Tíminn - 02.07.1970, Page 2

Tíminn - 02.07.1970, Page 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 2. Júlí 1970. ROSKINN BÓNDI SÝNIR MÁLVERK Á LISTAHÁTÍÐ Einn 36 listamanna, sem sýna verk sín á sýningunni, fslenzk nútímamyndlist, í Myndlistarhús- inu á Miklatúni, er Einar Karl Sigvaldason, fyrrum bóndi að Fljótsbakka við Skjálfandafljót. Einar Karl Sigvaldason. Hann hefur nú vikið þaðan fyrir nýrri kynslóð, og sonur hans er tekinn vi® jörðinni. Einar Karl býr nú að Smyrlahrauni 6 í Hafnarfirði. Við hittum Einar Karl að imáli fyrir skömmu og spurðum hann um þátttöku hans í sýningu sam- tíðarmálara. — Ég á tvö olíumálverk á sýn- ingunni, annað nefni ég „Frá lið- inni tíð“, og sýnir það pilt og stúlku að binda bagga. Hitt mál- verkið er af spóa, setn er að villa um fyrir hundi svo hann fari ekiki í hreiðrið hans. Það heitir „Á heiðinni". Þessar myndir eru báðar nýlegar. Ég byrjaði að teifena 8 ára gaenall, og olíuliti féfek ég þegar ég var 17 ára. Ég hef alla tíð síðan fengizt við myndagerð í tómslundum. Einn vetur var ég við þetta sem aðal- nám hjá Þórhalli heitnum Björns syni, teikni- og smíðakennara, að Laugum. — Það er allt í lagi með bónda, þótt enginn geti um hann, sagði Einar Karl, — en það er verra með málara, þeir verða helzt að vera eitthvað á orði. Ég er annars ekkert að hugsa um að halda sjálfstæða sýningu strax. Einar Kari Sigvaldason starf- aði í vetur í fiskiðjuveri í Hafn- arfirði, en málar þegar hlé verð- ur frá vinnu. Hann á talsvert af myndum í sínum fórum og kvaðst ef til vill halda sýningu í haust eða næsta vor. — S.J. Annað tveggja málverka Einars Karls á sýningunni á Miklatúni. (Myndir GE.). Fljúgandi diskur - eða hvað? hringinga frá fólki, sem einnig I an um, að hlutur þessi hefði sézt sá hlutinn. Þá sáu hann einnig greiniiega og að hann væri flat margir fiskimenn. Öllum bar sam I ur, kringlóttur og iýsandi. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags í Grundarfirði NTB—San Juan, miðvikudag. Einkennilegur hlutur, flatur, kringlóttur og lýsandi, sást á flugi í nánd við Vestur-Indíur í fyrrinótt. Þúsundir manna sáu hlut inn. en það var áhöfnin á „Ra 2“ sem fyrst tilkynnti um þetta fyrir bæri. Norman Bafeer, siglingafræðing ur var á stjómvakt, þegar hann sá einkennilegt fyrirbæri á lofti. Baker vakti Heyerdahl og mexi kanska mannfræðinginn, sem með er í förinni. Þeir stóðu aliir þrír og fylgdust með þessum hlut í fullar tíu mínútur. Áhöfn „Calamara" hafrannsókn arskips Sameinuðu þjóðanna, til- kynnti einnig, að þar hefði verið fylgzt með þessum hlut. Dagblöð og útvarpsstöðvar á Karíbaeyjum fengu hundrúð upp KJ—Reykjavík, miðvikudag. í Grundarfirði misstu Sjálf- stæðismenn meirihluta sinn í hreppsnefnd í sveitarstjórnarkosn ingunum, sem fram fóru 31. maí s. 1. Unnu Framsóknarmenn hreppsnefndarmann af Sjálfstæð isflokknum. Nú virðist hafa tekizt samstarf með Sjáilfstæðismönnum og