Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 12
» Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússfjóri segir um Colin Russel, ballettmeistara: FJGRIR NYIR Hann kærði mig fyrir ráðherra og for- rektorar seta og líklega næst fyrir drottningu i SJ—Reykjavík, mánudag. Ballettmeistara Þjóðleikhússins, Bretauum Colin Russel, hefur nýlega verið sagt upp þótt eitt ár væri eftir af samningsbundnum ráðningartíma hans. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, sagði í dag ástæðuna fyrir uppsögn Russels vera þá að hann hefði niargbrotið reglur Þjóðleikhússins. Russel hefði meðal annars stjórnað ballettsýningu nemenda skólans í sjónvarpi án leyfis Þjóðleik- hússtjóra, lialdið blaðamannafund um mál skólans án samþykkis, tekið nemendur í skólann án samþykkis og tekið nemendur í skólann án þess að þeir greiddu skólagjöld eða væru skráðir þar í námi. Colin Russel hefur ráðið sér lögfræðing og hyggst fara í mál við Þjóðleikliúsið vegna samningsrofs. Nemendur Listdansskólans og meðlimir í Félagi íslenzkra listdansara hafa gagnrýnt skólann og Þjóðleikhússtjóra óvægilega að undanförnu m. a. á áðurnefndum blaðamannafundi. Stendur fullyrðing gegn fullyrðingu um mörg atriði þessa máls. Þjóðlcikhússtjóri segir eitt, en dansarar, nemendur Listdansskólans og Colin Russel segja annað. Gagnrýnin á Listdansskóla Þjóðleikhússins er í aðalatrið- um á þá leið, að enganveginn sé nægiiega vel búið að íslenzk- um listdans og nemendum hans. Námið er mjög kostnaðarsamt fyrir nemendur, en þeir og dans arar hér heima fá sárasjaldan að spreyta sig á sviði og þá fyrir smánarlaun, en kostnað- urinn við þátttöku er oft eins mikill og kaupið. Einföldustu tæki skólans eru ekki endur- nýjuð. Þá hafa stjórnarvöld einnig lítinn skilning á við- leitni þeirra dansara, sem búa hér heima. Nemendur skólans Guðlaugur Rósinkranz eru um 150 í sex flokkum og greiða frá 400—500 kr. á mán- uði í skólagjöld níu mánuði ársins. Það fé telja nemend- ur að nægi fyllilega til að greiða kennurum og undirleik ara og raunar allan kostnað við skólann sem umtalsverður sé. Colin Russel og dansmeyj- arnar, fylgismenn hans, segja að Þjóðleikhússtjórj hafi veitt leyfi sitt til að halda blaða- mannafundinn í vetur, en Rós- inkranz kveður svo ekki vera, hann hefði þá sjálfur verið tií staðar á þeim fundi. Russel hafði boðað til blaða mannafundar í dag vegna máls þessa, en honum var frestað. Hann fer héðan í lok júlí og verður þá prófdómari í ýms- um listdansskólum í Bretlandi á vegum British Association og Russian Ballet. í sumar verður Russel kennari við bal lettskóla í Kanada. North Wejstern Ontario Ballet Guild. f kvöld verður fundur í Félagi jslenzkra listdansara og verður þar rætt um framtíð listdans á íslandi og ber þetta mál eflaust á góma. í þættin- um Fólk í listum á öðrum stað í blaðinu í dag segir frá um- mœlum Guðbjargar Björgvins- dóttur um sama efni á fundi, sem haldinn var um stöðu ís- lenzkrar listar nú, í gær á Lista hátíð. , — Ég sagði Colin Russel upp starfi vegna bess að hann óhlýðnaðist reglum Þjóðleik- hússins, sagði Þjóðleikhús- stjóri, Guðlaugur Rósinkranz, í viðtali við blaðið í dag. — Hann hefur ekki viljað fara eftir nokkrum reglum, og þeg- ar ég benti honum á að hann hefði brotið reglur starfsmanna hússins, reif hann reglugerð hússins og henti henni framan í mig. — f ljós hefur komið, að Col in Russel hefur ekki það próf, sem hann sagðist hafa þegar hann réðst hingað, fyrr en þá nú að hann tók bað ásamt nem- Colin Russel endum skólans, sem sumir eru með hærri prófgráðu en hann. (Að sögn nemenda skólans tók Russel próf þetta með þeim að gamni sínu.) — Russel kom til skólans fyrir tilstilli Fay Werner, sem var kennari hér áður og stóð sig mjög vel í því starfi, sagði Rósinkranz. — Að sögn hennar var