarstjórn arikosningunum í jan-úar 1958 og í kosningunum nú. Samvinna n-úverandi stjórnai'flokka hófst tæpi. ári ef-tir kosningar 1958 eða í deseimber það ár og hef ur haldizt óslitið síðan. í þessu sambandi verður ein- göngu að miða við kosningaúr- slitin í kaupstöðunum, þar sem firamboðin í kauptúnunum bæði nú oig 1958 hafa verið meira og minna óflokksbundin. Þess ber einnig að gæta, að flokkaskilin koma heldur ekki eins glöggt fram í kaupstöðunnm í bæjar stjórnarkosningum og í þingkosn ingum. Þannig fær t. d. Sjálf stæðisflokkurinn ailtaf mun betri útkomu í Reykjavík í borg arstjórnarkosningum en í þing- kosningum, en hinsvegar or þetta yfirleitt öfugt með minni hlutaflokkana þar- Hnignandi flokkar Það er augljóst af þessum sam anburði, að Alþýðubandalagið er í hnignun. Alþýðubandalagið flélkk í bæjarstjórnarkosningun um 1958 um 18,1% af heildar atkvæðamaigninu í kaupstöðun- um, eða svipao og Sósíalista- fiokkurinn hafði fengið í baejar stjórnarkosningunum 1954. Árið 1958 þurfti Albvðubandalagið að keppa við ÞJúðvarnarflokkinn likt og Hannibalista nú o? fé''k hann 3,3% af heUö-ia.l. .æoa- magndnu. Hannibalistar fengu hinsvegai’ nú 6,2% af heildar atkvæðamagninu, eða 2,9% um- fram Þjóðvarnarflokkinn 1958. Nú fék!: Alþýðuibandalagið 13,5% af atkvæðamagnÍMi eða 4,6% minna en 1958. 'Það tapar því mun meira en bvi, sem Hannibalistar hafa fengið um; frarn Þjóðvarnarflokkinn. í heild er samánlagður hlutm’ Al- þýðubandalagsins og Hannibal- ista nú 19,1%, en samanlagður Mutur AHiþýðubandalagsins og Þjóðvarnarfiokksins var 21,4% í kosningum 1958. Þessi öfl 'haf'a þ vi verið undanhaldi á umræddu tjnabiii, og þó fyrst og fremst Alþýðubandalagið. Fallvalt fylgi 'Þjóðvarnarflokkurinn gefck tii aamstarfs við Alþýðubandalagið í þingikosninigunum 1963 og hef- ur ekki komið fram sem sjálf stæður aðili eftir það. Hins veg ar reyndust ýmsir gamlir þjóð varnarmenn miklir stuðnings- menn Hannibals Valdimarsson- ar í þingkosningunum 1967, og mynda nú helzta kjarnann í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Hannibalistar hafa enn efcki náð sama fylgi o,g Þjóðvarnar fiokkurinn, þegar fylgi hans var mest. Saga Þjóðvarnarflokksins var þessi: Ilann fékk mann kos inn á þing í Rvík 1953. í borgar stjórnarkosningunum 1954 fékk hann á fjórða þúsund atkv. og hátt á annan mann. Hann var þá hlutfallslega mik'u fylgis- sterkari í Reykjavík en Samtok frjálslyndra nú. í þingkosning- unum 1956 minnkaði fylgi hans næstum um helming og hann féfck engan mann kosinn Fylgi slfkra smáflokka rej'nist oftast fallvailt. Staðnaður flokkur Staða Alþýðuflokksins var svip uð í kosningunur.i 1958 og .lún varð nú. Hann fékk 12,4% af heildaratkvæðamagninu 1958, en 13.0 í kosningunum á dögun- um. Borgarstjórnarkosningarnar 1958 voru fyrstu kosningaraar, _ þar sem reyndi á fylgi flokks-. ‘ ins, eftir að Hannibal Valdi- marsson klauf sig úr honum. Sennilega hefur flokkurinn feng ið raunverulegt fylgi sitt í báð um þessum kosningum. Bætt staða hans í þingkosningunum á þessu tímabili, stafar fyrst og fremst af því, að Sjálfstæðis fflokkurinn hefur talið sér fteppi legt að lána honum atk''æði og tryggja sér hann sem hækju Allt bendir til að Aiþýðuflokk lii'jwii Oií ukutiíi&iiigii- . J'. urinn sé orðinn staðnaður flokk ur og fái sízt meira fylgi í næstu þing'kosningúm en hann fé'kk nú, nema hann fái veru legt lán firá Sjálfstæðisflokkn um eða breyti um forustu og vinnubrögð. Tap Sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn fékk í bæjarstjórnarkosningunum 1958 um 51,2% af heildaratkvæða- magninu í kaupstöðunum. Nú fékk haTin aðeins 43% af heild aratkvæðamagninu. Hann hefur m.ö.o. tapað um 8,2% af heildar atkvæðamagninu á hessum tíma. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er bað sérstaklega alvarlegt, að hann hefur ekki misst þetta fylgi tii Alþýðuflokksins, heldur til stjórnarandstöðunnar, þar sem Alþýðufiokkurinn gerir akki meira en að standa í stað. Alveg sérstaklega er athyglis vert að gera samanburð á fylgi Siálfstær: ttlokksins í Reykja vík og á Akui jyri. Hann fékk 1958 20,027 atfcv. j Reykjavík, en nú 20,900 atkv.. þrátt fvrir hina miklu fjölgun kjósenda 4 Akureyri er þó útkoman inn verri. í kosningunun: 1958 féki< hann 1631 atkvæði á Akureyri, en ekki nema 1588 atkv. nú Eini flokkurinn, sem vinnur á Augljóst er, að bað fylgi, em Sjálfstæðisflokkurjnn hefur misst. hefur farið ti) Framsokr arflokksins. bar sem ailir hia.i flofckarnir hafa tapað eða standa í stað. * Framsóknarflóikkurinn fék'k í kosningunum 1958 12,7% af heildarat'kvæðamagninu, en fékk nú 19,4% a£ því. Hann hef- ur því aukið hlut sinn um 6,7% a£ heildaratkvæðiamagn- inu. Einna mest hefur hann auk- ið fylgi sitt í Reykjavík eða um 8% af heildaratfcvæðaimagn inu. Þess ber að gæta. að fcoan ingarnar 1958 voru Framsóknar flokknum mjög hagstæðar, eins og sést af því, að í kosningun um 1954 fékk hann ekki neana '10,1% atf heildaratkvæ’ðamiagn inu í kaupstöðunum. Tiltölulega beztum árangri hef ur flokfcurinn náð j Reykja'jÁ og á Akureyri. Hann fékk 1958 í Reykjaví'k 3277 atkv. en fékk nú 7547 atkv. Hann féfck á Afcur eyri 980 atkvæði í kosningun um 1958, en fékk þar nú 1683 atkv. og varð stærsti Slokkurinn þar. Árið 1953 hafði Sjálfsræð isflokkurinn 650 fleiri atkvæSi á Akureyri en Framsófcnarfiokk urinn, en nú fékk Framsöknar flokkurinn um 80 atkv. fleiri en Sjáifstæðisflokkurinn. Framsóknarflokku rinn ná ði beirri stöðu í bæjarstjóraar- kosningunum 1966 að verða annar stærsti flokkurinn í kaup- st-iðunum Þessa stöðu styrkti hann verulega : fcosningunum nú. Tap stjórnar flokkanna Síðan 1958 hafa stjórnarflokk- arnir íapaó samanlagt 7,6% af heildaratkvæðamagninu í kaup stöðunum, en 3,5% síðan i bæj ■airstjórnarkosningunum 1966. Þeir fengu í þingkosn. 1967 isamaniagt 53,2% atkv. Ef ’ eir missa 3,5% í þingkosningum, er meirihlutinn úr höndum þeirra. Ailt bendir tll, að tap s t jórn arf iokkan n a hefði orðið enn meira, ef nú hefðu farið fram þingkosnimgar í stað sveitar- og bæjarstjórnarkosn- inga. Þótt Sjálfstæðisflokkur inn beri sig vel eftir fcosning- arnar, hefur þetta nýja viðhorf. að meirihíluti stjórnarflokkanna sé að líkindum tapaður, ekki síður vakið ugg og heilabrot hjá Sjálfstæðismönnum en Al- þýðuflofcksmönnuim. Áætlun Gylfa Innan Alþýðufiokksins hafa kosningaúrslitin valdið veruleg- um deilum, sem eru þó að smá- hjaðna og bendir flest til, að Gylfi Þ. Gíslason sé óðum að ná fuillum töfcum aftur. Áætlun Gylfa er mú í stuttu máli þessi: Ríkisstjómin sitji til vors. Al- þýðuflofckurinn setji Sjálfstæð- isflofcknum skilyrði fyrir áfram haldandi stjórnarsamvinnu, en búið verði þó að tryiggja þeim stuðning Bjarna Benedifctsson- ar áður en þau verði sett fram. Aðalsikilyrðið á að fjalla um endurbætur á aimannatryigging- unum, sem þegar er þó þing- meirihluti fyrir! Báðir stjórnar- flokkarnir eiga svo að ganga tiil kosninga undir því kjörorði, að þeir ætii aS. vinna saman áfram, ef þeir halda meirihlut- anum. Sjálfstæðísfiokknum er svo ætlað að vanda að lána Al- þýðufilokknum 2000—3000 atfcv. eða jafnvel enn meira að þessu sinni. Þrautir Bjarna Það þykir líikleigt, að Bjarni Benediktsson sé meðmæltur þessari áætlun Gylfa, þótt hann láti ekki á því bera. Góð sam- vinna he'fur verið miili þeirra Bjarna og Gylfa og Bjarni trú- ir enn á leiðsögn Gylfa og Jó- hannesar Nordals í efnahagsmál unum. Margir áhrifamiklir flokksbræður Bjarna eru hins vegar í miklum efa um, hve viturleg þessi áætlun er. Aðal- rök þeirra eru þau, að Sjálf- stæðisiflokkurinn sé ekki lengur aflögufær á atkvæði, heidiur þurfi á ölliu sínu að halda. Sjálf- stæðisflokkurinn og Aiiþýðuflokk urinn séu að líkindum búnir að missa meirihlutann og þess vegna eiigi efcki að treysta á samvinnu þessara flokka leng- ur, nema hægt verði að inntoyrða Hannibal í Alþýðuflokkinn. Fyrst svona sé komið, sé efcki eftir neinu að bíða og bezt að fá kosningar strax. Næsti vetur geti orðið erfiður og hyggilegt að kjósa áður en það kemur greinilegar í ljós hver viðskilnaðurinn hjá stjórn Sjálf- stæðisfJo'kksins og Alþýðuflokks ins verður. Þessir menn segja, að nú verði Sjálfstæðisflokkurinn að hugsa meira um s.iálfan sig en Gyifa. Bjarni hlustar og segir enn lítið. Hann á bersýnilega erfitt með að ákveða sig. En eins og þessi mál standa nú, geta haustkosningar verið alveg eins líklegar og vorkosningar. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.