Al- þýðubandalagsmönnum í hrepps nefndinni, því Halldór Finnsson efsti maður á lista Sjálfstæðis- manna var endurkjörinn oddviti í Grundarfirði með atkvæðum Sjálfstæðismanna og Alþýðubanda lagsfulltrúans. Starf sveitarstjóra í Grundar- firði hefur verið auglýst laust til umsóknar, og nú er eftir að vita hvort Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag standa saman að fejöri sveitarstjóra. Norðurá: 459 — Þverá: 435 f júnímánuði veiddust alls 459 laxar á stöng úr Norðurá í Borg arfirði, á móti 236 á sama tíma í fyrra. Eru þessir laxar veiddir á 30 dögum (áin opnuð 1. júní) Og það var hann Árni Kristjáns- son, forstjóri, sem fyrsta laxinn veiddi á stöng úr ánni þetta veiði tímabilið, og jafnframt fyrstur stangveiðimanna landsins e_r veiðir lax á stöng þettá árið. Á dögunum skrapp Árni norður í land og renndi í Víðidalsána, þar sem hann fékk sinn annan lax, og var sá 7 punda. Þveráin kennir wm fvrr vi« nábýlissystur sína, Norðurána. Veiddust 435 laxar úr Þverá í júní og eru þeir veiddir á 20 dögum (áin opnuð 10. júní). Hefur veiðin þar verið mjög jöfn og enginn „laxlaus" dagur komið þafK frá þvf áin var opnuð. Á laugardag og sunnudag veiddust alls 40 lax- ar á þær fimm stengur, sem þá voru í ánni. f fyrra veiddust um 400 laxar á stöng úr ánni í júnímánuði, en alls munu 1400 laxar hafa veiðzt úr ánni allt veiðitímabilið í fyrra. Þverá: 21,8 á dag, — NorSurá: 15,3 á dag Ef reiknað er út eftir fyrr- greindum tölum þessara feng- sælu vatnsfalla, hve margir laxar hafa veiðzt að meðaltali úr án- um í júnímánuði, kemur í Ijós, að Þverá er með tæpa 22 laxa að meðaltali á dag, en Norðurá með rúma 1S laxa á dag. Hins vegar verður að gæta að þvi, að lítið var um veiði úr Norðurá fyrstu dagana eftir að hún var opnuð, þar eð mikil flóð voru í ánni svo og kuldi, og mun stangaveiðin þar ekki hafa byrjað fyrir alvöru fyrr en um 10. júní, eða þegar Þveráin var opnuð. — EB. NTB-Tromsö — Mikil hita- bylgja hefur gengið yfir Nor eg undanfarið og hefur dag eftir dag verið þar um 30 stiga hiti víða. NTB-London — f gærkvöldi hófst sólarhringsverfefall flug freyja og flugþjóna hjá brezka Flugfélaginu BEA, samtals um 1300 manns. Aflýsa varð 169 áætlunarferðum, sem 15000 farþegar ætluðu með. Talið er, að á þessu verkfalil startfsfólks ins. hafi BEA tapað 250 þús und pundum í fargjöldum. NTB-Hilleröd. — Tveir gríinm klæddir menn rændu í gær banka í Hilleröd. Þeir komust undan í bíl með hátt í tvær mi'lljónir ísl. króna. Bíllinn fannst yfirgefinn litlu seinna, en hvorki hefur sézt tangur né tetur af ræningjunum. MIKIL LÆKKUN Á TELEX-GJÖLDUM Hinn 1. júlí 1970 lækkar gjald- ið fyrir símtöl, telexviðsfeipti og skeyti til ýmissa Evrópulanda. Lækkunin er mest á telexvið- skiptunum, eða um eða yfir helm ing til helztu viðskiptalandanna í Evrópu, sem hægt er að hafa sjálf virkt samband við og nýlega hef- ur komizt á. T. d. til Danmerfeur læfekar telex-viðsfeiptagjaldið