hann þá aðstoðarballettmeistari við Sadler Wells Ballettinn í Bret landi (nú Royal Ballet). og iók ég orð hennar gild fyrir að hann hefði tilskilin réttindi. Að sögn Þjóðleikhússtjóra duga kennslugjöld nemenda sum árin fyrir launum kenn- ara og undirleikara. en önnur ár vantar kannski 20—30 öús- und upp á að svo sé. Hins veg ar dugi þau engan veginn fyrir öllum kostnaði við skólann. Engin sérstök fjárveiting sé til Listdansskólans, né heldur Leikskólans og séu báðir baggi á leikhúsinu, og aðeins kvöld- skólar vegna fjárskorts. Þó hafi árangur ,af Listdansskólanum oft verið furðu góður eins og það sýni að 7—8 dansarar á heimsmælikvarða hafi komið þaðan. Þjóðleikhússtjóri telur nauðsynlegt að stofna hér Rík- islistdansskóla ef koma eigi á fót listdapsflokki. en álítur raunar ekki starfsgrundvöll fyr ir slíkan flokk hér. — Ég hef sagt upp 15 starfs mönnum á starfsferli mínum, sagði Rósinkranz. en enginn hefur til þessa gert. það að blaðamáli. Ég hef þess vegna aldrei áður skýrt frá ástæðun- um til uppsagnanna eins og ég geri nú þegar úr þessu verður slíkt fjaði;afok. Russel hefur kvartað við menntamálaráð- herra, og forseta íslands, ætli hann kæri mig ekki næst fyrir Elísabetu Englandsdrottningu. Annars er þetta ósköp ómerki- legt mál, — hann fer og ég fæ bara annan ballettmeistara í staðinn. VIRKJUNARFRAMKVÆMDIR VIÐ TUNGNAÁ Á BYRJUNARSTIGI EB—Reykjavík, mánudag. Landsvirkjun og Orkustofnunin vinna nú að rannsóknum við Sig- öldu og Hrauneyj81*1058. vegna hugsanlegra virkjunarfr.kvæmda á báðum stöðunum. Er jarðborun ardeild Orkustofnunarinnar þar að störfum vegna jarðvegsrannsókn- anna, og cinnig er unnið með ýt- um við Sigöldu tU að finna heppi- leg efni til stíflunar. Er nú teitað eftir því hvor staðurinn muni vera heppilegrj til virkjunarfram- kvæmda. en ekki eru rannsóknirn- ar komnar það langt að hægt sé að skera úr um það, enn sem komið er. Fréttamaður Tímans hafði í dag samband við Pál Flygering, verk-fræðing hjá Landsvirkjun, og sagði hann að nú ynnu þar austur frá 40—50 manns samanlagt við rannsóknir Landsvirkjunar og Orkustofnunarinnar. Kvað hann það fara eftir eftirspurn rafork- unnar hvort virkjunnarframkvæmd ir yrðu hafnar á báðu-m þessum stöðum þ. e. við Hrauneyjarfossa og Sigöldu, en að svo stöddu væri — eins og fyrr sagði — verið að finna út hvor staðurinn væri betur fallinn til þeirra fram- kvæmda. Hrauneyjarfoss er 8 km vestan við Sigöldu, og er eins og kunnugt er. í Tungnaá. Eðlilega verður hér um minni virkjun að ræða en Búrfellsvirkjunina því að einso g flestir vita fellur Tungnaá í Þjórsá nokkuð ofan við Búrfells- Skaflar á Kjalvegi KJ—Reykjavík. mánudag. Vegagerðin er uin þessar mund- ir að láta kanna sumarfæra fjall- vegi, eftir bví sem snjóa æysir á þeim, og fyrir helgina var Kjal- vegur athugaður að sunnaii, norð ur á Hveravelli. Reyridust vera tveir erfiðir skaflar á leiðinni, en Einari Magnússyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hef- ur í dag verið veitt lausn frá áðurnefndu embætti frá 1. októ- ber 1970 að telja, fyrir aldurssakir Jafnframt hefur Guðni Guð- mundsson, yfirkennari, verið skip aður rektor Menntaskólans í Framhald á bls. 22. Guðni Guðmundsson Björn Bjarnason Kristinn Kristmundsson virkjunina. Sagði Páll að vatns-1 metrar, og eitthvai.' minna við fallið á þeim stað við Sigöldu Hrauneyjarfoss, en eins og kunn- þar sem virkjunarframkvæmdirn- ugt er, er vatnsfall Búrfellsvirkj- ar eru hugsanlegar, væri um 90 unar 120 metrar. vegurinn að öðru leyti óvenju þurr. Einar Sigurjónsson vegaverk- stjórí á SWfossi. gaf Tímanum þær upplýsingar i dag að eftir könnunarferð sem hann fór fyrir helgina norður á Hveravelli, bá er vegurinn sæmilegur vfirferðai Framhald á bls. 22. Jón B. Ilannibalsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.