úr kr. 216.00 í kr. 87.00 fyrir 3 mín- útur. Símtölin lækka um rúmlega 40 kr. viðtalsbilið til flestra landa. Símskeytin breytast minna, lækka flest um nærri 90 aura pr. orð, en er óbreytt til Bretlands og Norðurlanda. Ennfvemur lækkar telexgjaldið til Kanada og Banda- rikjanna um fjórðung. Ástæðan fyrir þessum lækkunum er aðai- Sumargistiheimili Kvennaskólanum Blönduósi FB—Reykjavík, miðvikudag. Gistiheimili í Kvennaskólanum á Blönduósi var opnað 15 júní s.l. Sigurlaug Eggertsdóttir, hús- mæðrakennari veitir heimilinu forstöðu í sumar, en margir munu kannast við hana frá því hún veitti forstööu gistiheimili í húsmæðra skólanum á Löngumýri ásamt Jón ínu Bjarnadóttur, húsmæðrakenn- ara, og nú skólastýru húsmæðra- skóíans á Laugum. Á gistiheimilinu á Blönduósi verður á boðstólum morgunverð- ur, næturgisting, móttaka hóp- ferða, kaffisala með gómsætum kökum og fyrirgreiðsla fólks með viðleguútbúnað. Gistiheimilið verð ur opið fram f september næst komandi. Mannlaus bifreið niður brekku eftir árekstur OÓ—Reykjavík, miðvikudag. I gœr var ekið á bílinn Y-2734, sem er rauður Volkswagen, á stæð inu við Bllaþjónustuna við Suð- urlandsbraut. Varð áreksturinn um kl. 6. Sá sem ók á bílinn hef- ur hraðað sér á brott strax eftir verknaðinn og er hans nú leitað. Við ákeyrsluna var hægra aft- urbretti Volkswagnsins dældað en áreksturinn varð svo harður. að bíllinn, sem var mannlaus rann niður brekkuna áleiðis niður á Suðurlandsbraut. Þar lenti bíllinn á steinvegg og skemmdist talsvert við þann árekstur. Ef einhver vitni hafa orðið að þessum atburði e’- viðkomandi beðinn að láta um- ferðardeild rannsóknarlögreglunn ar vita. lega sjálfvirka sambandið á Tel- ex, og svo breytingar á sæsíma- gjöldum. Reykjavík, 1. júlí 1970. Póst- og símamálastjórnin. VINNINGAR í KOSNINGA- HAPPDRÆTTI REYKJAVlKUR KJÖRDÆMIS 1970 1. Nr. 13400 Ferð til Mallorca f. tvo. Nr. 2 — 7 Flugferðir til Evr ópu f. tvo komu á númer 3317, 4449, 4450, 7328, og 15119. nr. , og 9. Skipsferð til Evrópu hvor miði fyrir tvo. nr. 18388 og 7362. (Birt án ábyrgðar) SÝNINGAR OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Málverkasýningar þær, sem stað- ið hafa í tilefni af Listahátíðinni hafa verið framlengdar til sunnu- dagskvölds, og auk þess högg- myndasýningin á Skólavörðuholti. Sýning Munchs í viðbyggingu Iðn skólans vefður opin frá klukfean 14 til miðnættis alla daga. Victoria de los Angeles synpr í kvöld EB-Reykjavík, miðvifeudag. Vegna þess að spænska söng- konan Victoria de los Angeles, er kom hingað til landsins í gær, kvefaðist lítillega við að koma í hið norræna loftslag, hefur hljómleikunum í Háskólabíói, þar sem hún mun syngja einsöng, verið frestað um einn dag. Ákveð ið hafði verið að hljómleikarnir hefðust kl. hálf níu í kvöld, en vegna fyrrgreindra orsaka hefj- ast þeir nú á sama tíma annað kvöld i Hásfeólabíói.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.